Morgunblaðið - 07.06.2006, Page 6

Morgunblaðið - 07.06.2006, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HVORKI Jónas Garðarsson né lög- maður hans Kristján Stefánsson hrl. var viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp yfir þeim fyrrnefnda í héraðsdómi Reykjavíkur í gærdag. Þar voru hins vegar aðstandendur Friðriks Ásgeirs Hermannssonar og Matthildar Harðardóttur, sem létust í sjóslysinu á Viðeyjarsundi, og biðu úrskurðarins. Jónas Garðarsson var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 10. september 2005, sem skipstjóri skemmtibátsins Hörpu á siglingu um Sundin með fjóra farþega, verið undir áhrifum áfengis við stjórn bátsins og ekki haft gát á siglingaleiðinni er siglt var um í talsverðum vindi, slæmu skyggni, næturmyrkri og rigningu með stefnu inn á Viðeyjarsund á vaxandi hraða. Jónas varð þannig með stórfelldri vanrækslu í skipstjórnarstarfi valdur að því að báturinn steytti á Skarfa- skeri á allt að 17 sjómílna hraða, að mati dómsins. Hann var einnig sak- felldur fyrir að hafa ekki gert ráð- stafanir til bjargar farþegum eftir að stórlega laskaður báturinn losnaði af skerinu, hvorki leitað aðstoðar björg- unarliða né siglt bátnum skemmstu leið til lands. Jónasi var jafnframt gert að greiða 8,6 milljónir króna til aðstandenda hinna látnu, rúmar 400 þúsund krón- ur til dánarbús Matthildar og rúmar 3,7 milljónir króna í sakarkostnað. Reyndi að bera af sér sakir Lögfróðir menn segja dóminn þann þyngsta sem fallið hefur í sam- bærilegu máli, en í niðurstöðu dóm- enda kemur m.a. fram að háttsemin sem Jónas var sakfelldur fyrir feli í sér einkar ófyrirleitin brot á almenn- um skipstjórnarskyldum, sem leiddu til dauða tveggja einstaklinga, svo og stórfelldra líkamsmeiðsla á eig- inkonu Jónasar. Hann hafi þar að auki gert sig sekan um það óskaplega tiltæki að bera af sér sakir og reyna að koma ábyrgð yfir á þá sem létust í sjóslysinu af hans völdum, en Jónas hélt því fram fyrir dómi að Matt- hildur hefði setið við stjórnvölinn þegar báturinn steytti á skerinu. Sá framburður hlaut hins vegar ekki stoð í vitnisburði eiginkonu Jónasar og sonar, né heldur í upptökum af símtölum úr bátnum við Neyðarlín- una og þótti dómendum útilokað að Matthildur hefði verið við stjórnvöl- inn. Segir í niðurstöðu héraðsdóms að komi það á daginn að Jónas hafi í raun falið Matthildi að stýra bátnum beri slíkt framferði vott um fádæma dómgreindarleysi og er það að áliti dómenda síst til þess fallið að draga úr skipstjórnarábyrgð hans. Beri Jónas því óskipta ábyrgð skipstjórn- anda á slysinu. Segir að þegar litið sé á að ákærði sigldi Hörpunni á allt að 17 sjómílna hraða á Skarfasker, í náttmyrkri og slæmu skyggni, verði ekki ályktað á annan veg en að orsök slyssins megi rekja til fífldirfsku Jónasar, kunn- áttuleysis, dómgreindarleysis eða ölvunar nema þar fari saman fleiri en ein orsök. Innsiglaði örlög Matthildar Fyrir liggur að Friðrik lést nær samstundis þegar báturinn steytti á skerinu, Matthildur var hins vegar á lífi og nær óslösuð eftir áreksturinn og bar ákærða ótvíræð skylda til að leita aðstoðar björgunarliða í kjölfar árekstursins, að mati dómsins. Í því fólst m.a. að gefa upp staðsetningu bátsins, með aflestri af skjá GPS- tækis og láta vita um slysið gegnum talstöð eða neyðarsendi. Jónasi bar einnig að skjóta upp neyðarblysum, tryggja að eftirlifandi farþegar færu í bjargvesti og gera björgunarbát tilbúinn til sjósetningar. Ekkert af þessu var gert