Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir Halldór Ásgrímsson, frá- farandi forsætisráðherra, hafa rætt um að axla ábyrgð eftir sveitar- stjórnarkosningarnar. Nokkur hóp- ur samstarfsmanna Halldórs hefði sagt Guðna að Halldór myndi aldrei standa upp úr stóli formanns fyrir honum en vildi ná samstöðu með honum um að kjósa nýja forystu fyr- ir Framsóknarflokkinn. Halldór hefði þó ekki kynnt þá niðurstöðu á mánudag á Þingvöllum. Þetta tjáði Guðni blaðamönnum að loknum rík- isstjórnarfundi í gærmorgun. Niðurstaðan hefði orðið sú, að sögn Guðna, að hann hefði viljað hafa hagsmuni flokksins að leiðarljósi og fá sem fyrst nýja forystu. Ýmsir í hópi Halldórs hefðu horft til Finns Ingólfssonar um að snúa aftur í stjórnmál. Hugsunin hefði verið sú að mynda sterka samstöðu um það í þingflokki og landsstjórn að menn myndu nú í júní kjósa nýja forystu fyrir Framsóknarflokkinn og að Halldór og Guðni yrðu þar ekki í forystu. Rætt hefði verið um mið- stjórnarfund og flokksþing sem vettvang kosninganna og miðstjórn- arfundur hefði orðið fyrir valinu. „Halldór Ásgrímsson tilkynnti allt aðra niðurstöðu á Þingvöllum en að kjósa nýja forystu í júní eða reyna að ná samstöðu um nýjan formann og varaformann í Framsóknarflokkn- um. Býst ég við að það hafi stafað af því að þetta mætti andblæstri gras- rótar Framsóknarflokksins og var orðið flókið og erfitt mál,“ segir Guðni. Því hafi yfirlýsing Halldórs komið honum sem og mörgum öðr- um á óvart. Hann hefði ekki áður heyrt það sem þar kom fram. Kom á óvart „Hann var ekkert að ræða um það samkomulag sem við höfðum gert til að ná samstöðu um nýja forystu flokksins. Þess vegna kom það mér á óvart að hann skildi tilgreina að við værum með samkomulag í höndun- um, ég og hann, af því hann kynnti aðra niðurstöðu,“ segir Guðni. Finnur hefði auðvitað íhugað þetta mál og velt því fyrir sér hvernig og hvort hann ætti aftur að koma inn í pólitík. Hann virtist nú hættur við það, þar sem hann hefði krafist al- gjörrar samstöðu í flokknum um það. „Það verður miðstjórnarfundur á föstudaginn og flokksþing í haust. Mér finnst ekkert ólíklegt að það verði haldið fyrr, að framsóknar- menn segi að þeir geti ekki búið við þessa óvissu. Það er alltaf vont þegar beðið er eftir ákvörðunum og átök halda áfram,“ segir Guðni. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi Kynnti aðra niðurstöðu en að kjósa nýja forystu í júní Morgunblaðið/Golli Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins ræddi stuttlega við fjölmiðlamenn að loknum ríkisstjórnarfundinum í gærmorgun. „AFSÖGN Halldórs setur allt í upp- nám innan ríkisstjórnarinnar,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Vegna þess að það er ekkert búið að raða þar í stóla og ekki búið að ganga frá neinum málum, þannig að menn eru bara í bið- stöðu og maður heyrir svolítið of- an í Sjálfstæð- ismenn að þeim líður ekki vel yfir því hvernig þetta er.“ Hann segir vanda Framsókn- arflokksins alveg ótrúlega mikinn í málinu. „Þeir eru bara ekki með neitt klárt í þessu. Þar af leiðandi sér maður ekki að málin séu í nein- um skipulegum farvegi, mér sýnist raunar að þau séu alveg komin úr þeim farvegi sem Framsóknarmenn hafi hugsað sér.“ Þetta segir Guðjón að sé farið að bitna á stjórn landsins og ástandið sé orðið mjög slæmt. „Þetta veikir ríkisstjórnina, það fer ekkert á milli mála þegar forsætis- ráðherra segir sig frá ríkisstjórninni án þess að neitt annað liggi fyrir.