Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 39 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á DÖGUNUM gerðist annálaður prýðispiltur sekur um að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Hann skemmdi umferðarmannvirki, stofn- aði eigin lífi og annarra í stórhættu og var á endanum handtekinn og færður í fangaklefa. Atburður þessi hafði miklar og neikvæðar afleið- ingar fyrir manninn og hans nán- asta umhverfi, bæði til lengri og skemmri tíma litið. Þið vitið um hvern ég er að skrifa og þið þekkið þetta einstaka mál nokkuð vel eftir ítarlega umfjöllun í fjölmiðlum síðustu dagana. En eng- inn er eyland, allir eru Eyþór. Svona atburðir eiga sér stað nánast daglega. Það er glæpur að aka undir áhrif- um áfengis vegna þess dómgreind- arleysis og þeirrar líkamlegu van- getu sem neysla þessa vinsæla vímuefnis hefur í för með sér. En þegar áfengis hefur verið neytt á annað borð skerðist dómgreindin, og þá freistast margir til að aka sjálfir heim, ef ekki af einskærri heimsku, þá til að sanna það fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir séu ekki fullir. Hvernig er hægt að ætlast til þess að drukkið fólk hafi rænu á að sýna dómgreind þegar skortur á sömu greind er bein afleiðing af neyslu þess löglega vímuefnis sem hinn drukkni er búinn að innbyrða? Ef drukkið fólk mætti ráða væri ölvunarakstur ekki glæpur. En drukkið fólk setur ekki lögin og framfylgir þeim ekki. Lögin eru sett vegna þess að fólk drekkur, en vegna þess að fólk drekkur fylgir það ekki lögunum. Þetta er svona Klausa 22! En að akstri ökutækja slepptum, hvað er það sem drukkin manneskja má gera? Hún má drekka eins mik- ið af áfengi og henni sýnist sólar- hringum saman, hlæja, öskra, grenja, rugla og bulla, míga og … en samkvæmt lögum má hún samt ekki vera drukkin á almannafæri, að minnsta kosti ekki í björtu. Hvers vegna ekki? Vegna þess dómgreindarleysis og þeirrar lík- amlegu vangetu sem neysla áfengis hefur í för með sér. Drukkið fólk er sem sagt hættulegt sjálfu sér og öðrum, hvort sem það ekur um á bíl eða ekki. Þarna er bara stigsmunur á: Drukkin manneskja á bíl er hættu-legri en drukkin manneskja á gangi. Drukkið fólk er hættulegt! Nei, ekki eins hættulegt og ljón með hundaæði, en hættu-legra en fólk almennt er. Áfengi er viðbjóður sem skerðir dómgreind og gerir fólk að fíflum, dónum, glæpamönn- um og fórnarlömbum. En vegna þess að áfengið hefur fylgt okkur svo lengi og vegna þess að það er löglegt er fólk orðið blint fyrir þess- um augljósu staðreyndum, orðið dofið fyrir þeim neikvæðu áhrifum sem neysla áfengis hefur á sálarlíf neytandans. Já, já, hlæið bara að mér. En þið þurfið að minnsta kosti ekki að ótt- ast það að hitta mig blindfullan og leiðinlegan einhvers staðar úti í bæ. Ekki lengur. Ég er nefnilega alveg sáttur við mig eins og ég er. Mér líður ekki það illa að ég þurfi að hella í mig eitri og magna upp van- líðanina þangað til ég held að ég sé ofsalega kátur og skemmtilegur. Það er búið að hamra mikið á skaðsemi tóbaks, enda er neysla tóbaks hættuleg. Fólk fær hina ýmsu sjúkdóma af reykingum og sumir þeirra er banvænir. En í mín- um huga er tóbak ekkert sér- staklega hættulegt. Ég reyki ekki sjálfur, en mig hefur oft langað að byrja. En ég er líka feginn því að þurfa ekki að hætta. Það hefur enginn misst vitið eftir að hafa reykt tóbak. Enginn hefur keyrt á mann vegna áhrifa tóbaks. Enginn hefur lamið einhvern í tób- aksvímu. Enginn hefur myrt neinn vegna ofreykinga. Og svo fram- vegis. Tóbak er vont fyrir líkamann, al- veg eins og nammi og grillmatur og vinnustaðakaffi. Eftir alla fræðsluna um skaðsemi þess veldur það kannski samviskubiti, en það skemmir ekki sálina eins og áfengið. Manneskja með sígarettu skelfir ekki börn, en það gerir sú sem er undir áhrifum áfengis. Stefán Máni rithöfundur. Eitur Frá Stefáni Mána: VIÐ, fólk framtíðarinnar, höfum sama rétt og þær tuttugu þúsund kynslóðir sem á undan okkur hafa gengið. Rétt til að anda að okkur lofti sem ilmar vel, rétt til að drekka tært vatn sem rennur frjálst, rétt til að synda í vötnum sem iða af lífi og rétt til