Morgunblaðið - 07.06.2006, Side 8

Morgunblaðið - 07.06.2006, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR *Forsendur miðast við 60 m2 af Álfabergi án hellulagnar og jafnar mánaðarlegar greiðslur á VISA eða Mastercard í 36 mánuði. MEST áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Bretta og pokatrygging endurgreiðist við skil. 8% umsýslugjald þegar skilað opnuðum hellubrettum. Þegar fjárfesta á í garðinum er ómetanlegt að sérfróðir fag­ aðilar séu með í ráðum. Við hjá MEST fylgjum viðskiptavinum okkar alla leið og veitum þeim alhliða þjónustu. Hjá MEST getur þú fengið aðstoð landslagshönnuða við að skipuleggja garðinn þinn. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar í síma 4 400 400. Hellur & steinar fyrir fegurra umhverfi Vertu á hellu í sumar fyrir 4.495 krónur á mánuði* Það þarf eitthvað meira til en að láta perlu í naflann, félagar. Hálslón fyllist að öll-um líkindum ekkiaf aur á 400–500 árum eins og talið hefur verið, heldur á nokkur þúsund árum, að því er fram kemur í nýjum rann- sóknum sem kynntar voru á ráðstefnu á Hótel Nor- dica í gær. Þetta þýðir að líftími Kárahnjúkavirkjunar gæti því orðið mun lengri en áætlað hefur verið. Þetta kemur til af því að Brúarjökull mun bráðna vegna loftslagsbreytinga á næstu 200–300 árum en stærstur hluti af aurburði sem fer í lónið kemur frá jöklinum. Sigurður Magnússon, dósent og einn þeirra sem standa að rann- sókninni, segir að niðurstaðan byggist á því að sett hafi verið upp líkan af Brúarjökli og kannað hvernig hann muni minnka með aukinni hlýnun. Miðað sé við að bráðnunin aukist jafnhratt og bú- ist er við að gerist í Hofsjökli. Samkvæmt því hafi sést að sam- hliða minnkun jökulsins verði aur- burðurinn í lónið minni. Sigurður segir að loftslagsbreytingar kunni einnig að leiða til breytinga á Jök- ulsá á Dal vegna breytinga á veð- urfari. Þau áhrif séu til skoðunar en meðal þess sem gæti orðið er að rennsli árinnar yrði dreifðara yfir árið. Skila meiri orku Þegar Morgunblaðið innti Frið- rik Sophusson, forstjóra Lands- virkjunar, eftir því hvort þessar fregnir hefðu einhver áhrif sagði hann að sér sýndist að gengju spár um hlýnun eftir mundi það á næstu tugum eða hundruðum ára hafa jákvæð áhrif á vatnsaflsvirkj- anir þannig að þær mundu skila meiri orku en áður var ráð fyrir gert og jafnvel gæti dregið úr um- hverfisáhrifum þeirra. Friðrik segir að þegar Lands- virkjun gaf út skýrslu sína um mat á umhverfisáhrifum vegna Kára- hnjúkavirkjunar, hafi verið miðað við óbreytta bráðnun Brúarjökuls og farið mjög varlega í að spá til framtíðar. „Gangi hins vegar þessar hlýnunarspár eftir, sem komu fram á ráðstefnunni, þá verður orkan auðvitað meiri í nú- verandi jökulvatnsvirkjunum og lónin duga miklu lengur en ráð hefur verið fyrir gert. Þessu til viðbótar má ekki gleyma því að virkjun vatnsafls og nýting ann- arra endurnýjanlegra orkugjafa vinna gegn hlýnun andrúmslofts- ins.“ Að mestu horfnir eftir 200 ár Í erindi Tómasar Jóhannesson- ar, jarðeðlisfræðings hjá Veður- stofu Íslands, í fyrradag kom fram að íslenskir jöklar yrðu að mestu horfnir eftir 100–200 ár vegna hlýnandi loftslags. Tómas segir að gert sé ráð fyrir nokkru meiri hlýnun en í sambærilegum verk- efnum um hlýnun loftslags, en niðurstöðurnar séu þó í megin- dráttum í samræmi við það sem áður hefur fram komið. Gert er ráð fyrir að meðalhiti hér á landi hafi hækkað um tvær til þrjár gráður um næstu aldamót og eru meginniðurstöður Tómas- ar og samstarfsmanna hans við Háskóla Íslands og á Vatnamæl- ingum Orkustofnunar að jöklarnir séu mjög viðkvæmir fyrir vænt- anlegri hlýnun. Þetta eigi ekki með sama hætti við um Græn- landsjökul, vegna stærðar hans, en aðrir jöklar, þ. á m. Vatnajök- ull, Langjökull og Hofsjökull, muni að mestu hverfa á næstu 100–200 árum með tilheyrandi áhrifum á fallvötn og rennsli þeirra. „Jöklarnir geyma núna ígildi 15–20 ára úrkomu á öllu landinu og þegar þeir gefa þetta vatn frá sér eftir bráðnunina breyta þeir mjög miklu í rennslisháttum þeirra fallvatna sem frá þeim renna,“ segir Tómas og bætir við að þessi þróun sé nú þegar hafin. „Jöklarnir eru þegar farnir að hopa hratt eins og fréttir birtast um árlega. Fyrir um 100 árum voru stærstu jöklar landsins tals- vert stærri en þeir eru nú og það má gera ráð fyrir miklu meiri breytingum á jöklunum á þessari öld en orðið hafa síðustu 100 árin. Hér á landi eru jöklarnir víðáttu- miklir þannig að breytingarnar á þeim og afleiðingarnar fyrir vatnafar eru einar mikilvægustu breytingarnar sem hlýnun í fram- tíðinni hefur í för með sér,“ segir Tómas. Eins og fram kemur að ofan hafa breytingar á Brúarjökli áhrif á aurburð í Hálslón. Tómas segir að bráðnun jökla geti haft mikil áhrif á virkjanaframkvæmdir hér á landi. „Á næstu 25 árum er gert ráð fyrir það mikilli breytingu á rennsli í jökulám að það muni tug- um prósenta í afrennsli frá jökl- unum miðað við síðustu áratugi. Það er orðið umtalsvert fyrir þá aðila sem hugsa um nýtingu á þessu vatni vegna þess að þetta fellur innan þess sem kallað er af- skriftartími virkjana, sem miðað er við þegar teknar eru ákvarð- anir um ýmsa þætti, eins og rekst- ur og hönnun. Breytingarnar geta einnig haft veruleg áhrif á rennslisleiðir vatns undir jöklunum, aurburð og fleiri þætti,“ segir Tómas. Fréttaskýring | Loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á jökla, jökulár og virkjanir Lónið fyllist mun hægar Talið að Hálslón fyllist af aurburði á nokkur þúsund árum Frá Kárahnjúkavirkjun. Vettvangur vísindamanna  Ráðstefnan á Hótel Nordica er í tengslum við stórt samnorrænt verkefni um áhrif loftslagsbreyt- inga á endurnýjanlega orkugjafa á Norðurlöndum. Henni er ætlað að vera vettvangur vísinda- manna annars vegar og tals- manna evrópska orkugeirans hins vegar um áhrif loftslags- breytinga á endurnýjanlega orkugjafa, svo sem vatnsorku, vindorku, sókarorku og fram- leiðslu lífefnaeldsneytis. Verk- efninu lýkur á þessu ári. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.