“ Varla starfhæf ríkisstjórn Guðjón segir forystuna í Fram- sóknarflokknum vera farna að bítast um hvernig hún sjálf eigi að vera skipuð og menn tali sitt á hvað um vantraust. „Eins og Valgerður hefur gert, aðrir vilja skipta út allri foryst- unni og þetta er ekki orðið mjög björgulegt. Maður veltir því virki- lega fyrir sér hvort stjórnin sé starf- hæf eins og hún er. Ég held hún sé það varla.“ Fyrir liggi að „ætli menn að hafa þetta svona“ geti þeir ekki stjórnað landinu. „Það er ýmislegt sem þarf að takast á við eins og verðbólgan og kjarasamningar framundan og meira og fleira. Menn geta ekki látið þetta draslast áfram af því að það er vandræðagangur í ríkisstjórninni. Miðað við núverandi ástand spyr ég hvort ekki sé kominn tími á að segja sig frá þessu.“ Stólarnir Framsókn mikils virði Hann segist þó ekki gera skýlausa kröfu um að boðað verði til kosninga þegar í stað. „Menn eru með meiri- hluta í þinginu og ef þeir geta unnið úr þessu rugli kemst kannski eitt- hvað lag á þetta sem ekki er í dag.“ Guðjón segir erfitt að spá fyrir um hvað geti gerst næsta árið. Eitt ár sé langur tími í pólitík. Aðspurður um hvort hann telji að Framsókn- arflokkurinn myndi halda áfram samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum segir hann að Framsóknarflokkurinn hafi verið „ákaflega leiðitamur að fara þar inn þar sem hann getur tryggt sér völd.“ Það sjáist nú eftir sveit- arstjórnarkosningarnar. „Stólarnir hafa alltaf verið þeim mjög mikils virði.“ Framsókn gjaldi þess nú að í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hafi flokkurinn látið teyma sig út í ýmislegt sem flokksmönnum innan Framsóknarflokksins hafi ekki lík- að, sem sjáist á því hvernig fylgið hefur þróast. „Ég bara vona að menn fari að huga að stjórn landsins og horfi til þess með ábyrgð og festu. Ástandið í dag getur ekki gengið, þá er betra að fara frá. Þjóðin á ekki skilið að hér sé allt í rugli í ríkisstjórninni,“ segir Guðjón A. Kristjánsson sem þó telur ekki ólíklegt að rík- isstjórnin nái að greiða úr málum. „Ég held að menn ætli að bera ein- hver góðverk á sig fyrir næstu Al- þingiskosningar.“ Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins Allt í uppnámi og ófrá- gengið „ÉG horfi undrandi, svo ég segi ekki agndofa, á þessa atburðarás. Það er ótrúlegt hvernig þessa hluti ber að. Þetta er svo mikil ringlulreið og svo tilviljanakennd og ótrúleg atburða- rás að það er eins og framsóknar- menn hafi alger- lega misst tökin á þessu. Það logar upp úr og þau hrekjast áfram með þetta og áætlanir um að endurnýja foryst- una með ein- hverjum skipu- lögðum hætti. Þær renna út í sandinn,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns fram- boðs, um þróun mála innan Fram- sóknarflokksins og í ríkisstjórn- arsamstarfinu. Steingrímur kveðst telja heppilegast að boðað verði strax til kosninga, ellegar muni samfellt umróts- og upplausnartímabil ríkja í stjórnmálum fram á næsta vor. Hann segir stöðuna í Framsókn- arflokknum vera að leysast upp í hjaðningavíg milli manna sem reyni að taka aðra með sér í fallinu. Aug- ljóst sé að Halldór hafi reynt að taka Guðna með sér og svo hafi menn einnig reynt að bendla Siv Friðleifs- dóttur við þetta með því að segja að hún, sem ritari flokksins, ætti einnig að víkja. Þá komi Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðarráðherra, fram opin- berlega og afneiti