Morgunblaðið - 07.06.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 07.06.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 153. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is F A B R IK A N M Æ TUM ALLAR! Allar upplýsingar á www.sjova.is Kvennahlaupið um land allt 10. júní Hnigið til jafnvægis Höskuldur Ólafsson fjallar um hljómleikamarkaðinn | Menning Með auga fyrir fegurð Dói logsýður og teiknar á níræðisaldri | Daglegt líf Íþróttir í dag Alfreð ánægður með sigurinn  KR vann Breiðablik  A-riðill á HM í knattspyrnu  Flughræddir Danir EIN fjölmennasta afmælisveisla Íslandssögunnar fór fram í Laugardalshöll í gærkvöldi þegar hálft sjötta þúsund manns kom saman til að samgleðjast poppkónginum Bubba Morthens fimmtugum. Af- mælisbarnið var vitaskuld í brennipunkti í veislunni og lét sig ekki muna um að standa svo til linnulaust á sviði hallarinnar í þrjár klukkustundir við hljóð- færaleik og söng. Undirtektir voru dynjandi. Morgunblaðið/Eggert Konungleg afmælisveisla ALLAR líkur eru á að Birkir Her- mannsson, þriggja vikna drengur frá Vestmannaeyjum, eigi eftir að ná góðri heilsu og spila fótbolta eins og bróðir hans. Birkir fór í hjartaþræð- ingu sex klukkutímum eftir fæðingu og í kjölfarið var hann sendur til Boston þar sem hann gekkst undir aðra aðgerð. Skömmu eftir að Birkir fæddist þann 14. maí kom í ljós að hann var með alvarlegan hjartagalla sem nefnist víxlun stóru slagæðanna. Þá hófst hröð atburðarás. Læknir frá Reykjavík flaug samstundis til Eyja eftir að einkennum Birkis hefði verið lýst í gegnum síma af lækni í Eyjum. Ákveðið var að fljúga með Birki til Reykjavíkur þar sem hann fór í hjartaþræðingu, en þá voru sex klukkutímar frá því að hann fæddist. Jafnframt var ákveðið að senda hann sem fyrst til Boston, en þar var framkvæmd aðgerð og æðunum víxl- að á rétta staði á ný. Marta Sigur- jónsdóttir móðir Birkis er ekki í vafa um að skjót viðbrögð hafi bjargað lífi sonar hennar. „Allir tóku réttar ákvarðanir á réttum tíma.“ „Réttar ákvarðanir á réttum tíma“ Morgunblaðið/Ásdís Marta og Hermann ásamt sonum sínum Baldvin Inga og Birki.  Fór sex tíma | 4 MANOUCHEHR Mottaki, utanríkisráð- herra Írans, sagði í gær að stjórnvöld í Teheran myndu íhuga vandlega tillögur stórveldanna í deilunni um kjarnorkuáætlun Írana, en stjórn landsins stendur til boða ýmiss konar aðstoð sam- þykki hún að hætta auðg- un á úrani. „Það er að finna já- kvæð skref í tillögunum en þar má einnig finna ýmis tvíræð atriði sem þarf að laga,“ sagði Ali Larijani, helsti samn- ingamaður Írana á sviði kjarnorkumála, í gær. „Við teljum að vilji Evrópumanna til að leysa málið með viðræðum sé rétt skref í deilunni og við fögnum því.“ Javier Solana, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, var einnig bjartsýnn eftir fund sinn með Mottaki í gær, en sex dagar eru liðnir frá því að fulltrúar fimm fastaríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, lögðu tillögurnar fram á fundi sínum í Vínarborg. „Nú þegar tillögurnar eru uppi á borðinu vona ég að við munum fá jákvæð viðbrögð sem verða viðunandi fyrir báða aðila,“ sagði Solana í gær. Á sama tíma lagði George W. Bush Bandaríkjaforseti áherslu á að deilan yrði leyst við samningaborðið. „Valið er þeirra,“ sagði Bush í gær og vísaði þar með til Írana. Þá tilkynnti Alþjóðakjarnorku- stofnunin (IAEA) í gær