Morgunblaðið - 07.06.2006, Side 27

Morgunblaðið - 07.06.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 27 Hinn 3. maí sl. var haldiðsamræmt lokapróf í ís-lensku í 10. bekk grunn-skóla. Prófið var í þrem- ur hlutum. Í I. hluta var prófað í stafsetningu og hlustun, í II. hluta í málfræði, bókmenntum og ,,lestri“ og í III. hluta í ritun. Eins og önnur samræmd próf í grunnskóla barst skólunum próf þetta frá svokallaðri Námsmatsstofnun. Í grein þessari ætla ég að fara nokkrum orðum um einn þátt á því sviði II. hluta prófsins sem kallast Bókmenntir og lestur. Þetta svið prófs- ins var sett saman úr fjórum þáttum, einu ljóði og þremur prósa- köflum. Gera má ráð fyrir að fæstir nemenda hafi lesið neitt af þess- um textum. Í þessum fjórum þáttum prófsins var fjöldi fjölvalsspurn- inga samtals 37. Fram- an á prófblaði er tekið fram að í hverju verkefni eigi aðeins að krossa við einn möguleika. Rúmsins vegna takmarka ég umfjöllun mína við einn þessara þátta, ljóðið, og þau verkefni sem því fylgdu. Hann var svona: ,,Lestu ljóðið hér fyrir neðan og svaraðu svo spurningum úr því. Helgisögn Dimmir á skóga nóttin drýpur úr fornum trjám á sölnaða burkna gulnað gras þú gengur með bogann í hendi margt er að ugga úlfaþyt ber þér að vitum hrægammar yfir, nöðrur hlykkjast í föllnu laufi margt að ugga ef til vill mætir þú einhyrningnum og ef til vill sérðu gripinn felmtri og sefandi fró í fölum bjarma hjört með kross milli hornanna. 45. ,,Úlfaþyt ber þér að vitum,“ undirstrikaða orðið þýðir V augu. X eyru. Þ ráðgáta. Æ vitneskja. 46. Hvað þýðir ,,gripinn felmtri“? A Að vera hræddur. B Að vera óður. C Gripinn fantatökum. D Gripinn höndum. 47. Andrúmsloftið í þessu ljóði er þrungið F gleði og sorg. G ógn og virðingu. H reiði og eftirsjá. I trega og illgirni. 48. Ljóðið er byggt upp með K beinum myndum. L fastri hrynjandi. M líkingum. N samlíkingum. 49. Ljóðið er P hefðbundið. R óhefðbundið. S prósaljóð. T söguljóð. 50. Rökstyðja má að í ljóðinu séu tákn notuð markvisst í trúar- legum tilgangi, tvö af tákn- unum gætu verið V bogi og gulnað gras. X hjörtur með kross og einhyrn- ingur. Þ hrægammur og úlfur. Æ úlfur og hjörtur með kross.“ Hér er margt að athuga. Fyrst það að víst má telja þetta ljóð þungt og torskilið fyrir 15–16 ára ung- linga, og þótt eldra fólk væri. Ljóðið er allegóría, í heild ein táknmynd, en tákn er líklega eitt hið erfiðasta sem við er að fást í skáldskap, enda virðist ljóðið hafa orðið semjanda prófsins ofraun, svo sem síðar verð- ur að vikið. Athugum nú einstök verkefni eða ,,spurningar“: Nr. 45. Spurt er um merkingu orðsins vit í orðasambandinu Úlfa- þyt ber þér að vitum. Nemendur eiga að velja eitt af fernu: augu, eyru, ráðgáta, vitneskja. Í Íslenskri orðabók, 3. útg., Edda 2002, er merking fleirtöluorðsins vit sögð vera skilningarvit (munnur og nef), en einnig er gefin þar merkingin varðveisla, geymsla. Sömu skýringu er að finna í orðabók Blöndals. Ég fæ ekki betur séð en allir valmögu- leikar verkefnisins séu rangir. Orð- ið vit merkir í ljóðinu hvorki augu né eyru og þaðan af síður ráðgáta eða vitneskja. Úlfaþyt ber þér að vitum er einlægast að skýra svo: þú skynjar ýlfur úlfa. Við nr. 46 geri ég ekki athugasemd aðra en þá að spurningin kann að vera erfið ung- lingum, enda um fátítt bókmál að ræða. Nr. 47. Þetta er þrælslega þungt verk- efni. Ekki er annað sýnna en prófsemjandi sé að reyna að flækja nemendur í verkefninu með því að hafa hvern valkost tvöfaldan í roð- inu. Þannig má ætla að margur skilji ljóðið svo að ógn stafi að ljóðmælanda, en vandséð hlýtur jafnframt að vera virðingin sem látin er fljóta með ógninni. Virðing fyrir hverju? Má