Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku bróðir okkar, mágur og frændi, JÓN HERMANN PÁLSSON frá Hjallanesi, Landsveit, andaðist á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu laugar- daginn 13. maí sl. Útför hans verður gerð frá Skarðskirkju á Landi laugardaginn 20. maí kl. 11.00. Elsa Dóróthea Pálsdóttir, Magnús Kjartansson, Auðbjörg Fjóla Pálsdóttir, Oddur Ármann Pálsson, Gógó Engilberts, Jónína Salný Stefánsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, GUNNHILDUR SNORRADÓTTIR, Völvufelli 46, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 16. maí. Jarðarförin fer fram miðvikudaginn 24. maí kl. 13.00. Svavar Guðmundsson, Margrét S. Guðmundsdóttir, Þórir Ingi Friðriksson, Guðmundur Svavarsson, Sukunya Panalap, Erna Björk Svavarsdóttir, Einar Ármannsson, María Björk Svavarsdóttir og barnabörn, Pálína Snorradóttir, Jón Steinar Snorrason. ✝ Hrefna Berg-mann Einars- dóttir fæddist í Hafnarfirði 18. apríl 1924. Hún lézt á Landspítalanum í Fossvogi föstudag- inn 12. maí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Einar Sveinsson múrara- meistari, f. á Eyrar- bakka 7. nóvember 1891, d. 26. maí 1974, og Hulda Bergmann Sigfús- dóttir húsmóðir, f. í Hafnarfirði 2. júní 1903, d. 14. júní 1993. Systkini Hrefnu eru Sigfús Bergmann Ein- arsson læknir, f. 6. marz 1927, í Svíþjóð; Auður Einarsdóttir, f. 10. nóv. 1929, og Þórunn Einarsdóttir, f. 8. október1937, fyrrverandi kaupmenn – m.a. ráku þær systur saman verzlunina Snotru um ára- bil. íl 1984. Fóstursonur Ásmundar, sonur Jódísar, er Sigurður Jóns- son, f. 20. ágúst 1972; sambýlis- kona Theódóra Elísabet Smára- dóttir, f. 12.október 1982. Synir Sigurðar og Kolbrúnar Lilju Bjarnadóttur, f. 18. júlí 1973, eru Gabríel Aron, f. 18. desember 1998 og Mikael Máni, f. 23. janúar 2002. 3) Auður Magnúsdóttir hár- greiðslumeistari í Reykjavík, f. 21. febrúar 1958, gift Halldóri Krist- iansen, f. 7. ágúst 1956. Sonur þeirra er Einar, f. 14. nóvember 1986. Hrefna fluttist í bernsku með foreldrum sínum til Reykjavíkur og ólst upp í Vesturbænum – bjuggu lengst af á Víðimel 58. Hún gekk í Miðbæjarbarnaskólann og í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, í Iðnaðarmannafélagshúsinu Lækj- argötu 14a, („Ágústarskólann“). Hún var einnig um tíma í Handíða- og myndlistarskólanum og í enskunámi í einkakennslu sem henni nýttist vel alla ævi. Auk þess útskrifaðist hún úr Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Hrefna starf- aði við verzlunar- og skrifstofu- störf fyrir giftingu, en síðan við húsmóðurstörf. Útför Hrefnu verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Hrefna giftist 13. júlí 1946 eftirlifandi eiginmanni sínum, Magnúsi Ásmunds- syni, fyrrverandi deildarstjóra hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík, f. 3. nóv- ember 1921. Börn þeirra eru: 1) Einar Magnússon, við- skiptafræðingur og handknattleiksmað- ur í Reykjavík og í Þýzkalandi, f. 7. maí 1948, d. 6. janúar 2000, kvæntur Stefaníu M. Júl- íusdóttur kennara, f. 26. marz 1950. Sonur þeirra er Davíð, f. 31. desember 1986. 