Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Soffía Arin-bjarnar fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1944. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 26. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- urður Gunnar Ar- inbjarnar, f. í Reykjavík 2. febr- úar 1908, d. 8. febrúar 1968 og Olga Betty Arin- bjarnar Norman, f. á Akureyri 16. nóvember 1919, d. 14. ágúst 1995. Systkini Soffíu eru Reynir Arinbjarnar, f. á Ísafirði 5. des- ember 1937, d. 14. mars 1999 og Vilborg Sigríður Arinbjarnar, f. 21. mars 1958. Soffía giftist 1966 Kristjáni Stefánssyni tæknifræðingi, f. í Reykjavík 14. desember 1945 og bjuggu þau í Hafnarfirði. Þau skildu 2005. Börn Soffíu og Kristjáns eru: 1) Hildur Betty grunnskóla- kennari, f. 16. nóv- ember 1973, maki Guðmundur Óli Hilmisson háskóla- nemi og dætur þeirra Sunneva Ósk og Birta María. 2) Laufey Dögg háskólanemi, f. 11. janúar 1975, sambýlismaður Arthúr Vilhelm Jó- hannesson viðskiptafræðingur og er dóttur þeirra Ásdís Soffía. 3) Drengur, f. 22. mars 1981, d. 22. mars 1981. Soffía stundaði framan af ým- is banka- og skrifstofustörf þar til hún helgaði sig húsmóður- hlutverkinu. Soffía verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elskuleg mamma okkar er látin og vekur það mikla sorg í hjarta okkar. Yndislegri mömmu var vart að finna. Við viljum þakka henni fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með henni. Lífið verður ekki eins án hennar og finnum við fyrir miklum tómleika. Mömmu þökkum við fyrir allt sem hún gaf okkur í lífinu, því án hennar værum við ekki þær manneskjur sem við erum í dag. Minning hennar er ljós í lífi okkar. Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljómar og minningin í sálu fegurst ómar. Þú, móðir kær, þér aldrei skal ég gleyma, þinn andi fylgi mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í Drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móður. Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti sjóður. (Árni Gunnlaugsson) Hvíl í friði, elsku mamma, við viljum þakka þér fyrir samfylgdina og alla þá væntumþykju, stuðning og ást sem þú gafst okkur. Við elskum þig og kveðjum með miklum söknuði. Þínar dætur, Betty og Laufey. Amma mín var besta amma í heimi. Hún og ég vorum oft að syngja Dansi, dansi dúkkan mín og fullt af öðrum lögum. Við lásum stundum og dönsuðum. Við fórum oft í bæinn og hún gaf mér eitt- hvað. Ég á heima á Akureyri og hún var með mér á jólunum og hún kom líka með mér, systur minni og mömmu að heimsækja Villu frænku til Svíþjóðar í mars og það var rosalega gaman með henni. Hún fór líka með mér til Flórída. Amma mín var rosalega góð. Bless, elsku amma mín. Birta María. Elsku besta systir mín. Það er erfitt að hugsa til þess að ég sjái þig ekki eða heyri rödd þína. Þú varst hluti af lífi mínu og verður það alltaf. Þú hafðir alltaf tíma fyr- ir mig og það var svo gott að tala við þig, því þú sýndir öllu áhuga sem sneri að mér og öðrum. Það var sama hvað á gekk, í blíðu eða stríðu, þú hafðir ávallt trú á mér. Það voru 14 ár á milli okkar, þannig að Soffa systir hugsaði um mig. Ég man þegar pabbi okkar dó, þá var ég aðeins níu ára, Soffa syst- ir var svo góð og nærgætin við mig. Þegar ég spurði hana hvernig væri hjá pabba okkar núna, þá lýsti hún himnaríki svo fallega að ég sagði: „Oh, hvað ég hlakka til að deyja.