Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Vænlegasta aðferðin til að vinna gegn fátækt í heiminum er sú sem hinn mikli hagfræðingur frá Perú, Hernando de Soto, hefur sótt fram með.” Þekktasta bók Hernando de Soto er nú komin út á íslensku og fæst í öllum betri bókaverslunum. — Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti Hernando de Soto LEYNDARDÓMUR FJÁRMAGNSINS RSE Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál www.rse.is EKKI Á LEIÐ Í STJÓRNMÁL Finnur Ingólfsson, stjórn- arformaður VÍS og fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins, segir það ljóst að hann hyggi ekki á endurkomu í stjórnmál. Hálslón fyllist hægar Hálslón við Kárahnjúkavirkjun fyllist ekki af aurburði á 400–500 ár- um eins og gert hefur verið ráð fyrir, heldur á nokkur þúsund árum. Þetta kemur til vegna þess að Brúarjökull bráðnar vegna hlýnandi loftslags á næstu 100–200 árum, að því er fram kemur í niðurstöðum þeirra Birgis Jónssonar, Jónasar Elíassonar og Sigurðar Magnúsar Garðarssonar, fræðimanna við verkfræðideild Há- skóla Íslands. Styður til lögur Abbas Frelsissamtök Palestínu, PLO, samþykktu í gær tillögu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, um að efnt yrði til þjóðaratkvæðis í júlí um til- lögur, þar sem m.a. er kveðið á um að tilveruréttur Ísraels innan upp- haflegra landamæra frá vopnahlénu 1949 sé viðurkenndur. Skýringa krafist Hart var lagt að bresku lögregl- unni í gær að upplýsa hvað gerðist í síðustu viku, þegar á þriðja hundrað lögreglumanna réðst inn á heimili tveggja bræðra, múslíma, sem grunaðir voru um hryðjuverka- starfsemi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Fréttaskýring 8 Viðhorf 28 Viðskipti 12 Umræðan 28/31 Úr verinu 13 Minningar 32/36 Erlent 14/15 Myndasögur 40 Minn staður 16 Dagbók 40/43 Austurland 17 Staður og stund 43 Akureyri 18 Leikhús 44 Suðurnes 18 Bíó 46/49 Landið 19 Ljósvakamiðlar 50 Daglegt líf 20/21 Veður 51 Menning 22, 44/49 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                 ! " # $ %     &     '() * +,,,           Kynning – Morgunblaðinu fylgir kynn- ingarblaðið HM 2006 frá Hugmyndahúsinu ehf. ÞEIR sem stunda utanvegaakstur geta átt von á að verða gripnir af þyrlu Landhelgisgæslunnar en lögreglan og Landhelgisgæslan hafa tekið höndum saman um að stemma stigu við slíkum akstri. Nokkrir brotlegir voru bókaðir af lögreglunni um helgina og geta átt von á sekt- um. Halldór B. Nellett, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að gæslan hafi áður fram- kvæmt eftirlit sem þetta þegar tækifæri hafi gefist eða beiðnir borist frá lögreglu. Æfingatími flugáhafna sé meðal annars notaður í þessum tilgangi. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu varð um 70% aukning í innflutningi torfæruhjóla milli áranna 2004 og 2005, en í fyrra voru 1.312 slík hjól forskráð. Hjólin eru skráningarskyld og því á að ganga frá nýskráningu þeirra áður en þau eru tekin í notkun. Þessi mikla fjölgun á torfæruhjólum hefur orðið mörgum áhyggjuefni vegna umhverfisrasks sem verður vegna utanvegaaksturs en að- eins er heimilt að nota hjólin á lokuðum keppnissvæðum og á frosinni eða snævi þakinni jörð utan þéttbýlis. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra að sér fyndist að til greina kæmi að herða viðurlög og skoða af fullri alvöru hvort gera ætti upptæk ökutæki sem notuð væru til ut- anvegaaksturs. Málið sneri að mörgum ráðuneytum en rætt hefði verið sérstaklega við dómsmálaráðherra, m.a. um hvort nota mætti þyrlur Landhelgisgæslunnar meira til eftirlits. Landhelgisgæslan og lögreglan á Selfossi fylgdust með utanvegaakstri um helgina og sektuðu ökumenn. Eftirlit úr lofti með utanvegaakstri aukið HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í júlí á sl. ári. Honum er jafnframt gert að greiða stúlkunni eina milljón króna í miskabætur, auk rúmlega 790 þúsund króna í sakarkostnað. Manninum er gefið að sök að hafa þröngvað stúlkunni til kyn- ferðismaka með því að neyða hana til að hafa við sig munnmök við tjaldstæði snemma morguns í júlí- mánuði. Hann var einnig sakfelld- ur fyrir tilraun til að þröngva