Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 17 MINNSTAÐUR Aðstaða eldri borgara | Ný þjón- ustumiðstöð eldri borgara verður á annarri hæð fjölbýlishúss við Mel- gerði 13 á Reyðarfirði, en húsið verð- ur tilbúið til afhendingar í haust. Húsið er byggt af Byggingaverktök- um Austurlands ehf. fyrir Leigu- íbúðir í Fjarðabyggð ehf., en fast- eignafélagið Eik hefur fest kaup á þjónusturýminu og mun leigja það út til Fjarðabyggðar samkvæmt sam- komulaginu. Í fjölbýlishúsinu eru alls 23 íbúðir. Í þjónustumiðstöðinni verður boð- ið upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir eldri borgara. AUSTURLAND Reyðarfjörður | Hafin er fóðrun kera í nyrðri kerskála álvers Al- coa-Fjarðaáls á Reyðarfirði. Í kerskálunum eru samtals 336 ker þar sem rafgreining áls fer fram. Kerin eru einöngruð með þar til gerðum múrsteinum og hófst sú vinna í síðustu viku. Kerin sjálf eru umlukin leiðurum úr áli sem leiða rafmagn í gegnum ker- skálana. Nú þegar hefur 58 leið- urum verið komið fyrir og 42 ker- um. Fóðrun kera hafin Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Brátt verður byggingu nyrðri kerskála lokið í álverinu á Reyðarfirði. Hallormsstaður | Á skólanefnd- arfundi Hússtjórnarskólans á Hall- ormsstað nýlega var samþykkt að breyta nafni skólans í Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallorms- stað. Í sjötíu og sex ár hefur skólinn menntað ungt fólk í hússtjórn- arfræðum og ýmsu handverki sem gjarnan fellur undir sömu skil- greiningu. Ekki er fyrirhugað að hverfa frá þeirri kennslu á nokkurn hátt, en stefnt að því að gefa nem- endum kost á fjölbreyttara vali á handverki við skólann. Ekki síst er horft til þess að koma betur til móts við drengi. Ýmislegt hefur þegar verið gert til þess að auka þessa fjölbreytni og má þar nefna tágavinnu, ullarþæf- ingu og á liðinni önn hófst kennsla í myndlist. Á komandi haustönn er fyrirhugað að bjóða upp á áfanga í ýmiss konar fínsmíði eins og skart- gripagerð og steinaslípun. Þessu til viðbótar hefur skólinn sótt um auk- inn kennslukvóta til ráðuneytisins svo hægt sé að auka framboð náms- greina enn frekar. Þessa dagana er tekið á móti umsóknum á komandi haustönn og þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um skólann eða yfir- standandi breytingar er bent á að hafa samband við skólameistara. Ljósmynd/Hússtjórnarskólinn Í þróun Skólinn í hjarta Hallormsstaðar bætir nú við sig námsframboði á sviði handverks, ekki síst með það í huga að koma betur til móts við drengi. Verður hús- stjórnar- og hand- verksskóli TEKJUR af sölu hreindýra- veiðileyfa í fyrra námu rúmum 52 milljónum króna og voru 85% þeirr- ar upphæðar greidd í arð til land- eigenda og ábúenda. 15% fjárins renna til Náttúrustofu Austurlands vegna vöktunar hreindýrastofnsins og Umhverfisstofnunar sem um- sýsluþóknun. Í fyrra mátti veiða 800 dýr og voru 754 felld og 101 kálfur. Leið- sögumenn með hreindýraveiðunum voru 81 talsins og fóru með allt frá einum og upp í 50 menn til veiða á tímabilinu. Umhverfisstofnun telur valda miklu álagi á ákveðin svæði að yfir 70% dýranna voru felld á seinni mánuði veiðitímabilsins, frá 19. ágúst til 15. september og segir vandræði geta skapast dreifist veið- arnar ekki meira á tímabilið. 50 milljónir fyrir hreindýraveiðileyfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.