Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 51 MINNINGAR Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir. Kirkjubraut 11, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1910, Akranesi, þingl. eig. Fasteignafélagið Smiðshöfði ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., föstudaginn 26. maí 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Akranesi, 17. maí 2006. Esther Hermannsdóttir, ftr. Tillaga að deiliskipulagi Sviðholts á Álftanesi Bæjarstjórn Álftaness hefur samþykkt að aug- lýsa, samkvæmt 25. gr. skipulags- og bygging- arlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, tillögu að deiliskipulagi Sviðholts á Álftanesi. Deiliskipulagstillaga þessi felst í því að aðal- aðkomuvegur að húsinu verður að norðan um húsagötu samkvæmt nýju skipulagi í stað eldri aðkomu að vestan frá Suðurnesvegi. Norðan við íbúðarhús er gert ráð fyrir bílskúr með byggingarreit 8-12 m sem liggur í 5 m fjarlægð norðan við núverandi íbúðarhús. Fyrirhugaður bílskúr snertir ekki fornminjasvæði. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrif- stofu Sveitarfélagsins Álftaness, Bjarnastöð- um, 225 Álftanesi og á heimasíðu sveitarfélags- ins, www.alftanes.is, frá og með 19. maí 2005 til 16. júní 2006. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við deiliskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. júní 2006. Athugasemdir skulu vera skriflegar og þeim skilað til skipulagsfulltrúa Álftaness, Bjarna- stöðum. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillög- una fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana. Álftanesi 17. maí 2006, Bjarni S. Einarsson, bæjartæknifræðingur. Kleifamenn og -konur Kleifamótið 2006 verður haldið helgina 4.-6. ágúst (verslunarmannahelgina). Endilega takið frá þessa helgi og mætið á Kleifar til að gleðjast með öllum sem tengdir eru Kleifum á einn eða annan hátt. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar og nýjustu fréttir verða settar á Kleifasíðuna http://simnet.is/kleifamot. Ferðaklúbbur eldri borgara 30. júní-6. júlí, brottför kl. 8.00. Vestfirðir. Reykjavík - Patreksfjörður - Rauðisandur - Látrabjarg - Patreksfjörður - Tálknafjörður - Bíldudalur - Þingeyri - Ísafjörður - Bolung- arvík - Súðavík - Súgandafjörður - Flateyri - Reykjanes - Kaldalón - Hólmavík - Trölla- tunguheiði - Reykjavík. Gististaðir: Tvær nætur á Patreksfirði. Þrjár nætur á Hótel Ísafirði og ein nótt á Laugum í Sælingsdal. Allir eldri borgarar velkomnir. Skráning fyrir 25. maí. Upplýsingar í síma 892 3011. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Minna-Mosfell 5, 010101, 222-3569, Mosfellsbær, þingl. eig. Golf- klúbbur Bakkakots, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 23. maí 2006 kl. 11.00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 18. maí 2006. Félagslíf 70 ára afmælishátíð Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu Föstudagur 19. maí Kirkja unga fólksins - Tónleikar kl. 20:00. Frítt inn www.filo.is Laugardagur 20. maí Fjölskyldukarnival kl. 13:00-7:00. Lífleg dagskrá fyrir alla fjöl- skyldumeðlimi sem endar með söngvastund þar sem við rifjum upp gömlu góðu lögin. Sunnudagur 21. maí Brauðsbrotning kl. 11:00. Ræðum. Richard Dunn, fulltrúi Assemblies of God fyrir N-Evr- ópu. Kl. 13:00 Grillveisla Afmælissamkoma kl. 16:30 Ræðum. Egil Svartdhal forstöð- umaður Fíladelfíu í Oslo. Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Aldursskipt barnakirkja á meðan samkomu stendur fyrir börn 1-12 ára. Hægt er að hlusta á beina út- sendingu á Lindinni fm 102,9 eða horfa á www.gospel.is Raðauglýsingar 569 1100 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Það vantar heldur betur inn í mannlífið á Íslandi eftir að Sigurður Demetz er ekki lengur til staðar. Það er erfitt að segja nákvæm- lega hvenær leiðir okkur lágu fyrst saman en mig minnir að það hafi verið fyrir um 35 árum. Þá hitt- umst við einnig oft við leiðsögn er- lendra ferðamanna og alltaf gaman að gantast við Demetz eins og ég kýs að kalla hann. Hann sá alltaf hið spaugilega og var með á nót- unum og tilbúinn í smástríðni ef svo bar undir. Við sátum saman í stjórn Ítal- íufélagsins hins fyrra og var ein- staklega gaman að fá að taka þátt þegar honum var afhent heiðurs- merki frá Ítalíu. Athöfnin átti sér stað á þeim ágæta veitingastað Café Óperu að viðstöddum félögum Ítalíufélagsins, sendiherra Ítalíu, ræðismanninum Ragnari Borg og hans ágætu frú og henni Eyju hans Demetzar. Sem betur fer var sú athöfn fest á filmu og eykur það enn á verð- mæti augnabliksins. Eitt sinn nefndi ég við Demetz að mig langaði til að fara á skíði í alpana. Þá skaltu fara til St. Ulrich SIGURÐUR VINCENZO DEMETZ FRANZSON ✝ Sigurður De-metz Franzson, tenórsöngvari og söngkennari, fædd- ist í bænum St. Úlrik í Suður-Tíról 11. október 1912. Hann andaðist á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni í Reykjavík 7. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kristskirkju í Reykjavík 21. apríl. sagði kappinn og fylgdi ég ráðum hans. Gisti á Hótel Adler í St. Ulrich, heimabæ hans, í her- bergi sem sneri út að kirkjunni þar sem móðir Sigurðar söng á sínum tíma í kirkjukórnum. Demetz-nafnið er víða að sjá í dalnum þarna og eru að mér skilst tvær óskyldar fjölskyldur, en með sama eftirnafn. Leit inn hjá nokkrum ættingjum Sig- urðar og bar þeim kveðju hans. Gott fólk tírólar og margir hverjir afar langlífir eins og við höfum blessunarlega orðið vör við í ævi- skeiði hins mikla höfðingja Sigurð- ar. Það eru margir búnir að skrifa margt og mikið um Demetz og ætla ég ekki að bæta öðru við hér en að það var mikill heiður að fá að kynnast þeim hjónum Sigurði og Þóreyju og m.a. eiga nokkrar góð- ar samverustundir á heimili þeirra í Vesturbænum. Þá þakka ég fyrir þá kennslu og þær stundir sem hann gaf til þess að hjálpa dóttur minni Hönnu áfram á söngbrautini, en grunnurinn sem hann lagði henni er fastur og veit ég að sökn- uðurinn er mikill suður í Monza. Ég vil og þakka öllum þeim sem hafa unnið að þeim góðu verkum að varðveita minninguna um mann- inn á prenti og kvikmynd. Sigurður Vicenzo Demetz Franz- son er nú horfinn en minningin er og verður ávallt sterk og góð og skal þakkað fyrir. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Mig og Tótu langar að minnast manns sem okk- ur þótti afskaplega vænt um alla tíð, eða frá því við fyrst kynntumst honum og hann kom inn í líf móður minnar, manns sem ekki var annað hægt en að líka við og varð stuttu síðar orðinn fósturfaðir minn. Björn Berndsen málarameistari, eða Bjössi eins og hann var alltaf kall- aður er látinn 75 ára að aldri. Loksins fékk hann hvíldina sem hann hafði óskað sér eftir að hafa legið á Vífils- stöðum í rúm 3 ár án þess að gera sér grein fyrir veikindum sínum sem voru eftir ítrekuð heilablóðföll undanfarin ár og kostuðu hann sjónina, málið að mestu og að þekkja sína nánustu sem og umhverfi síðustu árin. Áður en Bjössi fór á Vífilsstaði hafði hann legið á Landspítalanum í Fossvogi í tæpt 1 ár. Bjössi fékk hægt andlát kl. 18.45 að kvöldi 29. apríl umvafinn fjölskyldu sinni, eiginkonu, sonum sínum tveim þeim Þórarni og Reyni sem og fóst- urbörnum. Flest voru þau saman komin hjá honum síðustu daga þegar vitað var að hverju dró, á einum eða öðrum tíma þessa daga, sem og þau ár sem hann var á Vífilsstöðum sem og Landspítalanum í Fossvogi, eiga þau þakkir skyldar fyrir það. Bjössi var það sem maður kallar góður maður, í besta skilningi þess orðs. Hæglátur maður sem aldrei lét illt orð falla um nokkurn mann, og aldrei sá ég hann skipta skapi eða reið- ast. Það var ávallt stóísk ró yfir honum BJÖRN BERNDSEN ✝ Björn KristinnFritzson Berndsen fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1931. Hann lést á Vífilsstöð- um laugardaginn 29. