Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 35 MINNINGAR Elsku Birgir, dreng- urinn minn. Hvernig er hægt að kveðja þig svona ungan, fallegan, hlýjan og góðan dreng? Þú varst alltaf svo góður við ömmu, bestur af öllum. Guð almáttugur gefi þér góðan svefn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hafðu hjartans þökk fyrir allt, elsku drengurinn. Þín amma Sigrún. Laugadagurinn 27. maí var skrýt- inn dagur í og gekk mikið á í fjöl- skyldu minni, mikið að gera fram- undan eins og hjá frænku þinni sem er með stóra fjölskyldu. Gott er að komast út frá öllu og vera uppi í hest- húsi. Þegar ég kem heim bíða mín ekki góðar fréttir, slys hafði orðið um borð í skipinu sem þið Addi bróðir þinn voruð á. Fréttir um slysið voru á öllum stöðvum og ég reyndi að greina hvað verið var að tala um, ég gat ekki skilið að þú hefðir látist í þessu slysi aðeins 27 ára gamall, og með lífið allt framundan, en slysin gera ekki boð á undan sér. Þó ekki hafi verið mikil tengsl á milli okkar vissi ég alltaf af þér og fékk fréttir í gegnum mömmu þína, mér fannst ég eiga alltaf smá í þér, því ég passaði þig og Adda bróður þinn í sveitinni á Silfrastöðum þar sem við brölluðum margt saman. Ég geymi þig í hjarta mér og hugsa til þín, elsku Biggi minn eða Biggiman, eins og við kölluðum þig þegar þú hljópst um allt með skikkju á bakinu og sagðist bjarga öllum. Elsku Biggi minn, ég kveð þig að sinni þangað til við hittumst á ný. Ég bið guð að blessa mömmu þína og Adda bróður þinn sem stóð sig eins og hetja í björgun þinni. Guð geymi ömmu Sigrúnu og fjölskyldu hennar í þessari miklu sorg. Þín frænka Bryndís Björk og fjölskylda. Minningarnar streyma fram um góðan dreng sem öllum að óvörum var frá okkur tekinn í blóma lífsins. Birgir var sterkur persónuleiki með góða nálægð og brosið og hlýjan sem streymdi frá honum var einstök og mun mér aldrei gleymast. Við kynntumst fyrst þegar hann kom á öðru ári ásamt Lilju móður sinni og Adda bróður sínum til mín í Silfrastaði, þar sem hann ólst upp við sveitalífið. Með okkur tókst ástríki og vinátta sem hélst til lokadags. Margar ferðir fórum við saman á snjósleðum um fjöll og dali og á sumrin að veiða í Norðuránni. Hann gekk snemma til liðs við Flugbjörg- unarsveitina í Varmahlíð en að lokn- um grunnskóla fluttist hann til Ólafs- fjarðar þar sem hann gekk til liðs við björgunarsveitina. Sjómennskan varð hins vegar hans aðalstarf, enda hafði hugur hans hneigst þangað. Elsku Biggi minn, blessuð sé minning þín og þakka þér fyrir öll ár- in sem við áttum saman. Guð veiti ykkur Lilju, Andrési og Adda styrk. Jóhannes. Að heilsa og kveðja, það er lífsins saga. En að kveðja systurson okkar sem átti framtíðina fyrir sér, það er erfitt. Elsku Biggi, við erum þakklát BIRGIR BERTELSEN ✝ Birgir Bertelsenfæddist í Reykjavík 7. nóvem- ber 1978. Hann lést af slysförum 27. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 6. júní. fyrir að hafa fengið að fylgjast með þér vaxa og dafna, verða að lífs- glöðum og myndarleg- um ungum manni. En því miður var sá tími allt of stuttur. Þú varst yndislegur og góður drengur, þannig mun- um við alltaf minnast þín. Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Elsku Lilja, Andrés, Addi, Aríel og aðrir ástvinir. Megi Guð vaka yfir ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg Karl, Ásta, Gunnar, María og Hannes. Með Birgi Bertelsen er horfinn á braut einn af mætustu drengjum sem ég hef kynnst. Staðfastur og traustur ungur maður sem ekkert aumt mátti sjá og vildi öllum vel. Hann hafði til að bera eiginleika sem alla foreldra dreymir um að sjá í barni sínu. Á mikilli sorgarstund er það huggun harmi gegn að geta yljað sér við þá vissu að það sem hann skil- ur eftir sig hér í þessu jarðlífi eru góðar minningar hjá öllum sem kynntust honum á einn eða annan hátt. Ég og mín fjölskylda erum þakklát fyrir þann tíma sem við feng- um með honum, fullviss um það að honum hefur verið ætlað stærra verkefni, eitthvað mikið sem hann kemur til með að leysa á fullkominn hátt. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár. Hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta’ og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján frá Gilhaga) Minni ástkæru vinkonu Lilju og Adda syni hennar, sem og öðrum að- standendum, votta ég mína dýpstu samúð og ég lofa þér, Biggi minn, að ég mun passa upp á mömmu þína og hjálpa henni í gegnum þennan mikla missi. Helga Snorradóttir og fjölskylda. Við fráfall góðs vinar setur okkur hljóðar. Svo ótímabært, svo mikið ógert. Þeim tilfinningum verður vart lýst. Við kynntumst Bigga fyrir nokkrum árum og varð hann strax órjúfanleg- ur hluti af vinahópnum. Alltaf hlýr, til staðar og ávallt til í að hlusta. Slík- um vini er svo mikill söknuður að. Vinahópurinn var góður, ýmislegt gert sér til gamans. Þetta var ynd- islegur tími í faðmi frábærra vina. Þú ert svo stór partur af minningum þessa tíma. Við ætluðum að hitta þig á sjómannadaginn næstkomandi. Það er nánast óbærilegt að hugsa sér þennan dag án þín, elsku vinur. Þín verður ávallt saknað, þú varst heil- steyptur drengur og svo einstaklega ljúfur og hlýr. Við viljum senda ætt- ingjum og vinum innilegustu samúð- arkveðjur og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Bigga. Minningin um um góðan dreng mun ætíð lifa. Ég held að í vináttu felist skyndileg hughrif – eins konar ást. Þar nægir eitt orð af hend- ingu, hönd sem er snert. Þó er sárt að skilja og broddur saknaðar fylgir okkur alla tíð. (H. M. E.) Valgerður Laufey og Soffía Ósk. Þótt við höfum ekki sést mikið undanfarin ár, þá sakna ég þín samt ótrúlega mikið. Við höfum alltaf verið góðir vinir, enda annað ekki hægt þegar þú varst annars vegar. Lífs- gleði, bros, hjálpsemi og vinátta eru orð sem mér koma í hug þegar ég hugsa til þín. Ég minnist áramótanna okkar í Æsufellinu, samtalanna okk- ar á rúntinum og þau fjölmörgu skipti sem við skemmtum okkur saman. Ég man þegar stelpan sms- aði í vitlaust númer og þú ákvaðst að svara. Þið enduðuð með að sms-a í mánuð áður en við hittum hana og vinkonu hennar. Þú veist hvernig það endaði. Þú settir alltaf aðra í forgang og varst svo góður í þér og hjálpsamur, alveg fram á síðustu stundu. Við sem erum eftir, hugsum til þín með gleði og bros í hjarta þrátt fyrir gífurlega sorg okkar. Því eins og bróðir þinn segir, þá er ekki hægt að hugsa um þig án þess að fara að brosa. Ég kveð þig með döpru hjarta, en með gleði minningar sem ég tek með mér til enda minnar ferðar. Vertu sæll, vinur. Ásgeir. Harðduglegur sjómaður er fallinn í valinn. Birgir fórst af slysförum um borð í Akureyrinni EA-110 hinn 27. maí s.l. Birgir var meira en duglegur; hann var áhugasamur um allt er að sjómennsku og veiðarfærum laut, en slíkt er ekki algengt um unga menn nú til dags. Leiðir þeirra fæstra liggja til sjós. Birgir heitinn var manna glaðværastur og traustur fé- lagi sem gott var að hafa í áhöfn. Í litlu samfélagi um borð í togara eru slíkir mannkostir ómetanlegir. „Leifur, eigum við ekki að fá okkur ís?