2) Ásmundur Magnússon læknir í Reykjavík, f. 12. marz 1951, var kvæntur G. Jó- dísi Konráðsdóttur hjúkrunar- fræðingi, f. 13. maí 1956. Þau skildu. Börn þeirra eru Magnús, f. 29. júní 1981, og Hrefna, f. 19. apr- Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Í dag kveðjum við tengdamóður, ömmu og góða vinkonu. Það er okkur mikil blessun að hafa fengið að njóta samvista hennar. Hún setti svo sannarlega mark sitt á líf okkar og með söknuði horfum við á bak yndislegri konu. Minning hennar mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Drottinn blessi minningu þína. Stefanía og Davíð. Elsku amma mín, það er skrítið að hugsa til þess að þú skulir ekki vera hjá okkur lengur, en gott að vita að þú sért komin á betri stað. Ég man þegar ég var yngri og þú fórst með mér í Kringluna, bara við tvær sam- an, við gátum setið á kaffihúsi og spjallað um allt á milli himins og jarð- ar. Man líka eftir öllum sunnudags- boðunum hjá ykkur afa þar sem öll fjölskyldan safnaðist saman og við fengum kjúklingapottréttinn þinn, og svo rjómaköku með jarðarberum. Þetta voru góðir tímar sem munu ætíð verða í minningum mínum. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Ég þakka fyrir þann tíma sem við höfðum þig hjá okkur og hlakka til að hitta þig aftur á himnum. Blessuð sé minning þín. Hrefna Ásmundsdóttir. Nú þegar amma Ebba er látin, hugsa ég um þennan sterka hlekk í fjölskyldunni sem amma var. Ég átti því láni að fagna að stutt var fyrir mig að heimsækja hana, aðeins að fara yf- ir Bústaðaveginn. Hún fylgdist með allri umferð í hverfinu eins og Foss- vogurinn væri lítið þorp. Hjá henni undi ég mér við að teikna og setti hún myndirnar upp á vegg jafnóðum og þær voru tilbúnar. Amma var óspör að hrósa mér fyrir myndirnar og þeg- ar ég gisti fékk ég að vaka fram á rauða nótt. Guð blessi ömmu Ebbu. Einar Halldórsson. Mig langar að minnast Ebbu móð- ursystur minnar með nokkrum orð- um. Það eru margar minningarnar sem skjóta upp kollinum núna þegar hún er farin. Sem barn var ég oft hjá henni með Auði frænku. Þar var allt- af gott að vera. Það voru líka margar samverustundirnar í Grænuhlíðinni, því Ebba kom mjög oft til ömmu Huldu og stytti henni stundirnar. Það er sterkt í minningunni þegar þær sátu og spiluðu Yatzi við eldhúsborð- ið, drukku kaffi og borðuðu ,,Ólakök- ur“. Ebba átti lengi við veikindi að stríða en aldrei heyrði ég hana kvarta, oft hefur manni orðið hugsað til hennar, dáðst að hugrekki hennar og viljað vera eins sterkur og hún ef eitthvað hefur bjátað á. Hún átti sterka trú, þótt hún hefði ekki um það mörg orð og það hefur örugglega hjálpað henni oft. Síðustu árin hafa verið henni erfið, en hún var ein af þeim sem helst vildi vera á sínu heimili og leið best þar. Með góðri hjálp aðstandenda bjó hún þar, nema rétt síðustu dagana fyrir andlátið. Ég vil votta ykkur mína innileg- ustu samúð, elsku Maggi, Ási, Auður, Dedda og fjölskyldur, minningin um Ebbu verður alltaf sterk í hugum þeirra sem þekktu hana. Hulda Rúnarsdóttir. Hún Ebba systir dó í gær sagði mamma við mig. Mér fannst það vont. Hvers vegna var mér ekki sagt þetta strax í gær? Ég vissi að hún var komin á spítala einu sinni enn og að nú væru líkur á að hún fengi loks hvíldina. En samt var þetta sárt. Ég fór að velta fyrir mér af hverju, þegar um aldraða konu væri að ræða sem væri orðin södd á lífinu og búin að vera lengi veik. Þetta var Ebba sem ég var að hugsa um, Ebba sem hefur alltaf verið til, þar til núna og ég hef ekki séð í mörg ár. Þetta var sam- viskubitið sem nagaði. Hún vildi okk- ur ekki í heimsókn var mér sagt og lét ég þar við sitja. En ég hefði ekki átt að gera það, það finn ég núna. Sumt fólk hefur meiri áhrif á líf manns en maður gerir sér grein fyrir. Sumir koma inn í líf manns með hvelli og hverfa