Morgunblaðið - 07.06.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.06.2006, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR MA hátíð verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri föstudaginn 16. júní Fordrykkur frá 18:15-18:45 Miðasala er hafin á netinu, www.ma81.com og einnig er hægt að ganga frá greiðslu á 1175-26-101981, kt. 6402060630 og miðarnir verða sendir í pósti til viðkomandi. Miðaverð er kr. 6.800 fyrir aðra en eins árs stúdenta en fyrir þá er miðaverð kr. 4.200. Miðasala stendur til 13. júní á netinu en verður í höllinni 15. og 16. júní frá kl. 13.00-17.00. Miðar á dansleik verða seldir við innganginn, verð kr. 2.000. Afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Samkvæmisklæðnaður. Upplýsingar um dagskrá og fyrirkomulag miðasölu á heimasíðu 25 ára stúdenta: www.ma81.com. SUÐURNES Reykjanesbær | FFGÍR, sem eru samtök foreldrafélaga og for- eldraráða grunnskólanna í Reykja- nesbæ, veittu tveimur einstaklingum viðurkenninguna Fjöregg fyrir að vinna gott starf í þágu barna og fjöl- skyldna í Reykjanesbæ. Viðurkenn- ingarnar komu í hlut þeirra Sóleyjar Birgisdóttur úr Foreldrafélagi Myllu- bakkaskóla, fyrrverandi formanns FFGÍR, og Ásdísar Ýrar Jak- obsdóttur úr Foreldrafélagi Holta- skóla. Við úthlutun viðurkenninga FFGÍR var athyglinni beint sér- staklega að sjálfboðastarfi og að þeim sem hafa starfað að eflingu tengsla heimila og skóla, forvörnum fyrir börn og unglinga, eða eflingu og stuðningi fyrir foreldra og foreldra- starf almennt. Markmiðið er ekki síst að vekja athygli á því góða og ósér- hlífna starfi sem oft fer ekki hátt en hefur mikið að segja við að bæta sam- félagið. Viðurkenningin var nú veitt í fyrsta skipti en fram kom að stjórn FFGÍR vonaðist til að hún yrði veitt árlega. „Ég hef mikinn áhuga á skóla- starfi, ætlaði sjálf að verða kennari. Maðurinn minn er kennari og mér finnst hann gegna mikilvægasta starfi í heiminum,“ sagði Sóley Birg- isdóttir iðnrekstrarfræðingur þegar hún var spurð að því hvers vegna hún hefði tekið svo mikinn þátt í starfi for- eldra. Sóley var formaður Foreldra- félags Myllubakkaskóla og hefur starfað sem bekkjarfulltrúi í mörg ár. Hún var síðan formaður FFGÍR þar til síðastliðið haust. Sóley segir að eins árs dvöl fjölskyldunnar í Dan- mörku hafi eflt þennan áhuga hennar. Þar þyki sjálfsagt að foreldrar taki þátt í skólastarfinu. Þeir komi til dæmis nokkrum sinnum á ári í skól- ann til að borða með bekknum. „Á þessum eina vetri í Danmörku kynnt- ist ég öðrum foreldrum jafnmikið og í mörg ár áður hér heima. Þetta heill- aði mig,“ segir Sóley. Ásdís Ýr Jakobsdóttir hefur verið formaður Foreldraráðs Holtaskóla í um átta ár. Í rökstuðningi fyrir við- urkenningunum er á það bent að hún hafi tekið þátt í að móta starf for- eldraráða í Reykjanesbæ frá því þau voru sett á laggirnar og hafi vinna hennar nýst foreldraráðum í öðrum skólum. Þá er tekið fram að hún hafi átt þátt í að leggja grunn að starfi FFGÍR. Sóley segir að foreldrastarf sé öfl- ugt í Reykjanesbæ og þakkar það sérstaklega velvilja bæjaryfirvalda. Þau styðji samtökin þannig að unnt hafi verið að ráða verkefnastjóra til starfa sem sé grundvöllur þeirra stóru skrefa sem tekin hafi verið. Sól- ey nefnir að gerðar hafi verið hand- bækur fyrir stjórnir foreldrafélaga og önnur störf á vegum samtakanna. Þær hjálpi nýju fólki að komast af stað. Hún segir einnig að mikil orka hafi farið í það að efla bekkjarfulltrúa. Þeir hafi bætt mjög tengslin milli skólastjórnenda, kennara og foreldra. Tveir forystumenn foreldra heiðraðir Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Fjöregg Ásdís Ýr Jakobsdóttir og Sóley Birgisdóttir fengu viðurkenningu FFGÍR fyrir gott starf í þágu barna, í fyrsta skipti sem hún var veitt. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FYRSTA alþjóðlega tónlistarhátíðin á Ak- ureyri, sem haldin var um hvítasunnuhelgina, gekk mjög vel. Hátíðin var að þessu sinni helg- uð blústónlist. Tónleikar voru þrjú kvöld, að- sókn mjög góð og stemningin frábær. „Við erum mjög lukkuleg með þetta; hátíðin gekk alveg eins og við hefðum kosið,“ sagði Jón Hlöðver Áskelsson við Morgunblaðið, en hann, Pálmi Gunnarsson og Guðrún Þórsdóttir höfðu veg og vanda af hátíðinni. Dagskráin var mjög fjölbreytt „og ég efast um að nokkurn tíma hafi verið boðið upp á betra eða lengra blúsprógramm á Íslandi en síðasta kvöldið, að kvöldi hvítasunnudags; tónleikarnir þá stóðu í þrjá og hálfan klukkutíma,“ sagði Jón Hlöðver. Allar sveitirnar náðu upp góðri stemningu á Rocco, ekki síst Bandaríkjamennirnir í Lamont Cranston Blues Band sem byrjuðu af miklum krafti. „Það varð smá hlé eftir að Blúsmenn Andreu kláruðu sitt prógramm, á meðan banda- ríska hljómsveitin var að stilla upp sínum græj- um. Sumir óttuðust að stemningin myndi kannski detta svolítið niður – einn sem sat fyrir aftan mig talaði að minnsta kosti um að hann myndi fara fram á að fá miðann endurgreiddan ef þeir næðu ekki stemningunni upp aftur, en hann talaði svo ekkert meira um það! Þetta voru svakalega flottir karlar; Náðu áhorfendum mjög vel með sér,“ sagði Jón Hlöðver. Hátíðin hófst á föstudagkvöldið á Hótel KEA. Þar komu fram annars vegar Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar og hins vegar Park Proj- ekt, sem er samvinnuverkefni Kristjáns Edel- stein og Pálma Gunnarssonar. Kvöldið eftir lék í Ketilhúsinu bandaríska blússveitin Lamont Cranston Blues Band frá Minneapolis og á sunnudagskvöldinu var svo haldin mikil veisla á veitingastaðnum Rocco. Þeir sem tróðu upp að kvöldi hvítasunnudags voru í fyrsta lagi Blúskompaní Magnúsar Ei- ríkssonar ásamt gestasöngkonunni Hrund Ósk Árnadóttur, sem söng einnig með þeim Magn- úsi á föstudagskvöldinu. Hrund Ósk sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna á sl. ári. Næstir á svið voru Blúsmenn Andreu, og síð- astir léku Lamont Cranston Blues Band. „Þetta gekk allt mjög vel, stemningin var mjög góð og aðsóknin hefði ekki mátt vera mik- ið meiri. Það hefðu ekki mikið fleiri komist fyrir. Það er svo sem á mörkunum að þetta lafi fjár- hagslega, við færðumst mikið í fang en erum staðráðin í að halda áfram undir nafni AIM – Akureyri International Music Festival; það gef- ur okkur tækifæri til þess að bjóða upp á ýmiss konar tónlist,“ sagði Jón Hlöðver. Blúshátíðin um hvítasunnuhelgina heppnaðist mjög vel að mati aðstandenda Góð aðsókn og frábær stemning Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Tilþrif Andrea Gylfa og blúsmenn hennar, ekki síst Guðmundur Pétursson, fóru á kostum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stemmning Pat Hayes, forsprakki Lamont Cranston, lék á gítar og munnhörpu og söng. Jim Greenwell saxafónleikari Lamont. Bruce McCabe fór á kostum á píanóinu. AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.