Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 59
myndum og höfundarverkum hans. Aðrar sýningar: Handritin – m.a. Snorra Edda, Eddukvæðin og Íslendingasögur. Þjóð- minjasafnið svona var það – þegar sýning þess var í risinu. Fyrirheitna landið – vest- urfarar. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið er upp á fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga kl. 10–17. Þjóðminjasafn Íslands | Nú stendur yfir sýning á níu fornleifarannsóknum Kristnihátíðarsjóðs í Rannsóknarýminu á 2. hæð. Hér gefst tækifæri til að skoða úrval gripa sem komið hafa úr jörð á síðustu ár- um en mikil gróska hefur verið í fornleifa- rannsóknum. Vafalaust munu niðurstöður þeirra með tímanum breyta Íslandssög- unni. Skemmtanir Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson skemmtir. Players, Kópavogi | Hljómsveitin Brimkló með stórdansleik í kvöld. Rocco | Hljómsveitin Signia spilar í kvöld. Brjáluð Evróvisjón-stemmning. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Upp- lyfting leikur í kvöld, húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands | Jeremy Gibbons, lektor í hugbúnaðarverkfræði við Oxford-háskóla flytur erindi á málstofu í tölvunarfræði í Háskóla Íslands, kl. 13.30. Fallsforritun hef- ur oft komið fram með nýjar hugmyndir í forritunarmálum sem síðar hafa átt leið í hefðbundnari forritunarmálum. Fer fram í HÍ, VRII, Hjarðarhaga 2–6, stofa 157. Kennaraháskóli Íslands | Málþing verður haldið til minningar um Helgu B. Svans- dóttur músíkþerapista sem lést í mars 2005 og til að kynna niðurstöður rann- sóknar sem hún vann að í samvinnu við Jón Snædal lækni, um áhrif músíkþerapíu á Alzheimersjúklinga. Málþingið fer fram 22. maí kl. 13. Skráning fer fram á netfanginu halldbj@landspitali.is LAUF – Landssamtök | Aðalfundur LAUF, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki verður haldinn 22. maí kl. 20 í Hátúni 10b, kaffistofu á jarðhæð. Dagskrá fundar sam- kvæmt lögum félagsins. ReykjavíkurAkademían | Tilvist, ást og kynlíf er yfirskrift fræðslufundar í Reykja- víkurAkademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð, 24. maí kl. 12–13. Anna Kristjánsdóttir held- ur erindi um Transgender og María Jóns- dóttir segir frá verkefninu „Ég er til, þess vegna elska ég“. Aðgangur er ókeypis. Þjóðminjasafn Íslands | Málþing verður um Sæmund fróða Sigfússon í Odda á Rang- árvöllum í tilefni þess að 950 ár eru liðin frá fæðingu hans. Aðgangur er ókeypis. Hvað lærði Sæmundur? Hvar lærði hann? Íslenskir og enskir fræðimenn fjalla um menntir miðalda. Málþingið verður 20. maí kl. 13–17. Fréttir og tilkynningar Ferðaklúbbur eldri borgara | Ferðaklúbbur eldri borgara verður með ferð á Vestfirði 30. júní til 6. júlí. Patreksfjörður – Látra- bjarg – Ísafjörður – Reykjanes – Kaldalón. Eldri borgarar velkomnir. Nokkur sæti laus. Skráning fyrir 25. maí. Upplýsingar í síma 892–3011. Pakkhúsið | Félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum, Ljósop er með sína fyrstu sýningu í Pakkhúsinu, Reykjanesbæ, frá 15. maí til og með 21. maí. Þar sýna fé- lagsmenn úrval af sínum myndum. Frístundir og námskeið Skógræktarfélag Reykjavíkur | Skógrækt- arfélag heldur tálgunarnámskeið fyrir börn í gamla Elliðavatnsbænum í Heiðmörk kl. 11, 20. maí og er það öllum opið og ókeypis en þátttakendur eru beðnir um að taka með sér hnífa. Leiðbeinandi er Valdór Bóasson smíðakennari. Gert er ráð fyrir að nám- skeiðið taki 2–3 tíma. Nánari upplýsingar á www.heidmork.is. Útivist og íþróttir Garðabær | Golfleikjanámskeið fyrir for- eldra, ömmur og afa, unglinga og börn. Námskeiðin eru í fimm daga og er farið á golfvöll síðasta daginn. Námskeiðin eru kl. 17.30–19, eða 19.10–20.40. Kennari er Anna Día íþróttafræðingur og golfleiðbeinandi. Íþróttahúsið Mýrin | Vatnsleikfimi fyrir eldri borgara kl. 9.30–10.30, mánudaga og miðvikudaga. Fyrir yngra fólk 7.40–8.20, 4x í viku. Skráning er hjá Önnu Díu íþrótt- fræðingi í síma 691 5508. Mýrin er við Bæj- arbraut í Garðabæ. Íþróttamiðstöðin | Glímt verður um Vest- fjarðabeltið laugardaginn 20. maí kl. 11, í Íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði. Sama dag eftir hádegi kl. 13.30 hefst opið glímumót til minningar um Guðna ,,Kóngabana“ frá Suðureyri. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 59 DAGBÓK Opel er besta þýska bílategundin skv. gæðakönnun bíla- tímaritsins Auto Bild. Í könnuninni var lagt mat á áreiðanleika, langtímagæði, þjónustu og ánægju viðskiptavina. Á hverju ári bítast Opel Astra og Volkswagen Golf um titilinn mest seldi bíll Evrópu. Nýja Astran er fallegur bíll, hlaðinn aukabúnaði og einn sá ódýrasti á götunni. Astran vekur hrifningu þína á hverjum degi, aftur og aftur. ÞESSI ER HLAÐIN AUKABÚNAÐI: ESP skriðvörn, útvarps-fjarstýring í stýri, samlitur og loftkæling. 7 hátalarar, spilar mp3, hiti í sætum, aksturstölva og margt fleira. * Bílasamningur miðað við 20% innborgun og eftirstöðvar í 84 mánuði 1.890.000,- Beinskipt - 1.6 lítra Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Það má segja ýmislegt um Þjóðverja... Mánaðargreiðsla 23.061,-* Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is ...en þeir hafa klárlega vit á bílum. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Vörnin er erfið. Norður ♠G ♥KD10543 A/En- ginn ♦KD93 ♣98 Vestur Austur ♠Á2 ♠1053 ♥986 ♥Á72 ♦Á764 ♦G85 ♣G765 ♣D1043 Suður ♠KD98764 ♥G ♦102 ♣ÁK2 Fjórir spaðar er ekki galinn samn- ingur í NS, en þó er ljóst eftir nokkra skoðun að AV eiga að hafa betur – þrír ásar eru öruggir og síð- an kemur slagur í rólegheitum á lauf. En hér getur margt farið úrskeið- is í vörninni. Vestur Norður Austur Suður Mouiel Cohen Levy Smith – 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Spilið er frá Cavendish-mótinu í New York í síðustu viku. Frakkarnir Herve Mouiel og Alain Levy voru í AV gegn Billy Cohen og Ron Smith. Mouiel kom út með lauf og sagn- hafi tók drottningu austurs og spil- aði hjartagosa. Sem er ekki verra en hvað annað. Mouiel gaf talningu og Levy sá að gosinn var einn á ferð. Hann drap því, en gerði svo þau fín- legu mistök að spila laufi. Það reyndist afdrifaríkt. Smith drap, trompaði lauf með spaðagosa og henti tíglunum tveimur niður í hjartahjónin. Vissulega fékk vörnin tvo slagi á tromp, en það dugði skammt. Levy var svolítið sofandi að spila ekki trompi, en hann blindaðist af spaðatíunni – sá í henni slagsvon, en áttaði sig ekki á gjaldinu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14, allir vel- komnir. Opin handavinnustofa frá kl. 9–16.30. Hárgreiðslustofan og fót- aðgerðastofan opin kl. 9–16 alla virka daga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, frjálst að spila í sal. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl 20.30 í félagsheimilinu Gjábakka. Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Að- alfundur í Leikfélagi eldri borgara „Snúð og Snældu“ verður haldinn í Stangarhyl 4 í dag föstudag 19. maí kl. 13. Venjuleg aðalfundarstörf, laga- breytingar. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30. Brids kl. 13.15. Félagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 | Gullsmári er opinn alla daga frá kl 9– 17. Leikfimi kl. 10.30. Alltaf heitt á könnunni. Góðar aðstæður til að taka í spil fyrir þá sem vilja. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Op- ið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Fé- lagsvist kl. 13 í Garðabergi. Félagsstarf Gerðubergs | Leiðsögn í vinnustofum fellur niður vegna upp- setningar handavinnu- og listsýn- ingar sem verður opnuð á morgun kl. 13. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. wwwgerduberg.is Furugerði 1, félagsstarf | Í dag smíð- ar og útskurður, kl. 14 messa, prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir, Furugerð- iskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Kaffiveitingar eftir messu. Allir velkomnir. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaaðgerð (annan hvern föstudag), hárgreiðsla. Kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Fundur með frambjóð- endum Sjálfstæðisflokksins í sal fé- lagsmiðstöðvarinnar í dag 19. maí kl. 13.45. Hraunbær 105 | Miðvikud. 24. maí verður farið á Akranes. Bjarnfríður Leósdóttir tekur á móti okkur, sýnir okkur bæinn sinn og segir okkur sögu hans. Að því loknu förum við í safn- ahverfið, skoðum söfnin og drekkum kaffi. Lagt af stað frá Hraunbæ kl. 13.30. Verð 1.800 kr. Skráning á skrif- stofu eða í síma 587 2888. Hraunsel | Lokað vegna handverks- sýningar. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu kl. 9–12, postu- línsmálning. Böðun fyrir hádegi. Hár- snyrting. Sími 535 2720. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Vorhátíð hefst kl. 14 föstudag- inn 26. maí. Uppákomur og sérdeilis gott með kaffinu. Púttið er hafið! „Gönuhlaup“ alla föstudagsmorgna kl. 9.30. „Út í bláinn“ alla laugardags- morgna kl. 10. Sími 568 3132. Norðurbrún 1 | Kl. 9–12 myndlist, kl. 10 ganga, opin hárgreiðslustofa, sími 588 1288. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við und- irleik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigurgeirs. Kl. 15 koma frambjóðendur B-listans í Reykjavík, Björn Ingi Hrafnsson, Marsibil Sæ- mundardóttir og Steinar Björnsson, í heimsókn. Davíð Smári, Idolstjarna, spilar og syngur. Rjómavöfflur í kaffi- tímanum. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9. Leirmótun kl. 9. Morgunstund kl. 9.30. Bingó. Allir velkomnir. Kirkjustarf Digraneskirkja | Vorferð kirkjustarfs aldraðra verður í Reykholt þriðjudag- inn 23. maí. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 9. 10.00 Ráðstefna Norrænna tón- verkamiðstöðva. Fyrirlestur með Paul Hoffert á Grand Hóteli. 19.30 Orðið tónlist – fjölljóðahátíð 2006. Tónleikar í Hafnarhúsi. Föstudagur 19. maí TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, laugardag, kl. 14. Fram koma nemendur úr strengjadeild skólans. Flutt verða verk eftir m.a. J. S. Bach, Hafliða Hallgrímsson, Beetho- ven og Kabalevsky. Meðleikari á tónleikunum er Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill. Strengir í Dóm- kirkjunni DADI Janki, víðkunn og virt indversk forystukona á sviði mannréttinda, friðarbaráttu og andlegra málefna, kemur fram í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Hún er einn af tíu andlegum leiðtogum heimsins sem Samein- uðu þjóðirnar hafa tilnefnt sem „Keepers Of Wisdom“ eða „Gæslumenn þekkingar og visku“. Dadi Janki fæddist á Indlandi árið 1916, gekk ung til liðs við Brahma Kumaris World Spiri- tual University og er nú annar tveggja stjórnenda skólans, sem starfar í 84 löndum. Janki hefur í tæpa sjö áratugi helgað líf sitt baráttu fyrir betri heimi, beitt sér mjög í þágu friðar og barnahjálpar á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna, og hefur hlot- ið margs konar alþjóðlegar við- urkenningar. Hún er, ásamt Desmond Tutu og Dalai Lama, verndari mannréttinda- stofnunarinnar „Rights and Humanity“. Þrátt fyrir háan aldur er Dadi Janki óþreytandi á ferða- lögum sínum um allan heim til að miðla visku sinni um mann- rækt og andleg málefni og hún lætur fáa ósnortna sem á hana hlýða. Aðgangur í Salnum í kvöld er ókeypis og munu Hulda Björk Garðarsdóttir, Svana Víkings- dóttir og Víkingur Heiðar Ólafs- son flytja tónlist við tækifærið. Dadi Janki í Salnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.