Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Einar Nikulás-son, forstjóri, fæddist í Doktors- húsinu á Vestur- götu 25 í Reykjavík 3. október 1921, en ólst upp við Hring- brautina. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 28. maí síðastliðinn. Nikulás faðir Ein- ars var sonur Frið- riks bónda á Litlu Hólum í Mýrdal, afabróður Erlends Einarssonar fyrrverandi forstjóra S.Í.S. Friðrik var sonur Björns Bergsteinssonar, bónda á Dyrhól- um, bróður Þuríðar langömmu Ólafs G. Einarssonar fyrrverandi ráðherra. Móðir Nikulásar var Halldóra Magnúsdóttir, bónda í Dyrhóla- hjáleigu Ólafssonar og Sigríðar Sigurðardóttur. Ragna móðir Ein- ars var dóttir Stefáns, héraðs- læknis í Vík í Mýrdal, Gíslasonar. Móðir Stefáns var Halla, dóttir Steindóri Aðalsteinssyni, og eiga þau tvær dætur. 2) Ragnar Már, framkvæmdastjóri, kona hans er Arngunnur Atladóttir og á hann einn son, Albert Má, með fyrri konu sinni, Regínu Scheiper. 3) Þórhildur, sálfræðinemi, maður hennar er Halldór Kristófersson, börn hennar eru Valberg, maki hans er Suzanne Slegers, Rósa, maki hennar er Kristján Karlsson, þau eiga eina dóttur, Auðunn Björn, Þórarinn Árni og Sigurður Gísli. 4) Nikulás, rafvirki í Reykja- vík, börn hans eru Einar, Ragnar Már, Anna Rósa og Nikulás. Einar var rafvirkjameistari að mennt og stofnaði eigið fyrirtæki 1945, sem hann rak þar til sonur hans tók við því fyrir fjórum ár- um. Hann var fyrstur manna í Evrópu til að framleiða flúrlampa og hannaði lampa fyrir mörg stærstu fyrirtæki landsins. Þá flutti hann út lampa, meðal annars til Noregs. Einar átti sæti í stjórn Exmarco í Chicago frá 1975–1985 og í stjórn Promatex í Belgíu frá 1973- 1980. Hann var stofnandi smá- bátafélagsins Snarfara og sat í stjórn þess í mörg ár. Útför Einars verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jóns bónda í Galta- felli, Björnssonar. Móðir Rögnu var Ragnheiður Guðrún Einarsdóttir verslun- arstjóri í Reykjavík. Systkini Einars eru Stefán (látinn); Ragnheiður (látin); Halldór; Unnur; Sæ- mundur; og Halla. Einar kvæntist Kristínu Þórarins- dóttur, f. 6.9. 1922, húsmóður og píanó- kennara. Hún er dóttir Þórarins, bókara og rithöf- undar af Reykjaætt, Árnasonar, prófasts Þórarinssonar og konu hans Elísabetar Sigurðardóttur. Kona Þórarins var Rósa, kirkju- organisti, Lárusdóttir, Halldórs- sonar prests á Breiðabólsstað á Skógarströnd, af Hjarðarfellsætt. Börn Einars og Kristínar eru: 1) Rósa, gift Guðmundi Ingimundar- syni og eiga þau þrjú börn: Einar Þór, Ingimund Kristin, hann á eina dóttur, og Kristínu, gift Látinn er afi minn, Einar Niku- lásson. Allt frá því ég man eftir mér fyrst, bjuggu afi og amma í stóru og góðu húsi í Breiðagerði 25. Afi var aldrei kallaður annað af okkur krökkunum en afi í Breiðó, enda var heimili þeirra hjóna ávallt fullt af lífi og aðal samkomustaður fjölskyld- unnar. Í kjallara hússins hóf afi lampaframleiðslu sína og var á stundum handagangur í öskjunni, á þessum hveitibrauðsdögum fyrir- tækisins. Ekki fór á milli mála þar sem afi var, hvers konar orka og drifkraftur var þar á ferð og þegar ég lít til baka, undrast ég hvað hann hafði mikinn tíma fyrir fjölskylduna og okkur barnabörnin. Afi var veiðimaður mikill. Stund- aði laxveiðar og síðar veiðar á sjó. Fékk ég þessar dellur í arf. Mitt fyrsta flugukast var með