ekki allt eins segja að sá sem fer um þar sem úlfar, hrægammar og nöðr- ur eru á kreiki sé sorgmæddur? Og sér ekki ljóðmælandinn vonarglætu framundan í síðari hluta ljóðsins, eða hver er hin sefandi fró við sýn hjartarins? Er þá gleði og sorg svo fjarlægur möguleiki? Verður ekki ávallt að gera ráð fyrir fjöl- breytilegri skynjun og skilningi les- enda ljóðs? Nr. 48. Ég geri ráð fyrir að sá sem prófið samdi hafi ætlast til að nemendur krossuðu við líkingar, því að sú lausn virðist næst sanni. Hér gætir þó ónákvæmni. Eins og fyrr segir er ljóðið sem heild táknmynd, allegóría. Í því rekur hvert táknið annað. Nú er það að vísu svo að tákn eru náskyld líkingum, en löng venja er þó að greina þarna á milli. Ef svo væri gert hér væri rétt að líta svo á að engin líking væri í ljóðinu. Nr. 49. Ekki veit ég eftir hverju er verið að slægjast í þessu verk- efni. Ég veit ekki heldur hvernig móðurmálskennarar í íslenskum skólum kenna nemendum sínum að greina milli hefðbundins og óhefð- bundins ljóðskáldskapar en ég hygg þó að margir muni kenna hefðbund- inn skáldskap við stuðla og rím en að óhefðbundinn skáldskapur hafi hvorugt. En er þetta svo einfalt? Ég held að hver sá sem hefur lesið ljóð og kvæði að einhverju gagni átti sig fljótt á því að ljóðið Helgisögn hefur varla verið ort fyrr en á 20. öld. Myndmál og óregluleg hrynjandi vitna um það. Að þessu leyti er ljóð- ið óhefðbundið. En á fleira er að líta. Elsti íslenski bragarhátturinn, fornyrðislag, hefur ekki rím, en ljóðstafi að tvö ris (áhersluatkvæði) í hverju vísuorði. Vísuorðin eru hins vegar mjög mislöng, og ekki er föst regla um fjölda vísuorða í hverju er- indi. Ljóðið Helgisögn sver sig í forna hefð að því leyti að það er stuðlað, frá upphafi til enda. Það er því ekki með öllu rétt að það sé óhefðbundið. Það er að sumu leyti hefðbundið en að öðru leyti óhefð- bundið. Hér dugir ekki svarthvít sýn á skáldskapinn. Nr. 50. Hér er spurt um tákn sem notuð eru í trúarlegum tilgangi. Eins og fyrr segir er ljóðið í heild ein táknmynd. Sú mynd er saman sett af mörgum táknum. Forn tré, sölnaðir burknar, gulnað gras, úlfa- þytur, hrægammar, nöðrur – öll þessi tákn fylla út í myndina. Verk- efnið er þó þannig gert að semjandi þess getur ekki verið að slægjast eftir neinu af þessu, heldur að nem- endur krossi við hjört með kross og einhyrning, en samkvæmt kirkju- legri táknfræði miðalda getur hvort tveggja verið tákn fyrir Jesúm Krist. Hlýtur þá að vakna sú spurn- ing hvort það nái nokkurri átt að gera kröfu til að nemendur í grunn- skóla kunni skil á þeim fræðum, eða skyldi prófsemjandinn ætla grunn- skólanemendum að hafa lesið Placi- dus sögu? En burt séð frá þessu er verkefnið ónothæft því að allir möguleikarnir fjórir gætu verið réttir, ef táknmynd ljóðsins hefur trúarlegan tilgang. Ljóðið Helgisögn er vafalaust mjög erfitt viðfangs, ólesið, fyrir unglinga, og reyndar fyrir skólað fólk í ljóðalestri. Ljóðið er eftir Snorra Hjartarson, en gleymst hef- ur að geta þess í prófheftinu. Það er næstsíðasta ljóðið í síðustu bók Snorra, Haustmyrkrið yfir mér, sem út kom 1979. Þá var höfundur liðlega sjötugur og átti ekki mörg ár ólifuð, dáinn 1986. Túlka má ljóðið svo að höfundur lýsi þar ævivegi sínum sem brátt tekur enda. Um- hverfi hans, þjóðfélagið, er ugg- vænlegt; úlfar, hrægammar og nöðrur eru tákn þess. Að leiðar- lokum efast hann um hvað við tek- ur; ef til vill á hann eftir að sjá Krist. Þessi skýring er eflaust óná- kvæm og kann að orka tvímælis, eins og mjög oft er þegar reynt er að skýra allegóríur. Að mínu viti er það öldungis al- veg fráleitt að leggja ljóðið Helgi- sögn fyrir nemendur til að glíma við á