Morgunblaðið - 07.06.2006, Síða 19

Morgunblaðið - 07.06.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 19 MINNSTAÐUR nám fjölbreytt við allra hæfi I ‹ N S K Ó L I N N Í R E Y K J A V Í K Almennar bóklegar greinar eru hluti af námi á öllum brautum skólans. Allt almenna námið er matshæft á milli skóla eftir því sem við á. Einnig er hægt að stunda nám í almennum greinum í eina til fjórar annir. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á rafiðnasviði eru eftirtaldar brautir: Grunnnám rafiðna • Rafvirkjun • Rafeinda- virkjun • Rafvélavirkjun • Rafveituvirkjun Símsmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á byggingasviði eru fimm iðnbrautir í framhaldi af grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina: Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Múrsmíði • Málun • Veggfóðrun og dúklagningar. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á tölvusviði er ein braut: Tölvubraut sem býður upp á sérhæfingu í forritun og netkerfum. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á sérdeildarsviði eru tvær brautir: Starfsdeild • Nýbúabraut. Auk þess er endurhæfingarnám Janusar (rekið í tengslum við skólann). Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á hönnunarsviði eru fjórar brautir: Listnámsbraut (almenn hönnun og keramik) • Hársnyrting • Fataiðnabraut (klæðskurður og kjólasaumur) • Gull- og silfursmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á upplýsinga- og margmiðlunarsviði eru þrjár brautir: Upplýsinga- og fjölmiðlabraut • Tækniteiknun • Margmiðlunarskólinn. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Fjarnám er áhugaverður kostur fyrir þá sem ekki geta nýtt sér staðbundið nám, t.d. vegna vinnu eða búsetu. Í fjarnáminu er boðið upp á fjölbreytt námsúrval í bóklegum og fagbóklegum greinum ásamt ýmsum greinum meistaranámsins. Skólavörðuholti I 101 Reykjavík Sími 522 6500 I Fax 522 6501 www.ir.is I ir@ir.is alm ennt svið h önnunars vi ð rafiðnasv ið fjarnám sérdeild a sv ið by ggingasvið tö lvusviðu pp lý si n ga - o g m a rg m ið lun arsvið Aðstoð við innritun fyrir þá sem ljúka grunnskólaprófi í vor verður í skólanum fim. 8. júní frá kl. 10:00–14:00. Námsráðgjafar og sviðsstjórar leiðbeina þá um námsval og brautir skólans. Innritun í fjarnám og kvöldskólann stendur yfir. Allar upplýsingar á vef skólans www.ir.is. Allar nánari upplýsingar á www.ir.is og á skrifstofu skólans, síma 522 6500. Borgarfjörður | „Mér fannst þetta sérstaklega gaman. Það er líka ánægjulegt að sjá hvað fólk leggur á sig til að hlusta á okkur,“ segir Sigurður Rúnar Jónsson, Diddi fiðla, sem ásamt félögum sínum í „Kliði fornra strauma“ sungu þjóðlög og kváðu rímur og léku á forn hljóðfæri í Stefánshelli í Borgarfirði. Tónleikarnir voru lið- ur í tónlistarhátíðinni IsNord sem haldin var í Borgarfirði um hvíta- sunnuhelgina. Á annað hundrað manns lögðu það á sig að klungrast niður stiga ofan í gjá og yfir snjóskafl í hellis- munanum til að komast á tónleika inni í Stefánshelli. Ekki nóg með það því gestirnir og listafólkið þurftu að flytja og njóta tónlistar- innar í myrkri og undir vatns- dropum sem féllu úr lofti hellisins. Þannig þurfti að halda regnhlíf yf- ir Didda fiðlu til þess að verja hljóðfæri hans. Stefánshellir er hluti af Surts- helliskerfinu í Hallmundarhrauni þótt hrun hafi lokað á milli þeirra. Stefán bóndi Ólafsson í Kalman- stungu fann Stefánshelli í byrjun síðustu aldar og er hellirinn við hann kenndur. Staðurinn var val- inn með tilliti til þema tónlist- arhátíðarinnar IsNord í ár, sem var Egilssaga og gömul íslensk tónlist. Diddi fiðla kynnti og lék á lang- spil og forna íslenska fiðlu og kvað rímur með Báru Grímsdóttur og Steindóri Andersen. Páll Guð- mundsson, listamaður á Húsafelli, gekk til liðs við sveitina við þetta tækifæri og lék á steinhörpu sína. Fluttu þau elstu þekktu þjóðlög Íslendinga og sýnishorn af rímna- lögum. Er þetta hluti af dagskrá sem frumflutt var á Tíbrár- tónleikum í Salnum í Kópavogi á dögunum í tilefni afmælis Kópa- vogskaupstaðar. Dagskráin var kölluð „Kliður fornra strauma“ og eru þau Diddi fiðla, Bára og Stein- dór farin að nefna hópinn eftir því. Hluti af dagskránni var síðan fluttur í skólum í Kópavogi og Sigurður Rúnar segir að hún verði flutt víðar um landið í sumar. Mikið á sig lagt fyrir gömlu íslensku tónlistina Steinharpa Páll Guðmundsson á Húsafelli mætti með steinhörpu sína í Stef- ánshelli og rifjaði meðal annars upp gamla takta með Steindóri Andersen. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kliður fornra strauma Diddi fiðla leikur á langspil í Stefánshelli, Bára Grímsdóttir og Steindór Andersen kveða rímur. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.