“ sagði Birgir eftir vaktina, fyrir framan sjónvarpið. Þannig mun ég minnast hans. Mikill harmur er nú kveðinn að fjölskyldu Birgis. Ég sendi henni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Leifur K. Þormóðsson. skipstjóri á Akureyrinni. Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum að upp renna vonar dagur. (Bólu-Hjálmar) Biggi er farinn. Hann Biggi, jafn- aldri okkar, vinur og félagi. Þegar þessi staðreynd loks nær að síast inn í huga okkar fyllumst við tómleika sem engin leið virðist vera að ýta frá sér. En með Bigga var lífið aldrei tómlegt. Hann var ævinlega jákvæð- ur og hress, til í að skemmta sér og öðrum. En fyrst og fremst var hann vinur vina sinna, drengur með hjarta úr gulli. Þrátt fyrir að við færum í ólíkar áttir eftir grunnskóla brást það ekki að þegar fundum bar saman við Bigga var eins og við hefðum hist síðast í gær. Þannig var Biggi, heill í því sem hann tók sér fyrir hendur, heill í lífinu. Við kveðjum með sökn- uði, far vel gamli vinur. Fjölskyldu og aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Árgangur 1978 í Varmahlíðarskóla. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA EYJÓLFSDÓTTIR, Víkurbraut 26, Hornafirði, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 8. júní kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs. Ingólfur Arnarson, Sigurborg Gísladóttir, Ásgerður Arnardóttir, Gunnar Ásgeirsson, Örn Arnarson, Guðlaug Hestnes, Reynir Arnarson, Svandís G. Bogadóttir, Elín Arnardóttir, Lúðvík Matthíasson, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, SÓLEY HILDUR ODDSDÓTTIR MANGAL, 13 Allé des Noireaux, 78290 Croissy sur Seine, Frakklandi, lést af slysförum sunnudaginn 4. júní. Lars N. Mangal, Hjörtur, Soffia Jonna, Sole Andrea, Soffía Ágústsdóttir, Oddur R. Hjartarson, Ágúst Oddsson, Elizabeth H. Einarsson, Kristján Oddsson, Berglind Steffensen. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu, móður, dóttur og fósturdóttur, ÞÓRDÍSAR PÉTURSDÓTTUR, Seli, Grímsnesi. Sérstakar þakkir til læknanna Eiríks Jónssonar og Óskars Jóhannssonar og alls starfsfólks deild- anna 11-E og 13-D, Landspítala við Hringbraut, fyrir kærleiksríka umön- nun. Guð blessi ykkur öll. Skúli Kristinsson, Aðalbjörg Skúladóttir, Halldóra Þórdís Skúladóttir, Árni Kristinn Skúlason, Þórunn Árnadóttir, Pétur Jónsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Kristján Sigtryggsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, UNNUR AGNARSDÓTTIR, Sóltúni 5, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 3. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju, Reykjavík, föstudaginn 9. júní kl. 15.00. Óskar H. Gunnarsson, Gunnhildur Óskarsdóttir, Arnór Þ. Sigfússon, Agnar Óskarsson, Margrét Ásgeirsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR NIKULÁSSON forstjóri, Breiðagerði 25, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 28. maí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 7. júní, kl. 15.00. Kristín Þórarinsdóttir frá Stóra Hrauni, Rósa Einarsdóttir, Guðmundur Ingimundarson, Ragnar Már Einarsson, Arngunnur Atladóttir, Þórhildur Einarsdóttir, Halldór Kristófersson, Nikulás Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.