Morgunblaðið - 07.06.2006, Side 11

Morgunblaðið - 07.06.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 11 FRÉTTIR „ÞETTA hafa verið ánægjuleg ár hjá mér vegna þess að ég hef verið í þessum meirihluta síðastliðin tólf ár og tel að hann hafi komið mörgum góðum verkum í kring,“ sagði Alfreð Þorsteinsson sem stýrði sínum síð- asta fundi sem forseti borgarstjórn- ar í gær. „Það sem er efst í huga mér er ár- angurinn sem hefur náðst í Orku- veitu Reykjavíkur og sú mikla upp- bygging sem þar hefur orðið. Árið 1998 hófst raforkuframleiðsla á Nesjavöllum en þá höfðu Reykvík- ingar ekki sjálfir framleitt raforku frá 1965 þegar þeir settu sínar fyrri eignir inn í Landsvirkjun og þurftu að kaupa á þessum tíma nánast alla raforku af Landsvirkjun í heildsölu. Nú horfir svo við að á næsta ári mun Orkuveita Reykjavíkur útvega um 70% af þeirri orku sem er notuð á al- menna markaðnum í Reykjavík, sem sýnir eitt með öðru hvað það hefur orðið mikil uppbygging á þessu sviði hjá Orkuveitu Reykjavíkur og gerir okkur kleift selja ódýrari orku,“ sagði Alfreð. Framundan hjá Alfreð er að stýra uppbyggingu nýs hátæknissjúkra- húss. „Ég mun nú snúa mér alfarið að því,“ sagði hann en játti því að hann yrði áfram virkur í Framsókn- arflokknum. Hann sagði að það væri hvorttveggja eftirsjá og feginleiki að hverfa úr borgarstjórn. Það væri eft- irsjá að því leyti að verkefnin hefðu verið spennandi en hann gat þess að eftir að hafa verið jafnlengi og hann, meira og minna frá 1970, þá væri nýr starfsvettvangur spennandi. „Ég kvíði framtíðinni ekki í neinu,“ sagði Alfreð. Sáttur að hætta núna Guðlaugur Þór Þórðarson segist mjög sáttur við að hætta við þær að- stæður sem nú eru og einnig við þann árangur sem hann hafi náð í borgarstjórn en þar hefur hann setið fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins frá 1998. „Í þeirri umræðu sem átti sér stað á þessum síðasta borgar- stjórnarfundi mínum fór ég yfir mál eins og Mýrargötuna og olíu- geymana sem eru dæmi um tillögur sem ég hef flutt og hafa sem betur fer fengið brautargengi. Það er ef til vill til marks um það að maður getur haft áhrif í minnihluta.“ Guðlaugur Þór segist líta björtum augum á framtíð Reykjavíkur en hann er sannfærður um að nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í broddi fylkingar, muni starfa ötullega að því að bæta hag borgarbúa og auka þau tækifæri sem eru til staðar í borginni. „Það eru jafnframt spennandi verkefni framundan hjá mér. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta og hlakka til þess að starfa á þingi. Setan í borgarstjórn hefur verið góður skóli og býr mig vel undir þau störf.“ Betri tímar framundan „Ég fagna því að hafa átt kost á að sitja í borgarstjórn á síðasta kjör- tímabili til að gæta hags borgarbúa þegar R-listinn var að leysast upp og fylgjast síðan með því hvernig hann splundraðist í frumeindir,“ segir Björn Bjarnason en hann hefur setið í borgarstjórn Reykjavíkur frá 2002. „Ég tel að hinn góði samhugur sem ríkt hefur í borgarstjórnar- flokki okkar sjálfstæðismanna hafi stuðlað mjög að því að styrkja stöðu flokksins og búa hann undir að taka við forystu í borgarstjórninni eins og gerist eftir þennan fund. Ég fagna þeirri niðurstöðu einnig sem fékkst í kosningunum og því samstarfi sem tekist hefur á milli Sjálfstæðisflokks- ins og framsóknarmanna um stjórn borgarinnar,“ segir Björn. Aðspurður um þau mál sem hæst hafi borið á undanförnum fjórum ár- um nefnir Björn þau pólitísku mál- efni sem lúti að brottför Ingibjargar Sólrúnar og vandræðaganginum við stjórn borgarinnar. „Ég tel að undir forystu R-listans hafi því miður verið illa haldið á mál- um Reykjavíkurborgar – hvort sem litið er á fjármál eða snyrtimennsku í borginni. Í stóru og smáu hefur R- listinn haldið illa á málum borgar- innar þannig að það geta ekki tekið við annað heldur en betri tímar und- ir stjórn nýs meirihluta undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og óska ég honum og félögum hans góðs gengis þegar ég kveð þau með þökk- um fyrir gott og ánægjulegt sam- starf.