og segir í niðurstöðu dómsins að sú yfirsjón Jónasar ásamt þeirri ákvörðun hans að sigla Hörpunni af strandstað hafi orðið þess beinlínis valdandi að bátnum hvolfdi. Ennfremur segir að óháð því hvort Matthildur hafi drukknað þegar bátnum hvolfdi eða einhverju áður telji dómendur einsætt að hún hefði lifað sjóslysið af, ef Jónas hefði brugðist við slysinu með eðlilegum hætti. Með aðgerðum sínum og að- gerðarleysi hafi Jónas hins vegar innsiglað örlög Matthildar og beri óskoraða ábyrgð á dauða hennar. Jónas Jóhannsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Með honum sátu einnig í dómi Pétur Guðgeirsson hér- aðsdómari og Vilbergur Magni Ósk- arsson, sviðsstjóri á skipasviði Fjöl- tækniskóla Íslands. Héraðsdómur dæmdi Jónas Garðarsson í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi á Viðeyjarsundi Morgunblaðið/Kristinn Aðstandendur hinna látnu fylgjast með fulltrúum ákæruvaldsins skoða afrit af dóminum í héraðsdómi í gærdag. Stórfelld van- ræksla í skip- stjórnarstarfi Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, var í gær dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir manndráp af gáleysi. Andri Karl var staddur í héraðsdómi Reykjavíkur. andri@mbl.is UNNIÐ er að því að flytja húsið Norðurpólinn, sem stendur við Hverfisgötu 125 í Reykjavík. Sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu Skipulags- og byggingarráðs Reykjavíkurborgar stendur til að flytja það yfir götuna, á auða lóð að Laugavegi 120. Húsið á sér merka sögu sem hófst árið 1904 þegar Guðmundur Há- varðsson fékk leyfi til að reisa hús á lóð úr landi Rauðarár. Húsið sem Guðmundur reisti stendur enn, en það var að grunnfleti 15 x 11 álnir. Guðmundur nefndi húsið Norðurpól og rak þar veitingasölu um tíma. Í bók Páls Líndal, Reykjavík – Sögu- staður við Sund, er það rakið hvernig nafnið á húsinu er til komið. Þar seg- ir að Guðmundur hafi með nafngift- inni viljað líkja þessu framtaki sínu við þá fyrstu leiðangra sem gerðir voru út til þess að ná á norðurheim- skautið. Samhliða greiðasölunni seldi Guðmundur ólar, svipur, gjarð- ir, kaðla, beisli og snæri. Einnig hafði hann á boðstólum flest það sem langferðamenn þurftu á að halda. Húsið fái sitt fyrra hlutverk Árið 1909 var eignin seld á upp- boði. Eftir það var fljótlega farið að veita þar áfengi. Sögur eru til um að þar hafi oft verið sukksamt og lítill heiður hafi þótt að hangsa þar við víndrykkju. Ekki er vitað með vissu hvenær veitingarekstur lagðist af í Norðurpólnum en það mun hafa ver- ið fyrir 1915. Um tíma var rekið í húsinu þvottahús og Reykjavíkur- borg átti það og leigði fjölskyldum sem voru á hrakhólum með húsnæði. Seinna var innrömmunarverkstæðið Ramminn, fyrirtæki Björns Gunn- laugssonar húsgagnasmiðs, til húsa í Norðurpólnum. Sú tillaga hefur verið gerð í deili- skipulagi, að húsið fái sitt fyrra hlut- verk sem veitingastofa, þegar það er komið á nýjan stað. Morgunblaðið/ÞÖK Húsið við Hverfisgötu 125 hefur gegnt ýmsum hlutverkum en þar hefur m.a. verið rekin veitingastofa auk húsgagnagerðar og sölubúðar. Norðurpóllinn af Hverfisgötunni „EINUM áfanga er náð hér og nú, en þetta mál fer líklega áfram til Hæstaréttar. Þegar dómur fellur þar, þá lýkur þætti málsins hvað varðar Jónas Garðarsson,“ sagði Jó- hannes Rúnar Jóhannsson hrl., lög- maður ættingja hinna látnu, Friðriks Hermannssonar og Matthildar Harðardóttur, eftir að dómur féll yf- ir Jónasi í héraðsdómi Reykjavíkur í gærdag. Jóhannes Rúnar segir dóminn ekki hafa komið sér á óvart enda brotin stór. „Þetta er alveg í takt við það sem ég átti von á, en hafði samt jafnvel vonast eftir þyngri dómi. Þetta mál er einstakt að mínu mati því sökin er það mikil, mun meiri en almennt gerist og þetta eru tvö mannslíf og líkamsmeiðingar eigin- konu hans. Þannig að þetta er stórt brot.