Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 20
Reykjavík | Línuskautar verða sífellt algengari farartæki, ef farartæki má kalla. Þeim fylgir góð þjálfun og útivist. Það gengur misjafnlega hjá línu- skautafólki að spjalla saman vegna þess hversu stór vík vill verða á milli vina, ekki síst ef farið er hratt yfir. Sumir geta þó leyst þetta mál og ekki er annað að sjá en þetta línu- skautafólk njóti alls þess sem hjólaskautarnir hafa upp á að bjóða um leið og það er í inni- legum samræðum. Morgunblaðið/Ómar Samræðulist á línuskautum Útivist Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Þriðja vefkynslóðin | Nýr vefur Ísafjarð- arbæjar hefur verið opnaður formlega. Er þetta þriðja kynslóð heimasíðna sveitarfé- lagsins en þar er að finna ýmsar nýjungar. Meðal annars má nefna aukið aðgengi fyrir sjónskerta og blinda, leitarvél með loft- myndum af bæjarkjörnum í Ísafjarðarbæ, bæjarstjórablogg og fyrirspurnarform fyrir nýbúa þar sem hægt er að senda inn fyrirspurnir sem varða málefni sveitarfélagsins á ensku, taílensku, pólsku, sænsku, serbó-króatísku og spænsku. Í ávarpi Halldórs Halldórssonar bæjar- stjóra við opnun vefsins kom fram að nýjum vef sé ætlað að kynna starfsemi bæjarins og gera hana sýnilegri íbúum Ísafjarðarbæjar sem og öðrum gestum vefsins. Með nýjum vef er einnig hafin þróunarvinna þar sem stigin verða skref í átt að rafrænni stjórn- sýslu. Í næstu lotu verður hægt að senda inn umsóknir rafrænt og einnig verður unn- ið að því að útbúa eigin svæði fyrir íbúa, þar sem hver loggar sig inn líkt og í netbanka, og getur fylgst með sínum málum. Væntan- legur er einnig leitarhæfur gagnagrunnur sem geymir upplýsingar um öll fyrirtæki í Ísafjarðarbæ. Kemur þetta fram á vef Bæjarins besta, bb.is.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Skólastjóri á Blönduósi | Einn umsækj- andi er um stöðu skólastjóra Grunnskólans á Blönduósi. Það er Þórhalla Guðbjarts- dóttir aðstoðarskólastjóri við skólann. Fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd Blönduóss mælti með Þórhöllu í starfið. Jafnframt bókaði nefndin þakkir til fráfar- andi skólastjóra, Helga Arnarsonar, fyrir gott samstarf og óskaði honum velfarnaðar í nýju starfi, sem skólastjóri Hvaleyrar- skóla í Hafnarfirði. Kemur þetta fram á fréttavefnum huni.is.    Opnað í Slakka | Dýragarðurinn í Slakka í Laugarási opnar útisvæði laugardaginn 20. maí næstkomandi. Í vetur var innidýragarður tekinn í notk- un þar sem er fjölbreytt úrval af páfagauk- um og ýmsum smádýrum ásamt fiskasvæði. Golfhúsið nýtur vinsælda, einnig er boðið upp á fjölbreytt úrval veitinga. Nú skiptir veðrið ekki máli því að inniaðstaða er á 1.100 fermetrum. Opið er alla daga frá 10 til 18 í sumar. tækifærið og heimsótti leikskólann á Flateyri, sem Færeyingar gáfu þangað eftir snjóflóðin fyrir um áratug. Hér eru gestirnir með börnunum í leikskólan- um, f.v. Barbara Ferster leikskólastjóri, Einar K. Guðfinnsson og eiginkona Björn Kalsö, sjávar-útvegsráðherraFæreyja, var hér í opinberri heimsókn í vik- unni til viðræðna við starfsbróður sinn Einar K. Guðfinnsson. Hann kynnti sér sjávarútveg, meðal annars á Vestfjörð- um, en þá greip hann hans Sigrún J. Þóris- dóttir, Rógvi Reinert, ráðuneytisstjóri færeyska sjávarútvegsráðuneyt- isins, Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Björn Kalsö og eiginkona hans Henni- beth Kalsö. Soffía Ingi- marsdóttir krýpur fyrir miðju með