afa á túninu í Dalalandinu, á gömlu Split- Cane stönginni hans (en hana gaf hann mér síðar) og reyndi eflaust á þolinmæði karlsins, en hann gaf sig ekki fyrr en ég hafði náð tökum á tækninni. Einn daginn söðlaði afi um og keypti bát. Var nú laxveiðitíma- bilinu lokið og veit ég ekki til þess að hann hafi veitt í ferskvatni eftir það. Talaði um hækkun veiðileyfa o.s.frv. Upphófst þá eitt besta tíma- bil æsku minnar, er við þeystumst sumarlangt Faxaflóann þveran og endilangan á 20 feta plastbát í leit að góðum fiskimiðum. Var hvert tækifærið notað til þess að róa. Oft lágum við úti langt fram eftir á björtum sumarnóttum og lék afi á als oddi. Lentum við í mörgum æv- intýrum á þessum árum og minnist ég þess ekki að ró hans hafi verið raskað þrátt fyrir ýmsar hrakfarir. Framdi hann í það minnsta einu sinni aðgerð á mér, með flökunar- hníf, eftir að ég hafði fengið krók í gegnum putta. Óttaleysi afa gagnvart náttúruöfl- unum var svo mikið að það kom honum stundum í bobba. Kemur upp í hugann misheppnuð tilraun til að bjarga báti inn við Snarfarahöfn. Ekki vildi betur til en svo að karlinn endaði klofvega á kili lítillar jullu og rak hratt til hafs í austanstormi. Varð þó úr giftusamleg björgum eft- ir nokkurt volk og slapp hann með skrekkinn, en fékk þó heiftarlega lungnabólgu í kjölfarið. Það ríkti ávallt mikil drift og and- ríki í kringum afa. Hann hafði skoð- anir á mönnum og málefnum og naut þess að segja frá. Stundum hljóp honum kapp í kinn en var fljótur niður aftur og var þá sáttfús. Örlátur var afi á tíma sinn og pen- inga. Gaukaði hann oft að okkur krökkunum aur og lánaði gestum og gangandi, svo mikið að oft á tíðum held ég að lítið hafi fengist fyrir vinnuna. Mér auðnaðist að læra fyrstu handtökin í lampasmíðinni af afa og starfaði með honum um langt skeið. Var oft handagangur í öskjunni og skipulagið ekki alltaf upp á það besta, en það bætti afi oft upp með elju á ögurstund og var oft lyft grettistaki á slíkum stundum. Ekki var nokkurt vandamál svo stórt gagnvart hönnun og smíðum að ekki væri hægt að leysa það. Spurði ég hann eitt sinn hvernig hann fengi þessar hugmyndir. Hann svaraði að bragði: „Ég leggst á bak- ið í rúminu og horfi upp í loftið þar til lausnin birtist.“ „Hversu lengi?“ spurði ég. „Þar til lausnin birtist!“ svarað hann þá. Afi hafði gaman af að ferðast og átti hann marga og góða vini erlend- is. Fór ég í tvær ferðir með honum á Hannover-sýninguna í Þýskalandi og var hann í essinu sínu í þessum ferðum. Þótti mér mikið til koma er við stigum inn í Buickinn hans sem beið okkar við flugvöllinn í Lúxem- borg. Ekki var hann sammála því, þar sem bílbeyglan komst ekki yfir 200 km hraða, annað en Firebirdinn sem hann átti fyrr, sem komst upp í 227. Hvar sem við komum á ferðum okkar var vel tekið á móti afa. Allir þekktu víkinginn frá Íslandi, þyrpt- ust að honum og það var dreypt á öli og sungið. Glaumur og gleði fram á morgun, en alltaf skyldi maður rif- inn á fætur fyrir allar aldir. Há- punkturinn á þessum ferðum var þó er afi steig á svið í Münchenerhallen og söng við undirleik þýskrar stór- sveitar. Þegar í lít yfir þau 39 ár sem ég átti samleið með afa, þá fyllist ég í senn þakklæti og gleði. Ég horfi yfir ævi manns sem lifði lífinu til fulln- ustu og lét hvorki ótta né efasemdir stöðva sig á leið sinni. Þessi