prófi, til þess er það of strembið. Verra er þó að sá sem prófið samdi virðist sjálfur ekki hafa ljóðið á valdi sínu. Verkefnin sem hann leggur fyrir nemendur grunnskóla bera þessu vitni, svo sem sýnt hefur verið hér að framan. Þau eru þannig samin, að einu undanskildu, að ýmist eru allir valmöguleikar rangir eða fleiri en einn geta verið réttir. Ýmislegt fleira er við þennan prófþátt að athuga. Ein grund- vallarregla við samningu prófa ætti að mínu viti að vera sú að prófið væri í beinu efnislegu framhaldi af og í eðlilegu samhengi við kennsl- una, sbr. það sem segir í lok 44. gr. grunnskólalaga: ,,Námsmat fer ekki einungis fram í lok námstímans heldur er það einn af föstum þáttum skólastarfs, órjúfanlegt frá námi og kennslu.“ Ég tel afar ólíklegt, nán- ast útilokað, að ljóðið Helgisögn og verkefnin sem því fylgdu hafi verið í eðlilegu samhengi við móðurmáls- kennsluna í grunnskólum. Annað mál er það að kennarar hljóta ávallt að laga kennslu sína að samræmd- um prófum fyrri ára. Hlýtur þá að vakna sú spurning hvernig þeim gengur að samræma bókmennta- kennsluna þessu tiltekna prófi. Hætt er við að prófverkefni sem svo illa eru samin sem hér er raun á rugli kennara og nemendur í rím- inu. Ef til vill væri líka vert að huga að því hversu góður mælikvarði fjöl- valsspurning getur verið á þekk- ingu eða kunnáttu eða færni nem- enda. Augljóst ætti að vera að krossaspurning sem er svo erfið að enginn eða mjög fáir nemenda ráða við hana er mjög vondur mæli- kvarði. Á sama hátt er spurning sem allir geta svarað ónýt, hún prófar ekkert. Hver sem útkoman kann að verða úr samræmda próf- inu í íslensku, er alveg víst að nem- endur 10. bekkjar grunnskóla hafa ekki forsendur til að leysa verkefnin hér að framan af skynsamlegu viti. Hér hefur eingöngu verið fjallað um ljóðið Helgisögn og þau verkefni sem því fylgdu á samræmdu loka- prófi í 10. bekk grunnskóla nú í vor. Í bókmenntahluta prófsins voru einnig þrír prósakaflar með fjölda verkefna. Um sum þeirra mætti hafa svipaðar athugasemdir og hér hafa verið gerðar. Væri nú ekki skynsamlegt að prófsemjendur Námsmatsstofnunar og móður- málskennarar í grunnskólum hugsi sitt ráð? Svona á ekki og má ekki semja próf. Svona á ekki að semja próf Eftir Finn Torfa Hjörleifsson ’Væri nú ekki skynsam-legt að prófsemjendur Námsmatsstofnunar og móðurmálskennarar í grunnskólum hugsi sitt ráð? Svona á ekki og má ekki semja próf.‘ Finnur Torfi Hjörleifsson Höfundur er fyrrverandi móður- málskennari og héraðsdómari og hefur skrifað ljóðabækur. flokksþingi í haust, þó hann vildi gjarnan hætta fyrr. Á landstjórnarfundinum tók Halldór Ásgrímsson einn til máls og tilkynnti um áform sín. Hann tilkynnti um afsögn sína sem for- maður flokksins og forsætisráð- herra. Hann sagði þó að hann hygðist gegna formennskunni fram að flokksþingi, en sá fundur yrði haldinn snemma í haust. Hall- dór sagðist sáttur við niðurstöðu sína og eftir yfirlýsingu hans var klappað, en engar umræður fóru fram á fundinum. Því næst steig hópurinn út til að tilkynna þetta fjölmiðlum sem biðu fyrir utan. Þar greindi Halldór frá þessum áformum sínum. Þegar hann var spurður um Guðna sagði hann: „Það liggur fyrir að við Guðni Ágústsson áttum fund saman og gerðum formanni þingflokksins grein fyrir því að við værum báðir viljugir til þess að hætta. Ég ætla að hætta á flokksþinginu, það ligg- ur fyrir, en varaformaður svarar því að sjálfsögðu fyrir sig.