Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 35
Morgunblaðið/Ómar Arnór Sighvatsson, aðalhagfræð-ingur Seðlabanka Íslands, segirauknar ráðstöfunartekjur ekkiskýra allan þann mikla vöxt einkaneyslu, sem var 12% á síðasta ári, og að aukin útlán bankanna eigi þar stóran þátt. „Auknar ráðstöfunartekjur skýra um helminginn af þessum vexti en hinn helmingurinn er þá tilkominn vegna lán- töku einstaklinga og heimila,“ segir Arn- ór. Útlán til heimila jukust um 94% á síð- asta ári, en stór hluti þeirrar aukningar er vegna tilflutninga á lánum heimilanna innan lánakerfisins, þ.e. frá Íbúðalána- sjóði til banka og sparisjóða. Arnór segir þó heildarvöxtinn vera mikinn þegar búið sé að taka tillit til uppgreiðslnanna. „Skuldir heimilanna jukust um 20% að raunvirði, þ.e. umfram verðlag, á síðustu 12 mánuðum. Þegar litið er aftur til ársins 2004 þá hefur raunvirðið heldur lækkað samanlagt hjá Íbúðalánasjóði og lífeyr- issjóðum, þannig að þessi skuldaaukning er eingöngu tilkomin vegna útlána bank- anna,“ segir Arnór. „Sterk öfl hafa unnið á móti okkur“ Arnór segir að ýmislegt hafi valdið því að hækkandi stýrivextir Seðlabankans hafi ekki náð að stemma stigu við útlána- vextinum. „Það má segja að sterk öfl hafi unnið á móti okkur. Kerfisbreytingar á lánamark- aðinum; breytingar á Íbúðalánasjóði og einkavæðing bankanna. Síðan hafa skil- yrði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum ekki verið okkur í hag, þar sem erlendir vextir fóru lækkandi alveg fram að síðast- liðið haust. Í dag eru hins vegar erlendu vextirnir á leiðinni upp, þannig þeir vinna með okkur núna. Þetta voru sterkari öfl en bankinn réð við til skamms tíma, en áhrif stýrivaxtanna skila sér að lokum,“ segir Arnór. Arnór segir ennfremur að bankakerfið hafi verið mikilvægur þáttur í miðlun þeirra búhnykkja sem þjóðarbúskapurinn hafi orðið fyrir á undanförnum misserum. „Þeir hafa miðlað áfram þessum erlendu vaxtalækkunum til innlendra lántakenda og ofan í aðra búhnykki hefur þessi þáttur spilað mikilvægt hlutverk í ójafnvægi þjóðarbúskapsins,“ segir Arnór. Aðalhagfræðingur Seðlabankans um ójafnvægi í þjóðarbúskapnum Skuldir heimilanna hafa aukist um 20% á einu ári MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 35 aki þeim . Á fundi var Dav- a kæmi að , þar sem stýrivaxtahækkanir bankans að undanförnu hefðu ekki enn orðið til þess að draga úr útlánum bank- anna. Svaraði Davíð að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um slík- ar aðgerðir. „Seðlabankinn hefur slík tæki í sínum vörslum, en þau eru ekki gallalaus. Við viljum held- ur að bankarnir dragi sjálfir úr út- lánunum og þeir hafa ítrekað við okkur að það sé einnig þeirra vilji. En nýjustu tölur benda ekki svo ótvírætt sé til að farið sé að draga úr útlánunum,“ sagði Davíð. Þaninn vinnumarkaður Í máli Davíðs kom ennfremur fram að atvinnuleysi héldi áfram að minnka og atvinna hefði aukist hraðar á fyrsta fjórðungi ársins en áður hefur sést í vinnumarkaðs- könnunum. „Ásamt versnandi verðbólguhorfum eykur það hættu á að launaþróun fari úr böndun- um.“ Davíð sagði að framvinda efna- hagsmála frá marslokum benti til þess að umtalsverða hækkun stýri- vaxta þyrfti til að peningastefnan veitti nægilegt aðhald. Auknar verðbólguvæntingar hefðu leitt til lækkunar raunstýrivaxta og að auki drægi lægra gengi krónunnar úr aðhaldi í samkeppnisgreinum. „Vaxtahækkun Seðlabankans nú er ætlað að bregðast við þessum aðstæðum. Staðfastur ásetningur bankastjórnar Seðlabankans er að ná verðbólgumarkmiðinu innan viðunandi tíma,“ sagði Davíð að endingu. Morgunblaðið/ÞÖK astjóri ráðfærir sig við Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðing Seðlabankans, við upphaf fréttamannafundar í bankanum í gær- vörðun bankans var kynnt. Við borðið sitja seðlabankastjórarnir Eiríkur Guðnason og Jón Sigurðsson. ækkun stýrivaxta um 0,75 prósent, úr 11,5% upp í 12,25%         ' & ' <   s sendu kunni þar asemdum muni skila álmur Eg- Samtaka ngi krón- fyrir að háir. Það að gengið að horf og gu. Vaxta- þess að trú á að ðar. telja átt“ væru all- ði. „Menn na í sam- ú spá sem unnið út næsta ári, ð það séu að sam- afnvel að það verði áir því að vipaðar á Vilhjálmur m að þetta ri að það „Því segi gar menn arskeið er Með þessu