Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 15 FRÉTTIR Kynntu þér frábær tilboð í Vildarþjónustunni í sumar 50% afsláttur hjá Flugfélagi Íslands Allt að 30.000 kr. afsláttur í sólina Afsláttur hjá Hertz bílaleigu 10.000 kr. ferðaávísun …og margt fleira Við lögum okkur að þínum þörfum! VERKSAMNINGUR um rekstur Olweusarverkefnisins gegn einelti í grunnskólum fyrir árin 2006–2008 var undirritaður í gær, en það voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Þórður Skúlason framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og Hanna Hjartardóttir, formaður Fé- lags skólastjóra, fyrir hönd Kenn- arasambands Íslands og Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Ol- weusarverkefnisins, sem komu sam- an og samþykktu samninginn fyrir hönd aðila. Með verksamningnum er tryggt að allt að 30 grunnskólar geti hafið innleiðingu verkefnisins þegar við upphaf næsta skólaárs, haustið 2006, og að þeir skólar sem fyrir eru í verkefninu geti haldið mark- vissu starfi áfram með þeim skyld- um sem fylgja því að vera virkur þátttakandi í verkefninu. Frá því að Olweusarverkefnið hófst haustið 2002 hafa 75 grunnskólar með um helming allra grunnskólanemenda í landinu tekið þátt í eineltisáætlun- inni. Næsta skólaár er gert ráð fyr- ir að skólar með allt að 10 þúsund nemendur bætist við og þar með nái verkefnið til allt að 75% grunn- skólanemenda í landinu. Olweusarverkefnið er viðamikið forvarnarstarf þar sem allir starfs- menn skóla og aðilar úr grennd- arsamfélaginu eru beinir þátttak- endur. Sérstök áhersla er lögð á virka þátttöku foreldra og öflugt samstarf heimila og skóla. Ætla má að um fimm þúsund starfsmenn í grunnskólum, félagsmiðstöðvum, íþróttafélögum, kirkjunni og fleiri stofnunum og samtökum hafi með skipulögðum hætti öðlast þekkingu og færni að vinna gegn einelti, upp- ræta það og skapa nemendum um- hverfi þar sem ofbeldi þrífst ekki. Nemendur hafa með markvissum hætti í skóla og með foreldrum sín- um fjallað um mikilvægi þess að temja sér að sýna gagnkvæma virð- ingu, segja frá, andmæla einelti og taka afstöðu gegn því. Olweusaráætlunin beinist fyrst og fremst að forvörnum og tekur á ýmsum þeim áhættuþáttum sem herja á börn og unglinga. Sam- kvæmt áætluninni er einörð afstaða og ábyrgð hinna fullorðnu grund- vallaratriði og einnig að samstaða náist í skóla og á heimilum um þau viðmið sem skulu í hávegum höfð. Á vegum Olweusarverkefnisins hafa viðamiklar kannanir um einelti og líðan nemenda í 4.–10. bekk verið lagðar fyrir samtals 32 þúsund nemendur fimm sinnum á tíma- bilinu 2002–2006, fyrst í nóvember 2002 og síðast í mars 2006. Þær sýna, að sögn aðstandenda verkefn- isins, að dregið hefur verulega úr einelti í grunnskólum og allir þátt- tökuskólar hafa fengið niðurstöður sem nýtast sem grunnur að áfram- haldandi starfi skólanna til að skapa nemendum sem öruggast skólaum- hverfi. Olweusarverkefnið gegn einelti rekið áfram Morgunblaðið/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritar Olweus- arsamninginn ásamt þeim Þorláki Helgasyni og Þórði Skúlasyni. GUNNAR Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir á efnaskipta- og inn- kirtlasjúkdómadeild LSH, og Val- garður Sigurðsson náttúrufræð- ingur voru í gær útnefndir vísindamaður og ungur vís- indamaður ársins á Vísindadögum LSH, sem standa nú yfir. Gunnar, sem er doktor í lækn- isfræði frá Lundúnaháskóla, flutti erindi við móttöku viðurkenning- arinnar um D-vítamín og beinabú- skap Íslendinga, en hann hefur stundað rannsóknir á þessum mál- efnum. Valgarður stundar dokt- orsnám við læknadeild Háskóla Ís- lands en hann hefur unnið að rannsókninni Æðaþelsfrumur örva bandvefslíka umbreytingu brjósta- stofnfruma í þrívíðri ræktun að undanförnu og flutti hann erindi um rannsóknina við móttöku við- urkenningarinnar í gær. Vís- indadögum LSH, sem ganga undir nafninu Vísindi á vordögum, lýkur í dag með veggspjaldasýningu sem haldin verður í K-byggingu LSH og hefst hún kl. 13. Gunnar Sigurðsson (t.v.) og Valgarður Sigurðsson með viðurkenningarnar. Vísindamenn ársins á LSH útnefndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.