kraftur og elja einkenndu hann allt til hinstu stundar, en deginum áður en hann fékk áfallið kom ég að honum úti í garði, með staf í annarri hendi en hrífu í hinni, að snyrta blómabeð- in. Nú er komið að hinstu kveðju- stund og þakka ég afa innilega fyrir samleiðina. Innilegustu samúðar- kveðjur til ömmu og annarra ætt- ingja. Einar Þór Guðmundsson. Í þessum fáu orðum vil ég þakka mikilmenninu honum afa mínum, Einari fyrir örugga og lærdómsríka handleiðslu inn í lífið. Ég ólst upp hjá þér og ömmu stóran hluta lífsins og mun alla ævi búa að þeirri örygg- istilfinningu að alast upp í Breiða- gerðinu með ykkur ömmu, sérstak- lega mun ég búa að því að hafa átt afa sem lifði ótrúlegu, ævintýralegu og innihaldsríku lífi sem ruddi leið- ina fyrir mig og aðra afkomendur sína. Með miklum trega kveð ég þig að sinni, afi minn, en veit að ég á eftir að hitta þig seinna meir og það verð- ur þess virði að bíða eftir. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem þú hefur gefið okkur börnunum, mér systkinum mínum og mömmu. Það var svo oft sem þú komst til okkar í Breiðholtið. Mamma var einstæð móðir, fátæk á peninga en alltof rík af börnum. Á þeim tíma var var stundum hart í búi hjá einstæðri móður og var afi þá ekki langt undan. Án þess að þú hefðir verið beðinn um neitt hringdi dyrabjallan og þar stóð virðulegur afi í frakka með hendurnar fullar af innkaupapokum sem voru ætlaðir krökkunum hans. Þessi kvöld mun ég muna um ald- ur og ævi, afi minn, ég mun vera ævinlega þakklátur því slík gleði var þegar ískápurinn sem rétt áður var galtómur var orðinn svo fullur að ís- skápurinn sjálfur stóð varla í lapp- irnar. Það eru svo margt að minnast afi minn, heimsóknanna þegar við fjöl- skyldan bjuggum í sveitinni og þið amma komuð á sumrin. Ég gleymi því aldrei þegar við smíðuðum sól- pall með vitlausu hallamáli en átt- uðum okkur ekki á því fyrr en við vorum að negla síðustu fjölina, eini sólpallurinn í kringum húsið sem aldrei hefur þurft neitt viðhald öll þessi ár. Svo þegar þú fórst eld- snemma sólríka sumarmorgna að róa á árabátnum og komst með bát- inn svo fullan af fiski að trillukarl- arnir á svæðinu voru farnir að elta þig á röndum, herbergið sem þú smíðaðir handa þér og ömmu og þegar þú hjálpaðir mér að gera við mótorhjólin mín og svo fullt af góð- um minningum sem ég mun eiga um þig og ömmu í sveitinni fyrir norð- an. Minningar sem hvetja mig til að verða að jafn góðum manni og þú varst. Ég sá þig daginn áður en þú fórst upp á spítala. Þá vorum við Gilli að fara út í bíl þegar þú varst að koma af fundi. Ég ætlaði nú að vera hinn óbilandi dóttursonur og hjálpa þér út úr bílnum en harkan og hetju- skapurinn í þér hélt nú ekki, sagðir mér að færa mig, þú gætir þetta sko alveg sjálfur. „Horfðu bara á afa þinn koma út úr bílnum,“ sagðirðu og hlóst. Ég fylgdist með þér og þú sveifst út úr bílnum eins og höfðingi þrátt fyrir að eiga erfitt með hreyf- ingarnar, en eins og sagt er um þig: „Þú ert sérstök afmælisútgáfa af harðjaxli,“ og sannaðist það þarna eins og oft áður. Sárast þykir mér samt að hafa horft á eftir þér inn þarna í síðasta skipti því svo um morguninn varstu kominn upp á spítala og vaknaðir ekkert aftur eftir það. Ég var alveg viss eftir að þú sagð- ir mér frá draumnum sem þig dreymdi að þú myndir allavega eiga nokkur