Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRELSISAMTÖK Palestínu, PLO, samþykktu í gær tillögu Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, um að efnt yrði til þjóðaratkvæðis í júlí um til- lögur, þar sem m.a. er kveðið á um að tilveruréttur Ísraels innan upphaf- legra landamæra frá vopnahlénu 1949 sé viðurkenndur. Hamas-sam- tökin, sem ráða ríkisstjórninni, eru mjög andvíg tillögunni en þau vilja að stofnað verði íslamskt Palestínu- ríki sem nái yfir hernumdu svæðin og Ísrael. Hamas hefur ekki látið undan þrýstingi af hálfu Sameinuðu þjóð- anna og stórveldanna um að hverfa frá þeirri stefnu að neita að viður- kenna Ísrael. Hefur ekki dugað að skrúfa fyrir megnið af fjárstuðningi, sem Vesturveldin hafa veitt Palest- ínumönnum, en svo er komið að um 160.00 starfsmenn stjónvalda fá ekki lengur laun og ríkið að verða gjald- þrota. Stuðningur við Hamas í könn- unum mælist nú mun minni en í kosningunum. Hamas krefst þess að Ísraelsríki verði lagt niður og oft hafa talsmenn samtakanna gefið í skyn að reka ætti alla gyðinga frá svæðinu. Fatah, flokkur Abbas, viðurkennir hins veg- ar Ísrael og hefur verið mikill rígur milli hans og Hamas eftir kosninga- sigur hinna síðarnefndu í janúar. Ismail Haniya, forsætisráðherra Palestínu, segir að ekki sé gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum af þessu tagi í lögum þjóðarinnar, hún verði því ólögleg. Hamas-menn eru einnig afar ósáttir við að Abbas skuli hafa reynt að beita þá þvingunum í málinu. Komið hefur til blóðugra átaka milli liðsmanna fylkinganna tveggja og hafa 16 manns fallið síðan í byrjun maí. Í gær var skotið sprengjum á aðalstöðvar palestínsku öryggislögreglunnar á Gaza, en lög- reglan er undir stjórn Fatah-manna. Munu fimm manns hafa særst. Daginn áður réðust vígamenn úr röðum Hamas á sjónvarpsstöð í borginni Khan Yunis og hótuðu fréttamönnunum sem þeir saka um að draga taum Fatah. Sjónvarps- stöðvar Palestínustjórnar eru undir yfirstjórn Abbas forseta eins og ör- yggislögreglan. Lengja frestinn Abbas gaf þann 25. maí Hamas 10 daga frest til að samþykkja tillög- urnar um þjóðareiningu í afstöðunni gagnvart Ísrael, ella myndi hann efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um þær innan 40 daga. Fresturinn rann út í gær en var framlengdur um þrjá daga. „Abbas forseti mun í lok vikunnar skýra frá fyrstu aðgerðum til að und- irbúa þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þetta gefur Hamas meiri tíma til að breyta afstöðu sinni,“ sagði Yasser Abed Rabbo, háttsettur liðsmaður framkvæmdastjórnar PLO. Hamas- menn fögnuðu þessari tilslökun og sögðu jákvætt að fá meiri tíma til viðræðna. Ekki er þó ljóst hvort þeir muni láta undan og samþykkja at- kvæðagreiðsluna en fram hefur komið í skoðanakönnunum að þorri Palestínumanna vill að hún verði haldin. Ísrael verði viðurkennt Umræddar tillögur, sem greidd verða atkvæði um, sennilega í júlí, eru í 18 liðum og voru þær samdar af allmörgum frammámönnum ýmissa fylkinga Palestínumanna, en allir eru þeir í fangelsum Ísraela. Niðurstaðan verður ekki lagalega bindandi fyrir stjórnvöld. Kveðið er á um að allir palestínskir flóttamenn og afkomendur þeirra fái að snúa