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 11. maí. árin sem ég þekkti hann, ekki til stress yfir einu eða neinu sem hann gerði eða sagði. Hann var ekki að láta umhverfi eða fólk raska ró sinni, enda ekki ástæða til. Man ég það svo vel að alltaf byrjaði hann á orðunum ástin mín eða elskan mín þegar hann talaði til mömmu öll þau ár sem þau voru gift. Segir það allt sem segja þarf um þann hug sem hann bar til mömmu sem og hvernig persóna hann Bjössi var, og ávallt var hann tilbúinn að hjálpa ef á þurfti að halda við að mála hjá einhverjum hvort sem það var hjá sonum eða fóst- urbörnum sem og öðrum, enda var málun hans fag og það sem hann kunni best. Eins hjálpaði hann Báru fóstur- dóttur sinni og manni hennar þegar þau voru að byggja sér sumarhús í Borgarnesi fyrir nokkrum árum, rétt hjá þar sem Bjössi og mamma eign- uðust sinn bústað rétt við Svignaskarð nokkrum árum seinna. Það var at- hvarf sem þau nutu að vera í á hverju sumri. Þar eignuðust þau ágæta vini og nágranna sem voru Bubbi og Guð- rún, Benni og Margrét sem nú er látin og María, núverandi vinkona Benna, sem og María (Maja) og Addi. Og ófá- ar ferðirnar fórum við Tóta þangað til þeirra eða ég einn. Eitt það skemmti- legasta sem Bjössa og mömmu þótti að gera og var fastur liður í bústað þeirra í Borgarnesi var að taka í spil, sú spilamennska gat dregist á langinn enda skemmtilegt spil sem spilað var og ávallt glatt á hjalla við þá iðju, eins var það þegar heim var komið og ein- hverjir sem höfðu gaman af spilum komu í heimsókn var spilastokkurinn dreginn fram. Bjössi og mamma ferðuðust einnig um landið á góðum stundum áður en þau eignuðust sinn bústað í Borgar- nesi sem og að fara í sólarlandaferðir sem þau fóru í fyrir og eftir að þau eignuðust bústaðinn. En nú er sá tími liðinn sem Bjössi hafði hér á jörðu og ekki verða ferðirnar fleiri farnar upp í Borgarnes í bústaðinn góða til að hitta vini eða taka í spil, það mun bíða betri tíma og á öðrum stað, þeim stað sem við öll höldum til er jarðvist líkur, til þess sem öllu ræður. Þar er Bjössi núna og brosir ánægður í faðmi Drott- ins. Við munum sjást síðar, Bjössi minn, og taka í spil. Vil ég votta mömmu, Þórarni og Reyni sem og öðrum ættingjum og vinum innilega samúð mína vegna fráfalls Bjössa. Blessuð sé minning hans. Kristinn. Mig langar að fara hér nokkrum orðum um þann mann sem ég þekkti ekki undir neinum öðrum nöfnum en „afi“ eða „afi Bjössi“ enda hafði föð- urafi minn dáið nokkrum árum áður en ég fæddist. Alltaf þótti mér sú staðreynd að ég var skírður í höfuðið á honum skemmtileg og veit ég að honum þótti vænt um að mamma og pabbi skyldu ákveða að skíra mig í höfuðið á honum enda var ég sá fyrsti í fjölskyldunni sem bar nafn hans. Ég mun alltaf minnast þess þegar þau áttu heima í Ugluhólunum og ég kom í heimsókn með pabba og mömmu að ætíð tók hann vel á móti okkur með bros á vör og vindlalyktinni sinni sem er mér svo minnisstæð. Aldrei breyttist fas hans á neinn hátt í gegnum þau fáu ár sem ég þekkti hann og mun ég ætíð minnast hans með bros á vör. Jesús sagði: Ég er góði hirðirinn. Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni. (Jóhannes 10:11,27–28) Far vel afi og vonandi munum við hittast þegar minn tími kemur. Kveðja, Aron Björn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.