börnunum. Í heimsókn á leikskólanum Rúnar Kristjánssoná Skagaströndrýnir í framboð Samfylkingarinnar fyrir sunnan: Samfylkingin svip þann ber sem hún væri í póker. Á degi hverjum dagljóst er að dag hún á sem jóker ! Og síðan vinstri grænna: Vinstri grænir viðgang sinn vaxta á öðru en sandi. En það að tryggja Árna inn er þó mikill vandi. Og loks sjálfstæðis- menn: Íhaldsmenn við fundafjör fá nú kjálkaverki. Ákaft beita orðahjör undir fálkamerki. Hallmundur Kristins- son leggur út af limru Péturs Stefánssonar sem birtist hér á dögunum: Veistu hve ljótt er að ljúga? Það er líkt og að stela bjúga, eða girnast þess gull sem gefur þér ull og heimasætuna sjúga. Af pólitík pebl@mbl.is Skagafjörður | Forsvarsmenn Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar, Skagafjarðarveitna ehf., Kaupfélags Skagfirðinga, Byggða- stofnunar og Fjölnets hf. hafa gengið frá samningi sem kveður á um að þessir aðilar stofna í sameiningu Gagnaveitu Skaga- fjarðar, fyrirtæki sem mun eiga og reka gagnaflutningsnet í Skagafirði. Ljósleiðaranet sem Fjölnet hf. hefur þegar lagt á Sauðárkróki mun verða í eigu hinnar nýju gagnaveitu, sem og rör fyrir ljósleiðara sem Skagafjarðarveitur hafa lagt í Skagafirði. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins er að bæta samkeppnishæfni Skagafjarðar sem búsetusvæðis með því að koma háhraðatengingum inn á öll heimili í Skagafirði á næstu árum og tryggja þannig aðgang að efnisveitum og netsambandi á við það besta sem gerist á landinu. Fram kemur í fréttatilkynningu að stefnt er að því að öll heimili á Sauðárkróki verði tengd ljósleiðara í síðasta lagi árið 2008 og ráðist í aðgerðir til að bæta teng- ingar til íbúa í dreifbýli Skagafjarðar. Háhraðanet inn á öll heimili ÍSLANDSPÓSTUR hefur gefið út tvær frímerkjar- aðir. Í þeirri fyrri eru fimm frímerki þar sem mynd- efnin eru fossar á Íslandi. Í þeirri síðari eru Evrópufrí- merki þar sem myndefnið er aðlögun innflytjenda. Hönnuður frímerkjanna með íslensku fossunum er Elsa Nielsen, grafískur hönnuður á auglýsinga- stofunni EnnEmm. Verð- gildi frímerkjanna er 55 kr., 65 kr., 75 kr., 95 kr. og 220 kr. Í síðari röðinni eru Evrópufrímerkin 2006 þar sem myndefnið er „aðlögun inn- flytjenda að nýjum heimkynnum séð með augum unga fólksins“. Tvö hefti eru gefin út í þessari röð með sjálflímandi frímerkj- um og er það í fyrsta sinn sem Íslands- póstur gefur út slík frímerki. Evrópufrí- merkin urðu til í teiknisamkeppni nemenda í grafískri hönnun við Listahá- skóla Íslands. Norskur skiptinemi, Ole Kristian Öye, stóð uppi sem sigurvegari í samkeppninni um bæði frímerkin, en hann kemur frá Listaháskólanum í Bergen í Noregi. Verðgildi frímerkjanna er 75 kr. og 95 krónur. Fyrstu sjálflím- andi frímerkin ♦♦♦ Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Sýningarhelgi – Sumarhús í Skorradal Sölusýning á milli kl 14-16 laugardag og sunnudag. Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Nýbyggður glæsilegur 74 fm sumarbústaður með svefnlofti á út- sýnisstað í Indriðastaðalandi í Skorradal, nánar tiltekið að Skála- lækjarási 16. Bústaðurinn stendur einn og sér með frábæru útsýni til vatnsins og náttúrunnar í kring. Stór ca 100 fm verönd umhverfis bústaðinn. Glæsilegur og vandaður bústaður, frábærlega vel stað- settur. Verð 19,9 millj. Hafið samband við Bjarna Elvar í síma 691 0980 til að fá nánari leiðarlýsingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.