Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E N N E M M / S ÍA / N M 2 19 6 4 Krabbameinsfélagsins Glæsilegir vinningar: www.krabb.is Dregi› 17. júní 2006 Vertu með og styrktu gott málefni! MORGUNBLAÐIÐ fjallar um nýjustu „tillögur Hafrann- sóknastofnunar“ í forystugrein 6. júní sl. Niðurlag for- ystugreinarinnar er á þessa leið: „Það er líka erfitt að sjá að meiri þekk- ing sé til annars stað- ar á stöðu þorsk- stofnsins en hjá Hafrannsóknastofn- un. Hvaða áhættu er verið að taka með því að hunsa ráðgjöf stofnunarinnar ár eft- ir ár? Það liggur við að það sé ekki hægt að finna svar við þessari spurningu. En það er óhugn- anlegt að ráðgjöf Hafró skuli stöðugt færast nær þeim punkti, sem lægstur var á síðasta áratug.“ Morgunblaðið hef- ur ekki látið fjalla um þetta ágreiningsmál af þeirri ábyrgð sem fjölmiðli eins og Morgunblaðinu ber skylda til. Ritstjóri sem skrifar slíka forystugrein er bullandi meðvirkur með ruglinu í Hafró og virðist hafa stungið hausnum í sandinn eins og strút- urinn til að sjá alls ekki augljósa galla á ráðgjöfinni. Lítum á örfá dæmi um þessa óhugnanlegu ráðgjöf. 1. Tekin var upp 25% „aflaregla“ fyrir um 10 árum. Árlega hefur verið farið að þessari tillögu – það nákvæmt – að það telst innan skekkjumarka faglega séð. 2. Afleiðing aflareglunnar virðist sú að hundruð þúsunda tonna af þorski hafa „týnst“ úr birgðabók- haldi stofnunarinnar, eða um ein milljón tonna á þessum 10 árum. Allt er þetta þorskur sem mældist til, en „hvarf“ svo úr birgðabók- haldinu. Síðan er reiknaður nýr prósentureikningur og 25% afla- regla verður þá „40% veiðiálag“ með því að „afskrifa“ mælda eldri stofnstærð! 3. Allur þessi „týndi“ þorskur – um milljón tonn á 10 árum – var reiknaður sem „ofveiði“ fyrir tíma aflareglu. Eftir að 25% aflaregla var tekin upp gekk sú „skýring“ ekki lengur. Því var nýja skýringin „ofmat“, sem þýðir að þorskur sem bókaður var til í mælingum fyrri ára er nú bókaður … horfinn! 4. Þessi skýring er að mínu mati hrein fölsun á stofnmæl- ingum fyrri ára, þ.e. fölsun á óskýrðu hvarfi milljón tonna af þorski, sem við hefð- um að öllum líkindum getað veitt að miklu leyti, hefði það verið leyft! Og Morg- unblaðið fjallar ekki um þetta alvarlega fölsunarmál, en „mál- verkafölsunarmálið“ fær umfjöllun sem slíkt! Höfundur á grein á www.mbl.is/greinar þar sem þetta er rök- stutt. Ég tel þessa for- ystugrein ritstjórans ábyrgðarleysi, eða staurblinda meðvirkni með dellunni í Haf- rannsóknastofnun. Það gengur ekki að rit- stjóri ábyrgasta fjöl- miðils landsins stingi höfðinu í sandinn og þykist ekki skilja þetta klúður! Ég met Morgunblaðið mikils í ís- lenskri þjóðmálaumræðu, en í þessum málaflokki er Morg- unblaðið sér til skammar. Kjarni málsins snýst hvorki um ofveiði eða ofmat. Heldur ekki um 25% eða 16% aflareglu – aflareglu sem hefur mistekist! Kjarni máls- ins er að það virðist aldrei hafa verið til fæða til að „byggja upp stofninn“ skv. „aflareglu“! Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar virðist stærðfræðivilla! Í stærðfræðivill- unni er næg fæða, en ekki í nátt- úrunni! Þetta er villan! Er það „flókið“ mál að fjalla um þetta fag- lega? Það er vitað að það er lítið af loðnu í dag! Það er vitað að það er lítið af rækju! Það er vitað að sjáv- arhiti fer hækkandi sem þýðir að allir fiskar þurfa enn meiri fæðu en fyrr, fæðunotkun fiska vex við hækkandi hitastig! 