Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ALÞJÓÐLEGA lánshæfismatsfyrir- tækið Standard & Poor’s tilkynnti á mánudag að lánshæfismat Glitnis (A-/Stable/A-2) héldist óbreytt þrátt fyrir að lánshæfismatsfyrirtækið hefði breytt horfum fyrir íslenska ríkið í neikvæðar úr stöðugum. Glitn- ir bendir á að í tilkynningu Standard & Poor’s (S&P) komi fram, að þeir þættir, sem hafi áhrif á breytt mat á íslenska ríkinu, hafi þegar verið teknir með í lánshæfismati Glitnis. Matið á Glitni endurspegli sterka stöðu bankans á innanlandsmarkaði og bætta dreifingu í eignasafni bank- ans með vaxandi starfsemi í Noregi og, síðan í maí 2006, í Svíþjóð. Einnig sé bent á þann góða hagnað sem hafi verið í rekstri bankans á liðnum ár- um og gæði eignasafnsins. „Þar sem landfræðileg fjölbreytni og vöruframboð samstæðunnar hafa aukist, endurspeglar lánshæfismatið væntingar S&P um að arðsemi Glitn- is verði áfram góð, þrátt fyrir að efnahagsumhverfi á Íslandi kynni að verða síður hagstætt með hugsan- legu hærra útlánatapi og lægri gengishagnaði. Ákvörðun um lægra lánshæfismat gæti orðið ef versn- andi efnahagsástand á Íslandi leiddi til töluverðar rýrnunar á eignasafn bankans,“ segir í tilkynningu Glitnis. Óbreytt mat S&P á Glitni        ! "# #                 !" #$% &'  &"  % #% () %" % '%* #% + %* , , & % -./01 &21#% 3   %  & .0 + %*  4 %* 4. 02%  5 %*  672 89& % 8. :;"" %". 0 0 % < %%  0 %    ! & * =;220  -1>" -0%* "# $ 5?=@ -A0  0 0     /  / / / /  / / / ; %" 1 ; 0 0 / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / B /CD / B / CD B / CD B /CD B / CD B /CD B /CD B /CD B /CD / B /CD B /CD B /CD B /CD / / / / / B / CD B CD / / / B / CD 4 * 0  *" % : #0 A *" E ( -       /   / / / /   / / /       / /  / / /        /  /  / / < 0  A )$  :4 F "% &2 * 0    /  / / / /  / / / ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu um 22 millj- örðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 7 milljarða, íbúðabréf um 10 milljarða og rík- isbréf um 5 milljarða. Mest við- skipti voru með hlutabréf Glitnis, eða fyrir um 5,5 milljarða króna. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,8% og er lokagildi vísitölunnar 5.739 stig. Bréf bankanna lækkuðu í gær, mest bréf Kaupþings banka, 2,9%, þá bréf Landsbankans, 2,2%, og bréf Glitnis og Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka, 1,1%. Mest lækkun varð hins vegar á bréfum Atlantic Petroleum, eða 5,7%. Bréf Tryggingamiðstöðvarinnar hækkuðu hins vegar mest í gær, eða um 2,5%. Bréf bankanna lækkuðu í gær ● SJÓVÁ-Almennar líftryggingar hf. og Glitnir hafa undirritað samning þess efnis að viðbótarlífeyrissparn- aður Sjóvár lífs flytjist til Glitnis þann 1. desember næstkomandi. Flutningurinn er gerður með það að markmiði að auka þjónustuna við viðskiptavini og gæta frekara hagræðis fyrir þá, segir í tilkynn- ingu. Meðal þeirra þjónustuþátta sem bætast við er að við- skiptavinir geta fylgst með lífeyr- issparnaði sínum í netbanka Glitn- is og fjárhæðum líf- og heilsutrygginga hjá Sjóvá líf, sótt um lán hjá Almenna lífeyr- issjóðnum og jafnframt gert breyt- ingar á ávöxtunarleiðum þegar þeim hentar. Sjóvá líf til Glitnis ● FL Group keypti í gær 437 milljón hluti að nafnverði í Glitni á genginu 18,29 krónur á hlut. Kaupverðið er því um 8 milljarðar króna. Hluti kaupanna, eða 170 millj- ón hlutir, er í formi framvirks samn- ings með lokauppgjör hinn 4. ágúst næstkomandi. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Eftir kaupin eiga FL Group og fjár- hagslega tengdir aðilar um 3.281 milljón hluti í Glitni að nafnverði eða um 23% af útistandandi hlutafé Glitnis. FL Group með tæplega fjórðungshlut í Glitni ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup- hallar Íslands lækkaði um 1,8% í gær og gengi krónunnar veiktist um 2,2%. Hvort tveggja gerðist í kjölfar til- kynningar alþjóða matsfyrirtækisins Standard & Poor’s (S&P) frá því í fyrradag, þar sem greint var frá því að fyrirtækið hefði breytt horfum um lánshæfismat ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar vegna aukinnar hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. En lækkun vísitölunnar og veiking krónunnar kom einnig daginn eftir að Halldór Ásgrímsson, forsæt- isráðherra, tilkynnti að hann myndi hætta í stjórnmálum. Danske Bank telur að þessar frétt- ir séu slæmar fyrir íslenskan fjár- málamarkað, einkum þó tilkynning Standard & Poor’s. Líkur á harðri lendingu í íslensku efnahagslífi hafi aukist. Í frétt í breska viðskiptablaðinu Financial Times segir að forsætisráð- herraskipti, þar sem Geir H. Haarde muni taka við af Halldóri Ásgríms- syni, muni hafa áhrif til þess að stuðla að stöðugleika á þeim óróleikatímum sem nú séu í íslensku efnahagslífi. Auknar líkur á harðri lendingu Líkur á harðri lendingu í íslensku efnahagslífi hafa aukist að mati grein- ingardeildar Danske Bank. Haft er eftir Lars Christensen, yfirmanni greiningardeildar Danske Bank, í samtali við dönsku Ritzau-fréttastof- una, að bankinn hafi frá því í mars ítrekað sagt að það stefni í niður- sveiflu í efnahagslífinu á Íslandi á ár- unum 2006-2007. Greiningardeild Danske Bank sendi frá sér tilkynningu í gær í tilefni af fréttum þess efnis að Standard & Poor’s hefði breytt horfum á lánshæf- ismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar, og í tilefni af tilkynningu Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráð- herra, um að hann ætli að segja af sér. Segir Danske Bank að þessar fréttir séu slæmar fyrir íslenskan fjármála- markað, einkum þó tilkynning Stand- ard & Poor’s. Bankinn segist hins vegar efast um að afsögn Halldórs muni leiða til mikilla breytinga á pen- ingamálastefnu Íslands. „Það hefur margt annað neikvætt gerst en afsögn forsætisráðherrans og það mun hafa neikvæð áhrif á ís- lenska fjármálamarkaði, einkum vegna þess að alþjóðlegir fjárfestar reyna nú í auknum mæli að forðast áhættusamar fjárfestingar,“ segir Lars Christensen í samtali við Rit- zau-fréttastofuna. Meiri stöðugleiki Í frétt í Financial Times í gær er fjallað um fyrirhugaða afsögn Hall- dórs Ásgrímssonar sem forsætisráð- herra og bent á að tilkynning þar um hafi komið sama dag og S&P tilkynnti um breyttar horfur á lánshæfismati íslenska ríkisins úr stöðugum í nei- kvæðar. Segir í fréttinni að í febr- úarmánuði síðastliðnum hafi lánshæf- ismatsfyrirtækið Fitch einnig breytt horfum um lánshæfismat ríkissjóðs. Í kjölfar þess hafi gengi krónunnar veikst um 30% og umrót skapast á hlutabréfamarkaði. Forsætisráð- herra og ríkissjórnin hafi í framhald- inu ráðist í það verkefni að reyna að stuðla á stöðugleika á mörkuðum, sem hafi skilað nokkrum árangri. Segir í frétt FT að forsætisráð- herraskipti, þar sem Geir H. Haarde muni taka við af Halldóri Ásgríms- syni, muni stuðla að stöðugleika á þeim óróleikatímum sem nú séu í