landbúnaðarráð- herra. „Það er langt síðan maður hefur séð fjölmenna forystusveit í flokki lenda í svona opnum hjaðn- ingavígum frammi fyrir alþjóð,“ seg- ir Steingrímur. Þetta sýni að Fram- sóknarflokkurinn sé ein rjúkandi rúst og ekki í stjórntæku ástandi. Sjálfstæðisflokkur ber ábyrgð Steingrímur segir að það upp- lausnarástand sem ríkt hafi innan Framsóknarflokksins, hafi smitast yfir í stjórnarsamstarfið. Spyrja þurfi hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætli að axla ábyrgð á því að fram- lengja þetta ástand með áframhald- andi samstarfi við Framsóknarflokk- inn. „Ég tel að það sé hreint ábyrgð- arleysi ef Sjálfstæðisflokkurinn og Geir H. Haarde ætla að bjóða þjóð- inni upp á það,“ segir Steingrímur og vísar til erfiðra og krefjandi verkefna framundan. „Það er búið að kalla eft- ir því undanfarin misseri að rík- isstjórnin taki þátt í að reyna að ná tökum á efnahagsástandinu og ná niður verðbólgu. Seðlabankinn er bú- inn að biðja um hjálp í sínum árs- fjórðungsritum undanfarin mörg skipti,“ bendir Steingrímur m.a. á. Hann kveðst þó óttast að „Geir H. Haarde meti það meira að fá að máta forsætisráðherrastólinn í nokkra mánuði heldur en að reisa sig með því, eins og hann myndi gera í mínum huga, að segja að stokka eigi upp málin og kjósa.“ Fyndið að detta Finnur í hug Hann segir að vandamál Fram- sóknarflokksins eigi ekki eftir að hverfa á næstu mánuðum. „Þau eru djúpstæðari, alvarlegri og meiri en svo að einhverjar einfaldar manna- breytingar leysi þau,“ segir hann. Flokkurinn sé ekki aðeins í vanda vegna forystunnar heldur vegna „stefnu sinnar, framgöngu og að- gerða í íslenskum stjórnmálum. Það hverfur ekki bara með því að breyta um andlit og allra síst með því að sækja mann sem er persónugerv- ingur sömu hluta, mann eins og Finn Ingólfsson. Mér finnst það nú ein- hver fyndnasta hugmynd sem ég hef lengi heyrt,“ segir Steingrímur. Fólk myndi undir venjulegum kringum- stæðum segja að Framsóknarflokk- urinn væri flokkur sem þyrfti á langri hvíld og langri endurhæfingu að halda. „Það gerir hann ekki í erf- iðu stjórnarsamstarfi,“ segir Stein- grímur. Hann kveðst telja að einboðið sé að boða til nýrra þingkosninga. Verði það ekki gert séum við að „sigla inn í kosningavetur með mikla óvissu uppi í efnahags- og kjaramálum og mjög laskaða ríkisstjórn. Strax í erlendum fjölmiðlum eru menn farnir að tala um þetta sem enn eitt atriðið sem veiki heldur stöðu landsins,“ segir Steingrímur. Langheppilegast væri að kosið yrði í sumar eða haust. Þá sé enn hægt að taka ákvörðun um að kjósa í fyrri hluta júlímánaðar en kosningalög geri núorðið ráð fyrir því að kosningar geti farið fram með stuttum aðdraganda. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna Framsóknarmenn algerlega misst tökin „ÉG vil að ríkisstjórnin fari frá og það þarf að gerast sem allra fyrst,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formað- ur Samfylkingarinnar. „Ef menn vilja axla ábyrgð gagnvart verkefnum sín- um ætti þessi rík- isstjórn að segja af sér. Það væri langeðlilegast í þeirri stöðu sem nú er, því menn þurfa að end- urnýja umboð sitt og traust.