heim, árásum á Ísrael verði hætt en tekið fram að leyfilegt sé að halda áfram uppi andspyrnu á hernumdu svæðunum, stofnað verði sjálfstætt ríki Palestínumanna á hernumdu svæðunum, þ.e. Vesturbakkanum og Gaza og mynduð þjóðstjórn. En mestum vanda veldur fyrir Hamas að með tillögunum er óbeinlínis verið að viðurkenna tilverurétt Ísraels. PLO styður tillögur Abbas um þjóðaratkvæði Hamas-menn fá þrjá daga í viðbót til að skipta um skoðun og samþykkja að ganga til samninga um einingu Palestínumanna gagnvart Ísraelum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is AP Menn í öryggissveitum Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, á verði við höfuðstöðvar hans í Ramallah á Vest- urbakkanum. Í bakgrunni er stór mynd af Yasser heitnum Arafat og grafhýsinu, sem verið er að reisa yfir hann. London, Ottawa. AP, AFP. | Hart var lagt að bresku lögreglunni í gær að upplýsa hvað gerðist í síðustu viku, þegar á þriðja hundrað lögreglu- manna réðst inn á heimili tveggja bræðra, múslíma, sem grunaðir voru um hryðjuverkastarfsemi. Ekkert fannst þó við húsleit og leiðtogar breskra múslíma segja, að geti lög- reglan ekki gefið viðhlítandi skýringu á atburðinum, sé hætt við trúnaðar- bresti milli þeirra og yfirvalda. Muhammed Abdul Bari, nýr leið- togi breska múslímaráðsins, sagði í gær, að atburðurinn hefði vakið mikla gremju meðal margra múslíma og kvaðst hann óttast, að sumir kynnu „að taka lögin í eigin hendur“ ef ekki yrði upplýst um tilefni aðgerðanna, hvort um hefði verið að ræða trúverð- ugar upplýsingar eða bara einhverjar sögusagnir. Í aðgerðunum síðastliðinn föstu- dag réðust 250 lögreglumenn inn á heimili tveggja bræðra, Mohammed Abduol Kahars og Abul Koyairs, og var sá fyrrnefndi særður skotsári. Báðir neita þeir að hafa verið að und- irbúa efnavopnaárás eins og þeir voru grunaðir um og Andy Hayman, annar æðsti maður lögreglunnar í London, viðurkenndi, að enn hefði ekkert fundist. Sagði hann, að nú væri verið að skoða hvað tölvur þeirra bræðra hefðu að innihalda. Hörð gagnrýni Breska lögreglan hefur legið undir harðri gagnrýni í næstum heilt ár eða frá hryðjuverkaárásunum í London 7. júlí í fyrra. Þá þóttu viðbrögð hennar um margt handahófskennd og meðal annars var saklaus Brasilíumaður skotinn sem hryðjuverkamaður. Breska dagblaðið The Independ- ent sagði í gær, að aðgerðirnar á föstudag hefðu hrætt múslíma og margir óttuðust, að almennt væri litið á þá sem hugsanlega hryðjuverka- menn. Vegna þess væru margar múslímafjölskyldur að íhuga að yfir- gefa Bretland. Þá birti The Times bréf frá múslíma, sem segir, að marg- ir trúbræður hans telji, að tilgangur aðgerðanna hafi beinlínis verið sá að skjóta þeim skelk í bringu og það hafi líka tekist. Sérstök eftirlitsnefnd er nú að kanna hvað gerðist á föstudag. 