Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 39 FRÉTTIR KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 132. sinn við athöfn í Hallgrímskirkju 26. maí sl. Brautskráðir voru 107 stúdentar að þessu sinni. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Ester Anna Pálsdóttir, nemandi á náttúrufræðibraut, en hún útskrifaðist með einkunnina 9,04. Dúx skólans á bekkjarprófi var Nanna Einarsdóttir, nemandi í 3. bekk á náttúrufræðibraut, með einkunnina 9,8. Við útskriftina flutti Bjarni Ólafur Ólafsson ávarp fyrir hönd 20 ára stúdenta og afhenti pen- ingagjöf í málverkasjóð skólans. Fulltrúar 50 ára afmælisárgangsins færðu skólanum peningagjöf í Móðurmálssjóð. Fulltrúar 60 ára og 25 ára af- mælisárganganna heimsóttu einnig skólann. Hallgerður S. Sigurgeirsdóttir hefur fært skól- anum að gjöf peysuföt sem saumuð voru á hana þegar hún var nemandi Kvennaskólans fyrir 60 árum. Brautskráning frá Kvennaskólanum ÞING Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) sem haldið var í Reykjavík nýver- ið samþykkti ályktun um öryggis- mál þar sem segir meðal annars að Íslendingar eigi nú að axla meiri ábyrgð á þeim og að í því skyni þurfi að sameina slökkvilið- in á Suðvesturlandi í eitt öflugt björgunarlið. Þingið ályktaði einnig um fjölmörg önnur mál sem varða hagsmuni slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og al- mennings. Vernharð Guðnason var ein- róma endurkjörinn formaður LSS til tveggja ára á þinginu og Sverrir Björn Björnsson var einn- ig endurkjörinn í embætti vara- formanns. Í ályktun þingsins segir m.a: „Til að geta brugðist við þeim hættum sem steðjað geta að sam- félagi okkar er algjörlega nauð- synlegt að hafa stór, öflug og vel þjálfuð slökkvilið (björgunarlið), sérstaklega í ljósi breytinga á vörnum landsins. Kjölfestan í bráðaþjónustu við samfélagið er í slökkviliðunum. Það er því nauð- synlegra nú, við breyttar að- stæður í varnarmálum þjóð- arinnar, en nokkru sinni áður að efla og stækka slökkviliðin hér á suðvesturhorninu. Það mun hafa mikil samlegð- aráhrif í framtíðinni bæði hvað varðar nýtingu á fjármunum, mannafla og tækjabúnaði og um leið tryggja samhæft og öflugt viðbragð hvort heldur er um að ræða dagleg minni útköll, stóra atburði eða þaðan af verra. Til að tryggja öryggi okkar sem best í framtíðinni ættu stjórnvöld því ekki að láta það tækifæri sem nú blasir við fram hjá sér fara. Ríkisstjórnin og sveitarfélögin ættu án tafar að semja um sameiningu slökkvilið- anna á suðvesturhorninu.“ Vilja sameina slökkviliðin á Suðvesturlandi MENNTASKÓLINN á Laug- arvatni brautskráði 27. maí sl. 31 stúdent, 6 af íþróttabraut, 16 af málabraut og 9 af náttúrufræði- braut. Einnig voru brautskráðir 5 nemendur með próf af þriggja ára íþróttabraut. Er þetta síðasta sinn sem brautskráðir eru nem- endur af þeirri braut. Allir þeir fimm nemendur stefna á stúd- entspróf að ári. Dux stúdenta ML 2006 var Unnur Lilja Bjarnadóttir frá Selalæk í Rangárþingi, en aðal- einkunn hennar var 8,44. Halldór Páll Halldórsson skóla- meistari sagði m.a. í ræðu sinni: Hvert stefnir Menntaskólinn að Laugarvatni? Hver er sýn skóla- meistara? Mitt mat er að rétt sé, þrátt fyrir þær miklu breytingar og þá þróun sem átt hefur sér stað í íslensku menntakerfi síð- asta áratuginn og þrátt fyrir þær breytingar sem framundan eru, að vera hóflega íhaldssöm. Það er ekki vænlegt til árangurs að poppa hlutina upp um of, að henda sér út í straumiður sem flæða tilviljanakennt eða að leit- ast við að vera allt í öllu. Menntaskólinn að Laugarvatni hefur verið og er í dag fyrst og fremst bóknámsskóli, hefðbund- inn menntaskóli, bekkjarkerf- isskóli með ríka hefð og sögu en um leið nútímalegur menntaskóli með alla þá aðstöðu sem krafist er í framhaldsskólum í dag.“ Brautskráning frá ML Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.