Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 29 UMRÆÐAN Mjög vönduð 3ja herbergja, 83,4 fm íbúð á þessum vinsæla stað í Lindunum. Allur frágangur að utan sem innan er til fyrirmyndar. Parket flæðir milli herbergja og eru innihurðir og innréttingar í stíl þannig að íbúðin er bæði afskaplega hlýleg og falleg. Stutt er í alla þjónustu, skóla og verslanir sem og á stofnbrautir. Íbúð sem er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. OPIÐ HÚS MIÐVIKUDAGINN 7. JÚNÍ MILLI KL. 17 OG 19 Í FÍFULIND 9, 2.H.H., 201 KÓPAVOGI Albert Björn Lúðvígsson sölumaður, s. 840 4048 Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali ÞRJÁTÍU ár eru liðin frá út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur. Íslendingar stóðu sem einn maður að útfærslu landhelginnar til þess að tryggja yfirráð Ís- lendinga yfir fisk- veiðiauðlindinni í haf- inu í kringum Ísland. Á síðustu tuttugu árum hafa kvóta- flokkarnir Sjálf- stæðis- og Fram- sóknarflokkur unnið leynt og ljóst að því að færa fisk- veiðiauðlindina í einkaeign og hefur oddviti ríkisstjórn- arinnar og guðfaðir kvótakerfisins Hall- dór Ásgrímsson auðgast sjálfur á vafasömum stjórn- arathöfnum sínum. Við þessi tímamót berast þau tíðindi frá forsætisráðherra þjóðarinnar að hann vilji opna fyrir sölu á fiskveiðiheimildinni til erlendra aðila. Þessar fréttir berast á sama tíma og sú að komin sé ný stétt leiguliða sem þarf að greiða meira en tvo þriðju af verðmæti aflans fyrir það eitt að fá að draga bein úr sjó og að eigendur sjáv- arjarða séu sviptir réttindum sem þeir hafa haft um árhundruð. Ég efast um að nokkur þeirra sem tók þátt í baráttunni fyrir út- færslu landhelginnar hafi gert sér í hugarlund að þeir væru að leggja grunn að því að örfáir gætu selt auðlind þjóðarinnar úr landi og svipt sjávarbyggðirnar atvinnu- réttindum sínum. Höfum við náð árangri? Ef litið er yfir aflatölur Íslend- inga nú og það ár sem landhelgin var færð út í 200 mílur kemur fram að afli Íslend- inga var árið 1978 320 þúsund tonn og þá er ótalinn afli útlendinga. Eftir áratuga vís- indalega ráðgjöf er þorskaflinn liðlega 200 þúsund tonn. Þess ber að geta að samkvæmt upphaflegu markmiði ráðgjafar Hafró átti hún að skila 400-500 þúsund tonna ársafla af þorski. Til fróðleiks má nefna að árið sem Íslendingar færðu út landhelgina í 50 mílur, árið 1972, var þorsk- afli Íslendinga mun meiri en nú eða 238 þúsund tonn og þorsk- afli útlendinga á Ís- landsmiðum 173 þús- und tonn. Niðurstöðurnar sýna berlega að Ís- lendingar hafa ekki náð neinum árangri með notkun kvótakerf- is enda hefur það hvergi skilað árangri þar sem það hefur verið reynt. Þetta eru staðreyndir sem ekki er hægt að líta fram hjá eða þá að þagga niður eins og sterk öfl í þjóðfélaginu hafa gert, s.s. Morgunblaðið. Til hvers var barist? Sigurjón Þórðarson fjallar um útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur. Sigurjón Þórðarson ’Niðurstöðurnarsýna berlega að Íslendingar hafa ekki náð neinum árangri með notkun kvóta- kerfis enda hefur það hvergi skilað árangri þar sem það hefur verið reynt.‘ Höfundur er alþingismaður. FYRIR skemmstu skrifaði hinn glaðlyndi skemmtikraftur, kennari, blaða- og stjórnmálamaður, Árni Johnsen, grein í Morgunblaðið um notkun orðsins iPod. Kom hann þar fram með þá ágætu hugmynd að taka upp orðið tónhlaða í stað iPod. Ekki veit ég hvort Íslendingar myndu leggja það í vana sinn að nota þetta orð, en afburðagott er þó að eiga til íslenskt orð yfir hann, rétt eins og orðið rafhlaða er til jafnvel þó flestir tali um batterí. En það sem vakti þó ennfremur athygli mína á pistli Árna var á hve óskammfeilinn hátt hann vísar til kvenna og þeirra taka innan Morgunblaðsins. Þar kvartar hann undan lélegu málfari á síðum blaðsins, þar sem vísað er til enska orðsins iPod, og kennir þar einhverra hluta vegna kvenlegum tökum innan Morgunblaðsins um. Ekki veit ég hvað Árni á við með því. Einnig lætur hann þau orð falla að „með hinum kvenlegu tökum [flæði] meira en ella af ýmsu tískuhjali sem flýtur oft á púðum slöðraðs máls.