Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar ÍÞRÓTTIR eru ein mikilvægasta og besta forvörn gegn áfengis- og vímuefnum sem til er. Íþróttafélögin í Kópavogi eru rekin af miklum myndarskap og þeir sem þeim stýra hafa sannarlega unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu samfélags- ins. Það er metnaðarmál Samfylkingar í Kópavogi að vel sé stutt við bakið á íþróttafélögum bæjarins og Samfylk- ingin vill byggja upp fjölbreytta aðstöðu til íþróttaiðkunar fyrir alla bæjarbúa. Í lífi margra barna gegna íþrótta- félögin mikilvægu uppeldislegu hlut- verki og öll börn eiga að fá tækifæri til að þroska hæfi- leika sína óháð efnahag foreldra. Samfylkingin vill auka þátttöku barna og unglinga og draga úr brottfalli með því að lækka þátttökugjöld barna og unglinga 16 ára og yngri í íþrótta- og tómstundastarfi. Flest íþróttafélög í Kópavogi hafa mótað sér stefnu og hlotið vottun ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag. Þau hafa fest í lög sín ákvæði þar sem tekin er einörð afstaða gegn neyslu áfengis, tóbaks og fíkniefna. Samfylkingin fagnar þessu framtaki íþróttafélaganna og hvetur þau til frekari dáða. Íþróttir eru fyrir alla og Samfylkingin vill skapa eldri borgurum í Kópavogi aðstöðu til að stunda öflugt íþrótta- og tómstundastarf. Það má m.a. gera með því að nýta þá aðstöðu sem er í grunnskólum og íþrótta- mannvirkjum bæjarins. Einnig þarf að huga betur að lýsingu göngustíga, merkja gönguleiðir vel og koma þar upp áningarstöðum. Samfylkingin hefur það á stefnuskrá sinni að koma upp skautasvellum og hreystivöllum, sem munu nýtast ungum og öldnum Kópavogsbúum vel. Skemmst er að minnast glæsilegs sigurs ungmenna úr Salaskóla í grunnskólakeppninni Hreysti 2006. Það er skoðun Samfylkingarinnar að til þess að stuðningur bæjarins til íþróttafélaganna nýtist sem best þurfi að taka upp þjónustusamninga við íþrótta- félögin þar sem skýrt er kveðið á um réttindi og skyld- ur styrkþega og styrkveitenda. Þannig verður unnt að gera styrkveitingarnar gegnsærri og opnari og tryggja að þær nýtist sem allra best. Samfylkingin er skýr valkostur fyrir Kópavogsbúa í komandi sveitarstjórnarkosningum. Merkjum X við S og tryggjum börnum Kópavogs bjartari framtíð. Tryggjum börnum Kópavogs bjartari framtíð Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. VIÐ VERÐUM að taka á honum stóra okkar, Akureyringar, á mörg- um sviðum næstu ár, ef við viljum að verði gott að búa í bænum okkar. Þar á meðal eru íþróttamál og önnur félagsmál. Við í L- listanum höfum sett okkur metnaðarfull markmið í þessum málaflokkum og það er ásetningur okkar að vinna sleitulaust og ötullega að því að koma þeim í framkvæmd. Ég ætla að nefna hér nokkur helstu á þessu sviði (athugið að upptalningin er alls ekki tæmandi). Til að bæta aðstöðu til íþróttaiðk- unar verður fyrst að tryggja börn- um og ungmennum greiðan aðgang að íþróttaiðkun með því að nið- urgreiða æfingakostnað barna á grunnskólaaldri. Í samráði og samstarfi við við- komandi íþróttafélög viljum við stuðla að kraftmilli uppbyggingu fé- lagssvæðis KA og Þórs, tryggja fim- leikafólki aðstöðu sem verður sú besta á landinu, reisa íþróttahús við Giljaskóla, nægilega stórt fyrir lög- legan handboltavöll. Strax verður byrjað á uppbygg- ingu aksturssvæðis við Glerá, þar sem unnt verði að stunda aksturs- æfingar og keppnir á öruggan hátt. Byggja markvisst upp í áföngum að- stöðu til hinna ýmsu vetraríþrótta undir hatti Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands. Við viljum byggja smábátahöfn þar sem siglingaklúbburinn fær að- stöðu, tryggja pláss fyrir