“ Þannig var Soffa systir mín, svo góð og blíð. Ekki bara við mig held- ur alla sem hún umgekkst. Huggun mín er sú að nú er hún hjá Guði, mömmu, pabba og stóra bróður. Minningin um þig mun lifa í hjarta mínu þangað til við hittumst seinna. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín systir Vilborg. Ljúft er að minnast mágkonu minnar Soffíu Arinbjarnar. Ég var 17 ára þegar Kristján bróðir kom heim með kærustu sína og kynnti fyrir fjölskyldunni. Ég man hvað mér þótti hún flott, há, grönn og með fallega fætur, en þó sérstak- lega hlýlega og fallega brosið. Þetta fallega bros einkenndi Soffíu allt lífið. Alltaf var stutt í brosið hennar og dillandi hláturinn þrátt fyrir þá erfiðleika sem hún glímdi við í þessari jarðvist. Hún var ung, tveggja barna móð- ir þegar MD sjúkdómurinn kom í ljós. Hægt og bítandi dró hann hana niður svo að síðustu árin gekk hún við hjólagrind eða hún var í hjólastól. Soffía lét það ekki aftra sér og ferðaðist um heiminn í hjóla- stólnum. Hún var á heimleið frá systur sinni í Svíþjóð þegar hún veiktist og var lögð inn á sjúkrahús þaðan sem hún átti ekki aftur- kvæmt. Soffía var fjölskyldurækin og var alltaf gott að koma til hennar. Mað- ur var svo velkominn hvernig sem stóð á hjá henni. Hún var góð eig- inkona og móðir sem bar hag dætr- anna, Hildar Bettýjar og Laufeyjar Daggar, fyrir brjósti, sem og barnabarna sem áttu gott athvarf hjá ömmu og afa. Hún var einstaklega góð við for- eldra mína og var þeim eins og dóttir. Á meðan þau lifðu bæði heimsóttu þau Soffíu oft. Mamma og Soffía voru miklar vinkonur þrátt fyrir 30 ára aldursmun. Hún hafði sérstakan hæfileika til að um- gangast fólk á öllum aldri og börn hændust að henni. Aldurstakmark var orð sem ekki var til í hennar orðaforða. Mér er sem ég heyri enn dillandi hláturinn og sjái brosið hennar fal- lega á meðan ég skrifa þessar fá- tæklegu línur fjarri heimahögum. Það er mikill missir að persónu eins og Soffíu, hún gaf öðrum mik- ið. Þrátt fyrir erfið veikindi og mikla fötlun síðustu árin, sýndi hún einstakt æðruleysi. Hún talaði ekki um veikindi sín og kvartaði ekki. Hún tók hlutskipti sínu af umburð- arlyndi og auðmýkt. Hún hélt áfram að brosa við lífinu. Hún kaus að sjá björtu hliðarnar á tilverunni í mótlæti sínu. Þess vegna var svo notalegt að vera í návist hennar. Hún lagði sig fram um að hvetja aðra til dáða. Hún var svo mikil hetja. Ég kveð mágkonu mína, sem var mér eins og stóra systir, með þakk- læti fyrir allt sem hún kenndi mér í lífinu. Það hefur hjálpað mér í mín- um veikindum. Hún kenndi mér að sætta mig við orðinn hlut, sýna æðruleysi og vera jákvæð – „Lífið er eins fallegt og maður sjálfur vill að það sé“. Synir mínir, Stefán, Sigurður og Daði, kveðja Soffu frænku, eins og þeir kölluðu hana alltaf og minnast hennar með hlýhug. Frá Ítalíu sendum við Max og Daði innilegar samúðarkveðjur og frá Íslandi Stefán og Sigurður og hans fjöl- skylda, til Hildar Bettýjar, Lauf- eyjar Daggar, Kristjáns og Vil- borgar systur Soffíu og fjölskyldum þeirra og biðjum Guð að styrkja þau. Minningin um góða konu lifir. Ingibjörg Stefánsdóttir. „Þakklæti“ tileinkað Soffu frænku. Hvað er yndislegra en að vakna árla morguns horfa á sólina í sínum mikilfengleika rísa upp við sjóndeildarhring? Hvað er yndislegra en að finna geisla sólarinnar kyssa létt á kinn og fylla sálina bjartsýni og von? Hvað er yndislegra en að mega njóta þessa dags og kannski morgundagsins líka þótt regnið