Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 61 MENNING ORÐIÐ tónlist – fjölljóðahátíð hefst í dag í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi og stendur fram á sunnudag. Þetta er ljóða- og tónlistardagskrá þar sem megináherslan er á möguleika mannsraddarinnar til að skapa list á mörkum ljóðlistar og tónlistar, myndbandalistar og gjörninga. Aldrei hefur slík hátíð verið haldin hér á landi en hljóð- ljóðskáld eða fjölljóðskáld hafa haldið hátíðir og komið víða fram erlendis. Ítalska hljóðljóðaskáldið Enzo Minarelli hefur skipulagt margar slíkar hátíðir og miðlar nú af reynslu sinni með þátttöku í skipulagningu þessarar fyrstu fjöl- ljóðahátíðar á Íslandi. Hátíðin hefst í kvöld kl. 19.30 og verður einkum lögð áhersla á tón- list í bland við ljóðaupplestur og gjörninga. Kolbeinn Bjarnason flautuleikari frumflytur nýtt verk eftir Þuríði Jónsdóttur auk þess sem hann leikur verkið Cho eftir Þorstein Hauksson ásamt nokkr- um öðrum verkum. Aðrir sem koma fram í kvöld eru m.a. Stein- dór Andersen ásamt Hilmari Erni Hilmarssyni, Bragi Ólafsson, Til- raunaeldhúsið og Nýhil-hópurinn ásamt mörgum fleiri. Nýlókórinn flytur tvö verk Á morgun frá kl. 14.00 til 16.00 verður dagskrá í Hafnarhúsi, í umsjón Kabarettsins Músífölsk, þar sem gestir geta valið sér gagnagrunn í tölvu og búið til eig- ið ljóð og flutt. Erlend fjöl- ljóðskáld hátíðarinnar munu sitja í dómnefnd. Um kvöldið hefst dagskráin kl. 20.30 en þá mun Nýlókórinn flytja tvö verk, annað eftir Guðmund Haraldsson og hitt eftir Magnús Pálsson og Kristin G. Harðarson. Fimm erlend fjölljóðaskáld koma einnig fram, það eru; Rod Sum- mers, Tom Winter, Fernando Aguiar, Mark Sutherland og Enzo Minarelli. Verk þeirra allra eru á mörkum tónlistar, ljóðlistar, skjálistar og gjörninga. Auk þess mun Ásgerð- ur Júníusdóttir flytja eitt verk í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnlaugu Þorvaldsdóttur. Fjölljóðahátíðinni lýkur svo á sunnudaginn kl. 14.00 í Hafn- arhúsinu með málþingi um tengsl orða og tónlistar og fyrirbærið fjölljóð. Guðbergur Bergsson, Enzo Minarelli og Rod Summers verða þar með framsöguerindi. Tónlist | Orðið tónlist – fjölljóðahátíð í Hafnarhúsinu Listsköpun á mörkum ljóðlistar og tónlistar Gunnlaug Þorvaldsdóttir kemur fram á fjölljóðahátíðinni Orðið tónlist ásamt Ásgerði Júníusdóttur og Ólöfu Nordal. Enzo Minarelli er hljóðljóðskáld. UM ÞESSAR mundir stendur yfir samsýning 20 íslenskra myndlist- arnema sem stunda listnám í Hol- landi. Sýningin ber nafnið Our Dutch Point Of View og fer fram í Gallery Hot Ice sem hluti af árlegri listahátíð í Amsterdam. Hugmyndin fæddist hjá Hrund Atladóttur eftir að hún hafði ásamt nokkrum Ís- lendingum tekið þátt í tveimur öðr- um hátíðum í vetur sem var stjórn- að af útlendingum með Íslandsáhuga. „Mér fannst eins og það væri svo mikil orka, eins og Ís- lendingarnir tækju bara allt yfir, þannig að mig langaði að sjá hvern- ig það kæmi út ef við gerðum al- íslenska sýningu þar sem bara Ís- lendingar kæmu að verki, á okkar eigin forsendum.