Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 33
legar samúðarkveðjur og biðjum Guð að veita þeim styrk í söknuði og sorg. Hannes Jónsson. Það var fyrir hartnær hálfri öld að leiðir tveggja athafnamanna lágu saman og mun það hafa verið fyrir tilstilli Sveinbjörns Jónssonar í Ofnasmiðjunni, sem þá rak það öfl- uga fyrirtæki. Þetta voru þeir Einar Nikulásson og Erling Larsen, sem hingað hafði verið fenginn til starfa frá Noregi vegna þekkingar sinnar á vefnaðartækni. Það má með sanni segja að þarna hafi orðið vinátta við fyrstu sýn og eru undirrituð í þakk- arskuld fyrir það að svo varð, því ósennilegt er með öllu að okkar leið- ir hefðu legið saman, ef svo hefði ekki verið. Það var æði margt sem tengdi þessa tvo menn saman, báðir fulltrúar einkaframtaksins og auk þess með mörg sameiginleg áhuga- mál. Einar var kraftmikill maður, sem átti afar auðvelt með að laða að sér fólk. Hann var bjartur yfirlitum, gæddur góðum eðlisgáfum og fullur af lífskrafti sem streymdi frá honum allt til hinsta dags. Hann rak fyr- irtæki sitt EN lampa allt frá 1945 og þar til fyrir fáum árum, er á hann herjuðu erfið veikindi. Í öll þessi ár framleiddi hann ljós og lampa sem lýsa víða um land og heim. Það hef- ur örugglega ekki verið léttur róður að reka og stjórna fyrirtæki hér- lendis á tímum bæði verðbólgu og peningalausra banka! En Einar var með afbrigðum duglegur og ósér- hlífinn, sístarfandi og jafnframt hjálplegur við alla sem til hans leit- uðu. Sú er hlut á að máli í þessu grein- arkorni hafði raunar kynnst fami- lien Nikulásson, eins og við tölum um hana í dag, gegnum elstu dóttur hans Rósu, nokkrum árum áður en fundum þeirra Einar og Erlings bar saman. Börn frumbyggjanna í Smá- íbúðahverfinu, þess harðduglega fólks, sem byggði sér þak yfir höf- uðið með hörðum höndum og af litlum efnum, áttu auðvelt með að samlagast, enda öll sprottin úr svip- uðum jarðvegi. Á þessum árum varð til vinkvennahópur sem staðið hefur saman alla tíð síðan í gegnum bæði þykkt og þunnt og eru það verð- mæti, sem vaxa af sjálfu sér og verða dýrmætari eftir því sem árin færast yfir. Eins og áður sagði tókst sönn og einlæg vinátta með þeim Einari og Erling og eiginkonum þeirra Krist- ínu og Olgu. Í mörg ár skiptust þau á heimsóknum til Íslands og Noregs og ferðuðust auk þess til margra annarra Evrópulanda saman. Sömu- leiðis tókst mikil vinátta milli barna þeirra og nutu þau heimilishlýju þeirra vinanna beggja vegna Atl- antsála. Stína og Einar hafa lengst af búið í Breiðagerði 25 og þar var oft glatt á hjalla, mikil músik, söngur og gleði, en Einar hafði einstaklega fal- lega söngrödd og frúin spilaði lista- vel undir á píanóið. En það var líka gott að koma til Einars og Stínu með hversdags- vandamálin og sorgirnar, sem alltaf er nóg af, og þar höfum við æsku- vinkonur Rósu gjarnan átt skjól. Erling er látinn fyrir allmörgum árum en Olga lifði mann sinn í mörg ár og þegar minnst var á Stínu og Einar kom jafnan sérstakur glampi í augu hennar og rödd. Þær mæðg- ur Kristín og Rósa heiðruðu minn- ingu Erlings með nærveru sinni við útför hans og „det satte Olga Lar- sen stor pris paa“. Það er margt sem farið hefur í gegnum hugann og símleiðis undir Atlantshafið eða um himinförin und- anfarna vordaga og yfir öllum minn- ingunum líkt og lýsi einn stór flúre- sentlampi. Í huganum hljómar líka söngrödd Einars og hljómar uppá- haldslagið hans Erlings „Svífur yfir Esjunni“ … hæst og vonum við að sólroðið ský muni lýsa yfir Breiða- gerði 25 og líka á bak við Esjuna í