Morgunblaðið - 07.06.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 07.06.2006, Síða 20
Þ ó við Íslendingar getum státað af heilsulindum á borð við Bláa lónið og Heilsustofnun Náttúrulækn- ingafélagsins í Hveragerði eigum við ennþá fjölmarga ónýtta mögu- leika á markaðssetningu á heilsutengdri ferða- þjónustu. Og þó að rannsóknir bendi til að sól og hiti séu mikilvægustu þættirnir samfara uppbyggingu heilsulinda búa Íslendingar við sérstöðu, sem laðað getur að. Hún felst m.a. í heita jarðvarmavatninu okkar, jöklunum, nátt- úrufegurðinni og norðurljósunum. Þetta má allt virkja við uppbyggingu heilsulinda," segir Stella Sigfúsdóttir, sem nýlega var skipuð í nýtt embætti alþjóðafulltrúa bandaríska Spa- sambandsins, DSA. Um eitt þúsund heilsulindir víða um heim auk birgja eiga aðild að þessu elsta starfandi spa-sambandi heims sem þó er ekki nema fimmtán ára gamalt Þetta mun vera í fyrsta skipti sem skipaður er sérstakur talsmaður innan heilsulind- arsambandsins en hún hefur setið í stjórn DSA undanfarin sex ár . Þá hefur hún að beiðni Hannelore R. Leavy, stofnanda samtakanna, tekið að sér að ritstýra bókinni „Day Spa Bus- iness Bible“ sem mun innihalda greinar helstu sérfræðinga á sviði heilsulinda og heilsutengdr- ar ferðaþjónustu. Þurfti sjálf að leita hjálpar „Það má rekja ástríðu mína á heilsulindum allt aftur til ársins 1982 þegar ég sjálf þurfti að leita hjálpar heilsulindar á Kanaríeyjum vegna psoriasis-sjúkdóms míns. Ég gerðist síðar far- arstjóri á vegum Tryggingastofnunar ríkisins með húð- og gigtarsjúklinga til Kanaríeyja, en þar áður hafði ég starfað sem lífeindafræðingur á rannsóknastofum sem ég þoldi illa, sjúkdóms- ins vegna. Ég dreif mig í viðskiptafræðinám við HÍ og ákvað að gera kandídatsritgerð um ár- angur af böðun í Bláa lóninu. Ég mætti mikilli mótstöðu og enginn skildi í þá daga hvað vakti fyrir mér með því að gera rannsókn á einhverjum „drullupolli“ við Grindavík, en sem betur fer naut ég aðstoðar framsýns prófessors, dr. Brynjólfs Sigurðssonar. Rannsókn þessi var sú fyrsta sem gerð var á áhrifamætti Bláa lónsins og náði hún til 400 íslenskra sjúklinga.“ Heilsulind við jökuljaðar Að loknu viðskiptafræðinámi frá HÍ á markaðssviði hélt Stella til framhaldsnáms í Bandaríkjunum þar sem hún fór í tvöfalt meist- aranám, annars vegar í alþjóðaviðskiptum og hins vegar í hótel- og ferðaþjónustu með rekst- ur heilsulinda sem sérsvið. Stella hefur meira og minna verið búsett í Bandaríkj- unum frá árinu 1995, en á heimili beggja vegna hafsins þannig að auð- velt er að fara á milli. Hún vinnur um þessar mundir að forrannsókn á fýsileika þess að stofna heilsulind við Vatnajökul sem hún persónulega er ekki í vafa um að yrði mikið aðdráttarafl verði hug- myndin að veruleika. Hún fékk til verkefnisins frumkvöðlastuðning frá Impru og stefnir að því að kynna nið- urstöður sínar fyrir heimamönnum og forsvarsmönnum atvinnulífsins næsta haust. „Allt frá því að ég kom fyrst til Hafnar í Hornafirði í ársbyrjun 2005 hef ég verið að reyna að sannfæra menn um ágæti hugmyndarinnar. Viðhorfin eru smátt og smátt að mjakast í rétta átt svo ég held að það sé tímaspursmál hvenær heilsulind rísi við jök- uljaðarinn sunnan jökuls. Nokkrir staðir koma til greina, allt frá Höfn að Hala þar sem Þór- bergssetur er að rísa. Það er verið að bora fyrir heitu vatni á svæðinu sem er mjög mikilvægt samfara slíkri uppbyggingu þar sem orðið „spa“ þýðir í reynd heilnæmt vatn eða heilsu- lind. Heita jarðvarmavatnið okkar er því bráð- nauðsynlegt í allri markaðssetningu íslenskra heilsulinda. Ákveðnir grunnþættir þurfa að vera fyrir hendi til að starfsemi geti kallast heilsulind, eins og helstu nudd- og vatns- meðferðir og námskeið um heilbrigðan lífsstíl, og víst er að nánasta umhverfi svæðisins spillir ekki fyrir. Þarna er t.d. hægt að fara í snjó- sleðaferðir, hreindýraskoðun, selaskoðun og strandgöngur. Á svæðinu eru líka mjög spenn- andi tímar um þessar mundir því eftir að stækkaður Skaftafellsþjóðgarður verður orðinn að Vatnajökulsþjóðgarði eigum við orðið stærsta jökulinn í stærsta þjóðgarði í Evrópu.