Morgunblaðið - 07.06.2006, Page 16

Morgunblaðið - 07.06.2006, Page 16
• Hæð 750mm • Með eða án toppljóss • Allt að 6 tenglar pr. stólpa • Öryggi fyrir hvern tengil • Lekaliðar fyrir hverja 2 tengla • Val um tengla tengda sjálfsala Val um efni: • “Foamex®” í helstu RAL litum. • Heithúðað stál. • Ryðfrítt – slípað • Ryðfrítt – burstað Ljósa- og tenglastólpar fyrir þjónustusvæði Króli ehf, Strandvegur 2, 210 Garðabæ. S: 565 6315 – 660 9503 – www.kroli.is Aðaldalur | Það eru mikilvægar stundir þegar börn fá að fara ein á hestbak. Mikael, strákur á þriðja ári sem býr á Siglufirði, dvaldi í nokkra daga ásamt litlu systur sinni hjá ömmu og afa í Haga I í Aðaldal og fékk þá í fyrsta skipti að fara einn á bak. Hér er hann í annað skiptið. Til öryggis leiddi afi hestinn og mamma var líka til taks ef á þyrfti að halda. En það var óþarfi því reiðtúrinn gekk eins og í sögu. Mikael hefur lært mikið því hann hafði orð á því að hjálmurinn, eða „hestahúfan“ sem hann nefndi svo, væri mik- ilvægust í þessu öllu. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Fyrsti reiðtúrinn í sveitinni Börn Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Jónas Hallgrímsson | Árleg Fífilbrekku- hátíð verður haldin á Hrauni í Öxnadal laugardaginn 10. júní nk. Gengið verður frá bænum á Hrauni kl. 14:00 upp Kisubrekku um Stapana að Hraunsvatni og dvalist við vatnið um hríð en haldið aftur niður með Hraunsá heim að bænum á Hrauni. Leiðsögumaður á göngunni verður dr. Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur sem segir frá landi og staðháttum. Þórir Har- aldsson náttúrufræðingur segir frá blómum og jarðargróða. Dr. Skúli Skúlason líffræð- ingur, rektor Hólaskóla, segir frá lífinu í Hraunsvatni en Tryggvi Gíslason segir frá „dauðanum í Hraunsvatni“ og áhrifum hans á líf og lífsviðhorf Jónasar Hallgrímssonar. Þeir sem vilja geta tekið með sér veiði- stöng og rennt fyrir fisk í vatninu, en góð veiði er í Hraunsvatni. Gangan upp að Hraunsvatni og heim aft- ur tekur um fjórar klukkustundir. Þegar heim er komið verður kveikt bál og göngu- fólki boðið upp á glóðarsteikt lamb. Þátt- takendur verða hins vegar að taka með sér nestisbita á gönguna. Allir eru velkomnir á Fífilbrekkuhátíð 2006, ungir og aldnir.    Minningarstofa um Jónas | Menningar- félagið Hraun í Öxnadal ehf. er eigandi jarðarinnar Hrauns í Öxnadal. Félagið vinnur að því að koma á fót minningarstofu um skáldið, náttúrufræðinginn, stjórnmála- manninn og teiknarann Jónas Hallgríms- son og reka á Hrauni íbúð fyrir skáld, rit- höfunda og listamenn og frumherja í stjórnmálum og atvinnulífi. Á næsta ári – á 200. afmælisári Jónasar Hallgrímssonar – verður í landi Hrauns opnaður fólkvangur, náttúrulegt útivistarsvæði fyrir almenning. Unnið er að því að gera áningarstað við þjóðveginn, gegnt Hrauni, þar sem útsýni er til allra átta. Menningarfélagið Hraun í Öxnadal ehf. vinnur auk þess að hátíðarútgáfu á ljóðaúr- vali Jónasar í samvinnu við Eddu útgáfu hf. sem kemur út 16. nóvember 2007.    Fræðasetrið í Sandgerði | Fyrirlestur um varpvistfræði æðarfugls verður haldinn í Fræðasetrinu í Sandgerði, á morgun, fimmtudag, klukkan 16. Liliana Bernice D’Alba hefur undanfarin ár stundað rann- sóknir á varpvistfræði æðarfugls í æðar- varpinu við Norðurkot við Sandgerði. Rannsóknirnar eru hluti af doktorsverkefni hennar við Glasgow-háskóla og eru unnar í samvinnu við Náttúrustofu Reykjaness. Fyrirlesturinn er um þessar rannsóknir. Hann er á ensku og eru allir velkomnir.    