Eilífsdal þar sem þau hjónin Stína og Einar höfðu hreiðrað um sig á sælureit, hann að smíða og betr- umbæta og hún að yrkja jörðina. Við erum þakklát að þeir Einar og Erling urðu Íslands og Noregs unnendur og biðjum Guð að blessa minningu góðs drengs, Einar Niku- lássonar. Hann var okkur örlaga- valdur. Birna Þórisdóttir, Rolf Inge Larsen. Látinn er í Reykjavík athafna- maðurinn Einar Nikulásson. Flestir muna sennilega eftir Einari sem duglegum framkvæmdamanni, for- stjóra sem að eigin frumkvæði og hugviti hannaði fyrstu flúorlampa sem sáust í Evrópu. Hann var for- stjóri eigin fyrirtækis frá 1945 og sérhæfði sig í grein sinni. Fyrir þekkingu sína og vinnusemi hlaut hann virðingu og stjórnarsetu í fyr- irtækjum bæði vestan hafs og aust- an. Árið 1975 var Einar í hópi þeirra hugsjónamanna sem lögðu grunninn af stofnun Snarfara í Reykjavík. Hann var einn af stofnendum fé- lagsins og naut félagið í 30 ár krafta hans. Hann var mikill áhugamaður um kvikmyndatöku og heimildaöfl- un og liggja eftir hann ómetanlegar heimildir um stofnun, viðgang og þróun skemmtibátamenningar í og við Faxaflóa. Fyrir þennan dugnað við varðveislu heimilda og þátt hans í viðgangi Snarfara vill félagið þakka á þessari kveðjustund. Í bókinni um veginn segir kín- verski heimspekingurinn Lao Tse: „Það, sem gróðursett er á réttan hátt, verður ekki rifið upp; það verð- ur aldrei á braut borið, sem vel er varðveitt. Það vekur virðingu niðj- anna.“ Snarfari vill votta Kristínu Þór- arinsdóttur, börnum þeirra og öðr- um aðstandendum samúð sína vegna fráfalls Einars Nikulássonar. F.h. Snarfara, Jóhannes Valdemarsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 33 MINNINGAR ✝ Vigdís Hannes-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum hinn 27. október 1919. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 28. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Hannes Hansson útgerðar- maður, f. 5. nóvem- ber 1891 í Vest- mannaeyjum, d. 17. júní 1974, og Magn- úsína Friðriksdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1889 á Núpi í V-Eyjafjallahrepppi, d. 19. apríl 1983. Systkini Vigdísar voru tíu sem nú eru öll látin nema Guð- björg Kristín sem var yngst, f. Ágúst Óðinn, f. 1969, Vigdís Ósk, f. 1971, Sigrún Alda, f. 1976, Gunnar Tryggvi, f. 1978, og Ást- hildur Tinna, f. 1981. 4) Ása, f. 1951, gift Tómasi Kristinssyni, þeirra börn eru Kristinn, f. 1972, Kristjana, f. 1976, og Emilía, f. 1982. Vigdís hóf ung að starfa við út- gerðarheimilið á Hvoli, þar til hún fluttist til Reykjavíkur árið 1940 og giftist Haraldi. Þau hófu búskap á Barónsstíg 11 í Reykja- vík, fluttust síðar að Laugavegi 71 og bjuggu þar þangað til þau byggðu heimili sitt í Hólmgarði 5 í Reykjavík. Vigdís fór að vinna utan heimilis er börnin voru kom- in á legg, fyrst hjá Ólafi Jóhanns- syni er rak vefnaðarverslanir, og síðustu 17 starfsárin vann hún hjá Skipaútgerð ríkisins. Vigdís starfaði mikið í Kvenfélaginu Heimaey. Útför Vigdísar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1929. Hinn 13. maí 1940 giftist Vigdís Har- aldi Ágúst Haralds- syni frá Sandi í Vest- mannaeyjum, f. 27. október 1919, d. 16. okt. 1984. Börn þeirra eru: 1) Þrá- inn, f. 22. feb. 1940, d. 2. nóvember 1986. Börn hans eru María Berglind, f. 1960, Haraldur Ingvar, f. 1968, og Sólrún, f. 1972. 2) Hannes Har- aldur, f. 1942, kvæntur Elínu Jónsdóttir, þeirra börn eru Hel- ena, f. 1959, og Berglind, f. 1972. 