Morgunblaðið - 07.06.2006, Side 4

Morgunblaðið - 07.06.2006, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Getur verið að þú sért með ofnæmi? Það er engin ástæða til að láta sér líða illa á besta tíma ársins. Komdu og fáðu ráðgjöf hjá okkur. Við hlustum! Lóritín og Histasín fást án lyfseðils Byrjar þú að hnerra um leið og allt fer að lifna við á vorin? Þannig er um marga án þess að þeir átti sig á því að um ofnæmi geti verið að ræða. Lóritín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Loratadin. Notkunarsvið: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín sem hefur kröftuga og langvarandi verkun við algengustu tegundum ofnæmis. Lyfið er ætlað við frjókorna- og dýraofnæmi, sem og ofnæmi af völdum rykmaura. Varúðarreglur: Gæta þarf sérstakrar varúðar hjá börnummeð alvarlega nýrna- og lifrarsjúkdóma. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi þurfa minni skammta. Aukaverkanir: Lóritín þolist yfirleitt vel en algengustu aukaverkanirnar eru munnþurrkur og höfuðverkur. Svimi getur einnig komið fyrir. Skömmtun: Ein tafla af Lóritíni er tekin daglega. Börnum 2–14 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2ja ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04 Histasín 10 mg töflur. Hver tafla inniheldur 10 mg Cetirizín. Notkunarsvið: Histasín er ofnæmislyf. Histasín virkar gegn öllum algengustu tegundum ofnæmis, svo sem frjóofnæmi og rykofnæmi. Histasín er líka notað við ofnæmisbólgum í nefi og ofnæmiseinkennum eins og útbrotum og kláða. Varúðarreglur: Lyfið getur dregið úr viðbragðsflýti og skal það haft í huga við akstur og nákvæmnisvinnu. Aukaverkanir: Einstaka sinnum veldur lyfið munnþurrki og syfju. Skömmtun: 1 tafla á dag fyrir fullorðna og börn frá 12 ára aldri. Börnum 6–12 ára sem eru undir 30 kg að þyngd nægir hálf tafla á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.04 V ið sáum strax að það var eitthvað að,“ segir Hermann Sig- urgeirsson, en sonur hans, Birkir Her- mannsson fæddist með mjög alvar- legan hjartagalla. Birkir fæddist í Vestmannaeyjum en var strax sendur á Landspítalann í Reykja- vík þar sem hann gekkst undir stóra hjartaaðgerð. Þegar blaða- maður settist niður með foreldrum Birkis, Mörtu Sigurjónsdóttur og Hermanni Sigurgeirssyni, voru rétt rúmlega þrjár vikur síðan Birkir fæddist. Skömmu eftir að hann fæddist þann 14. maí kom í ljós að hann var með alvarlegan hjartagalla sem nefnist víxlun stóru slagæðanna, en hann lýsir sér þannig að blóð frá ósæð fer í hægri hluta hjartans og blóð frá lungnaslagæð fer í vinstri hluta hjartans með þeim af- leiðingum að súrefnisríkt blóð fer frá hjartanu aftur inn í lungun og blátt blóð fer aftur frá hjartanu í líkamann. „Fyrst var haldið að þetta væri einungis vatn í lungum, jafnvel að tækið sem mældi súrefnismett- unina væri bilað, svo lág var hún,“ sagði Marta, en hún var einungis 15-20% af því sem er venjulegt. Hröð atburðarás hófst þá og sagði Hermann að læknir frá Reykjavík hefði flogið samstundis til Eyja eftir að einkennum Birkis hefði verið lýst í gegnum síma af lækni í Eyjum. Marta segir að skjót við- brögð Þórðar Þórkelssonar, lækn- is, og Elínar Ögmundsdóttur, hjúkrunarfræðings, hefðu skipt höfuðmáli. „Það kom í ljós eftir að þau komu að Birkir hafði fengið heilablóðfall eftir fæðinguna sem rekja má til hjartagallans. Þetta var bara einn agnarsmár punktur á heila hans sem var á mjög öruggu svæði, ef svo má segja. Og um leið og hann var barkaþræddur fyrir flugið til Reykjavíkur þá hækkaði súrefnismettun hans upp í 60%. En hver veit hvernig heila- blóðfallið hefði þróast ef læknarnir hefðu ekki komið strax.“ Til Reykjavíkur innan fimm tíma Stuttu eftir að læknir og hjúkr- unarfræðingur frá Reykjavík komu til Eyja var ákvörðun tekin að fljúga með Birki til Reykjavíkur og koma honum undir læknishendur þar: „Þegar við vorum komin var strax framkvæmd aðgerð til að víkka fósturæð Birkis og skömmu síðar fór hann í hjartaþræðingu,“ sagði Marta. Þetta gerðist allt mjög hratt: „Birkir fæddist klukk- an 17:36 í Vestmanneyjum og var kominn í hjartaþræðingu á Barna- spítala Hringsins um hálfellefu um kvöldið og meðan á öllu þessu stóð var verið að undirbúa för hans til Boston“ – en þar átti að fram- kvæmda aðgerðina þar sem æð- unum yrði víxlað á rétta staði á ný. Marta er ekki í vafa um að skjót viðbrögð hafi bjargað lífi sonar hennar. „Þetta er ótrúlegt, hvernig allir spiluðu inn í. Ef maður hugs- ar um þetta eftir á er ótrúlegt hvernig þetta gekk allt upp. Allir tóku réttar ákvarðanir á réttum tíma.