ár í viðbót. Þú fórst eins og stormsveipur um garðinn þegar ég kom til þín um daginn og þegar ég spurði þig hvort þú ættir von á heimsleiðtogunum í garðpartý sagðirðu við mig: „Mig dreymdi svo undarlegan draum í nótt! Mig dreymdi að ég væri niðrí fyrirtæki að vinna og leið mjög vel. Þetta var góður dagur og þegar hann var að lokum kominn fer ég heim, sest niður í stólinn minn og slaka vel á eftir góðan dag í fyr- irtækinu, en í þann mund sem mér er farið að líða vel og ég er farinn að slaka vel á, geri ég mér grein fyrir því að ef ég held ekki áfram að gera eitthvað, hafa eitthvað fyrir stafni dey ég! Svo ég dríf mig uppúr stóln- um og held áfram að dunda mér hérna heima fyrir og var þá hólp- inn.“ Ég var alveg viss um að þar ættirðu þó nokkur ár í viðbót inni, en því miður fékkstu kallið og þurft- ir að sinna því. Afi minn, þú munt ætíð vera minn leiðari í gegnum lífið og það sem ég mun taka mér fyrir hendur mun ég ekki vera feiminn við að ráðast í og koma í framkvæmd því þú ert svo oft búinn að komast í gegnum hinar ýmsu hindranir á þeim hugmyndum sem þú fékkst, ólíkt mörgum öðrum framkvæmdirðu þínar hugmyndir í stað þess að fá hugmynd og hugsa síðan restina af ævinni hvernig hefði farið ef þú hefðir hrundið henni í framkvæmd. Með það að leiðarljósi ert þú bú- inn að ryðja veginn fyrir mig að mörgu leyti og þykir mér mjög vænt um það þegar ég var að stofna mitt fyrirtæki og þú sagðir við mig: „Þó svo að þú sjáir ekki fyrir endann eða hvað þá byrjunina á þessari hug- mynd þinni að fyrirtæki skaltu ráð- ast í hana og byrja. Þó svo að þú eigir ekki flottustu græjurnar þarftu að byrja einhvers staðar,“ og það sem mér þótti vænst um að heyra var þegar þú sagðir við mig: „Svona byrjaði ég.“ Afi minn, í gegnum lífið hefurðu borið af öðrum mönnum og er ég viss um að það breytist ekkert þar sem þú ert núna. Mér líður vel að vita það að þegar það kemur að því að ég sjálfur fari sömu leið og þú að þá sért þú þar til þess að taka á móti mér og ert án efa búinn á þeim tíma að gera ráð fyrir komu allra barna þinna og konu. Með þeirri hugsun kveð ég þig í bili, elsku afi minn, og hlakka til að hitta þig aftur. Auðunn B. Lárusson. Það var um vorið 1939, þegar systir mín kom heim að Stórahrauni eftir nám, að í fylgd með henni var ungur maður, ljóshærður og mynd- arlegur. Þar var kominn Einar Nikulásson tilvonandi mágur minn sem systir mín var að kynna fyrir fjölskyldunni. Einar reyndist hvers manns hugljúfi enda afar þægilegur og skemmtilegur maður þar á ferð. Þarna eignaðist ég vin, já kæran vin, og hefur sú vinátta varað alla tíð síðan. Margs er að minnast eftir rúm- lega 67 ára samferð. Einar var fé- lagslyndur og naut sín vel í hópi vina og vandamanna. En samt átti hann sínar stundir með sjálfum sér. Hann hafði gaman af veiðiskap, hvort heldur var við ár og vötn, eða úti á sjó. Aflamagn var ekki keppi- kefli heldur sambandið við náttúr- una. Hann átti það til að fara á bátn- um sínum að kvöldlagi út á sundin við Reykjavík, sjá sólina síga í sæ- inn, húmið færast yfir, sjá himin og haf verða eitt og hlusta á kyrrðina, sjá síðan sólina rísa á ný og allt lifna við. „Það eru forréttindi að fá að upplifa þetta,“ sagði hann. Einar var tónlistarunnandi, hann hafði fal- lega söngrödd og var oft brugðið á leik í fjölskylduboðum við undirleik