“ Lærdómsríkur tími Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fráfar- andi borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, segir að undanfarin fjögur ár hafi verið mjög lærdómsrík og ánægjuleg að mörgu leyti. „Ég hef fengið að kynnast því persónulega hvernig borgarkerfið virkar. Sú reynsla er þó lituð af því að ég hef verið í minnihluta en það hefði verið skemmtilegra að vera í meirihluta og taka þátt í ákvörðunum og koma að því sem stendur mér nærri eins og skólamál,“ segir hún. „Ég þekki menntamálin ágætlega en ég þekkti þau ekki frá þessari hlið – frá sjónarhóli sveitarstjórnar- mannsins. Ég hef auðvitað séð það hér í Reykjavík að einhvern veginn gengur þetta ekki upp eins og við höfum þetta eða með eina skóla- nefnd fyrir alla leik- og grunnskóla borgarinnar. Þannig gerði flutning- urinn frá ríki til sveitarfélaga fyrir tæpum tíu árum síðan ráð fyrir ákveðinni dreifstýringu en hún hef- ur ekki gengið eftir sem skyldi hér í Reykjavík.“ Guðrún Ebba hefur nú þegar ráð- ið sig í fullt starf í Laugalækjarskóla þar sem hún kenndi fyrir tólf árum síðan. Þá er hún jafnframt formaður nefndar sem vinnur að heildarendur- skoðun á grunnskólalögunum. „Ég hlakka til og ég læt áfram til mín taka í skólamálum. Það er því miklu meira en nóg framundan.“ Hvött til þess að gefa kost á sér „Ég hef lært gífurlega mikið og er reynslunni ríkari og hef komið mörgum góðum málum í gegn. Þannig að ég lít sátt yfir farinn veg,“ segir Anna Kristinsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, en hún hefur setið í borgarstjórn frá 2002. „Ég hef verið í forystu allt kjör- tímabilið fyrir Íþrótta- og tóm- stundaráð og síðan hef ég verið í for- svari fyrir Framkvæmdaráð frá því að það tók við af gömlu samgöngu- nefndinni. Ég hef því fengið tækifæri til þess að koma að nýrri skipulagn- ingu og eins að starfa innan Íþrótta- og tómstundaráðs. […] Ég segi að þessi fjögur ár séu á við gott há- skólanám.“ Anna segist nokkuð sátt við nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Ég er sátt við það að minn flokk- ur, Framsóknarflokkurinn, náði því að komast í meirihluta aftur. Auðvit- að hljóta stjórnmálin að snúast um það að geta komið sínum málum í farveg og það tókst þeim. Það er ekki mjög spennandi, held ég, að vera valdalítill í minnihluta þannig að ég hlakka til að fylgjast með því hvernig þeir takast á við þetta verk- efni með Sjálfstæðisflokknum.“ Anna segir að það sé óráðið hvað hún muni nú taka sér fyrir hendur en hún hafi verið hvött til þess að gefa kost á sér í landsmálin. „Það eru augsjáanlega miklar hræringar í Framsóknarflokknum þannig að það verður heilmikið starf framundan í flokknum við að byggja upp flokkinn á ný eða reyna að efla hann og bæta hann fyrir komandi þingkosningar. […] Það eru heil- mörg verkefni sem liggja fyrir hjá flokknum. Það er ljóst að það kemur nýr forystumaður þar og jafnvel ný forysta. Ég hlakka til að fylgjast með því og taka þátt í því að móta og skapa nýjan flokk eða byggja hann upp að nýju og vonast til þess að ég fái til þess tækifæri.