að rækta matjurtir okkar í næringarríkri jörð. Við höfum rétt á því að erfa ógenabreyttan heim sem ekki hef- ur verið eyðilagður með eitur- efnum og kjarnorkuúrgangi. Við höfum rétt á því að ganga í óta- minni náttúru og finna áskorunina sem upp kemur við það að horfast í augu við villt dýr. Við ykkur, fólk dagsins í dag, förum við fram á eftirfarandi: Ekki skilja eftir ykkur skít sem við þurfum síðan að þrífa upp. Ekki taka tæknilegar áhættur, sama hversu litlar þær eru, sem gætu komið herfilega aftan að fólki framtíðarinnar. Með fullri virðingu förum við einnig fram á það við ykkur að þið íþyngið okkur ekki með skulda- söfnun og óraunhæfum lífeyr- isáformum ykkar. Síðast en ekki síst krefjumst við réttar okkar til að njóta nátt- úruauðlinda jarðarinnar og biðjum ykkur því að klára þær hvorki né eyðileggja. Á móti lofum við að gera slíkt hið sama. Við veitum þeim kyn- slóðum sem koma á eftir okkur sömu réttindi. Við gerum það í þeirri einlægu og heilögu von að andi mannsins megi lifa að eilífu. Megi bölvun hvíla á þeim kyn- slóðum sem ekki virða þessa beiðni. Við bjóðum hér með hátt- virtum forsætisráðherra Íslands, Halldóri Ásgrímssyni, að hitta okkur á Austurvelli hinn 27. maí nk. kl. 15.30 og taka formlega á móti þessari beiðni. Fyrir hönd hóps 14–16 ára Ís- landsvina: BLÆR JÓHANNESDÓTTIR HELENE PÁLSDÓTTIR KOLFINNA NIKULÁSDÓTTIR KORMÁKUR ÖRN AXELSSON LOGI STEFÁNSSON NANNA ELÍSA JAKOBSDÓTTIR STEINAR LOGI HELGASON STEINEY SKÚLADÓTTIR UNNSTEINN STEFÁNSSON. Beiðni til ráðamanna um réttindi handa kynslóðum framtíðarinnar Frá ungum Íslandsvinum: ÖLL erum við dæmd á hverjum degi. Andlitið, sem blasir við okkur í speglinum á baðherberginu dæm- ir okkur. Við erum dæmd af andlit- um þeirra, sem við elskum og af andlitum og farnaði barna okkar og af draumum okkar. Á hverjum degi erum við stödd á mótum margra leiða, og við erum jafn mikið dæmd af leiðunum, sem við fórum ekki, eins og við erum dæmd af leið- unum, sem við kusum að fara. Nýja testamentið boðar, að ein- hvern tíma í framtíðinni muni Guð láta lokatjaldið falla í leikriti sög- unnar, og þá muni sá mikli dagur renna, þegar allir okkar dagar og allir þeir dómar, sem felldir hafa verið yfir okkur og allir þeir dóm- ar, sem við höfum fellt yfir hvert öðru, verða endanlega dæmdir. Dómarinn verður Kristur. Eða með öðrum orðum: Sá, sem dæmir okk- ur í lokin verður sá, sem elskar okkar heitast. Rómantísk, dekrandi ást og dá- læti eru blind á hvaðeina, nema það sé elskulegt, en kærleikur Krists sér okkur í því skæra ljósi, þar sem ekkert fær dulist, sér okkur nákvæmlega eins og við erum. Kærleikur Krists vill gleði okkur til handa; þess vegna segir hann öllu því, sem dregur úr gleði okkar, miskunnarlaust stríð á hendur. Harðasti dómurinn, sem kærleik- urinn fellir, er að við sjáum þján- inguna, sem hann hefur þurft að þola okkar vegna, en um leið verð- um við náðuð. Réttlæti og miskunn dómarans eru eitt. GUNNAR BJÖRNSSON, sóknarprestur á Selfossi. Dómurinn Frá Gunnari Björnssyni: SJÁLFSTÆÐISMENN í Garðabæ hafa markað sér skýra stefnu í mál- efnum fjölskyldunnar. Hluti af þeirri stefnumörkun er um fjölskyldur þar sem eldri borgarar eiga í hlut. Tryggja þarf þeim bæjarbúum sem eru komnir á efri ár örugga þjónustu þar sem manngildið er í fyrirrúmi. Byggja þarf nýtt hjúkrunarheimili í stað Holtsbúðar þar sem áhersla er lögð á að allir íbúar sem þess æskja geti búið í einbýli með örugga og góða þjónustu. Enn- fremur þarf að leita allra leiða til að íbúar Garðabæjar geti verið sem lengst í eigin íbúðum með góðri heima- þjónustu. Málefni eldri borgara er málaflokkur sem mun fara vaxandi á næstu árum. Ástæðan er einkum aukinn fjöldi þeirra en ekki síður áhugi á að gera vel við eldri borgara. Eldri borgarar er sú kynslóð sem byggði upp okkar samfélag og skapaði góð lífsskilyrði fyrir okkur sem yngri erum. Þess vegna eigum við að launa þeim með góðum aðbún- aði og að opinberar álögur, hverjar sem eru, verði ákveðnar þannig að eldri borgarar geti notið óskertra ráðstöfunartekna. Í forystusveit Sjálfstæðisflokksins eru öflugir einstaklingar sem þekkja