Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 15 ERLENT Heilaheill eru samtök fólks sem fengið hefur heilablóðfall, aðstandenda þeirra og fagfólks. Miðvikudaginn 7.júní klukkan 20.00 hefst formlega söfnunarátak fyrir Faðm, sem er stuðningssjóður fyrir unga foreldra sem hafa fengið heilablóðfall. Fundarstjóri: Rósa Björk Brynjólfsdóttir sjónvarpskona. Þórunn Lárusdóttir verndari Faðms ávarpar fundinn og syngur nokkur lög Birgir Henningsson, Katrín Júlíusdóttir og Kristín Stefánsdóttir kynna söfnunina og sjóðinn Jón Hersir Elíasson taugalæknir flytur erindi um ungt fólk og heilablóðfall. Umræður um erindi Jón Ólafsson tónlistarmaður flytur nokkur lög Heiðar Örn úr Botnleðju flytur nokkur lög Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla ávarpar fundinn Allir velkomnir! Reikningsnúmer söfnunar er : 0101-05-290900 kennitala: 611294-2209 FAÐMUR HEILAHE ILLA Upphaf söfnuna rátaks!- 4.hæð í Iðuhúsin u í Lækjargötu GLÆSILEG DAGSK RÁ: ALLIR VELKOMNI R! ÞAÐ ríkir skortur á trúnaðartrausti í Mið-Austurlöndum, fólk trúir ekki eigin stjórnvöldum, engu skiptir hvað þau segja. Fátækt og atvinnu- leysi eru rætur óstöðugleikans og valda ofbeldinu, líka aðgerðum hryðjuverkamanna frá þessu svæði á Vesturlöndum,“ segir Jórdaninn Fadi A. Haddadin. Hann er hag- fræðingur og starfar sem ráðgjafi í málefnum Mið-Austurlanda, einkum fyrir Alþjóðabankann í Washington. Haddadin hlaut menntun sína í bandaríska háskólanum í Beirút og síðar við London School of Econo- mics og Chicago-háskóla. Hann er eindreginn frjálshyggjumaður í efnahagsmálum og telur umfangs- mikil ríkisafskipti í Mið-Aust- urlöndum eiga mikinn þátt í því að viðhalda fátækt og óstöðugleika á svæðinu. En einnig séu bein tengsl á milli skorts á efnahagslegu frelsi og mannréttindum. Haddadin flytur í dag erindi á hádegisfundi á vegum Rannsóknamiðstöðvar um sam- félags- og efnahagsmál og Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands í Odda. Mun hann m.a. velta upp hug- myndum til umbóta í Mið-Aust- urlöndum. Haddadin hefur átt samstarf við Cato-stofnunina í Washington, þekkta hugveitu frjálshyggjumanna, og hefur einbeitt sér að rannsóknum og ráðgjöf varðandi efnahagsmál í Mið-Austurlöndum. Hugmyndir hans byggjast mjög á kenningum Miltons Friedmans, sem kenndi við Chicago-háskóla, um að ákveðin inn- byrðis tengsl séu á milli aukins frels- is í efnahagsmálum og aukins stjórn- málafrelsis. Rétt sé að líta á þessi mál í samhengi. „Þótt mikill munur sé á aðstæðum í þessum ríkjum, sum ráða yfir olíu, önnur ekki, er ríkisvaldið alls staðar með puttana,“ segir Haddadin. „Rík- ið stýrir því sem skiptir máli í efna- hags- og félagsmálum og er jafn- framt víðast hvar með einokun á pólitíska sviðinu. Til eru undantekn- ingar, afmörkuð svæði eins og Bei- rút og Dubai við Persaflóa, þar sem einkaframtaklið þrífst en þegar upp er staðið kemur í ljós að ríkið er samt við stjórnvölinn.“ Skortur efnahagslegu frelsi – Er það fátæktin sem skapar pólitíska óstöðugleikann eða öfugt? Hvort kemur á undan, eggið eða hænan? „Ég held að ástæðan fyrir óstöð- ugleikanum sé skortur á efnahags- legu frelsi, atvinnuleysið, almenn- ingur hefur ekki tækifæri til að taka sjálfur beinan þátt í stjórnmála- og efnahagslífi, félagslíf er takmarkað og allt veldur þetta í sameiningu óstöðugleika. Hagvöxtur er nú mikill í Jórdaníu en fólkið spyr: Hvar er þessi hagvöxtur? Þetta snýst ekki síst um það hvort stjórnvöld séu lát- in standa reikningsskap gerða sinna, um rótgróna spillingu á öllu svæð- inu.