“ Með því að lesa þessi orð sá ég fyrir mér nokkur af fjölmörgum árum kvenréttindabaráttu Íslendinga höggvin burt og fljúga út í veður og vind. Sú staðreynd að þekktir menn líkt og Árni, hverra raddir óma oft hátt innan samfélags okkar, geti ekki sýnt kvenfólki þá virðingu sem það ekki aðeins á skilið heldur ætti að vera öllum eðl- islæg, sýnir hve langt í land er til jafnréttis. Nokkuð virðist vera um alhæfingu karl- manna á konum. Bæk- ur sem þær skrifa fjalla aðeins um græn engi og ástarsorg, tónlistin sem þær spila er tilgerðarleg og þar fram eftir götunum. Ég er þar með alls ekki að ýja að því að þetta sé af- staða allra karlmanna. Síður en svo. Sem betur fer verður maður nú til dags afar sjaldan var við þennan hugsunarhátt. Hins vegar er hvert tilfelli einu ofaukið. Það er munur á kynjunum tveim- ur. Það vitum við öll vel og enginn fer fram á að litið sé á kvenfólk sömu augum og á karlmenn eða öfugt. Krafan er einfaldlega sú að gagn- kvæm virðing kynjanna sé fyrir hendi og að þau standi jöfn þegar kemur að starfsmannavali jafnt og hinu daglega lífi. Þessir vonandi ör- fáu einstaklingar sem láta áþekk orð falla og Árni Johnsen verða að opna augun sín og líta örlítið í kringum sig. Það eru breyttir tímar. Það er langt síðan Olympe de Gouges tap- aði höfði sínu í gálganum vegna sleitulausrar baráttu sinnar fyrir jafnrétti og gegn því að konur með skoðanir sem skiptu máli væru vafn- ingalaust afhöfðaðar. Það er styttra síðan að fjölmennt var á Lækjartorg á kvennafrídaginn 1975, en samt sem áður mjög langt miðað við þær framfarir sem orðið hafa. Þeir sem ekki geta gert sér grein fyrir þess- um framförum ganga ekki í takt við nútímann. Þeir fálma óheflað og ruddalega fyrir sér og hljóta á end- anum að reka sig á vegg. Hin „kvenlegu tök“ innan Morgunblaðsins Kristín Anna Hermannsdóttir svarar grein Árna Johnsen ’Krafan er einfaldlega súað gagnkvæm virðing kynjanna sé fyrir hendi og að þau standi jöfn þeg- ar kemur að starfs- mannavali jafnt og hinu daglega lífi. ‘ Kristín Anna Hermannsdóttir Höfundur er menntaskólanemi. Fáðu úrslitin send í símann þinn STJÓRNARLIÐAR vildu ekki nú fyrir þinglok breyta grunni til út- reiknings vaxtabóta, þrátt fyrir að fyrir liggi að stór hópur fólks verði fyrir verulegri skerðingu á vaxtabót- um nú í ágúst vegna hækkaðs fast- eignamats. Fasteignamat hefur hækkað um 35% milli álagningaráranna 2005 og 2006. Stjórn- arliðar neituðu þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir stjórnarand- stöðunnar að hækka eignaviðmið í skatta- lögum til samræmis við hækkun fast- eignamats. Afleiðing- arnar verða þær fyrir fjölda einstaklinga að vaxtabætur munu skerðast gífurlega og í sumum tilvikum verð- ur skerðingin 100%. Vaxtabætur þurrk- ast út Tökum dæmi af ein- stæðu foreldri með þrjár milljónir í tekjur, tæpar fimm milljónir í eignir og skuldir eru 15 milljónir króna. Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta eru 750 þúsund krónur. Í vaxtabætur fékk þetta einstæða for- eldri 218 þúsund á sl. ári en mun ekki fá eina krónu í ágúst nk. Ein- staklingur með sömu tekjur, eignir, skuldir og vaxtagjöld fékk á sl. ári tæpar 170 þúsund í vaxtabætur og mun ekki fá eina krónu í ágúst nk. Hjón með sex milljónir í tekjur, eignir 7,2 milljónir, skuldir 15 millj- ónir og 750 þús. kr. vaxtagjöld til út- reiknings vaxtabóta fengu á sl. ári 280 þúsund í vaxtabætur en munu fá tæpar 15 þúsund krónur í ágúst nk. Aðstæður fólks í þessum þremur dæmum, sem verður fyrir allt að 250 þúsund króna skerðingu á vaxtabót- um, eru þær sömu álagningarárin 2005 og 2006. Tekjur hafa einungis breyst í samræmi við launavísitölu milli tekjuáranna 2004 og 2005 og skuldir og vaxtagjöld eru óbreytt bæði þessi ár. Eina sem breytist er að eigna- myndunin er meiri á skattframtölunum ein- ungis vegna hækkunar á fasteignamati. Það leiðir til þessarar miklu skerðingar, þar sem stjórnvöld vilja ekki hækka eignaviðmið í skattalögum til sam- ræmis við hækkun á fasteignamati. Óbilgirni stjórn- valda Vegna óbilgirni stjórnvalda fá íbúðar- eigendur mjög þung- bæran skell í ágúst nk. Ekki er annað hægt en að kalla þetta vísvitandi stuld, þegar stjórnvöld ætla að láta þetta ganga yfir fólk án þess að bregðast við. Þetta aðgerðarleysi stjórnvalda veldur hrópandi óréttlæti sem bitna mun á þúsundum Íslendinga sem ekki hafa gert sér grein fyrir þessari skerðingu og hafa reiknað með óskertum vaxtabótum í fjárhags- áætlunum sínum. Hrópandi óréttlæti Jóhanna Sigurðardóttir fjallar um vaxtabætur Jóhanna Sigurðardóttir ’Vegna óbilgirnistjórnvalda fá íbúðareigendur mjög þungbæran skell í ágúst nk.‘ Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.