stúlkunni til samræðis. Ákærði neitaði sök og hélt því fram að munnmökin hefðu farið fram með samþykki stúlkunnar. Að mati dómsins þótti frásögn stúlkunnar trúverðug og samrým- ast frásögn vitna. Í vottorði sál- fræðings kemur fram að stúlkunni hafi liðið mjög illa á því tímabili sem viðtöl við hana fóru fram, í júlí og ágúst á sl. ári. Hún hafi sýnt öll einkenni þess að hafa orð- ið fyrir áfalli sem valdið hafi skelf- ingu og varnarleysi. Hún hafi átt erfitt með svefn og myndir af at- burðinum hafi stöðugt komið upp í huga hennar. Símon Sigvaldason héraðsdóm- ari kvað upp dóminn en með hon- um í dómi sátu Helgi I. Jónsson og Kristjana Jónsdóttir. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari og Gizur Bergsteinsson hdl. varði manninn. Tveggja ára fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot MIKAEL Torfason, fyrrverandi rit- stjóri DV, hefur verið ráðinn aðal- ritstjóri Fróða. Í síðustu viku var greint frá því að Mikael hefði verið ráðinn ritstjóri Séð og heyrt, sem Fróði gefur út. Elín G. Ragnars- dóttir, framkvæmdastjóri tímarita- útgáfu Fróða, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Mikael hefði tekið við starfi aðalritstjóra Fróða af Steinari J. Lúðvíkssyni, sem hefði sagt starfi sínu lausu fyrir nokkru. Elín sagðist ekkert vilja tjá sig um uppsögn Bjarna Brynjólfssonar, sem sagt var upp störfum sem rit- stjóra Séð og heyrt í síðustu viku. Mótmælir ásökunum um fjársvik Bjarni Brynjólfsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að þegar hann hefði mætt til vinnu hjá Fróða í gærmorgun hefði verið búið að loka fyrir aðgang hans að tölvu sinni á skrifstofunni. Í framhaldinu hefði hann verið kallaður á fund hjá Elínu G. Ragnarsdóttur framkvæmda- stjóra. „Hún ásakaði mig um fjár- svik við fyrirtækið,“ sagði Bjarni. „Hún vildi ekki greina mér frá því í hverju þær ásakanir fælust.“ Bjarni sagði að Elín hefði sagt að ef hann færi ekki út úr húsnæðinu yrði kallað á lögregluna. Honum hefði verið neitað um að fjarlægja persónulegar eigur sínar af skrif- stofunni en verið tjáð að þær yrðu sendar heim til hans ásamt bréfi um meint fjársvik. Hvorugt hefði borist til hans í gærkvöldi. „Ég get ekki annað séð en að það sé vegið með alvarlegum hætti að starfsheiðri mínum og persónu með þessum ásökunum og ég mun leita réttar míns,“ sagði Bjarni. Mikael Torfason ráðinn aðalritstjóri tímaritaútgáfu Fróða LANDSAFL, fasteignarekstrar- félag í eigu Landsbanka Íslands, hefur fest kaup á Hafnarstræti 20, sem stendur við Lækjartorg, og er stefnt að niðurrifi þess í tengslum við mikla uppbyggingu á svæðinu á næstu árum, s.s. vegna nýs tónlist- ar- og ráðstefnuhúss og höfuðstöðva Landsbankans. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, kynnti fyrirætlanir Landsafls og borgaryfirvalda á borgarstjórnarfundi í gær. „Við höf- um verið í viðræðum um samstarf við Landsbankann um endurskipu- lagningu á torginu, á því svæði sem húsið er á, í samhengi við uppbygg- inguna í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið og hugsanlega kemur eitthvað í staðinn en þannig að það verði í mun betra samhengi við nýja svæðið sem er að byggjast upp,“ segir Dagur, sem vill breyt- ingar á Lækjartorgi. „Það skiptir miklu máli að Lækjartorg verði borgarprýði. Það verði skjólsælla, vistlegra og skemmtilegra í alla staði.“ Fyrirhuguð er bygging nýrra höfuðstöðva Landsbankans í mið- bænum, á lóðinni við Bæjarins bestu, þar sem nú eru bílastæði. Að sögn Sigurjóns Árnasonar, banka- stjóra Landsbankans, eru fram- kvæmdirnar við Lækjartorg og nið- urrif Hafnarstrætis 20 hluti af þeirri uppbyggingu. Aðspurður gat hann ekki svarað því enn sem kom- ið var hvort önnur bygging myndi rísa í stað „strætóhússins“ svokall- aða enda framkvæmdirnar hluti af mun stærri heildarmynd. Áætlað er að framkvæmdirnar haldist í hend- ur við byggingu tónlistar- og ráð- stefnuhússins og má gera ráð fyrir því að uppbyggingu á svæðinu verði lokið í september árið 2009. Landsafl stefnir að niðurrifi Hafnarstrætis 20 vegna uppbyggingar á svæðinu Í samhengi við borgarmyndina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.