Skólastjóri hættir | Börkur Vígþórsson, skólastjóri Grunnskólans á Egilsstöðum og Eiðum, hefur sagt starfi sínu lausu. Fyrir fundi fræðslunefndar Fljótsdalshéraðs fyr- ir skömmu lá fyrir uppsagnarbréf Barkar Vígþórssonar ásamt þakkarbréfi til sam- starfsfólks og nefndarinnar. Fræðslunefnd bókaði þakkir til Barkar fyrir mjög gott starf og óskaði honum farsældar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Sveinspróf í bakstrivoru haldin í Hótel-og matvælaskól- anum í Kópavogi dagana 15.–17. maí. Sex nemend- ur þreyttu prófið sem spannar tíu klukkustund- ir og skiptist á tvo daga. Verkefnið er fjölþætt, n.k. þverskurður af starfssviði bakara. Á myndinni eru nem- arnir sem útskrifuðust: f.v. Brynjar Þór Guð- mundsson, bakaríinu Blönduósi, Ívar Örn Bergsson, Vilberg köku- hús, Vestmannaeyjum, Haraldur Theódórsson og Eyjólfur Jónsson, Korn- inu, Kópavogi, Bylgja Mjöll Helgadóttir og Davíð Egilsson, Mosfells- bakaríi. Sveinspróf í bakstri Hallberg Hall-mundsson yrkirað gefnu tilefni: Fokið er í flestöll skjól, Framsóknar er hnigin sól, þegar flokksins fremsta von er Finnur Ingólfsson. Magnús Stefánsson á Fáskrúðsfirði yrkir um fjörbrot Framsóknar: Halldór mun víst fara frá og Finnur leggjast hræið á. Gleymist alveg Guðni minn, gamli kúahirðirinn. Hákon Aðalsteinsson frétti af óviðurkvæmilegu slagorði í mótmælagöngu fyrir sunnan: Alla skal endalaust svekkja sem Íslandsvinina þekkja; varast skal viðkvæma að hrekkja og Valgerði má ekki drekkja. Af Framsókn pebl@mbl.is ♦♦♦ Rangárþing eystra | Sjálfstæðisflokkurinn og Samherjar, félag áhugafólks um málefni byggðar og framfara í Rangárþingi eystra, hafa ákveðið að halda áfram meirihluta- samstarfi um stjórn sveitarfélagsins Rang- árþings eystra kjörtímabilið 2006–2010. Á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á menntamál, málefni eldri borgara, um- hverfismál, fjölskylduvænt samfélag, markaðssetningu sveitarfélagsins, at- vinnumál, ábyrga fjármálastjórn og ferða- og samgöngumál, skv. tilkynningu. Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðis- flokki verður sveitarstjóri, Ólafur Egg- ertsson Samherjum verður oddviti og Elv- ar Eyvindsson Sjálfstæðisflokki verður formaður byggðaráðs. Samkomulagið var undirritað á Breiða- bólstað í Fljótshlíð á föstudagskvöld. Á meðfylgjandi mynd handsala Unnur Brá og Ólafur samkomulagið. Sjálfstæðis- menn og Sam- herjar áfram Dýrafjörður | Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi verður haldinn á Núpi í Dýrafirði helgina 10.–11. júní. Kjörorð fundarins verður: Horft til framtíðar, gras- rótin lifnar. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flytur Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, ræðu þar sem hann fjallar um stöðu Vest- fjarða í nútíð og framtíð. Eftir fyrirspurnir og kaffihlé segir for- maður LBL, Ragnar Stefánsson, frá starfi samtakanna og horfir til framtíðar. Undir hátíðarkvöldverði á laugardags- kvöldinu verður m.a. á dagskrá ávarp Vest- firðings um jarðgöng undir Vestfirði. Fundur í norræna samstarfshópnum HNSL (Hela Norden skall leva) verður á sunnudeginum, en reiknað er með 10 fulltrúum bræðra- og systrasamtaka frá hinum Norðurlandaþjóðunum. „Landsbyggðin lifir“ horfir til framtíðar FYRSTU grassýnin á þessu sumri voru tekin í gær. Þau eru tekin um allt land og gefa bændum mikilvægar upplýsingar um grasvöxt og hvenær best er að hefja slátt. Þetta kemur fram á vefnum naut.is, vef Landssambands kúabænda. Orku- og pró- teingildi sýnanna verða metin og birt á vef BÍ, www.bondi.is vikulega, næstu 5-6 vik- urnar. „Kúbændur eru hvattir til að fylgjast grannt með þroskaferli túngrasanna, því hafi nokkurn tímann verið mikilvægt að mjög vel takist til með heyöflun, þá er það nú,“ segir í frétt á vef Landssambands kúabænda. Mæling gras- þroska að hefjast ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.