“ – En hversu mikil eru afskipti rík- isins í Jórdaníu svo að dæmi sé nefnt? Á ríkið helstu framleiðslu- og þjónustufyrirtækin? „Það vill svo til að Jórdanía er eitt af fáum ríkjum á svæðinu sem hefur lagt út í umtalsverða einkavæðingu. Þetta hófst árið 1989 þegar þáver- andi konungur, Hussein, var þving- aður til að leyfa lýðræði. Að vísu er það nokkuð takmarkað en þingið var endurreist. Það höfðu verið óeirðir, aðallega í sunnanverðu landinu þar sem nokkrir ættbálkar gerðu upp- reisn vegna fátæktarinnar. Þetta var í fyrsta sinn sem fólk af minni kyn- slóð varð vitni að uppreisn gegn kon- unginum. Opnunin varð síðan til þess að stjórnvöld urðu hugrakkari, menn fóru að leita fyrirmynda og huga að því sem vel hafði gengið á Vest- urlöndum og líka í þróunarlöndunum þar sem einkavæðing og aukið frelsi höfðu heppnast vel. Sem dæmi má nefna að fjarskiptafyrirtæki voru einkavædd, einnig póstþjónustan. Þá risu margir upp og spurðu hvað yrði um fólk á afskekktum stöðum, hvort þjónusta við það yrði skert, þannig mótmæli heyrast víða við slíkar aðstæður.“ – Konur njóta almennt minni rétt- inda en karlar í Mið-Austurlöndum, ólæsi er mun tíðara meðal þeirra. Skiptir miklu að ná til kvenna til að koma á umbótum? „Svo sannarlega. Atvinnuleysi er líka algengara meðal þeirra en karla. Í nokkrum arabaríkjum, Jórdaníu, Líbanon og Túnis, hafa kynin sama rétt til að koma að ákvörðunum á sviði efnahags- og félagsmála. Ég nefni ekki stjórnmál vegna þess að þar hefur almenningur, jafnt karlar sem konur, ekki fullan aðgang. Kon- ur geta stofnað sín eigin fyrirtæki. Þetta hefur góð áhrif, reynsla þess- ara þjóða hefur sýnt að einkarekstur blómgast mjög þar sem konur fá slík réttindi og störfunum fjölgar.“ „Getulausir“ karlar hrópa hátt „Við erum líka með nokkrar konur á jórdanska þinginu, fimm sæti af alls 88 eru tekin frá handa konum. Konurnar hafa staðið sig afburðavel. Vandinn við störf þingsins í Jórdaníu er að þingmenn vilja helst ekki tala um annað en stórar og miklar hug- myndir og áætlanir, sósíalisma og stórmál eins og Íraksstríðið. Þeir hrópa hátt um það hvað Bandaríkja- menn og Ísraelar séu óréttlátir gagnvart aröbum, um teikningarnar af Múhameð spámanni, þeir hrópa hátt. Við erum á móti þessu eða hinu, æpa þeir. En þeir vita ekki neitt um það sem snertir velferð almennings, þar eru þeir getulausir. Konurnar tala um ástandið í ákveðnu héraði, ræða atvinnuleysið, vilja ræða lausn- ir. Konurnar eru jarðbundnari en karlarnir. Ég er samt ekki hrifinn af þessum kynjakvóta á þingi vegna þess að hann gæti verið varasamur. Ætt- bálkar gætu farið að heimta sinn kvóta og síðan fleiri hópar. En ég get vel samþykkt að slíkir kvótar séu notaðir í stjórnum einkarekinna fyr- irtækja til að ýta undir aukna þátt- töku kvenna í atvinnulífinu. Þar mætti jafnvel hafa hlutföllin konum í hag til að byrja með, 80% konur og 20% karlar,“ sagði Fadi M. Haddid- in. „Konurnar jarðbundnari en karlarnir“ Jórdanski hagfræðingurinn Fadi A. Haddadin segir í viðtali við Kristján Jónsson að einkavæð- ing og aukin þátttaka kvenna í viðskipta- og stjórnmálalífi séu skilyrði þess að kjör fólks geti batnað í Mið-Austurlöndum. kjon@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Fadi M. Haddadin: „Þetta snýst ekki síst um það hvort stjórnvöld eru látin standa reikningsskap gerða sinna, um rótgróna spillingu á öllu svæðinu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.