Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 19.05.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2006 65 Í SPENNUMYNDINNI Úlfur, úlf- ur (Cry Wolf) er reynt að lífga upp á þreytt frásagnarform, þ.e.a.s. fjölda- morðingjamyndina þar sem illmenni saxar sér leið í gegnum hóp af ung- mennum þar til aðeins ein sæt stelpa situr eftir. Myndir á borð við Scream-röðina hafa einnig tekið á þessari kvikmyndategund með það að markmiði að blása nýju lífi í hana, en í þessu tilviki er ekki stuðst við húmor heldur er tilraun gerð til að gera fléttuna enn leyndardómsfyllri en venjulega. Það má því segja að draugur Agöthu Christie gangi hér aftur í nútímalegri hryllingsmynd. Í myndinni segir frá vinahópi í dýrum einkaskóla, en myndin hefst á því að nýr nemandi, hinn breskættaði Owen (Julian Morris), er tekinn inn í hópinn. Fljótlega kemur þó í ljós að drengur þessi á sér skrautlega fortíð. Svo vill til að kvöldið áður en hann kemur er unglingsstúlka myrt í ná- grenni skólans. Það er því spenna í loftinu þegar Owen ber að garði. Vinahópurinn ákveður í framhaldinu að standa fyrir prakkarastriki – og telja öllum í skólanum trú um að hér sé fjöldamorðingi á ferð, að stúlkan sem myrt var sé aðeins fyrsta fórn- arlambið í at- burðarás sem hef- ur átt sér stað áður í öðrum há- skólum. Fyrsta skrefið í gabbinu er að senda út tölvupóst á allan háskólann þar sem forsögu morðingjans er lýst sem og hans helstu einkennum. Þá er honum gefið nafnið Úlfur. Í raun eru krakkarnir að búa til prófíl á fjöldamorðingja sem byggist að mestu leyti á reynslu þeirra af áhorfi á hryllingsmyndir. Fjöldamorðinginn sem þannig sprettur fram úr ímyndunarafli vina- hópsins er ekki beinlínis frumlegur, en ber þó með sér ákveðna meðvit- und um forvera sína. Það kemur ung- lingunum hins vegar á óvart þegar í ljós kemur að hið gamansama sköp- unarverk þeirra virðist hafa öðlast sjálfstætt líf. Morðingi tekur með öðrum orðum að herja á háskólann og notar nákvæmlega þá aðferða- fræði sem vinirnir lýstu í tölvupóst- inum. Það sem meira er, hann virðist hafa sérstakan áhuga á vinahópnum og kemur sér í samband við Owen á spjallrás (þar sem hann gengur að sjálfsögðu undir notendanafninu „Úlfur“). Framvinda myndarinnar fjallar síðan um þá togstreitu milli fjar- stæðukenndrar hugmyndarinnar, þar sem krakkarnir eiga erfitt með að trúa því að veran sé raunveruleg, og þeirrar staðreyndar að sönnun- argögn fyrir nærveru hans taka að hlaðast upp. Myndin er nægilega frá- brugðin dæmigerðum myndum af sama tagi til að vera ágætis af- þreying og endalokin koma skemmti- lega á óvart, þótt ögn langsótt séu. Þetta er því ágætis spennumynd með frumlegum tilburðum. Pétur og úlfurinn KVIKMYNDIR Úlfur, úlfur (Cry Wolf)  Leikstjórn: Jeff Wadlow. Aðalhlutverk: Julian Morris, Lindy Booth, Jared Pada- lecki. Bandaríkin, 89 mín. Borgarbíó, Smárabíó og Regnboginn „Þetta er því ágætisspennumynd með frumlegum til- burðum,“ segir m.a. í dómi. Heiða Jóhannsdóttir HLJÓMSVEITIN Singapore Sling heldur tónleika á Grand Rokk í kvöld. Þetta eru síðustu tónleikar sveit- arinnar áður en hún heldur í tónleika- ferðalag til Englands síðar í mán- uðinum. Þar verður Singapore Sling upphitunarhljómsveit fyrir banda- rísku sveitina The Brian Jonestown Massacre á sex tónleikum í Englandi. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Leeds hinn 24. maí og eftir spilamennsku í Sheffield, Manchester, Stoke og Ox- ford leika sveitirnar í Kings College í London. Frá Englandi heldur Singa- pore Sling til Berlínar og leikur þar á tveimur stöðum, 8mm Bar og Pfeffer- bank. Með Singapore Sling í kvöld spila Retron og hefjast tónleikarnir kl. 23. Morgunblaðið/Sigurjón Guðjóns Það er þrautin þyngri að finna svalari hljómsveit en Singapore Sling. Tónlist | Singapore Sling á tónleikaferð um Evrópu Upphitun á Grandinu SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI MI : 3 kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.I. 14 ára SHAGGY DOG kl. 4 - 6:05 - 8:10 - 10:15 SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.I. 10 ára SÝND Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ THE DA VINCI CODE kl. 3 - 6 - 9 - 12 B.I. 14 ára THE DA VINCI CODE LÚXUS VIP kl. 3 - 6 - 9 - 12 SHAGGY DOG kl. 3:45 - 5:50 - 8 - 10:10 FAILURE TO LAUNCH kl. 8 MI : 3 kl. 3 - 5:30 - 6 - 8 - 9 - 10:30 - 12 B.I. 14 ára SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 6 B.I. 10 ára FIREWALL kl. 10:10 B.I. 16 ára LASSIE kl. 4 FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is eeeH.J. mbl “ÞAÐ ER VEL HÆGT AÐ MÆLA MEÐ “M:I:III” SEM GÓÐRI AFÞREYINGU OG SUMARSMELLI.” eee JÞP blaðið S.U.S. XFM Sýnd í Álfabakka og Keflavík Stærsta frumsýning ársins! LEITIÐ SANNLEIKANS Byggð á vinsælustu skáldsögu veraldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.