svo, aðrir verða alltaf hluti af lífi manns þótt samskiptin dofni og áherslur og áhugamál breytist. Svo- leiðis var Ebba móðursystir. Hún átti ríkan þátt í uppeldi mínu þar sem þær systur umgengust mikið er ég var barn sem og síðar meir. Minning- arnar hrannast upp, ríkastar jú úr barnæskunni þar sem samskiptin minnkuðu er árin liðu. Ég man eftir gönguferðunum úr Álfheimunum yfir á Bústaðaveginn eða til ömmu í Gnoð- arvogi því systurnar og amma ætluðu að spila marías. Ég var komin á full- orðinsár þegar ég uppgötvaði að spil- ið hét Marriage, en það gekk út á að þær voru alltaf að lýsa með hjónum eða segja lúffa með lúffu eða tilli með tilla sem mér fannst frekar dónalegt og hélt að þetta væri eitthvert full- orðinsspil sem ég ætti ekkert að vera að hnýsast í. En eftirminnilegt varð það. Síðan man ég eftir að þær spiluðu yatzy hjá ömmu eftir að hún flutti í Grænuhlíðina og ég kom í heimsókn með son minn til að sitja með þeim í kaffi og á spjalli um lífið og tilveruna og dönsku blöðin. Ég var fyrst barnabarnanna til að eignast barn og sonur minn eignaðist þarna auka ömmu þar sem Ebba var því hún sýndi okkur slíka ástúð og um- hyggju. Hún kom til mín í heimsókn með ýmislegt sem hún hafði búið til handa stráknum og allt var þetta jafn vel gert og fallegt. Hún var listakona. Amma átti ýsubein sem Ebba hafði búið til listaverk úr og geymdi inni í fína skápnum með silfurmununum og öðrum sem við máttum bara horfa á en ekki snerta. Amma sagði mér líka að Ebba hefði verið flink að teikna og ég man eftir því að þegar ég innti hana sjálfa eftir því hló hún og hélt það nú ekki, að hún væri neinn lista- maður. Ebba frænka hló svo skemmtilega, stundum þegar hún þóttist vera að hneykslast á einhverju eða var jafn- vel að því og kom þá svona sog fyrst og svo skellihló hún. Ooo, mér fannst þetta svo leiðinlegt! sagði hún stund- um, að mér fannst hneyksluð, en skellihló svo. Í minningunni hló hún mikið, þótt ef til vill hefði ekki verið skrýtið að svo hefði ekki verið. Hún fékk heilablóðfall um fertugt og lam- aðist að hluta. Einnig þurfti hún oft að gangast undir aðgerðir í gegnum tíðina. Hún átti sinn styrk í trúnni, en þau Maggi voru samstiga í henni og sóttu samkomur og voru virk innan sinna trúfélaga en ég kann ekki að segja frá því, veit bara að þau sóttu samkomur og var það hluti þeirra lífsstíls og veitti þeim lífsfyllingu. Mér fannst alltaf gaman að koma á Bústaðaveginn. Í minningunni var risastigi upp sem notaður var síðan til að renna sér hratt á rassinum niður og þurfti að passa sig á að lenda ekki á ofninum niðri í forstofu. Máttum ekki en gerðum samt. Ég velti því oft fyrir mér í lífgæðakapphlaupi nú- tímans hvernig þau fóru að því að búa alltaf í sömu íbúðinni, breyttri í takt við tímana og fjölgun í fjölskyldunni og síðan fækkun aftur. En þetta var þeirra rannur alla tíð. Að auki áttu þau sumarbústað í Mosfellsdal, rétt hjá Laxnesi og Gljúfrasteini. Ég man að mamma fór með okkur systurnar í strætó niður á Lækjartorg þar sem við tókum svo rútu frá rútubílaplan- inu alla leið upp í sumó. Í minning- unni tók þetta ferðalag töluverðan tíma og síðan var fullorðna fólkið í sumarbústaðnum að spjalla og spila en við krakkarnir úti í brekku eða við lækinn að drullumalla eða í búleik eða fundum okkur annað til dundurs úti við. Þá tíðkaðist ekki að börn væru inni nema rétt í „drekkutímanum“. Þarna fengum við sveitamjólk frá Laxnesi að ég held og