sparkvelli í öllum íbúðahverfum, efla afreks- og styrktarsjóð. Fjölga þarf stöðugildum í fé- lagsmiðstöðvum. L-listinn vill m.a. semja við íþróttfélögin um að starf- rækja félagsmiðstöðvar í KA- heimilinu og Hamri. Listahátíð unga fólksins verði ár- legur viðburður og bæjarstjórn unga fólksins verði starfandi í viku á hverjum vetri. Þar komi saman fulltrúar ungmenna, yngri en 18 ára, sem koma sér saman um til- lögur til bæjarstjórnar um það, sem þeim þykir að betur megi fara í bæn- um. Við heitum því að berjast með öll- um tiltækum ráðum gegn þeirri vá sem vímuefni eru. Við viljum vinna að því að málefni aldraðra verði alfarið á hendi sveit- arfélagsins. Það er forsenda þess að tryggja stórbætta umönnun. Um leið viljum við vinna að eflingu heima- þjónustu, svo að fólk geti búið á heimili sínu á meðan heilsan leyfir. Við munum einnig vinna markvisst áfram að uppbyggingu hjúkr- unarheimila fyrir þá einstaklinga sem þess þurfa og búa þeim heim- ilislegt umhverfi og aðstöðu til að taka á móti fjölskyldum sínum með reisn. Þá er það stefna okkar að lækka fasteignagjöld hjá öldruðum, það bætir kjör þeirra um leið og það ger- ir þeim kleift að búa lengur heima. Jafnrétti kynjanna á að vera ófrá- víkjanleg regla í allri stjórnsýslu Ak- ureyrarbæjar. Og jafnrétti á að vera altækt. Það þýðir sömu laun fyrir sömu störf. Það þýðir líka að mönn- um skal ekki mismunað á grundvelli aldurs, uppruna, litarháttar, þjóð- ernis eða nokkurra annarlegra sjón- armiða. Hver maður skal metinn að verðleikum sínum. Loks viljum við í L-listanum, lista fólksins, tryggja framgang stefnu- mála okkar og um leið hagsmuni allra bæjarbúa með því að ráða öfl- ugan, faglegan bæjarstjóra, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins Ak- ureyrarbæjar. Kjósum L-listann! Hér eru verk að vinna, Akureyringar Eftir Odd Helga Halldórsson Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 1. sæti á lista L-listans á Akureyri. R-LISTINN hefur verið við völd í Reykjavík í 12 ár. Nú þegar kosningar nálgast má sjá forystumenn þeirra flokka er skipuðu R-listann keppast um að birta nýja framtíðarsýn fyrir Reykjavík. Minna fer fyrir því að talsmenn flokkanna eigni sér heiðurinn af því sem gert hefur verið. Ljóst er að margvíslegar framkvæmdir hafa átt sér stað í valda- tíð R-listans, annað væri undarlegt á 12 ára valdatíma. Fróðlegt er að líta til nokkurra verka gamla R-listans sem enginn talsmaður flokkanna vill axla ábyrgð á. Almenningssamgöngur R-listinn gamli var sérstaklega framkvæmdaglaður hvað varðar breytingar á strætókerfinu. Enda var eitt af meginmarkmiðum R-listans að bæta og efla almenn- ingssamgöngur í borginni. Á þessum 12 árum hefur gjaldið í strætó hækkað, þjónustan minnkað, leið- arkerfið tekið stöðugum breytingum og farþegum fækkað. Almenningssamgöngukerfið er nú í lamasessi og á biðstöðvum standa ráðvilltir farþegar og klóra sér í höfðinu yfir stöðugum breytingum. Reykvíkingar kjósa því aðra samgöngumáta. Flestir geta verið sammála um að almennings- samgöngur þurfa að vera í stöðugri endurskoðun. Breytingar á hins vegar ekki að gera breytinganna vegna. Við sjálfstæðismenn höfum bent á nauðsyn þess að þétta leiðakerfið og bæta þannig aðgengi borgarbúa að þjónustunni. Þungamiðju kerfisins þarf að flytja nær landfræðilegri miðju höfuðborgarsvæðisins, taka þarf betur mið af umferðinni í borginni og greiða þannig fyrir leið vagnanna. Færsla Hringbrautar Á síðasta ári var byggt eitt stærsta umferðarmannvirki borgarinnar. R-listinn ákvað, þvert gegn þeirri stefnu sinni að gera borgina að vistvænni fjölskylduborg, að hefja byggingu hraðbrautar í miðborginni. Með bygg- ingu nýrrar Hringbrautar var byggingarland á einum eftirsóttasta stað í borginni sett undir malbik. Ný Hringbraut náði jafnframt að kljúfa miðbæinn frá há- skólasvæðinu og Vatnsmýrinni. Nýjar akreinar leystu hins vegar ekki umferðarvandann. Hlutverk Hljóm- skálagarðsins sem útivistarsvæðis lauk endanlega með breyttu skipulagi. Fjölskyldur í sunnudagsbíltúrnum fundu þó upp á nýjum leik, „hver kemur auga á mann á göngubrúnni?