“ Á Westergasfabriek Hópurinn kemur frá þremur ólík- um listaháskólum innan Hollands og saman skelltu þau sýningunni upp á einum mánuði. „Hugmyndin var komin og ég frétti að Gerður Pálmadóttir væri nýbúin að opna gallerí og væri til í að leyfa okkur að nota það frítt. Þá byrjaði allt að rúlla. Við vorum komin með ókeypis gallerí og þá urðum við að gera þetta.“ Góð leið til að tengjast Gallery Hot Ice er staðsett á svæði sem kallast Westergasfa- briek, fyrrum gasverksmiðja sem er nú ein stærsta menningarmiðstöð í Evrópu. Þar hefur listahátíðin „Kunstvlaai“ hreiðrað um sig sem listrænt andsvar við alþjóðlega list- markaðnum „KunstRAI“ sem hald- inn er á sama tíma. ,,Við flutum óvænt með hátíðinni í þetta sinn en á næsta ári ætlum við að reyna að fá að vera með alla leið. Það er örugglega hægt.“ Fjöldi fólks leggur leið sína um Westergasfabriek á meðan hátíðin stendur yfir og íslenska sýningin hefur fengið góðar viðtökur, einkum fyrir að vera vel heppnuð nem- endasýning en listafólkið kemur frá ólíkum árum innan skólanna, allt frá fyrsta ári yfir í að vera að ljúka námi. Uppi eru hugmyndir um að gera þetta að árlegum viðburði fyrir íslenska listnema í Hollandi. „Þetta er góð leið til að tengjast og gaman fyrir okkur að geta hitt hvert annað og séð hvað við erum að gera hér því við erum ekkert inni í því sem er að gerast heima. Það er hálfgerð hefð að Íslendingar fari til Hollands að læra myndlist, það er alltaf hóp- ur af Íslendingum hérna, og þá væri skemmtilegt að hafa aðsetur þar sem er árleg sýning. Þessi var prufa sem gekk vel fyrir sig og Gerður er til í að leyfa okkur að halda áfram að koma til sín.“ Þátttakendur í sýningunni eru Hrund Atladóttir, Steinunn Marta Jónsdóttir, Kristján Loðmfjörð, Hrafnhildur Gissurardóttir, Þór- anna Björnsdóttir, Styrmir Örn Guðmundsson, Arnar Ásgeirsson, Sunna Sigurðardóttir, Hildur Ýr Jónsdóttir, Dagmar Atladóttir, Guð- björg Einarsdóttir, Guðríður Guð- laugsdóttir, Erna Einarsdóttir, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Óskar Ericsson, Sylvía Finnbogadóttir, Sonja Magnúsdóttir, Sigrún Guð- mundsdóttir, Úlfhildur Eysteins- dóttir og Jón Teitur Sigmarsson. Myndlist | Tuttugu íslenskir myndlistarnemar í Hollandi halda alíslenska samsýningu á listahátíðinni „Kunstvlaai“ Myndlistareyja á meginlandinu Frá sýningunni Our Dutch Point Of View, sem fer fram í Gallery Hot Ice. http://www.kunstvlaai.nl/2006/ Eftir Gunnar Eggertsson LÍFRÆN form eru megininntak málverka þeirra sem Björg Örvar sýnir nú í Gallerí Anima, en þemað er ekki nýtt af nálinni hjá listakon- unni sem áður hefur sýnt málverk af ekki ósvipuðum toga. Það má líta á sýningu Bjargar sem hálfgildings innsetningu, tvær málverkaraðir sýna form er minna á líffæri, rauð- leit og bláleit á hvítum og í þessu samhengi, spítalalegum grunni. Fín- gerðar himnur kallast á við nokkuð gróf mynstur sem minna á garna- flækjur. Gera má ráð fyrir því að ætlunin sé að skapa verk sem leika sér með mörk lífs og dauða og veki upp spurningar um t.a.m. hverf- ulleika lífsins, séu að hluta til áminn- ing um dauðleikann en vilji líka leggja áherslu