16% aflaregla – tillaga Hafrannsóknastofnunar – er því nokkuð örugg leið til að þorskurinn éti sjálfan sig og aðra smærri nytjafiska í enn meira mæli, því það er engin önnur fæða! Þannig myndi stofninn minnka enn frekar! Er þetta „flókið“ mál? Þessu til viðbótar er vitað að afli á línu hefur aldrei verið meiri hér- lendis en í dag – svangur, tvístr- aður þorskur um allt landgrunnið – sem sagt: Stór, horaður stofn – vaxtarhraði minni en áður, sam- kvæmt upplýsingum Hafrann- sóknastofnunar, tvístraður þorsk- stofn – að öllum líkindum stórlega vanmetin stærð þorskstofnsins af þessum ástæðum. Samkvæmt „línuralli“ er stærð þorskstofnsins í sögulegu hámarki! Allar vísbend- ingar benda á fæðuskort! Það sem er óhugnanlegast í mál- inu er óskiljanleg og ábyrgðarlaus meðvirkni ritstjóra Morgunblaðs- ins með allri vitleysunni! Óhugnanleg ráð- gjöf – eða óhugn- anleg meðvirkni? Kristinn Pétursson fjallar um tillögur Hafrannsókna- stofnunar og umfjöllun Morgunblaðsins Kristinn Pétursson ’Það sem eróhugnanlegast í málinu er óskilj- anleg og ábyrgð- arlaus meðvirkni ritstjóra Morg- unblaðsins með allri vitleysunni!‘ Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. Fréttir á SMS Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni AÐ UNDANFÖRNU hefur tals- vert verið fjallað um lyfjaverð og lyfjainnflutning hér á landi í fjöl- miðlaviðtölum og blaðagreinum. Í sum- um tilvikum virðist sem megininntak málsins hafi farið for- görðum og komi ekki fram. Ýmislegt hefur verið þarft gert sem stuðlað hefur að lækk- un lyfjaverðs að und- anförnu. Meðal annars samdi ríkið við inn- flytjendur lyfja árið 2004 og hefur það orð- ið til þess að með- alheildsöluverð og smásöluverð sömu frumlyfja hér er að verða áþekkt því sem fyrirfinnst á Norð- urlöndum. Þetta er vel og ber að vekja athygli á því. Kjarni umræðu und- anfarinna daga, vikna og missera er hins vegar tvíþættur: Í fyrsta lagi snýst hann um mikinn, og að margra mati óeðlilega mikinn, verðmun á lyfjum með sama virka innihaldsefninu hér og í nálægum löndum. Í öðru lagi snýst hann um að lyf sem skráð hafa verið hér á landi eru á stundum ekki til þegar sjúklingar og læknar þurfa á þeim að halda. 1. Munur á verði frumlyfja og samheitalyfja í nálægum löndum: Með frumlyfi er átt við lyf sem þró- að er af tilteknum lyfjaframleið- anda og nýtur venjulega í upphafi verndar einkaleyfis. Þegar einka- leyfi er aflétt fara oft ýmsir aðrir framleiðendur á kreik og framleiða svonefnd samheitalyf með sama virka innihaldsefni, magni og virkni og er í frumlyfinu, þ.e. eins lyf. Samheitalyf er hins vegar nær alltaf mun ódýrara en frum- lyfið enda er litið svo á að einkaleyfið hafi tryggt frumlyfjafram- leiðandanum tekjur á móti kostnaði við þró- un og framleiðslu frumlyfsins. Lyfjainn- flutningur hér á landi er að mestu bundinn við dýrari frumlyf þrátt fyrir að ódýrari samheitalyf séu á markaði í nálægum löndum. Um þetta hefur umræðan snúist hér. Á vegum Land- læknisembættisins var verðlag á all- mörgum algengum lyfjum á Íslandi og í Danmörku kannað og upplýsingar fengnar úr Sérlyfjaskrá hér og úr gagnagrunni um lyfjaverð í Danmörku. Kannað var verð lyfja við