að hún myndi á morgun birta nýja skýrslu um kjarnorku- áætlun Írana, sem mun byggjast á nýjustu athugunum eftirlitsmanna stofnunarinnar. Viðbrögð Írana jákvæð Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Javier Solana VAXANDI líkur eru á því að flokks- þingi Framsóknarflokksins, sem halda átti í haust, verði flýtt og það verði haldið í þessum mánuði. Á þinginu verður nýr formaður Fram- sóknarflokksins kosinn, en allt stefnir í harðan slag um embættið. „Það verður miðstjórnarfundur á föstudaginn og flokksþing í haust. Mér finnst ekkert ólíklegt að það verði haldið fyrr, að framsóknarmenn segi að þeir geti ekki búið við þessa óvissu. Það er alltaf vont þegar beðið er eftir ákvörðunum og átök halda áfram,“ sagði Guðni Ágústsson, vara- formaður Framsóknarflokksins, í framhaldi af ríkisstjórnarfundi í gær. Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins, var farinn að ræða mögulega afsögn sína sem forsætisráðherra og formaður flokksins við nána samstarfsmenn sína fyrir um tveimur mánuðum. Hann tók þó ekki endanlega ákvörðun fyrr en um liðna helgi. Finnur Ingólfsson, stjórnarformað- ur VÍS og fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins, segir það ljóst að hann hyggi ekki á endurkomu í stjórnmál. Það hafi verið rætt undan- farið, en af því verði ekki úr þessu. Guðni og Siv í formannsslaginn? „Ég hygg ekki á endurkomu í stjórnmálin,“ sagði Finnur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann vildi ekki skýra ástæður sínar fyrir því, en vísaði í viðtal sem birtist í Morgun- blaðinu í gær. Þar sagðist hann hafa svarað óskum um að hann tæki að sér formennsku í flokknum með þeim hætti að ef samstaða næðist um það væri hann tilbúinn til að skoða það. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- og iðnaðarráðherra sagði í viðtali í Ríkisútvarpinu í gærmorgun að hún treysti ekki Guðna Ágústssyni til að taka við formennsku í flokknum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins urðu hörð viðbrögð í flokknum við þessum orðum Valgerðar, en Halldór Ásgrímsson hafði á fundi landsstjórn- ar á mánudag hvatt menn til að standa saman í því starfi sem væri framundan við að efla flokkinn á ný. Flest bendir til að Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra muni bjóða sig fram í embætti formanns, en vel er hugsanlegt að fleiri blandi sér í baráttuna. Stefnir í átök um formannsstólinn Eftir Örnu Schram og Brján Jónasson  Refskák | Miðopna  Kynnti aðra | 10 Auknar líkur eru á því að flokksþingi Framsóknar verði flýtt FJÁRMÁLARÁÐHERRA Noregs, Kristin Halvorsen, til- kynnti í gær að peningar úr olíusjóði þjóðarinnar yrðu ekki notaðir til að fjárfesta frekar í stærstu versl- anakeðju í heimi, Wal-Mart, af siðferðislegum ástæðum, að sögn Aftenposten. Halvorsen segir fyrirtækið brjóta á grófan og kerf- isbundinn hátt á starfsfólki sínu en það er stærsti at- vinnurekandi í heimi. Halvorsen benti þannig í gær á að Wal-Mart notaði börn til starfa, byði upp á hættulegar vinnuaðstæður, þvingaði starfsfólk til að vinna yfirvinnu án launa, bannaði því að ganga í verkalýðsfélög og mis- munaði konum. Þegar er búið að selja hlutabréf norska olíusjóðsins í Wal-Mart upp á 2,5 milljarða norskra króna, eða um 30,5 milljarða íslenskra króna. Selja hlut sinn í Wal-Mart Kristin Halvorsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.