á fagurfræðilega möguleika lífrænna vessa og himna. Ísak Harðarson skáld skrifaði inn- blásinn texta um verkin auk þess að skrifa kröftugt ljóð. Texti og ljóð eru á hefðbundnum einblöðungi en verð- ugri framsetning þessa afbragðs texta hefði verið við hæfi. Björg Örv- ar hefur einnig skrifað, bæði skáld- sögu og ljóð. Það er forvitnilegt að tengja myndmál hennar og texta. Skáldsaga hennar, Meinabörn og maríuþang, einkennist að nokkru af sérstakri máltilfinningu þar sem orð er lýsa lífrænum formum, flæði og vessum eru mörg og litrík. Textinn er nokkuð óheftur og má segja að hann sé bæði frjór og í honum dirfska, jaðrar jafnvel við sérvisku. Málverk Bjargar hafa að nokkru leyti til að bera svipaða eiginleika, ákveðin dirfska felst í myndefni þeirra en kemur síður fram í úr- vinnslu og framsetningu, þannig sakna ég þess að það flæði sem í verkunum býr taki yfirhöndina, gangi lengra. Viðfangsefni Bjargar og vinnuaðferð innan strigans eiga margt sameiginlegt með straumum í málverki samtímans, þar sem mál- verkið flæðir t.d. óheft um rýmið, en hér skortir nokkuð á í áræði. Hefð- bundin framsetning er verkunum líklega ekki til framdráttar, þar sem bæði viðfangsefni og málaratækni bjóða upp á meiri fjölbreytni. Þrátt fyrir vissan kraft og útgeislun er Björg að mínu mati frjórri og kraft- meiri listakona en þessi sýning gefur til kynna. Morgunblaðið/Jim Smart Frá sýningu Bjargar Örvar í galleríinu Animu. Innvortis MYNDLIST Gallerí Anima Til 21. maí. Opið fim. fös og laud. frá kl. 12–17. Málverk, „barnasaga / fiskisaga“ Björg Örvar Ragna Sigurðardóttir LISTASAFN Reykjavíkur verð- ur með opið hús í Ásmund- arsafni um helgina í tilefni af fæðingardegi Ásmundar Sveinssonar (20.5. 1893). Opið er frá kl. 10–16 laugardag og sunnudag og aðgangur ókeypis. Boðið er upp á listsmiðjur, leið- sögn og teiknikeppni í skemmtilegu safni og frábæru umhverfi. Dagskrá helgarinnar Báða dagana geta börn tekið þátt í teiknismiðju og sett myndina sína í pott sem dregið verður úr. Fyrirmyndin er stytta úr garði Ásmundarsafns en þrír heppnir teiknarar fá senda bókina Skoðum myndlist sem Mál og menning gefur út. Laugardag kl. 14 Bárður úr Stundinni okkar fær leiðsögn um verkin í garð- inum og býður öllum að slást í för með sér. Sunnudag kl. 13–16 Listsmiðja þar sem börnin fá leiðsögn við að kanna bygg- inguna, vinna með formin í hús- inu og búa til sína eigin draumabyggingu. Sunnudag kl. 15 Ásdís Ásmundsdóttir, dóttir listamannsins, býður gestum með sér í leiðsögn um Ásmund- arsafn en eins og kunnugt er byggði og hannaði Ásmundur húsið að mestu leyti sjálfur. Sumarið – ný afsteypa Í tilefni afmælisins verður nýrri afsteypu bætt við glæsi- legt úrval þeirra sem nú þegar eru til sölu. Þetta er árstíð- arstyttan Sumarið en þá er búið að gera afsteypur af öllum árs- tíðum Ásmundar. Í garðinum eru borð og stólar þar sem hægt er að snæða nest- ið sitt, en boðið er upp á kaffi og djús fyrir alla. Afmæli í Ásmundarsafni Morgunblaðið/Billi Í Ásmundarsafni eru margar skemmtilegar styttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.