beinþynningu, þunglyndi, of mikilli sýruframleiðslu í maga, hárri blóðfitu og tilteknum sýk- ingum. Munur á lægsta ein- ingaverði á Íslandi og í Danmörku reyndist verulegur eða allt frá því að vera rúmlega tvöfaldur til þess að vera tæplega tólffaldur í þeim dæmum sem litið var á. Ennfremur voru tekin dæmi af fólki með ákveðna sjúkdóma sem kaupir þrjú algeng lyf á Íslandi og í Danmörku og er munurinn á kostnaði við lyfjakaupin þrefaldur til ferfaldur. Bent var á að það gæti verið hag- kvæmara fyrir hið opinbera að greiða flugfar fyrir sjúklinga til Danmerkur fjórum sinnum á ári þannig að þeir gætu keypt lyfin sín þar og samt myndi sparnaður nást miðað við það sem til er kostað nú. Þetta eitt ætti að vera nóg til segja okkur að ekki sé allt með felldu. 2. Skráð lyf ekki tiltæk: Lyf sem eru á markaði á Íslandi þurfa að fara í gegnum tiltekinn skráning- arferil hjá Lyfjastofnun. Skrán- ingin er ekki með öllu fyrirhafn- arlaus eins og eðlilegt er. Veita þarf tilteknar upplýsingar um ágæti og aukaverkanir lyfsins svo eitthvað sé nefnt. Lyfjainnflytj- endur sjálfir sækja eftir skráningu og veita umbeðnar upplýsingar. Því ætti að vera eftir nokkru að slægj- ast að tryggja það að lyfin séu til. Því miður hefur það gerst alltof oft á undanförnum mánuðum og miss- erum að til Lyfjastofnunar og Landlæknisembættisins hafa borist kvartanir frá sjúklingum og lækn- um vegna þess að tiltekin skráð lyf eru ekki til þegar á þarf að halda. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða dögum saman og örsjaldan vikum saman eftir lyfjum sem ávís- að hefur verið. Ekki þarf að fara í grafgötur um þau óþægindi sem þetta getur valdið, svo ekki sé tek- ið dýpra í árinni. Um þetta hefur og verður um- ræðan um lyfjaverð og lyfjainn- flutning að snúast á Íslandi. Ýmsar ástæður kunna að liggja að baki þessum vanda en nauðsynlegt er að leita skýringa. Hagsmunir sjúk- linga og sameiginlegra sjóða lands- manna eru í húfi, enda greiðir Tryggingastofnun ríkisins allstóran hluta af verði flestra lyfja. Því er eftir mjög miklu að slægjast. Einn- ig snýr þetta að öryggi sjúklinga, lyf sem eiga að vera til verða að vera til þegar á þarf að halda. Skýringar á þessu hafa látið standa á sér, einkum virðast fulltrúar lyfjainnflytjenda og lyfsala eiga erfitt með að greina frá ástæðum ofangreinds verðmunar. Í stað þess að þeir svari með skemmtigreinum í blöðum eins og nýlegt dæmi er um er kallað eftir því að viðhlítandi skýringar komi fram. Halda má því fram með fullum rétti að í þessu efni sé frjáls markaður að bregðast landsmönnum nema unnt sé að ráða bót á. Gangi það ekki og reyn- ist ekki unnt að ná því að auka hlut innflutnings samheitalyfja á Íslandi er vel mögulegt, eins og fram hefur komið, að skynsamlegt sé fyrir rík- ið að hefja sjálft innflutning lyfja með nýrri og endurborinni Lyfja- verslun Íslands. Það yrði vissulega afturhvarf til fortíðar, en er það endilega svo slæmt? Við bíðum svara frá lyfjamönnum. Er þörf á Lyfja- verslun ríkisins? Sigurður Guðmundsson fjallar um lyfjaverð hérlendis ’Halda má þvífram með fullum rétti að í þessu efni sé frjáls markaður að bregðast lands- mönnum nema unnt sé að ráða bót á.‘ Sigurður Guðmundsson Höfundur er landlæknir. ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.