ís- lensku efnahagslífi. Snörp lækkun Greiningardeild Landsbanka Ís- lands segir í vefriti sínu, Vegvísi, að gengisvísitala íslensku krónunnar hafi veikst snarpt við opnun markaða í gær. Vísitalan hafi farið yfir 130 stig í skamma stund áður en klukkan sló tíu. Eftir það hafi leiðin legið rólega niður á við og vísitalan hafi lokað í 129,4 stigum sem jafngildi 2,2% veik- ingu krónunnar. „Við vísitölustigið 130 mætti krónan mikilli mótstöðu og virðast markaðsaðilar því vera tilbún- ir að kaupa krónuna í því gildi,“ segir í Vegvísinum og þar er því bætt við að svipaða sögu megi segja af hluta- bréfamarkaði. Í hálf fimm fréttum greiningar- deildar Kaupþings banka er tekið í svipaðan streng og í Vegvísinum, en þar segir m.a. að tilkynning S&P virð- ist hafa stuðlað að nokkru umróti á mörkuðum. Lækkun á mörkuðum í kjölfar tilkynningar S&P    %&'(  ) % 4 . *E ( #%    *+(,   !) *-,& 4 . *E ( + %* Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is BRITISH Airways (BA) og ungverska flugfélagið Malév Hungarian Airlines hafa gert samning um gagnkvæma notkun flugnúmera flugfélag- anna í áætlunarflugi sínu á ákveðnum leiðum frá og með 1. nóv- ember næstkomandi. Mun Malév jafnframt ganga til liðs við One- world, samband tiltekinna flug- félaga, í upphafi næsta árs. Flugnúmer Malévs verða notuð af BA í þremur daglegum áætlunar- ferðum milli Heathrowflugvallar í London og Búdapest og flugnúmer BA verða notuð af Malév í tveimur daglegum áætlunar- ferðum milli Búda- pest og Gatwickflug- vallar við London. Hættir Malév jafn- framt áætlunarflugi til Heathrow. Oneworld er samband flugfélag- anna British Airways, Aer Lingus, American Airlines, Cathay Pacific, Finnair, Iberia, LAN og Qantas. Sameiginlega starfrækja þessi flug- félög yfir 400 setustofur á flugvöllum um allan heim sem farþegar á við- skiptafarrými njóta aðgangs að. Auk þess safna farþegar flugfélaganna vildarpunktum frá öllum flugfélög- unum, segir í tilkynningu frá BA. BA semur við ungverskt flugfélag HALLI á viðskiptum við útlönd á fyrsta fjórðungi þessa árs var um 66 milljarðar króna. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Ís- lands. Á sama tíma í fyrra var við- skiptahallinn tæplega 33 milljarðar króna. Vöruviðskipti við útlönd voru óhagstæð um tæpa 32 milljarða króna á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við um 15 milljarða árið áður. Þjónustujöfnuður var óhag- stæður um 15 milljarða króna, sem er um 6 milljörðum króna verri út- koma en á fyrra ári. Svonefndur jöfnuður þáttatekna var neikvæður um 19 milljarða á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við um 8 millj- arða halla á sama tíma í fyrra. Á föstu gengi jókst útflutningur vöru og þjónustu um 0,8% en innflutning- ur um 23,9% frá sama tímabili árið áður. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans segir að viðskipta- hallinn nú sé nokkru meiri en vænta mátti. Spár fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans hefðu gert ráð fyrir því að viðskiptahallinn fyrir árið allt yrði rúmlega 14% af landsfram- leiðslu, eða sem nemur ríflega 150 milljörðum króna. Viðskiptahalli við útlönd tvö- faldast milli ára Morgunblaðið/Golli Tvöföldun Halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi jókst um 33 milljarða milli ára. 6 *G -H8  C C &:-= ! I  C C ? ? J,I  C C J,I ( % 6   C C 5?=I !K L% C C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.