Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 11 FRÉTTIR „MIG undrar ekki að Alcoa reyni að verja ákvörðun sína um að hafna vot- hreinsibúnaði,“ segir Hjörleifur Gutt- ormsson, fv. þingmaður og ráðherra, um vilja Alcoa Fjarðaáls til að nota eingöngu þurrhreinsun í nýju álveri á Reyðarfirði, skv. frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdarinnar. „Fyrirtækið hefur fyrir löngu tekið þá ákvörðun um að nota þurrhreinsi- búnað einvörðungu í trausti þess að stjórnvöld spili með eins og þau hafa gert til þessa, einnig eftir að hæsta- réttardómurinn féll,“ segir Hjörleif- ur. „Það voru íslensk stjórnvöld sem með úrskurði Skipulagsstofnunar 20. desember 2002 slepptu Alcoa við að fara í mat á umhverfisáhrifum og um- hverfisráðherra staðfesti þann úr- skurð 15. apríl 2003. Þrátt fyrir hæstaréttardóm voru starfsleyfi og framkvæmdaleyfi ekki afturkölluð og Alcoa hélt framkvæmdum sínum áfram þrátt fyrir dóminn. Skorsteinn- inn hái sem búið er að reisa og sem sniðinn er að þurrhreinsun eingöngu er táknrænn fyrir þetta og önnur kerfi tengd mengunarvörnum eru í samræmi við það.“ Neikvæð hliðaráhrif Gunnar G. Tómasson, verkefnis- stjóri við gerð umhverfismatsins, seg- ir að báðir kostirnir, þurrhreinsibún- aður eingöngu og svo ásamt vothreinsibúnaði, hafi verið kannaðir ítarlega og báðir hafi þeir uppfyllt all- ar reglugerðir íslenskra yfirvalda og Evrópusambandsins um losun meng- andi efna. Niðurstaðan hafi orðið sú að vothreinsibúnaður leiði til fleiri hliðarverkana, s.s. losunar flúoríðs sem hafi áhrif á gróður og PAH-efna sem kunni að hafa neikvæð áhrif á líf- ríki sjávar. Hjörleifur segir fyrirtækið reyna að beina sjónum frá gífurlegum mun á losun brennisteinssambanda þegar borin er saman vothreinsun og þurr- hreinsun. Þessi munur sé 15-faldur samkvæmt útreikningum Alcoa og 24-faldur samkvæmt matsskýrslu Norsk Hydro frá vorinu 2001. Nið- urstöður beggja fyrirtækja sýni að loftgæði með vothreinsun eru mun skárri í Reyðarfirði með vothreinsun sem viðbót við þurrhreinsun og það geti m.a. varðað heilsu fólks sem þar býr um langa framtíð. Ekki sé fjallað um jákvæða kosti vothreinsunar sem viðbót við þurrhreinsun. „Þess í stað reynir Alcoa nú að beina sjónum manna að meintum hliðarverkunum vothreinsunar og nefnir í því sambandi losun flúoríðs og áhrif hennar á gróðurfar og losun á PAH sem geti haft áhrif á lífríki sjáv- ar. Það er engu líkara en talsmaður Alcoa, verkefnisstjóri umhverfis- matsins, hafi ekki lesið framlögð gögn fyrirtækisins. Í öllu falli ríma stað- hæfingar hans afar illa saman við það sem í þeim stendur,“ segir Hjörleifur. Hann fjallar nánar um málið á vefn- um www.eldhorn.is/hjorleifur. Frummatsskýrsla Alcoa var aug- lýst af Skipulagsstofnun 27. apríl sl. og er aðgengileg á vefjunum www.al- coa.is og www.hrv.is. Frestur til at- hugasemda við frummatsskýrsluna rennur út 8. júní nk. Alcoa Fjarðaál mun vinna endanlega matsskýrslu þegar Skipulagsstofnun hefur fjallað um frummatsskýrsluna og athuga- semdir sem berast við hana. Skorsteinninn er táknrænn Hjörleifur Guttormsson ósammála Alcoa um hreinsibúnað álvers eystra H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.