Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn HVAR ER FISKURINN? HANN ER Í FRÍI EN HANN SENDI ÞÉR PÓSTKORT FANNSTU BÓKINA, KALLI? NEI! HVAÐ HELDURÐU AÐ GERIST ÞÁ? ÞEGAR EINN MAÐUR TEKST Á VIÐ STOFNUN ÞÁ HEFUR STOFNUNIN TILHNEIGINGU TIL AÐ SIGRA HVAÐ ER AÐ? SANNLEIKUR Á ÞAÐ TIL AÐ HRÆÐA MIG ÉG ER KOMINN HEIM! ÉG HELD AÐ MÆNAN Í TÍGRISDÝRUM SÉ GERÐ ÚR GORMI! ...JÁ, OG HEILINN ER GERÐUR ÚR HLAUPI! SVAFSTU VEL? JÁ! GET ÉG FÆRT ÞÉR EITTHVAÐ? NEI, EN MIG LANGAR AÐ SPYRJA ÞIG AÐ SVOLITLU... HVENÆR FER MAMMA ÞÍN HEIM TIL SÍN? ÉG ÞOLI ÞAÐ EKKI ÞEGAR ÞEIR BIÐJA OKKUR AÐ SETJAST! ÞETTA VAR GLÆSILEG SAMHÆFING STRÁKAR! EIGUM VIÐ NÆST AÐ SPILA „SMOKE ON THE WATER?“ ÉG HÉLT AÐ ÞETTA VÆRI „SMOKE ON THE WATER“ VAR ÞETT EKKI „GLORIA?“ Í OKKAR TILFELLI ER SAMHÆFING AFSTÆÐ... AF HVERJU MYNDI M.J FARA SVONA SNEMMA NÚ ER NÓG KOMIÐ! HÆ ÁSTIN MÍN, ÉG ÞURFTI AÐ VAKNA SNEMMA TIL AÐ FARA Í TÖKU. ÉG VILDI EKKI VEKJA ÞIG. ÁSTAR KVEÐJUR, M.J. Dagbók Í dag er miðvikudagur 7. júní, 158. dagur ársins 2006 Víkverji ætlar réttað vona að hann sé ekki einn um að eiga andvökunætur yfir ís- lenska þjóðvegakerf- inu. Ef samgöngu- yfirvöld grípa ekki nú þegar til stórtækra aðgerða blasa stór- slysin við. Hringveg- urinn er að sligast undan þunga flutn- ingabílanna og allra þeirra ökutækja sem í auknum mæli ferðast um landið okkar. Slit- lagið tætist upp og holurnar víða orðnar það margar og djúpar að það flokk- ast undir hundaheppni að ekki hafa orðið slys sem beinlínis má rekja til þessa ástands. Víkverji er tíður gestur á þjóðveg- inum, nú síðast um hvítasunnuhelg- ina þegar brunað var norður í land. Á leiðinni hugsaði Víkverji með sér að hann hefði átt að grípa með sér lítinn skjálftamæli hjá Veðurstof- unni og láta hann malla í bílnum á meðan ekið væri eftir þjóðvegi eitt. Niðurstaða þeirra mælinga hefði orðið athyglisverð og titringurinn á síritanum áreiðanlega á við nokkra Suðurlandsskjálfta. Á einhverjum köflum er Vega- gerðin vissulega að bregðast við og end- urbæta vegina. En at- hygli Víkverji vakti að sjá nýja veghluta strax vera orðna svo holótta að undrun sætti, t.d. í Borgarfirðinum skammt frá Munaðar- nesi. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis hjá verktakanum því nú þegar eru stórar holur og dældir komn- ar á nýlagðan veg. Umferðarþunginn og ástand veganna er eitt vandamál en síðan er ökuhraðinn annað. Drjúgan spöl ók Víkverji, ásamt fleiri ökumönnum, á eftir stórum flutningabíl með tengi- vagni, hlöðnum landbúnaðartækj- um. (Engu líkara en einn bóndi hefði farið á útsölu í Reykjavík og keypt upp heilan lager.) Þessum varningi var ekið á yfir 100 km hraða og bíl- stjórinn hafði lengi ekki fyrir því að slá af og hleypa bílalestinni framúr sem hann var með í eftirdragi. Slitn- ir vegirnir þola ekki þennan hraða og Víkverji fer alltaf að hlæja er hann heyrir flutningabílstjóra full- yrða að þeir geti ekki ekið hraðar en á 90. Lætur vegalöggan þetta af- skiptalaust? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is              Íþróttir | Hópur hlaupara klæddra í anda Elvis Presley var meðal þeirra fyrstu í mark í Rock ’n’ Roll-maraþoninu sem haldið var í San Diego um helgina. Yfir 20.000 hlauparar tóku þátt í hinu árlega maraþoni, sem ávallt hefur ríka skírskotun í tónlistarbransann. AP Presleyar í maraþoni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleik- urinn öfundar ekki. (I. Kor. 12, 4.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.