Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég er ekki að stinga af, ég ætla bara að skreppa eftir peru til að skipta um í staurnum. Föst framlög ríkisinsog Reykjavíkur-borgar til Nýsköp- unarsjóðs námsmanna, sem veitir styrki til rann- sókna nema í háskólum landsins yfir sumartím- ann, hafa verið óbreytt síðustu fimm árin. Þeim námsmönnum sem hljóta styrk eru ætluð laun upp á 110 þúsund krónur á mán- uði, og hefur sú upphæð haldist óbreytt frá árinu 2001. Ekkert kemur fram í reglum um Nýsköpunar- sjóð námsmanna um að styrkir til námsmanna skuli fylgja almennri launaþróun, heldur á stjórn sjóðs- ins að ákveða styrkveitingar. Athygli vekur að á þeim tíma sem styrkur sjóðsins hefur staðið í stað hafa byrjunarlaun skrif- stofumanna skv. taxta VR hækk- að um tæplega þriðjung og al- menn launavísitala hækkað um rúm 46%. Ef upphæð styrks sjóðsins til námsmanna hefði fylgt almennri launaþróun frá árinu 2001 væri mánaðarlegur styrkur til námsmanna rúmar 161 þúsund krónur, en ef styrkurinn hefði fylgt þróun lágmarkslauna skrif- stofumanna hjá VR væri hann um 146 þúsund krónur. Guðný Björk Eydal, formaður stjórnar Nýsköpunarsjóðs náms- manna, segir að stjórn sjóðsins standi frammi fyrir því vandamáli á hverju ári að vega það og meta hversu marga styrki eigi að veita og hvaða upphæð eigi að veita hverjum og einum. Þar sem fram- lög til sjóðsins hafi ekki hækkað undanfarin ár hafi verið um tvennt að velja, að halda óbreyttri styrksupphæð og styrkja jafn- marga einstaklinga, eða að hækka upphæðina sem hver einstakling- ur fær og fækka þeim sem hljóta styrk. Hún segir að hingað til hafi verið ákveðið að fækka ekki þeim sem hljóti styrk. Ríki og borg styrkja mest Framlög til sjóðsins koma að langmestum hluta úr tveimur átt- um, eins og fram kemur í árs- skýrslum sjóðsins frá undanförn- um árum. Menntamálaráðuneytið leggur til mest fé, 20 milljónir króna á ári. Hefur sú upphæð haldist óbreytt frá árinu 2000. Reykjavíkurborg leggur einnig mikið til sjóðsins, 12 milljónir króna á ári frá árinu 2001. Reynd- ar hækkaði styrkur borgarinnar í 25 milljónir króna árið 2003, en þá var atvinnuástand ungmenna slæmt og þetta því viðbrögð borg- arinnar til að fleiri fengju störf. Önnur sveitarfélög leggja lægri upphæðir til sjóðsins, samtals um 2,5 milljónir króna á undanförn- um árum. Ef framlög frá ráðuneyti og borg hefðu hækkað í takt við þró- un launavísitölu frá árinu 2001 væri framlag menntamálaráðu- neytisins um 29 milljónir og fram- lag borgarinnar 17,5 milljónir króna. Þó að einungis hefði verið miðað við þróun launa hjá VR hefði sjóðurinn þó úr rúmum 10 milljónum króna að spila umfram það sem hann hefur til úthlutunar í dag. „Auðvitað viljum við fá sem mest fé, það eru oft mjög góðar umsóknir sem við þurfum að hafna. Ég viðurkenni það alveg að það hefur fyrst og fremst verið það sem hefur verið hvatningin fyrir okkur, en þessi umræða um upphæðirnar kemur alltaf upp öðru hverju. Við ákváðum einmitt að framkvæma mjög gagngera skoðun á henni með haustinu og bera saman við ýmsa hópa og við verðlagsþróun,“ segir Guðný Björk. „Ég vona bara að við fáum enn meira fé og getum gert ennþá betur; styrkt fleiri með hærri styrkjum.“ Erla Ósk Ásgeirsdóttir, fulltrúi stúdenta í stjórn sjóðsins, bendir á að ef fjárframlög haldist óbreytt verði öll hækkun á styrkupphæð- um á kostnað fjölda þeirra sem fái styrk og til þess sé ekki vilji innan stjórnarinnar. Hún segir nauð- synlegt að fleiri sveitafélög taki þátt í að fjármagna rekstur sjóðs- ins, enda sæki nemar af öllu land- inu í sjóðinn. Framlög ríkis og borgar þyrftu þá einnig að hækka. Stúdentar vilja hærri styrk „Auðvitað er það vilji okkar stúdenta að hækka framlagið, enda ekki beint hægt að lifa á þessu, en upphæðin er í sjálfu sér ekki meginmarkmiðið þó hún skipti auðvitað miklu máli fyrir þá sem fá styrkinn,“ segir Erla. Þar sem um er að ræða styrk til námsmanna segir Guðný Björk stjórnarformaður það sína skoðun að ekki sé óeðlilegt að miða upp- hæðina að einhverju leyti við það sem aðrir sjóðir gera, t.d. Rann- sóknarnámssjóður Rannís. Afar erfitt sé fyrir Nýsköpunarsjóð námsmanna að ætla að fylgja mögulegum sumarlaunum náms- manna á almennum markaði. Guðný