3) Ómar, f. 1946, kvæntur Grétu Gunnarsdóttur, þeirra börn eru Það er skrítið að hugsa til þess að amma okkar sé farinn, því hún hefur alltaf verið til staðar fyrir okkur systkinin, frá því að ég man eftir mér. Hún bjó á heimili okkar í rúm 20 ár, og var okkur mjög kær. Það var þægileg hugsun að vita af henni heima þegar við komum heim úr skólanum. Það var líka hægt að bulla og fíflast með hen- ni,og þegar hún hló þá heyrðist ekki neitt, hún bara hristist og var á innsoginu og þá hlógum við ennþá meira. Amma hafði mikinn áhuga á fótbolta, og fylgdist grannt með hverjum leik, og sér- staklega þegar Diddi bróðir var að spila með Fylki, þá heyrði maður hrópin og köllin um allt hús. Hún fylgdist einnig vel með enska bolt- anum. Amma var alltaf mjög fín og hafði mikinn áhuga á fötum og skóm, og átti mikið safn af slíku, fór ekki út úr húsi nema að vera búin að setja upp andlitið, eins og hún orðaði það. Það var gaman að fara með henni í búðir, þá gaukaði hún alltaf einhverju lítilræði að okkur. Þegar ég var yngri þá svaf ég á gólfinu við hliðina á henni til að „passa“ ömmu mína, en allir vissu að það var öfugt. Ég var svo myrkfælin og leið svo vel niðri í kjallara hjá henni. Henni þótt vænt um þegar að Kristjana systir kom í Melbæinn á miðjum degi til að spjalla yfir kaffibolla. Amma missti hann afa allt of fljót, og það vantaði alltaf eitthvað upp á heildarmyndina, þau voru fædd sama dag og sama ár og mér var sagt að það hefði oft verið glatt á hjalla á stórafmælum í Hómgarðinum. Nú er amma Dísa komin til Halla afa og þau geta sungið Yndislega eyjan mín sam- an. Amma mín, takk fyrir allt og góða ferð. Emilía, Kristinn og Kristjana. VIGDÍS HANNESDÓTTIR Aðstoða við gerð minningargreina Flosi Magnússon sími 561 5608 eða 896 5608 flosi@flosi.is Maðurinn minn, HÖRÐUR ÞORGEIRSSON húsasmíðameistari, Stigahlíð 88, Reykjavík, sem lést á Landakotsspítala sunnudaginn 28. maí verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtuda- ginn 8. júní kl. 15:00. Unnur Guðmundsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FREDDY LAUSTSEN, húsasmiður hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis í Furugerði 1, lést sunnudaginn 28. maí. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 9. maí kl. 13.00. Sveinbjörg Laustsen, Guðjón Guðmundsson, Fanný Laustsen, Þórhallur Stefánsson, Matthildur Laustsen, Ólafur Ólafsson, Þórir Laustsen, Helgi Laustsen, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, MICHAEL ROSS, Miami, Florida USA, andaðist á heimili sínu laugardaginn 3. júní. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd ættingja minna og vina. Anna Erla Magnúsdóttir Ross. Ástkær eiginmaður minn, SIGURÐUR NARFI JAKOBSSON, Reykjadal 2, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu sunnudaginn 4. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Sigurjónsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FANNEY SIGURÐARDÓTTIR, áður til heimilis í Írabakka 4, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 1. júní. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 9. júní kl. 13.00. Ragnhild Kinoshita, Raymond Kinoshita, Friðmar M. Friðmarsson, Erna Valdimarsdóttir, Tryggvi Sædal Friðmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR M. JÓHANNESSON læknir, Jórsölum 3, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 5. júní sl. Svala Karlsdóttir, Markúsína Andrea Jóhannesdóttir, Jóhanna Andrea Guðmundsdóttir, Hjalti Jónsson, Ásta Guðríður Guðmundsdóttir, Magnús Ver Magnússon, Guðmundur Karl Guðmundsson, María Guðjónsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.