Stínu systur sem er lipur orgel- og píanóleikari. Og hver gleymir tví- söngnum fræga hjá þeim nöfnum, Einari föðurbróður og Einari mági, það var alveg stórkostlegt. Þá var Einar snjall skákmaður og þau voru mörg og fjölmenn skákmótin sem haldin voru í Breiðagerðinu. Var þar oft mikið fjör á ferðinni og ávallt heitt á könnunni. Yfir kaffibollanum voru líflegar umræður um snilli eða afleiki og sýndist þá sitt hverjum. Einar var rafvirkjameistari. Hann stofnaði fyrirtæki sitt E.N. lampa árið 1945 og var frumkvöðull í smíði flúorlampa. Margt fleira kemur upp í hugann, t.d. ljósmynd- arinn, hönnuðurinn og uppfinninga- maðurinn svo að fátt eitt sé nefnt, en hér verður numið staðar. Einar var kær tengdaforeldrum sínum og reyndist þeim góður son- ur. Um auð og völd hirti hann ekki, enda taldi hann það vera helsi á lífs- göngunni, það nægði honum að hugsa vel um fjölskylduna. Einar og Stína áttu fallegt heimili, fjögur börn, þrettán barnabörn og þrjú barnabarnabörn, öll myndarleg og vel gefin. Nú kveð ég kæran vin minn með söknuði og einnig þakklæti fyrir öll árin sem leiðir okkar lágu saman, þau eru dýrmæt og lifa í minning- unni. Ég bið góðan Guð um að styrkja systur mína og fjölskylduna í sorginni. Í Guðs friði. Inga Erna Þórarinsdóttir frá Stórahrauni. Þótt við vitum öll, að lífið á sér enda ekki síður en upphaf og þessi endalok bíði okkar allra í fyllingu tímans, þá stöndum við yfirleitt undrandi og vegvillt, þegar kunn- ingjar og vinir hverfa í samræmi við lögmálið burt inn í dulúð móðunnar miklu. Fregnin um andlát Einars Niku- lássonar, rafvirkjameistara, er sama markinu brennd. Hún kom okkur á óvart, þótt Einar hafi lifað langa og viðburðaríka ævi. Einar var myndarlegur fríðleiks- maður, sem eftir var tekið. Mest áberandi persónueinkenni hans voru hressilegt og uppörvandi glað- lyndi og vinsamleg viðhorf til allra. Hjálpsemi hans og hreinskilni voru rómuð. Þannig er ljúf mynd hans í hugum okkar samferðafólksins. Á unglingsárunum kynntist Einar eftirlifandi konu sinni, Kristínu Þór- arinsdóttur, en hún er komin af þeim góða kvenlegg, sem afi hennar, séra Árni prófastur Þórarinsson, gaf þá einkunn, að þær hefðu erft eftir formóður sína, Úrsúlu hina fögru „svo gott hold að þær hafa runnið út eins og heitar bollur“. Persónutöfrar, myndarskapur og glaðleg góðvild eru meðal höfuðein- kenna kvenleggs ættarinnar, sem prýðir Kristínu, ekki síður en frænkur hennar. Einar varð þeirrar gæfu aðnjótandi að finna þessa ágætu konu á unga aldri og njóta með henni ástríkrar sambúðar um áraraðir. Einar nam rafvirkjun á yngri ár- um og var lengi í sveit fremstu fag- manna í sinni stétt. Um tíma var hann mikilvirkur rafverktaki og í framhaldi af því fékkst hann við um- fangsmikinn rekstur vegna fram- leiðslu og sölu á ýmiss konar ljósa- lömpum og raftækjum. Úr þessari starfsemi dró verulega, þegar hlið- stæðar vörur fóru að flæða frjálst inn í landið vegna aðildar okkar að EFTA. Með hyggindum, sem í hag komu, útsjónarsemi og fyrirmyndar fagmennsku tókst honum að laga rekstur sinn að breyttum aðstæðum og halda sjó. Hann skilaði því góðu búi eftir mikið og gott lífsstarf. Blessuð sé minning Einars Niku- lássonar. Við Karin sendum Kristínu, börn- um þeirra og allri fjölskyldunni inni- EINAR NIKULÁSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.