Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 9 FRÉTTIR *Meðan birgðir endast Sumartilbo ð afsláttur 25% * Nýjung! Nicorette Fruitmint Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafi markaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Sumarkjólar einlitir og munstraðir 990 kr. bolirnir komnir aftur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Klapparstíg 44 sími 562 3614 Blómapottur á vegg, fóðraður 40 cm kr. 1.995,- Hengipottur m. krók kr. 2.700,- Blómapottur í glugga, fóðraður 75 cm kr. 2.995,- 90 cm kr. 3.500,- Útiblómagrindur Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 4433 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16 Stuttbuxur Kvartbuxur Yfir 25 tegundir Mjódd, sími 557 5900 JENSEN dagar Hör- og gallafatnaður í úrvali Einnig léttar úlpur, stuttfrakkar og sumarjakkar Verið velkomnar Nýjar dragtir Laugavegur 63 • S: 551 4422 OPNAÐ hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá vegna borg- arstjórnarkosninga í Reykjavík. Í kjörskránni er hægt að slá inn kennitölu kjósanda og fá þannig upplýsingar um hvar skal kjósa og í hvaða kjördeild. Fram kemur að viðmótið sé mjög einfalt og aðgengilegt en farið er inn í grunninn af forsíðu vefjar Reykjavíkurborgar, www.reykja- vik.is. Hér er um að ræða einfalda leið fyrir borgarbúa til að nálgast upplýsingar um hvar þeir eigi að kjósa og í hvaða kjördeild, segir í tilkynningu. Rafræn kjörskrá í Reykjavík LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók þrjá menn um fjögurleytið í fyrrinótt þar sem þeir gerðu sig tilbúna til að brjótast inn í íbúðar- hús á Laufásvegi. Voru mennirnir uppi á þaki hússins þegar lögreglu bar að garði og höfðu þeir undir höndum ýmis tæki og tól til inn- brota. Að sögn lögreglu voru menn- irnir færðir til fangaklefa þar sem þeir dvöldu yfir nótt en voru yf- irheyrðir í gærdag. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. Gripnir glóðvolgir við innbrot UNGUR ökumaður missti stjórn á jeppabifreið og hafnaði á ljósastaur í Árbæjarhverfi skömmu fyrir mið- nætti á miðvikudag. Hann sakaði ekki við höggið sem var þó það mik- ið að ljósastaurinn féll og á strætó- skýli. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík er pilturinn grunaður um akst- ur undir áhrifum áfengis eða lyfja. Hann ók bifreið föður síns sem sótti bifreiðina og piltinn niður á lög- reglustöð eftir skýrslutöku og blóð- prufu. Ók á staur í annarlegu ástandi ÓHAGSTÆTT skattaumhverfi og verndarstefna stjórnvalda veldur að mestu leyti háu matvælaverði hér á landi samanborið við ná- grannalöndin, að mati Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Einnig segja samtökin greinilegt að vörugjald hafi umtalsverð áhrif á sumar inn- fluttar vörur. Samtökin benda á að nið- urstöður könnunar ASÍ á mat- vælaverði á Norðurlöndunum, sem birtar voru í Morgunblaðinu í gær, sýni að það sé einkum verð á innlendum landbúnaðarvörum sem sé verulega hærra hér á landi en í samanburðarlöndunum. Könnunin sýndi að matarkarfan sem valin var í könnuninni var tvöfalt dýrari í Reykjavík en í Stokkhólmi, þar sem hún var ódýrust. „SVÞ hafa ítrekað krafist óhefts verslunarfrelsis án refsitolla varð- andi innflutning landbúnaðarvara eins og þau lönd búa við þar sem verð er borið saman við verð á Ís- landi. Nokkuð hefur áunnist en samtökin hvetja stjórnvöld til að feta sig í ákveðnum skrefum út úr verndartollum, innflutnings- kvótum og framleiðslustyrkjum – hinir síðasttöldu eru þeir hæstu í veröldinni skv. OECD,“ segir í yf- irlýsingu frá SVÞ. Benda samtökin á mikilvægi þess að innlendar búvörur fái að spreyta sig í samkeppni við inn- lendar vörur, reynslan af afnámi innflutningstolla sýni ótvírætt að slíkt skili sér fljótt og vel til neyt- enda, og innlend framleiðsla bíði ekki hnekki vegna þessa. Matur dýr vegna skattaumhverfis og verndarstefnu KJARASAMNINGUR Orkuveitu Reykjavíkur og Eflingar – stéttar- félags var samþykktur á fundi Efl- ingar í gær með 47 atkvæðum gegn 6. Á kjörskrá voru 82. Talvert langan tíma hefur tekið að klára samninginn, en hann rann úr gildi fyrir áramót. Samningurinn er til ríflega tveggja ára eða með gild- istíma frá 1. desember 2005 til 31. mars 2008. Samkvæmt upplýsingum frá Efl- ingu var með nýjum kjarasamningi lögð sérstök áhersla á að hækka grunnlaun ákveðinna faghópa en launahækkanir vega þyngst í upp- hafi samningstímans. Upphafs- hækkun grunnlauna er að meðaltali tæp 14% en sérstök áhersla var lögð á að hækka grunnlaun ákveðinna faghópa en þá tekur einnig ný launa- tafla gildi með 5 lífaldursþrepum og 2,5% á milli þrepa. Þá eru starfsaldursflokkar sam- tals 4 eða tveir eftir 1 árs starfsaldur og aðrir tveir til viðbótar eftir 2 ár í starfi. Framlag Orkuveitunnar í lífeyris- sjóð fer í 10,25% 1. janúar 2006 og 11,5% 1. janúar 2007. Þá mun Orku- veitan áfram greiða 2% í séreignar- sjóð á móti 2% framlagi launamanns. Sjúkraflutningamenn semja Þá hefur Landssamband slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna skrif- að undir samning við ríkið fyrir sjúkraflutningamenn með gildistíma frá 1. janúar 2006. Í samkomulaginu felst að nýgerðir samningar LSS við LN gildi fyrir sjúkraflutningamenn í aðalstarfi hjá ríkinu og sérstakt sam- komulag var gert um kjör hlutastarf- andi sjúkraflutningamanna. Með nýju samkomulagi er svokall- að álagsstundakerfi lagt niður og í stað þess kemur hlutfall af lf. 139 3. þrep. Hinn fyrsta janúar 2008 verða allir sjúkraflutningamenn komnir með sama hlutfall greiðslna fyrir þá kvöð að vera ávallt til reiðu að sinna útköllum. Þetta er búið að vera mikið baráttumál sjúkraflutningamanna, því LSS lítur svo á að það sé sama skuldbinding hvort um er að ræða 40 útköll eða 200, að því er segir á vef BSRB. Samningur OR við Eflingu afturvirkur Samþykktur með miklum mun á fundi í gær Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.