kex og man ég að mjólkin var geymd niðri í læk til að halda henni kaldri. Við fengum alltaf eitthvað gott með kaffinu þarna, þetta var svona spari, að heimsækja Ebbu í sumó. Það er fyrir löngu búið að rífa þennan sumarbústað en í hvert sinn sem ég keyri þarna fram hjá minnist ég stundanna í sumó og reyni að finna út nákvæmlega hvar hann stóð en er ekki viss. Hins vegar veit ég hvar Ebba stóð í mínu lífi og tók hún mér alltaf fagn- andi. Ég man oftast eftir henni bros- andi eða hlæjandi og alltaf svo fínni og vel til hafðri. Ég man líka hvað mér fannst það gott þegar mamma sagði í gegnum tíðina að það væri sama lykt úr hárinu á mér og á Ebbu. Það var gott og það var hrós að fá að líkjast henni, hún var hetja. Ég votta Magga, Ása og Auði og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ebbu frænku. Hulda Halldórsdóttir. Fyrir 30 árum kynntist ég Hrefnu Bergmann Einarsdóttur í gegnum Auði dóttur hennar, er síðar átti eftir að verða mágkona mín. Ég sá að þar fór traust kona sem hafði skýra lífs- sýn og góða kímnigáfu. Hrefna og Magnús Ásmundsson, eiginmaður hennar, bjuggu við Bú- staðaveg. Þau ferðuðust mikið um heiminn og höfðu gott auga fyrir fal- legum hlutum sem prýddu heimilið. Þau hjónin komu börnum sínum til mennta og færðu þeim það veganesti er reynst hefur þeim vel. Þar fór góð blanda af tónlist og kristilegu upp- eldi. Hrefna var sérstaklega glæsileg kona og alltaf vel tilhöfð. Kom sér vel að Auður er hárgreiðslumeistari og alltaf tilbúin að leggja hárið á móður sinni. Var samband þeirra mæðgna sérstaklega náið. Síðustu ár voru Hrefnu erfið. Magnús greindist með heilasjúkdóm er gerði hann ófæran um að þekkja sitt nánasta umhverfi og fyrir nokkr- um árum lést eftir stutt veikindi Ein- ar sonur þeirra. Varð Einar öllum harmdauði. Ég sendi Magnúsi, Ás- mundi, Auði og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Guð varðveiti minningu Hrefnu Einarsdóttur. Selma Ósk Kristiansen. Ebba frænka var ein sú ljúfasta og brosmildasta kona sem við höfum kynnst og þrátt fyrir erfiðleika og veikindi kvartaði hún ekki. Ebba var í miklu uppáhaldi hjá okkur og tók hún alltaf vel á móti okkur systrunum þegar við kíktum í heimsókn. Við fór- um ósjaldan í göngutúr á sunnudög- um til hennar á Bústaðaveginn, þar vorum við í góðu yfirlæti hjá Ebbu sem vildi allt fyrir okkur gera. Þegar við komum til hennar fór hún með okkur á háaloftið sem okkur fannst mjög spennandi staður og þar fund- um við margt skemmtilegt dót til að leika okkur með. Meðal annars fínar barbídúkkur sem Auður frænka lék sér með sem barn. Við vorum svo hrifnar af þessum dúkkum og þær voru í flottum heimasaumuðum föt- um sem okkur fannst alveg æðisleg. Að sjálfsögðu var það Ebba frænka sem hafði saumað fötin á dúkkurnar fínu. Við munum sakna Ebbu frænku af- ar mikið og hún skilur eftir sig heilan fjársjóð af fallegum minningum í hugum okkar allra sem vorum svo lánsöm að hafa kynnst henni. Elsku Maggi, Ási, Auður, Halldór, Dedda, börn, barnabörn og aðrir ætt- ingjar og vinir, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ebba var trúuð kona og trúin var henni stoð og stytta um ævina. Það er því vel við hæfi að kveðja hana með þessum fallega sálmi: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Takk, elsku Ebba frænka, fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Kolbrún og Þórunn. HREFNA BERGMANN EINARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.