gja fortíð- na með að hendi eft- m að und- þátt í að Það sem mestu um ru laun og n- “ Hækkunin stýrivaxtaSeðlabankans í gærvar í takti við vænt-ingar greiningar- deilda viðskiptabankanna. Grein- ingardeild Glitnis spáði því að hækkunin yrði um 0,75 prósent- ur, en niðurstaðan var í efri mörkum spáa greiningardeilda Landsbankans og KB banka. Greiningardeildirnar eru einnig nær samhljóma um hver þróun stýrivaxta verði á árinu og spá því að hæst muni þeir fara upp í 13% í lok ársins. Greiningardeild KB banka segir að merki um minnkandi einkaneyslu landsmanna verði án efa orðin mjög auðsæ á næstu mánuðum og hljóti því að fara að hafa áhrif á ákvarðanir Seðlabankans. Áhrif vaxtahækk- ana komi ávallt fram með töf og allar hækkanir nú hljóti að vera miðaðar við stöðuna eftir 6–18 mánuði. „Í því ljósi telur Grein- ingardeild að lengri vaxtahækk- unarferill gæti skapað hættu á mjög erfiðri aðlögun í hagkerf- inu,“ skrifar deildin í tilefni vaxtaákvörðunarinnar. Verðbólga 9% í lok ársins Greiningardeild Glitnis spáir því að verðbólgan muni aukast áfram á næstunni og ná hámarki í um 9% í lok ársins. Á næsta ári megi hins vegar vænta þess að verðbólgan hjaðni á ný og reikn- ar deildin með að Seðlabankinn nái markmiði sínu seint á því ári. „Að okkar mati eru skýrar vísbendingar um að nú dragi úr vexti einkaneyslu. Vísbendingar þessar má til dæmis lesa úr minnkandi greiðslukortaveltu og minni tiltrú neytenda á stöðu efnahagsmála,“ er skrifað í Morgunkorni deildarinnar í gær. Greiningardeild Landsbankans segir að nokkuð kveði við nýjan tón í rökstuðningi Seðlabankans að þessu sinni. Áhersla sé á þró- un á liðnum vikum og mánuðum frekar en á spá um framtíðina. Segir deildin ástæðuna sennilega vera þá að bankinn meti það svo að verðbólguvæntingar séu orðnar helsta ógnin við verð- bólgumarkmiðið. „Vaxtahækkun Seðlabankans er því greinilega miðuð að því að slá frekar á verðbólguvæntingar og þá fyrst og fremst í þeim tilgangi að draga úr væntingum um launa- hækkanir þegar kjarasamningar koma til endurskoðunar í haust. Ákvörðunin nú sýnir að okkar mati staðfestu bankans og er til þess fallin að auka trúverð- ugleika verðbólgumarkmiðsins,“ skrifar greiningardeild Lands- bankans í gær. Hækkunin sögð í takti við væntingar Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is „ÞAÐ hefur hægt verulega á um- fangi útlána bankans,“ segir Ing- ólfur Helgason, forstjóri KB banka á Íslandi. „Tölurnar fyrir þennan ársfjórðung munu bera þess aug- ljós merki; íbúðalánum hefur fækkað og það hefur hægt á stórum útlánum.“ Ingólfur segir að vaxtahækkun Seðlabankans hafi ekki komið á óvart, þó deila megi um 25 punkta til eða frá. „Við getum sagt að þessi hækkun muni halda lántak- endum og fjármálafyrirtækjum enn frekar við efn- ið,“ segir Ingólfur. Íbúðalánum fækkað og dregið úr útlánum HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir um þau orð Davíðs Oddssonar, formanns bankaráðs Seðlabank- ans, að bankarnir hafi ekki efnt gefið loforð um að draga úr vexti útlána sinna, að þegar aðstæður breytist í samfélaginu taki það tíma fyrir áhrifin að koma fram, hvort sem um sé að ræða ytri áhrif eins og stýrivaxtahækkanir eða þá ákvörðun bankanna að hægja á lánveitingum. Halldór segir einnig mikilvægt að benda á það hve brýnt sé í allri hagstjórn að markaðslögmál gildi á íbúðalánamarkaðinum, líkt og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hafi nýlega bent á. „Það er þess vegna brýnt að hafa í huga í þess- ari umræðu að afnema þarf ríkisstyrkta sam- keppni á íbúðalánamarkaðnum því það er hún sem heldur áfram að skekkja samkeppnisstöðuna og markaðinn og draga úr áhrifunum,“ segir Hall- dór. „Ríkisstyrkt samkeppni dregur úr áhrifum“ BJARNI Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir verulega hafa dregið úr útlánavexti hjá bankanum und- anfarið samhliða hækkandi vaxta- stigi Seðlabanka Íslands. „Það hefur verulega dregið úr útlánavexti hjá okkur, en það tek- ur alltaf einhvern tíma að vinda of- an af þeim málum sem eru í pípunum. Það er hins vegar klárlega minni útlánavöxtur hjá okkur núna, einkum á lánum til fyrirtækja og á íbúðalánum til einstaklinga,“ segir Bjarni. Verulega dregið úr útlánavexti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.