“. Vistvæna fjölskylduborgin Reykjavík? Betri borg Reykvíkingar þurfa að gera upp við sig hvernig höf- uðborg þeir vilja búa í. Reykjavík getur orðið heimsins besta höfuðborg. Vistvænt samfélag þar sem mannlíf dafnar, borg þar sem manneskjunni líður vel – borg þar sem best er að búa. Til þess að svo megi verða þarf að gera grundvallarbreytingar á stjórnarháttum í Reykja- vík. Nauðsynlegt er að borginni stýri flokkur með vel ígrundaðar hugmyndir og skýra framtíðarsýn. Hug- myndum þarf að fylgja eftir á staðfastan hátt í samráði við borgarbúa. Þetta ætlum við sjálfstæðismenn að gera. Hinn 27. maí færð þú kjósandi góður tækifæri til þess að kjósa nýjan flokk til að stýra borginni. Flokk sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Kjósum Sjálf- stæðisflokkinn í kosningunum í vor. Fyrir betri borg. Tími til að kjósa betri borg Eftir Helgu Kristínu Auðunsdóttur Höfundur er viðskiptalögfræðingur og skipar 16. sætið á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík. HVERJU sveitarfélagi er fátt mikilvægara en að því stjórni hæfir einstaklingar sem auðveldlega geta unnið saman. Samheldni og heil- indi er meira virði en nokkuð annað þegar að stjórn sveitarfélags kemur. Með þeim hætti er unnt að byggja íbúum sam- félag þar sem skynsemi og raunsæi ræður ríkjum og þar sem manngildi fer framar öllu. Við undirbúning að sveitarstjórnarkosningum árið 2006 hefur mikil endurnýjun orðið í forystu Sjálfstæð- isflokksins í Garðabæ. Erling Ásgeirsson er nýr oddviti flokksins, reyndur og farsæll sveitarstjórnarmaður til margra ára. Með honum eru öflugir einstaklingar sem valist hafa á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Þau Páll Hilmarsson, Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir, Stefán Konráðsson, Sturla Þorsteinsson, Ingibjörg Hauksdóttir og Ragný Þóra Guðjohnsen ásamt Erling er hin nýja framvarðasveit á lista sjálfstæðismanna í Garðabæ. Þau hafa valið Gunnar Einarsson til að starfa með sér sem bæjarstjóra. Í kosningabaráttunni hafa þau skipt málaflokkum sveitar- félagsins þannig að hvert þeirra um sig leiði eitt meginmál. Þannig sýna þau af verkum sínum að þar er samhentur hópur á ferð þar sem er valinn maður í hverju rúmi. Erling Ásgeirsson hefur sýnt það af störfum sínum og í þessari kosningabaráttu að þar fer maður sem leggur mikið upp úr liðsheild- inni og vera fremstur meðal jafningja. Hann leitar til íbúa sveitarfé- lagsins um viðhorf, hann hlustar á það sem sagt er og hann er orð- heldinn maður. Umfram allt er honum umhugað um að fólki líði vel í Garðabæ. Það er þannig maður sem við sjálfstæðismenn í Garðabæ viljum hafa sem okkar oddvita. Þess vegna er þér óhætt að treysta Sjálfstæðisflokknum til að fara með stjórn bæjarfélagsins okkar og veita honum brautargengi í komandi sveitarstjórnarkosningum 27. maí 2006. Samhent forysta sjálf- stæðismanna í Garðabæ Eftir Dagmar Elínu Sigurðardóttur Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. VIÐ GARÐBÆINGAR erum ríkir af landi. Það eru kannski ekki margir sem gera sér grein fyrir því hve Garðabær á mikið af góðu og verðmætu byggingarlandi. Ennþá er meira en