“ Morgunblaðið/Golli Fráfarandi borgarfulltrúar Framsóknarflokksins, Anna Kristinsdóttir (t.v.) og Alfreð Þorsteinsson (t.h.), í ráðhúsinu í gær. Á milli þeirra er Steinunn Valdís Óskarsdóttir fráfarandi borgarstjóri ásamt dóttur sinni Kristrúnu Völu Ólafsdóttur. Steinunn situr áfram í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna. Skilja sátt við borgarfulltrúastarfið Sex borgarfull- trúar sóttu sinn síðasta borgar- stjórnarfund í gær Eftir Þóri Júlíusson og Árna Helgason DV braut gegn siðareglum Blaða- mannafélags Íslands samkvæmt úr- skurði siðanefndar félagsins með því að birta fréttir um að ræstingakona hjá Brimborg hf. hefði legið undir grun um þjófnað. DV var talið hafa brotið gegn 3. gr. siðareglnanna og í úrskurðinum segir m.a. að þótt nafn konunnar hafi ekki verið birt hafi um- fjöllunin jaðrað við nafnbirtingu og að of langt hafi verið gengið í umfjöll- uninni. Samkvæmt frétt blaðsins var kon- an grunuð um að hafa farið inn í heimabanka starfsmanns í vinnutölvu hans og millifært þaðan fé. Fréttir um þetta birtust 24. og 25. mars sl. í DV. Fyrri daginn var sagt frá því að konan væri grunuð um þjófnaðinn og að hún hefði áður tengst fjármálamisferli og væri óvirk- ur spilafíkill. Síðari daginn var svo birt frétt um að konan hefði áður ver- ið dæmd fyir þjófnað þegar hún vann sem afgreiðslukona hjá 10–11 árið 2000. Blaðið birti hvorki mynd né nafn konunnar og tekið var fram að konan hefði neitað öllum ásökunum um þjófnaðinn í Brimborg. DV kom sjón- armiðum sínum til siðanefndarinnar og kemur þar fram að staðfest hafi verið að starfsmaður í ræstingum sé grunaður um stuldinn og samkvæmt heimildum blaðsins beindist grunur- inn alfarið að öðrum tveggja starfs- manna í ræstingum í fyrirtækjunum. Nokkru eftir að fréttirnar birtust kom í ljós að bróðir hinnar ákærðu hefði játað verknaðinn á sig og að konan lægi ekki lengur undir grun. Of langt gengið Siðanefndin tók undir með DV að því leyti að þjófnaðurinn hefði verið fréttaefni og eðlilegt að segja frá hon- um í fjölmiðlum. Hins vegar væri of langt gengið að greina jafn nákvæm- lega frá grunsemdum um meinta sekt kæranda í málinu og DV gerði í um- rætt sinn. „Umfjöllunin jaðraði við nafnbirt- ingu og þó liggur ekkert fyrir um að lögregla hafi grunað kæranda um þjófnaðinn. Með þetta í huga er um- fjöllun DV um fimm ára gamlan refsi- dóm kæranda jafnframt verulega ósanngjörn.“ Niðurstaða nefndarinnar var að með vinnubrögðum sínum hefði rit- stjórn DV brotið gegn 3. gr. siða- reglna BÍ og að brotið teldist alvar- legt. Þetta er í sjötta sinn á tæpu ári sem siðanefnd BÍ telur DV hafa brotið siðareglur. „Umfjöllunin jaðraði við nafnbirtingu“ DV braut siðareglur Blaðamannafélags Íslands í sjötta sinn á tæpu ári Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Í 3. gr. siðareglna Blaðamanna- félags Íslands segir: „Blaðamaður vandar upplýs- ingaöflun sína, úrvinnslu og fram- setningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ Skal sýna fyllstu tillitssemi SKJÁRINN mun loka fyrir nokkrar erlendar stöðvar á endurvarpi sínu á meðan beinar útsendingar frá loka- keppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu standa yfir, en flautað verður til fyrsta leiks á föstudaginn. Að sögn Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Skjásins, er það gert að kröfu 365 miðla, sem eru rétthafinn fyrir HM á Íslandi. „Rétt- hafinn getur krafist þess að lokað sé fyrir útsendingar norrænu og þýsku stöðvanna á meðan beinar útsend- ingar standa yfir og hefur hann gert það,“ segir Magnús og bætir við að slíkt sé einsdæmi í Evrópu, að Spáni undanskildum. Þær stöðvar sem lok- anir munu hafa áhrif á eru DR, NRK, SVT, ARD og ZDF. Áfram er þó hægt að ná stöðvun- um í gegnum gervihnattamóttakara. Lokað fyrir erlendar rásir að kröfu 365

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.