“ Forystukreppa í Framsóknarflokki Þessi ummæli komu Guðna í opna skjöldu, enda telur hann sig ekki hafa verið bundinn af neinu öðru samkomulagi en því sem tal- að var um í upphafi, þ.e. að hann og Halldór myndu víkja samtímis og Finnur kæmi inn. Guðni telur ennfremur að boða hefði átt til flokksþings strax í júní. Lengri frestur sé einungis ávísun á mikil átök innan flokksins um nýja for- ystusveit. Seinna um kvöldið sendi Guðni því frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla um að ekkert lægi fyrir um afsögn hans. Segja má að sú yfirlýsing hafi endanlega opinber- að þann ágreining sem uppi hefur verið milli Halldórs og Guðna og þau átök sem átt hafa sér stað bak við tjöldin. Finnur Ingólfsson lýsti því yfir með afdráttarlausum hætti í fjöl- miðlum í gær að hann ætlaði ekki að stíga inn í stjórnmálin að nýju. Ljóst er að þar með blasir við for- ystukreppa í Framsóknarflokkn- um og ávísun á átök í aðdraganda flokksþings. Tímasetning fundar- ins liggur ekki fyrir, en það er á valdi miðstjórnarinnar að ákveða hana. og réttmæti þess að breyta um for- ystu á miðstjórnarfundi í stað þess að láta kjósa um hana á flokks- þingi, sem hefur æðsta vald í mál- efnum flokksins. Þá bárust stuðn- ingsyfirlýsingar við Guðna frá framsóknarfélögum m.a. í Suður- kjördæmi og Skagafirðinum og jafnframt við forystu flokksins frá ungum framsóknarmönnum í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þreifingar og fundahöld héldu áfram um helgina, en á mánudag sauð upp úr á fundi sem á voru m.a. Guðni Ágústsson og Halldór Ásgrímsson. Heimildum ber ekki saman um hvað gerðist nákvæm- lega á þeim fundi, en ljóst er að tortryggni ríkti á báða bóga. Sundurlyndið, sem ríkt hefur á milli þeirra tveggja, var ekki til að bæta stöðuna. Engu að síður er ljóst að eftir þennan fund taldi Halldór víst að Guðni teldi sig ekki bundinn af samkomulaginu sem gert var, sem var mikið áfall fyrir Halldór. Halldórsarmurinn telur að Guðni hafi á þessum tímapunkti verið búinn að svíkja samkomulag- ið og ekki viljað láta af embætti og að hann hafi verið farinn að hringja út í sínu kjördæmi og kalla eftir stuðningsyfirlýsingum. Í her- búðum Guðna er þeirri skýringu hafnað, en þessu lýst þannig að Halldór og félagar hans hafi viljað breyta áætluninni í ljósi atburða helgarinnar. Endurkoma Finns Ingólfssonar á miðstjórnarfundi myndi, þegar allt kæmi til alls, ekki falla í frjóan jarðveg fram- sóknarmanna. Engin niðurstaða fékkst á fundinum og lauk honum skyndilega. Finnur hættur við Þingflokkur og landstjórn Framsóknarflokksins voru boðuð á Þingvöll þá um kvöldið. Guðni taldi fyrir þann fund að þrátt fyrir átök um helgina myndi Halldór greina frá áformum um afsögn sína og Guðna og innkomu Finns Ingólfs- sonar. Svo virðist hins vegar sem Finnur hafi á þeim tímapunkti ver- ið búinn að tilkynna að hann hygð- ist ekki taka áskoruninni. Það setti Halldór í ákveðinn vanda og hann mat það svo, eftir að hafa ráðfært sig við trúnaðar- menn sína, að eina leiðin út úr vandanum væri að lýsa því yfir að hann myndi ekki hætta fyrr en á i Halldór tta. Hall- ví láta af kki. æðum við Geir H. álfstæðis- ráðherra, ku, og til- ákvörðun sembætti di þeirra hverjar kisstjórn- lldór færi ráðherra. fram nið- msóknar- ráðherra nnugt er ksins um við for- af Davíð veðið um hægt að áðherrum a upp. Þó hafa talið engi ráð- n formað- arflokks- án mönn- gskvöldið ldórs um ði haldinn ædd yrðu rkosning- rnarfundi framt að rnarfund ra flokks- æddu þeir leiðis við msóknar- . Þar var að Guðni ystusveit- nnur Ing- m var leit- sátt um alldórs. út fóru að ytingum í östudags- um þess- miðlunum. rásinni og rast efa- ngólfsson en endanleg ákvörðun var tekin um helgina ekk ekki upp Morgunblaðið/ÞÖK ann tilkynnti ákvörðun sína á Þingvöllum. Ljóst er þó að ekki voru allir sáttir. arna@mbl.is, brjann@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.