málefni eldri borgara vel. Þeim er best treystandi til að fara með þennan málaflokk á komandi árum, sakir reynslu sinnar. Treystu því Sjálfstæð- isflokknum til að fara með þennan málaflokk eins og aðra málaflokka sveitarfélagsins. Veittu D-listanum brautargengi á kjördag 2006. Málefni eldri borgara í Garðabæ Eftir Dagmar Elínu Sigurðardóttur Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. BESTA sönnun þess að gamla borgarstjórnaríhaldið er enn við lýði er margyfirlýst andstaða Vilhjálms Vilhjálmssonar oddvita D-lista við þjónustu- miðstöðvar í hverfum. Nú spyr ég: Komist D-listi til valda, ætlar hann að leggja niður þjónustumiðstöðvarnar? Gott dæmi um gagn Ég tel að stofnun þjónustumiðstöðvanna hafi verið stórt skref í þá átt að skapa greiða leið til að ólíkar fagstéttir nái saman um lausn verkefna og færa þjónustu nær íbúum. Gott dæmi er að Miðgarður í Grafarvogi hefur kallað marga ólíka aðila að sama borði til að skapa samstöðu um að skóladagur barna verði samfelldur með frístundaframboði á hefðbundnum vinnutíma fólks. Hin hefðbundna leið hefði verið að einhvers staðar hefði komið fram hug- mynd, farið í umræðu milli ráða og embættismanna, og síðan hríslast niður á við út í undirstofnanir sem þá hefði orðið að virkja til samstarfs. Síðast hefði verið kallað í þá sem tala verður við utan borgarkerfisins. Þetta er ansi þungt í vöfum, en þessu vill Vilhjálmur oddviti D-lista alls ekki breyta. Samvinna borgarstofana og fólksins í hverfum Fleiri dæmi má telja: Sem formaður menntaráðs hef ég haft áhuga á því að efla foreldraráðin í skólum. Við fengum Samfok með okkur í borgarstjórn og þjónustumiðstöð Breið- holts til að búa til afmarkað tilraunaverkefni í því hverfi. Þarna náðu saman borgarstjórn, hverfisstofnun og frjáls félagasamtök, sem saman unnu að verkefni sem snerti nokkra grunnskóla í einu, bæði stjórnendur þeirra og samtök foreldra í hverfinu. Ég tel að þjónustumiðstöðvar eigi ekki bara að veita þjónustu, heldur kalla eftir áliti borgarbúa og þátttöku og færa okkur sem stjórnum borginni fregnir af grasrótinni og hvers hún væntir. Þess vegna er svo undarlegt að Vilhjálmur Vilhjálmsson skuli hafa varið gríðarlegri orku og ræðuhöldum í að koma í veg fyrir þessa kerfisbreytingu. En þannig eru nú kerfiskarlar einu sinni. Þjónustumiðstöðvar sem Vilhjálmur er á móti Eftir Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og í 3. sæti framboðslista Samfylkingarinnar. Fréttir í tölvupósti ÞAÐ virðist eitt helsta markmið meirihluta Samfylkingarinnar í Hafn- arfirði að halda sköttum á bæjarbúa í hámarki. Samfylking- armenn segja það kinnroðalaust að þeir treysti sér ekki til að bjóða upp á þjónustu við Hafnfirðinga nema skattbyrðin á íbúana sé í botni. Þetta hefur gert það að verkum að Hafn- arfjörður er eitt dýrasta sveitarfélagið að búa í. Á tímum góðæris í landinu er það óviðunandi. Í stefnuskrá Samfylkingarinnar sem birt var fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var helsta kosningaloforðið eft- irfarandi: ,,Samfylkingin mun tryggja að Hafnarfjörður verði ekki lengur dýrasta bæjarfélagið að búa í á öllu höfuðborgarsvæðinu, eins og reyndin er í dag.“ Er þetta traustvekjandi? Meirihluti Samfylkingarinnar hefur svikið þetta kosningaloforð sitt og vik- ur sér undan ábyrgð með því að kannast nú ekki við að það sé dýrt að búa í Hafnarfirði. Leiðtogi listans skuldar Hafnfirðingum skýringar á því af- hverju hann hefur ekki staðið við þetta kosningaloforð. Hann hefur haft fjögur ár til að efna heitin en ekki gert. Er þetta traustvekjandi? Sjálfstæð- ismenn í Hafnarfirði leggja mikla áherslu á að skattar og gjöld á bæjarbúa verði lækkuð strax. Í nágrannasveitarfélögunum þar sem sjálfstæðismenn fara með völd blómstra bæjarfélögin. Á Seltjarnarnesi eru skattar umtals- vert lægri en í Hafnarfirði en jafnframt mælist ánægja bæjarbúa með þjón- ustu bæjarins mun meiri. Tryggjum Sjálfstæðisflokknum góða kosningu í Hafnarfirði svo þar verði ekki lengur dýrast að búa. Svikin kosningaloforð Samfylkingarinnar Eftir Rósu Guðbjartsdóttur Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.