Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 23 UMRÆÐAN SUNNUDAGINN 4. júní birtist í Morgunblaðinu grein eftir mark- aðsstjóra lyfjafyrirtækis sem jafn- framt er lyfjafræðingur. Hann nefndi greinina „Danmerkurþrá landlækna“. Greinin var skens og skítkast í garð landlæknis og að- stoðarlandlæknis í tilefni af því að þeir höfðu vakið athygli á okri ís- lenskra lyfjafyrirtækja, sem selja íslenskum almenningi lyf á allt að ellefuföldu því verði sem sett er upp fyrir sams konar lyf í Dan- mörku. Greinilegt var að markaðs- stjórinn var að „gelta fyrir hús- bóndann“ – greinin endurspeglaði jafnframt dómgreindarskort og hortugheit sem líkja mætti við við- brögð stráks, sem gripinn er með lúkuna í söfnunarbauk. Að mínu mati hefur lyfjafræðingurinn orðið sjálfum sér og stétt sinni til skammar með þessari makalausu grein; – dómgreindarleysið og sið- blindan var svo takmarkalaus að hann gæti ekki einu sinni afsakað sig með því að hafa skrifað grein- ina í annarlegu ástandi. Maður spyr sjálfan sig hvort von sé á góðu þegar (illa) menntaðir ein- staklingar, með svo brenglaða dóm- greind og takmarkaða siðgæðisvit- und, stjórna markaðsmálum lyfjafyrirtækja á íslenskum mark- aði? Einnig mætti spyrja hvernig það megi vera að pólitísk landvinnsla, undir merkjum einkavæðingar og þar sem standa átti vörð um hags- muni neytenda með samkeppni, gat snúist upp í andhverfu sína hér- lendis með skefjalausu okri, sam- ráði og helmingaskiptri einokun í sölu og dreifingu á lyfjum. Hvar eru þeir stjórnmálamenn sem áttu að gæta hags neytenda þegar þess- um lyfja-villidýrum var gefinn laus taumurinn? Hvers vegna horfa stjórnmálamenn þegjandi upp á að jafn siðblint fólk og áðurnefndur markaðsstjóri hafi nánast ótak- markað veiðileyfi á íslenska neyt- endur með allt að ellefuföldu lyfja- verði miðað við nágrannalönd? Fylgir því engin ábyrgð að breyta umhverfi ákveðins viðskiptageira með svo afdrifaríkum hætti? Er ekkert eftirlit virkt? Hvers vegna virðast sjónmálamenn ekki hafa neinn áhuga á málinu? Hvers vegna beitir ASÍ eða einstök verka- lýðsfélög sé ekki í okurmálum af þessum toga? Starfa Neytenda- samtökin ennþá? Grein þessa veruleikafirrta markaðsstjóra afhjúpar enn einu sinni þá staðreynd að nýlendustefn- an, sem áður fyrr var kennd við danska einokun, blómstrar sem aldrei fyrr hérlendis. Íslenskir ný- lendukúgarar tóku við af dönskum snemma á síðustu öld – og þessi klaufski markaðsstjóri hefur orðið til þess að minna okkur á þá stað- reynd að Ísland er nýlenda sem aldrei fyrr. Nýlenduverð á lyfjum Leó M. Jónsson fjallar um lyfjaverð ’Hvar eru þeir stjórn-málamenn sem áttu að gæta hags neytenda þeg- ar þessum lyfja-villidýr- um var gefinn laus taum- urinn? ‘ Leó M. Jónsson Höfundur starfar sem iðnaðar- og vél- tæknifræðingur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánud. 29. maí 2006. Spilað var á níu borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S. Guðjón Kristjánss. – Ægir Ferdinandss. 260 Magnús Halldórss. – Magnús Oddsson 259 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónsson 241 Árangur A-V. Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 281 Elín Jónsdóttir – Þorsteinn Sveinsson 254 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 249 Tvímenningskeppni spiluð fimm- tud. 1. júní. Spilað var á níu borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S. Magnús Halldórss. – Magnús Oddsson 248 Sigrún Pétursd. – Unnar Guðmundss. 247 Friðrik Jónsson – Tómas Sigurjónsson 243 Árangur A-V. Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 283 Magnús Jóhannss. – Oddur Halldórss. 262 Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsd. 239 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði. Föstudaginn 2. júní var spilað á átta borðum. Meðalskor var 168. Úrslit í N/S: Sverrir Jónsson – Jón Pálmason 191 Sæmundur Björnss. – Albert Þorsteinss. 182 Sverrir Gunnarss. – Einar Markússon 175 A/V Þorvarður Guðmss. – Jón Sævaldsson 196 Jón Gunnarss. – Sigurður Jóhannsson 193 Björn Björnsson – Sigríður Gunnarsd. 190 Aðalfundur Bridsfélags Reykjavíkur Aðalfundur Bridsfélags Reykja- víkur verður haldinn miðvikudaginn 14. júní nk. klukkan 17.30 í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37, 3. hæð. Á dagskrá eru lagabreytingar og venjuleg aðalfundarstörf. Fé- lagsmenn eru hvattir til þess að fjöl- menna og veitingar verða í boði stjórnar. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000 www.toyota.is Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 421-4888 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Hiace Verð frá 2.050.000 kr. Íslenskir atvinnubílstjórar hafa aðeins góða reynslu af Hiace, enda þjónar hönnunin þeim tilgangi að draga úr óeðlilegu álagi á líkamann. Fjölbreytilegar aðstæður kalla á fjölhæfan bíl, lipran, háan, breiðan, stöðugan, öruggan og umfram allt meðfærilegan. Þetta færðu allt með Hiace. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 32 90 3 0 6/ 20 06 Vinnustaður á hjólum Toyota Austurlandi Miðási 2 700 Egilsstaðir Sími: 470-5070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.