“ Á leið til Boston Eins og áður kom fram var talið nauðsynlegt á þessum tíma að fara með Birki til Boston þar sem víxla átti æðunum á ný. Marta og Her- mann segja að ákvörðun um það hafi verið tekin fljótlega eftir fæð- ingu hans: „Það var sagt við okkur í Vestmannaeyjum að hann væri líklega með hjartagalla og hann þyrfti að fara til Boston í aðgerð. Við hváðum við enda ætluðum við bara að fæða barn og fara heim,“ sögðu þau í léttum tón en fjórum dögum eftir fæðingu Birkis flugu þau til Boston. Þau sögðu að flugið hefði gengið vel, tveir læknar voru með þeim í för og Birkir í hita- kassa. Læknarnir hefðu séð gríð- arlega vel um Birki, enda hefði hann þurft stöðugt eftirlit auk þess sem skipta þurfti reglulega um súrefniskúta. Þau segja að að- stæður og þjónusta hefðu verið gríðarlega góð, sjúkrabíll hefði flutt þau með látum á sjúkrahúsið frá flugvellinum, þrátt fyrir að sá stutti hefði verið í góðu formi og þau hefðu verið á hóteli við hliðina á sjúkrahúsinu. En vistaskiptin hefðu verið þeim gríðarleg við- brigði: „Þetta var orðið dálítið yf- irþyrmandi að fara frá smábænum Vestmannaeyjum í stórborgarlífið í Reykjavík og þaðan yfir í banda- rísku stórborgina Boston! Þetta var orðið of mikið á tímabili, við komum þegar það var myrkur þar og hitinn og rakinn var gríðarlegur og heimþráin gífurleg,“ sagði Marta. Aðgerðin var framkvæmd þann 19. eða degi eftir að þau komu út. Þau sögðu að aðgerðin hefði geng- ið vel: „Hann átti að losna af gjör- gæslu eftir þrjá daga þegar hann fékk þrjú krampaköst og þá var ákveðið að halda honum lengur. Farið var með hann í heilalínurit og sneiðmyndatöku og hann fékk lyf við krömpunum og eftir það gekk honum vel að ná sér og við fórum heim eftir 10 daga veru í Boston.“ Langþráð heimkoma Eftir að Birkir og foreldrar hans sneru heim til Íslands hægðist nokkuð um hjá þeim, enda hafði aðgerðin gengið framar vonum. Þó hefði verið kominn nokkur roði í skurðinn eftir aðgerðina og því verið ákveðið að fara með Birki á sjúkrahús og þau dvalið þar í nokkra daga og hann fengið sýkla- lyf í æð. En nú væri loks komið að heimferðinni sem stefnt hafði verið að skömmu eftir að Birkir fæddist, en þau hafa ekkert farið heim til sín síðan þá. Marta og Hermann sögðu að þau hefðu mætt gríðarlegum skiln- ingi hjá vinnuveitendum og öðrum íbúum Vestmannaeyja. „Allir í Vestmannaeyjum, og þá meina ég allir, eru að fylgjast með og mér hefði aldrei dottið í hug að þvílíkur samhugur gæti myndast í einu bæjarfélagi,“ sagði Marta og bætti við að foreldrar hennar hefðu nán- ast verið í fullu starfi við að taka á móti heillaóskum frá bæjarbúum. Þau tóku einnig fram að allt heil- brigðiskerfið hefði virkað gríð- arlega vel, þau hefðu nánast ekki þurft að hafa neinar áhyggjur. Marta og Hermann sögðu fram- tíð Birkis vera bjarta. Hann þyrfti að vera í lyfjagjöf í skamma stund og eftirliti og ekkert væri því til fyrirstöðu að hann yrði heilbrigður drengur sem spilaði fótbolta eins og Baldvin Ingi eldri bróðir hans, enda Vestmannaeyjar mikill fót- boltabær. Erfið lífsreynsla tæplega mánaðar gamals drengs, Birkis Hermannssonar, og foreldra hans Fór sex tíma gamall í hjartaþræðingu Morgunblaðið/Ásdís Marta og Hermann ásamt Baldvini Inga og Birki litla á heimili föður Hermanns í Kópavogi. Sex klukkustundum eftir að Birkir Her- mannsson fæddist á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja var hann kominn til Reykjavíkur í aðgerð vegna illvígs sjúkdóms í hjarta og nokkrum dögum síðar var hann kominn til Boston í aðra aðgerð. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson ræddi við foreldra Birkis um þessa hröðu atburðarás. siggip@mbl.is Á SÍÐASTA fundi sínum á kjör- tímabilinu, samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að fara fram á það við Orkuveitu Reykjavíkur og Klasa að tillögur að skipulagi sumarhúsa- byggðar við Úlfljótsvatn yrðu end- urskoðaðar í heild. Tillagan var lögð fram af Árna Þór Sigurðssyni borgarfulltrúa VG. Að lokinni umræðu um málið náðist samstaða um orðalagsbreytingar á tillögunni og var hún samþykkt svo- hljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir að óska eftir því að OR/Klasi endur- skoði fyrirliggjandi tillögur að skipulagi sumarhúsabyggðar við Úlfljótsvatn og málið verði endur- skoðað í heild sinni.“ Tillagan var samþykkt af öllum þeim fjórtán borgarfulltrúum sem sátu fundinn. Upphaflega tillagan var orðuð heldur sterkar. Í greinargerð kemur meðal annars fram að hún sé efn- islega samhljóða tillögu sem fulltrú- ar D-listans í stjórn OR lögðu fram á stjórnarfundi þann 17. maí og fulltrúi VG lýsti stuðningi við. Sumarhúsabyggð við Úlfljótsvatn endurskoðuð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.