“ Aðspurður hvort hann telji þá staðreynd hafa þyngt dóminn að Jónas axlaði ekki ábyrgð frá upphafi segir Jóhannes það augljóst mál. „Það er alveg ljóst að ef hann hefði hagað sér eins og maður og tekið ábyrgð á sínum gjörðum hefði hann hlotið vægari dóm.“ „Náttúrlega alveg út í hött“ Jónas Garðarsson vildi ekki tjá sig efnislega um dóminn við Morgun- blaðið í gær enda hafði hann ekki haft tækifæri til að lesa dómsorð. Aðspurður hvort til stæði að áfrýja málinu til Hæstaréttar sagði Jónas: „Ég get ekki ímyndað mér annað, þetta er náttúrlega alveg út í hött.“ Kristján Stefánsson, lögmaður Jónasar, var staddur erlendis og hafði því ekki skoðað dóminn. Hann ætlaði að ráðfæra sig við skjólstæð- ing sinn áður en hann tjáði sig um málið. Einum áfanga náð en málið heldur áframLeiðtogafundur Eystrasaltsráðsinsverður haldinn hér á landi í vikunni, en Ísland hefur farið með for- mennsku í ráðinu undanfarið starfs- ár. Ellefu ríki eru í Eystrasalts- ráðinu, en að auki tekur Evrópusambandið þátt í fundinum. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra stýrir fundinum, en hann markar lok á formennskutímabili Ís- lands í ráðinu, sem lýkur þann 1. júlí næstkomandi. Tíu ríki í kringum Eystrasaltið stofnuðu ráðið árið 1992, þ.e. Dan- mörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Lettland, Litháen, Pólland og Þýskaland, auk Evrópusambands- ins. Ísland gerðist ellefta aðildarríkið að ráðinu árið 1995. Meginhlutverk ráðsins er að stuðla að stöðugleika í stjórnmálum og efnahagsmálum í norðausturhluta Evrópu, meðal annars með aðstoð við þróun og uppbyggingu lýðræðis, verndun mannréttinda og bætt við- skiptaumhverfi til eflingar frjálsum viðskiptum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu af þessu tilefni. Undanfarið ár í formennskutíð Ís- lands hefur meðal annars verið lögð áhersla á samvinnu á sviði umhverfis- og orkumála, svo og nánari samvinnu við önnur svæðisbundin samtök. Meðal efnis sem fjallað verður um á fundinum má nefna framtíð sam- vinnu og samstarfs á vettvangi Eystrasaltsráðsins, samvinnu á sviði orku- og efnahagsmála, umhverfis- vernd, sjálfbæra þróun og verndun hafsins og ýmis efni er varða mann- réttindi og verndun lýðréttinda. Í tengslum við fundinn mun for- sætisráðherra eiga tvíhliða fund með forsætisráðherrum Rússlands og Póllands. Áhersla á samvinnu Leiðtogafundur Eystrasaltsráðsins HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á þrí- tugsaldri í sjö mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot og fyrir að kasta gos- dós í andlit leigubílstjóra. Ákæran var í fjórum liðum en í þremur þeirra var kært fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Í vörslu ákærða fundust í þau skipti samtals 26,25 grömm af amfetamíni, 0,9 grömm af kókaíni og rúm fimm grömm af kannabisefnum. Ákærði, sem játaði brot sín, hefur frá árinu 2002 sjö sinnum hlotið refs- ingu fyrir umferðarlaga-, hegningar- laga- og fíkniefnalagabrot. Freyr Ófeigsson dómstjóri kvað upp dóminn. Guðjón Jóel Björnsson fulltrúi sótti málið en Gunnar Sólnes hrl. varði manninn. Sjö mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.