segir það alltaf spurn- ingu hvort sjóðurinn eigi að keppa við vinnumarkaðinn, en einnig þurfi að taka tillit til þess að nem- endur eigi að geta nýtt styrkinn til að helga sig rannsóknarvinnu, án þess að þurfa að taka að sér aukavinnu á sama tíma til að end- ar nái saman. Fréttaskýring | Upphæð styrkja Nýsköp- unarsjóðs námsmanna óbreytt í sex ár Fjárveitingar staðið í stað Aðeins hægt að hækka upphæð styrks á kostnað fjölda rannsóknarverkefna Nemendur fá styrki til að sinna rannsóknum. Ekki bara fjárhagslegur ávinningur að fá styrk  Nemendur sem sækja um styrki úr Nýsköpunarsjóði náms- manna njóta þess ekki bara að fá styrk til framfærslu, heldur er það einnig ákveðin viðurkenning að fá slíkan styrk, enda fá mun færri en sækja um styrk úr sjóðnum, segir Erla Ósk Ásgeirs- dóttir stjórnarmaður. Það geti nemendur m.a. nýtt sér í fram- tíðinni þegar þeir sæki um störf eða skólavist, auk þess sem þetta sé góð æfing í að sækja um styrki. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Hvar er best að vinna? Framúrskarandi útkoma í árlegri könnun VR á aðbúnaði og ánægju starfsfólks veitir 20 íslenskum fyrirtækjum rétt til að kalla sig Fyrirmyndarfyrirtæki. Niðurstöður verða kynntar 19. maí. OPIÐ málefnaþing Rauða kross Ís- lands verður haldið sunnudaginn 21. maí kl. 9.30, í þingsal 1 á Hótel Loftleiðum. Um- fjöllunarefni er: Hvers vegna býr fjöldi fólks á Íslandi við fátækt, ein- angrun og mis- munun og hvernig er hægt að bæta úr því? Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur setningarávarp. Erindi halda: Úlfar Hauksson for- maður RKÍ, Kristján Sturluson framkvæmdastjóri RKÍ, Sigur- steinn Másson formaður ÖBÍ, Sab- ine Leskopf verkefnisstjóri, Ingi- björg Georgsdóttir barnalæknir og Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu. Siv Friðleifs- dóttir heilbrigðis- og tryggingar- ráðherra slítur ráðstefnunni. Málþing RKÍ um fátækt og mismunun STJÓRNVÖLD hafa gengið alltof langt á þeirri braut að skerða bætur frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum og það er ein helsta ástæðan fyrir óvinsældum lífeyrissjóðakerfisins meðal almenn- ings þrátt fyrir mikla kosti þess, að því er fram kom hjá Friðberti Traustasyni, fráfarandi formanni Landssamtaka lífeyrissjóða, á aðal- fundi samtakanna í gær. Friðbert sagði að fullyrða mætti að samanlagður ellilífeyrir frá Trygg- ingastofnun ríkisins og lífeyrissjóðun- um væri skammarlega lítill hjá þorra eftirlaunafólks og að þeir sem hefðu greitt til lífeyrissjóðs í áratugi sæju oft á tíðum lítinn ávinning af þeirri sjóðssöfnun vegna tekjuskerðingar bóta almannatrygginga. „Mikilvægt er að endurskoða sam- spil greiðslna frá Tryggingastofnun og lífeyris frá lífeyrissjóðunum. Skerðingin í dag er langt umfram það sem séð var fyrir þegar lífeyrissjóð- irnir voru að stíga sín fyrstu skref, og þau sem lögðu fyrir í sínum lífeyr- issjóði eru ósátt,“ sagði Friðbert. Hann benti einnig á að lífeyrisþeg- um væri harðlega refsað af Trygg- ingastofnun fyrir hvers kyns atvinnu- þátttöku eftir að taka eftirlauna væri hafin. „Nú er það almennt viðhorf eldri borgara að ríkið sé langstærsti mót- takandi greiðslna frá lífeyrissjóðun- um. Og það má til sanns vegar færa þegar skerðingar á öðrum greiðslum en grunnlífeyri Tryggingastofnunar eru slíkar sem nú er. Þessu verður einfaldlega að breyta með því að hækka verulega neðra tekjumark, það er frítekjumark, tekjutryggingar ellilífeyrisþega, sem ákveðið er með reglugerð frá tryggingaráðherra með gildistöku 1. janúar ár hvert. Þannig má bæta afkomu eldri borgara og sannfæra landsmenn enn og aftur um nauðsyn þess að viðhalda sjóðamynd- un, samtryggingu og skylduaðild að lífeyrissjóðum,“ sagði Friðbert enn- fremur. Hann gaf ekki kost á sér til endur- kjörs og er Arnar Sigurmundsson nýr formaður samtakanna. Aðrir í stjórn eru: Friðbert Traustason, Gunnar Baldvinsson, Haukur Hafsteinsson, Margeir Daníelsson, Víglundur Þor- steinsson, Þorbjörn Guðmundsson og Þórunn Sveinbjörnsdóttir. Alltof langt gengið í skerðingu grunnlífeyris Samanlagður ellilífeyrir frá TR og lífeyrissjóðum skammarlega lítill hjá þorra eftirlaunafólks, segir fráfarandi formaður LL Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.