drjúpi og vindar blási? Hvað er yndislegra en að staldra þá við? leyfa regndropunum að strjúka vanga í augnabliksins algleymi? Hvað er yndislegra þótt MD veikin reyni að hefta för að geta þó notið alls þessa og jafnvel miklu miklu meira? Hvað er yndislegra en að taka þátt í lífsins leik þakklát almættinu þrátt fyrir sitt hlutskipti? (Ingibjörg Stefánsdóttir) Daði Halldórsson. Í dag verður vinkona mín Soffía Arinbjarnar borin til grafar. Soffía andaðist eftir erfiðan sjúk- dómsferil. Við Soffía hittumst haustið 1969 í Þrándheimi. Hún var þar ásamt eiginmanni sínum Kristjáni sem var við nám í tæknifræði. Soffía gegndi ýmsum störfum, mest við að passa börn. Hún hafði mjög góðan norskan framburð. Þau Kristján voru glæsileg og mjög hamingju- söm hjón. Ég hafði líka mætt myndarlegum Íslendingi Gunnari, sem ég giftist vorið 1970. Um haustið fluttum við til Íslands og árið eftir komu Soffía og Kristján heim. Soffía kom fljótlega í heimsókn og við urðum góðar vinkonur. Hún varð mjög hrifin af litlu strákunum okkar þar sem hún var mjög barn- góð. Nokkru síðar eignuðust þau hjónin dæturnar Betty og Lauf- eyju. Þá varð líflegt á myndarlegu heimili þeirra í Hafnarfirði. Stelp- urnar voru duglegar, myndarlegar og mjög líflegar. Soffía varð besta vinkona mín í þau ellefu ár sem ég dvaldi á Íslandi og hún á þátt í mörgum af mínum bestu minning- um frá þeim árum. Við vorum í saumaklúbb ásamt fjórum góðum vinkonum. Við vor- um í afmælum, á jólaskemmtunum og í Norræna húsinu 17. maí með krökkunum okkar. Við hjónin eign- uðumst líka stelpu. Börnum okkar fimm kom vel saman, þó svo að strákarnir hafi á stundum orðið hálfsmeykir, þegar stelpurnar ruddust inn í herbergin þeirra. Þau hjónin voru mjög gestrisin, áttu auðvelt með að umgangast fólk og voru hvarvetna vel liðin. Kristján og Gunnar eru góðir vinir og við hjónin umgengumst mikið í frítímum okkar. Þetta voru góð ár í lífi okkar, við vorum ung og hamingjusöm og undum okkur vel. Eftir að leiðin lá til Þrándheims á ný minnkaði sambandið, en það var alltaf gaman að hittast bæði á Íslandi og hér í Þrándheimi. Kristján reyndist Soffíu mjög vel eftir að hún veiktist, byggði meðal annars sérstaklega vandað hús, sérhannað fyrir hjólastól. Kæri Kristján, Betty og Laufey, við fjölskyldan samhryggjumst ykkur öllum og óskum ykkur alls hins besta í framtíðinni. Að svo komnu kveð ég þig, kæra Soffía mín, í síðasta sinn. Þín vin- kona Elin. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Mig langar til að minnast þín eins og ég kynntist þér fyrst, þegar við bjuggum í Þrándheimi. Þú varst alltaf mesti fjörkálfurinn í hópnum og mikið að gerast í kring- um þig. Við fengum báðar vinnu í súkkulaðiverksmiðju og mættum þar kl. 7 á morgnana. Ekki fannst okkur gaman að raða konfektmol- um niður í kassa en því meira fjör var í pásunum. Oft fórum við hjón- in í heimsókn til ykkar Kristjáns upp í Byásinn og ég minnist þess hvað mér fannst gott heita brauðið þitt með aspasinum og ostinum. Eða þegar við fórum í bíó og sáum James Bond, skíðaferðirnar í Haltdalnum og í Röros. Lífið var áhyggjulaust og fullt af gleði. Allt þetta rifjuðum við upp fyrir rúmri viku þegar ég heimsótti þig upp á spítala. Þú varst svo kát og gerðir grín að öllu. Þú áttir erfitt með að tala en þú lést mig ekki komast upp með annað en að skilja þig, þótt það tæki á hjá þér. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þessa stund með þér. Elsku Kristján, Bettý, Laufey og fjölskyldur. Innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Þín vinkona Edda J. Elsku vinkona. Mig langar að þakka þér fyrir góðu stundirnar sem við áttum saman gegnum árin og öll samtölin okkar. Þú þurftir mikið á símanum að halda þegar mátturinn þvarr. Síðasta símtal okkar var daginn fyrir Svíþjóðarferðina til Villu syst- ur. Ég gladdist svo innilega með þér, að fara og láta drauminn ræt- ast og skoða Kaupmannahöfn. Við höfðum talað um þennan draum í mörg ár og þökk sé fólkinu þínu að láta hann rætast. Hlutskipti þitt var gleði og sorg og síðustu tvö árin erfið, en þú áttir góða að og vel fór um þig á Eir og að fara í föndrið gaf þér mikið. Soffía mín, kveðjan gladdi mig mikið sem ég fékk frá þér ofan af spítala, nokkrum dögum áður en þú kvaddir þennan heim, Þú áttir ríka samhygð með öðrum og vildir fylgjast með. Að lokum vil ég kveðja þig með kveðjunni sem þú kenndir mér þegar önnur okkar fór til útlanda: „Góða heimkomu“. Þín vinkona Edda Farestveit. Elsku Soffía, mig langar með ör- fáum orðum að kveðja þig. Ég man eftir svo mörgum stundum úr æsku minni þegar við sátum inni í eld- húsi á Suðurvanginum og töluðum saman um heima og geima. Þú sýndir mér alltaf svo mikla hlýju og áhuga og ég man hvað ég hafði gaman af samtölum okkar. Það hafði mikil áhrif á mig hve einlæg þú varst og örlát á hrós. Eftir því sem ég varð eldri og eignaðist börn sýndir þú þeim jafnmikla hlýju og mér. Við komum stundum í heimsókn til þín með henni Laufeyju og alltaf varst þú jafnglöð að sjá okkur. Nú þegar vinir sona minna koma í heimsókn reyni ég eftir fremsta megni að líkjast þér. Elsku Laufey, Bettý og fjöl- skyldur, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Jónína Gunnarsdóttir. SOFFÍA ARINBJARNAR Lífið er dagskrá sem hver og einn ákveður hvern dag, viku eða jafnvel mánuð. Við vöknum, borðum vinnum og sofum og inn á milli kynn- umst við fólki sem annaðhvort heldur áfram að vera partur af lífi hvers og eins eða fjarlægist. Fyrir um 65–70 árum varst það þú, Sif mín, sem varðst partur af lífi mínu og eftir því sem árunum fjölgaði varðstu líka hluti af lífi Sigga. Þú varst góð vinkona, við áttum góðar stundir, ég, þú og Siggi og síðar meir bættist Atli í hópinn. Þú varst alltaf hress og gerðir sí- fellt grín að sjálfri þér jafnvel þótt þær sögur hefðu þótt mörgum skömmustulegar, eins og þegar ég og SIF ÁSLAUG JOHNSEN ✝ Sif Áslaug John-sen fæddist í Vestmannaeyjum 25. ágúst 1926. Hún lést á Landspítala í Fossvogi hinn 12. maí síðastliðinn og var jarðsungin frá Kópavogskirkju 24. maí. þú riðum á hesti fram hjá hermönnum og hesturinn þinn rak við. Það hefðu eflaust margir þagað en þú sást jákvæðu hliðina og sagðir þessa sögu mörgum sinnum. Ekki var Atli síðri þér. Hann og Siggi urðu miklir vinir og er Sigurður mjög þakklátur þeirri vinsemd. Þau árin sem eftir eru verða mér líklega ekki auðveld þar sem þú ert nú farin úr minni dagskrá og öllu því reglulega sem á milli okkar gerðist verður erfitt að gleyma. Ég er til dæmis alltaf að bíða eftir símtali frá þér níu um kvöldið. Lífið heldur þó áfram sinn vana- gang og jafnvel þótt dagskráin sé öðruvísi varst þú alltaf partur af henni. Um leið og við Sigurður þökk- um fyrir skemmtileg kynni kveð ég þó með trega því að þótt þú sért farin verðurðu alltaf hluti af mér. Þín vina, Olga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.