helmingur af skilgreindu byggingarlandi í bæjarfélaginu óbyggður. Eitt af áhersluatriðum okkar sjálfstæðismanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 27. maí nk. er að geta boðið Garðbæingum lóðir á sann- gjörnu matsverði í samræmi við úthlutunarreglur Garða- bæjar. Við dreifingu á kosningastefnu okkar sjálfstæð- ismanna hef ég heyrt á fólki að þetta hefur vakið mikla ánægju. Margir vilja búa í Garðabæ því að lífsgæði í bæn- um eru mikil, en þar af leiðandi eru lóðir afar eftirsóttar. Með því að bjóða lóðir á matsverði en ekki uppboðsverði er verið að opna möguleika fyrir fjölda Garðbæinga til að koma sér upp þaki yfir höfuðið á viðráðanlegri verðum en nú tíðkast. Ég nefni sérstaklega hve mikill munur það getur verið fyrir ungt fólk í bænum að eiga þess kost að byggja upp húsnæði með þessum hætti. Við sjálfstæðismenn viljum einnig leggja áherslu á að ákveðið jafnvægi verði í framboði lóða þannig að Garðabær annarsvegar og einkaaðilar hins- vegar geti deilt út lóðum. Það gæti t.d. verið afar hentugt og gott að út- hluta götum eða spildum til verktaka sem hanna þær í samráði við bæj- aryfirvöld. Með þessu móti komum við til móts við fjölda einstaklinga og fagaðila á þessu sviði. Við sjálfstæðismenn leggjum einnig höfuðáherslu á að skipulagsmál í víðu samhengi verði ávallt unnin í samráði við íbúa bæjarins. Lóðir á matsverði Eftir Stefán Konráðsson Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. HEILIR og sælir mínir ágætu samborgarar. Halldór heiti ég og er laganemi á 22. aldursári búsettur hér í bæ. Mig langar til að kynna svo- lítið fyrir ykkur sem heitir Framfylkingarflokkurinn. Framfylking- arflokkurinn er framboð ungs fólks til bæjarstjórnar á Akureyri fyrir næstkomandi kjörtímabil. Flokkurinn er skipaður ungu fólki á aldrinum 18–35 ára (ef frá er talin ættmóðirin sem skipar heiðurssætið) sem taldi vanta raunhæfan valkost í bæjarmálunum fyrir ungt fólk hér í bænum. Nafnið er til- komið á þann hátt að fyrir ungu fólki hér í bænum voru öll framboðin eins. Fólk þarf raunar ekki annað en að líta yfir stefnuskrár flokkana til að staðfesta þann skilning. Því er nafn flokksins okkar einfaldlega þannig að nöfnum þriggja stærstu flokkanna er blandað saman, og úr verð- ur Framfylkingarflokkurinn. Rétt er að árétta að flokkurinn er ekkert grín, þó allri alvöru fylgi vissulega örlítið grín. Flokkurinn telur hags- muni ungs fólks hafa verið fyrir borð borna á Akureyri sl. ár og blöskr- ar t.d. skilningsleysið sem virðist vera ríkjandi í málefnum Háskólans í bænum. Með því að samtvinna Háskólann við atvinnulífið í bænum má treysta hvort tveggja, en til þess þarf að þrýsta á ríkið um aukin fram- lög til skólans og fá atvinnulífið með í lið. Í stað þess er skólinn notaður sem punt á tyllidögum og dreginn fram í kastljósið korteri fyrir kosn- ingar. Þessu verður að breyta. Margt fleira er okkur í Framfylking- arflokknum ofarlega í huga. Til þess að fá unga fólkið sem fer suður í nám heim aftur má t.d. lækka eða jafnvel fella alveg niður fast- eignagjöld við fyrstu íbúðakaup. Þá er gífurlega mikilvægt að efla ný- sköpun í bænum í samvinnu við Háskólann eins og áður hefur verið komið inn á. Það mun til lengri tíma litið gera atvinnulífið í bænum eitt hið eftirsóknarverðasta á landinu. Veitum ungu fólki tækifæri í kosningunum í vor, við höfum kraftinn, hugmyndirnar og dugnaðinn! Setjið x við O þann 27. maí, kjósið Framfylkingarflokkinn. Ungt fólk til áhrifa Eftir Halldór Brynjar Halldórsson Höfundur skipar 9. sæti á lista Framfylkingarflokksins á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.