“ Hún segir at- burðarásina und- anfarna daga mjög sérkennilega, allt frá síðasta fimmtudegi en þá var landsstjórnarfundur Framsókn- arflokksins haldinn. „Menn vildu koma þinginu heim áður en þetta færi allt af stað hjá þeim,“ segir Ingibjörg og bætir við að nú skýrist hvernig á því stóð að stjórnarmenn hafi alls ekki viljað hafa eldhúsdagsumræður í gærkvöld eins og stjórnarandstaðan hafði lagt til. Stjórnin þrotin að kröftum „Mér finnst þetta einkennast af röngu stöðumati hjá forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar, að halda að það væri hægt að vera með það opið dög- um saman hvernig þessi ríkisstjórn væri skipuð, hver væri þar í forsvari og hverjir gegndu ráðherraemb- ættum.“ Hún vísar í að atburðarásin einkennist af mikilli ringulreið „sem er kannski bara birtingarmynd þess að ríkisstjórnin er í raun þrotin að kröftum og er ófær um að taka á að- kallandi verkefnum sem bíða hér við hvert fótmál, vegna óeiningar í eigin röðum.“ Hún segir að í raun sé hér um að ræða ákveðið pólitískt skipbrot nú- verandi ríkisstjórnarsamstarfs og að hún telji engar líkur á að samstarfið verði endurnýjað eftir næstu kosn- ingar. „Það er sameiginlegt skipbrot hvernig hlutirnir hafa gengið til á kjörtímabilinu, þótt Framsókn- arflokkurinn hafi farið illa út úr sveitarstjórnarkosningunum og eigi við mikil innri vandamál að stríða. Við erum að horfa upp á að fá þriðja for- sætisráðherrann á jafnmörgum ár- um, þriðja utanríkisráðherrann og væntanlega verða einhverjar breyt- ingar í ráðherraembættum eina ferð- ina enn,“ segir Ingibjörg og bendir á að þannig nái menn aldrei að setja sig inn í mál eins og þeir þurfi til að geta haft stjórn á sínum málaflokkum. Aðkallandi verkefni bíða Hún segir mörg aðkallandi verk- efni bíða og vísar til stöðunnar í efna- hagsmálum, sem sé mjög viðkvæm og nefnir til sögunnar skýrslu Standard & Pooŕs um lánshæfismat ríkissjóðs. Miklu skipti að erlendir aðilar hafi traust á því sem hér er að gerast í stjórnmálalífi og efnahagsmálum og óstöðugleikinn nú sé ekki til að skapa það traust nema síður sé. „Það er mjög viðkvæm staða á vinnumarkaði og kjarasamningar lausir í nóvember. Það eru aðkallandi verkefni í velferð- armálum sem þarf að sinna. Enginn veit hver framtíð Íbúðalánasjóðs er, enginn veit hvað verður með Ríkis- útvarpið, enginn veit hvað verður um Byggðastofnun, enginn veit hvernig Iðntæknistofnun verður og svo fram- vegis, svo hér eru mörg mál í ákveðnu uppnámi og enginn virðist vera fær um að móta þá stefnu sem þarf að fylgja fram á næstu mánuðum.“ Aðspurð hvort ör skipti forystu- manna í ríkisstjórninni og núverandi óvissuástand muni gefast illa fyrir stjórnarflokkana segir Ingibjörg Sól- rún að þegar svona samstarf byrji að rakna upp, sé erfitt að sjá fyrir end- ann á því. „Og það skapar ákveðna lausung sem er alltaf mjög erfið. En það var kannski varla við öðru að bú- ast úr því þeir ákváðu, þrátt fyrir nið- urstöðu síðustu kosninga, að halda áfram stjórnarsamstarfinu, og úr því þeir ákváðu að lofa jafn miklu og þeir gerðu var alveg ljóst að myndi reyna verulega á. Þannig að það mátti kannski sjá fyrir að svona gæti farið.“ Hún segist ekki frekar en aðrir vita hvaða ríkisstjórn verði hér í næstu viku. „Það getur vel verið að þessari ríkisstjórn takist að lifa út kjörtíma- bilið en hún er mjög löskuð eftir þessa uppákomu og ég held það geti reynst mjög erfitt fyrir þróun mála hér innanlands að vera með þannig ríkisstjórn við stjórnvölinn. Ég tel þess vegna eðlilegt að ríkisstjórnin segi af sér og boði til kosninga.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar Skipbrot núverandi ríkisstjórnarsamstarfs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.