17 fyrir rétt í Kanada Annað er uppi á teningnum í Kan- ada, en þar voru 17 menn, allt músl- ímar, handteknir síðastliðinn föstu- dag og laugardag. Fundust í fórum þeirra þrjú tonn af áburði, en hann er unnt að nota við sprengjugerð. Segir í fjölmiðlum, að einnig hafi fundist myndband af CN-turninum í To- ronto, einni af hæstu byggingum í heimi, og áætlanir um að ráðast gegn þinghúsinu í Ottawa, aðalstöðvum leyniþjónustunnar í Toronto og gegn kauphöllinni þar í borg. Mennirnir, 12 fullorðnir karlmenn og fimm unglingar, áttu að koma fyrir rétt í gær, en gefið var í skyn, að hugsanlega yrðu fleiri handteknir. Skýringa krafist af bresku lögreglunni Múslímar í Bretlandi furða sig á innrás 250 lögreglumanna inn á heimili tveggja bræðra en hún hefur enn engu skilað NÆRRI þriðjungur bandarískra fyrirtækja hefur á síðastliðnu ári rekið starfsmann fyrir að senda tölvupóst með efni sem brýtur gegn reglum fyrirtækisins, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem 294 fyr- irtæki í Bandaríkjunum tóku þátt í. Er þar um að ræða póst með upp- lýsingum sem flokkast sem trún- aðarmál eða inniheldur móðgandi efni. Stundum hefur verið látið nægja að veita starfsmönnum sem gerast sekir um slíkt tiltal, að því er fram kemur á fréttavef CNN. Samkvæmt könnuninni hafa 44% fyrirtækja ráðið til sín fólk ein- göngu til að lesa tölvupóst starfs- manna og koma þannig í veg fyrir að viðkvæmar upplýsingar um fyr- irtækið séu sendar með tölvupósti. Svonefnt blogg og spjallrás- anotkun starfsmanna valda at- vinnurekendum einnig áhyggjum. 7% fyrirtækjanna sögðu að starfs- maður hefði verið rekinn fyrir að brjóta reglur um slíkt og 17% sögðu að starfsmenn hefðu fengið tiltal fyrir. Um 80% fyrirtækjanna eru með sérstakar reglur um tölvu- póstssamskipti á vinnustað en öll fyrirtækin í könnuninni voru með 1.000 starfsmenn eða fleiri. Hátt í helmingur fyrirtækja lætur fara yfir tölvupóst starfsmanna. Reka starfsfólk fyrir tölvupóstssendingar Bagdad. AP, AFP. | Lögreglan í Írak sagði í gær, að fundist hefðu höfuð af níu mönnum í pappakössum, sem skildir hefðu verið eftir í vegkanti við borgina Baquba, sem er norður af Bagdad. Er þetta annar fundurinn af þessu tagi á fjór- um dögum. Ekki er vitað um hvaða fólk var að ræða en ljóst þykir, að það hafi verið tekið af lífi fyrir nokkrum dögum. Verður æ meira um atburði af þessu tagi og mannránin í Írak náðu nýj- um hæðum í fyrradag þegar 50 manns var rænt í einni og sömu götunni í Bagdad. Mannræningjarnir voru í einkennisklæðum lögreglunnar og voru með á annan tug stórra bíla, sem einnig virtust tilheyra lögreglunni. Hefir innanríkis- ráðuneytið hafið rannsókn á málinu en það þvertekur fyrir, að menn þess hafi verið að verki. Stjórnmálamenn súnníta segjast hins vegar óttast, að svo sé. 2.500 föngum sleppt Nouri al-Maliki, forsætisráð- herra Íraks, tilkynnti í gær, að 2.500 föngum yrði sleppt næstu daga og væri það gert til að auka líkur á „þjóðarsátt“ í land- inu. Sagði hann, að í þessum hópi yrðu ekki stuðningsmenn Saddams Husseins, fyrrver- andi forseta, né þeir, er gerst hefðu sekir um morð eða mann- dráp. Talið er, að um 29.000 manns séu í fangelsum Bandaríkja- manna og íraskra stjórnvalda og langflestir þeirra súnnítar, sem handteknir hafa verið í að- gerðum gegn skæruliðum í landinu. Helsta stjórnmálafylking súnníta sakaði í gær Banda- ríkjamenn um að hafa drepið meira en 20 til 30 óbreytta borgara í síðasta mánuði í þremur borgum. Í einu tilvik- inu hefðu þeir gert loftárás á bíl með sex mönnum. Afskorin höfuð í kössum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.