“ Sýrumeðferðir og lýtaaðgerðir Að sögn Stellu geta allir þeir sem reka heilsulindir sótt um aðild að DSA. „Spa- iðnaðurinn hefur á undanförnum árum vaxið mjög hratt og nýir aðilar bæst í hópinn, m.a. læknar og hjúkrunarfólk, sem vinna við húðs- lípun, fylliefnainnspýtingar, sýrumeðferðir lýtaaðgerðir og skurðaðgerðir. Þetta hefur valdið deilum því alls ekki allir eru ásáttir um að lækn- isfræðilegar meðferðir af þessum toga eigi heima undir formerkjum heilsugeirans. Á hinn bóginn benda aðrir á að sambandið verði að þróast í takt við tíðarandann. Markaðurinn kalli í auknum mæli á læknisfræðilegar lýtaaðgerð- ir.“ Morgunblaðið/RAX Íslendingar eiga marga ónýtta möguleika í heilsulindariðnaðinum, að mati Stellu. Stella Sigfúsdóttir. Stella Sigfúsdóttir segir Íslendinga eiga ónýtt tækifæri þegar heilsulindir eru annarsvegar og bendir á aðdráttarafl íslensku jökl- anna, jarðvarmann, náttúrufegurðina og norðurljósin en hún vinnur nú að forrannsókn á fýsileika þess að stofna heilsulind í ríki Vatna- jökuls. Jóhanna Ingvarsdóttir komst líka að því að Stella er að rit- stýra viðamikilli uppflettibók fyrir þá sem reka heilsulindir víðs- vegar um heim. Þórir Gunnarsson tekur ámóti blaðamanni með brosá vör og biður hann í öllumbænum að kalla sig Dóa því Þórir sé bara sparinafn. Inni á heim- ili Dóa má sjá listaverk um alla veggi og augljóst er að þar býr maður með auga fyrir fögrum hlutum. Talið berst strax að myndinni sem hann sendi Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. „Ég hringdi í sendiráðið og spurði hvort ég mætti senda myndina og það var meira en sjálfsagt,“ segir Dói. Það var enginn sérstakur aðdragandi að myndinni af sendiherranum. „Ég var að skoða blað þar sem var mynd af henni og þá bara fór þetta svona. Mér fannst ég þurfa að senda mynd- ina og sýna henni smávinsemd, hún kom hingað alveg ný og fólk verður að finna fyrir smáhlýju frá öðrum.“ Ásamt myndinni sendi Dói fallegt kort þar sem hann bauð hana vel- komna til landsins og bað Guð að blessa hana og varðveita. Stuttu síð- ar fékk hann bréf frá sendiráðinu inn um lúguna þar sem Ms. Carol van Voorst þakkaði honum persónulega fyrir þessa skemmtilegu sendingu. Dói vill sem minnst gera úr teikni- hæfileikum sínum en segir einn son sinn mjög hæfileikaríkan enda sé hann myndlistarskólagenginn og virkilega góður listamaður ef dæma má af verkunum eftir hann sem hanga á heimili föðurins. „Annars hef ég alltaf teiknað svolítið, það er eitt- hvað sem rekur mig til þess. Í kring- um 1960 tók ég námskeið í myndlist til að læra aðeins og er að rissa enn í dag,“ segir Dói og það má sjá í eld- húsinu þar sem hann hefur raðað upp nokkrum myndum. Í símaskránni titlar Dói sig ketil- og plötusmið en árið 1947 fór hann út til Svíþjóðar til að læra suðu. Hann vann síðan sem suðumaður í fimmtíu ár hjá Kaupfélagi Árnesinga. „Ég er enn að og var að enda við að smíða úti í skúr um 150 stykki af suðulöm- um fyrir verslun hér í bæ. Ég má nú þakka fyrir hvað ég er ennþá spræk- ur, 85 ára gamall, en ég þarf aðeins að reka mig af stað til að smíða núna,“ segir Dói og nær í eina suðu- löm til að sýna blaðamanni og er þar augljóslega snilldarsmíð á ferð. Dói er ekkjumaður, hann og kona hans Ólöf Jónsdóttir eignuðust fimm syni saman en fyrir átti hann einn son. „Ég fer lítið út nú orðið, rölti samt stundum um götur Selfoss og sýsla úti í bílskúr,“ segir Dói að lok- um og leiðir blaðamann í skoð- unarferð um heimilið til að sýna hon- um öll listaverkin sem hanga þar eftir hann sjálfan, afkomendur og vini.  ÁHUGAMÁL | Þórir Gunnarsson teiknaði andlitsmynd af bandaríska sendiherranum á Íslandi Teiknar og sýð- ur á níræðisaldri Þórir Gunnarsson er 85 ára herramaður sem býr á Selfossi. Nýlega teiknaði hann andlitsmynd af sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi og gaf honum. Ingv- eldur Geirsdóttir heimsótti þennan liðtæka teiknara. Morgunblaðið/Ingveldur Þórir Gunnarsson stendur við málverk eftir sjálfan sig af Þingvöllum. ingveldur@mbl.is júní Daglegtlíf join@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Heilsulind við Vatnajökul ?  HEILSA | Stella Sigfúsdóttir er alþjóðafulltrúi bandaríska heilsulindarsambandsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.