Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 45
UM ÞESSAR mundir stendur yfir afmælissýning á verkum Braga Ás- geirssonar í tilefni 75 ára afmælis listamannsins. Ljóst er að Bragi hef- ur verið í miklum ham að und- anförnu því um er að ræða tæplega 50 verk, flest máluð á síðustu 5 árum eða svo. Sjá má hvernig hann hefur þróað áfram aðferð sem felst í að skipta myndfletinum upp í ferhyrnda reiti sem innihalda iðu ólgandi lita. Oft er um að ræða einn afmarkaðan litatón í hverjum reit, borinn á flötinn með sérstakri tækni sem gæðir mynd- irnar innri spennu líkt og liturinn vilji brjótast úr rammanum. Þá skarast litafletir sums staðar eða mörkin á milli þeirra leysast upp en slíkt ljær myndunum ljóðræna mýkt andspænis skýrt dregnum línum og öguðum formum. Í mörgum nýlegum verkum hefur liturinn náð að brjótast út úr geó- metrísku taumhaldi og flæðir um flötinn, s.s. í verkinu Logarúnir í baksal gallerísins þar sem rauðir litatónar dansa um óheftir líkt og eldtungur. Til að glöggva sig á mun- inum í aðferðum listamannsins má bera myndina saman við verkið Rautt í rauðu í hliðarsal, sem einnig byggist á rauðum lit en þar heldur Bragi sig við reitaskiptinguna þó að myndin sé á mörkum hins frjálsa leiks. Að mínu mati nýtur sérstæð tækni Braga og tilfinning fyrir áferð og lit, sín betur í hinum öguðu verk- um. Þar leynir sér ekki handbragð Braga Ásgeirssonar. Vald hans yfir tækninni kemur vel í ljós í verkum á borð við Aprílmorgun (í glugga gall- erísins), Hljómur og Mögn. Verkið Jafnvægi sker sig úr í tærum ein- faldleika sínum. Annað einkenni á verkum Braga hin síðari ár eru skemmtilegar til- raunir með fígúratífar myndir í bland við afstrakta litafleti. Þar leggur Bragi málninguna gjarnan með öðrum hætti á flötinn, svo sem í verkinu Þytur þar sem bregður fyrir kunnuglegum fugli og hann beitir nokkurs konar deplatækni, líkt og í afstraktverkinu Árdegi. Í verkinu Himnafans nýtir hans sér kvisti í viðinum og frjálsleg penslaför og í Austrinu sést kínverskt myndletur en öll þessi verk eru í baksalnum. Eólus í hliðarsal sýnir rauðleitt and- lit á bláleitu undirlagi; einfalt og sterkt verk. Töluvert er um tilraunakennd verk af ýmsu tagi þar sem Bragi not- ar ljósmyndir eða blaðaúrklippur, myndir af skáldum og þjóðlaga- söngvurum, verk sem vissulega varpa ljósi á leitandi huga lista- mannsins en trufla að mínu mati heildaryfirbragð sýningarinnar. Hvað varðar uppsetninguna, mun stefna listamannsins hafa verið sú að sýna allt sem hann hefur verið að fást við en því markmiði hefði í raun- inni mátt ná með færri verkum og jafnframt sterkari sýningu. Víða hanga myndir – sem eru afar ólíkar í lit og efnistökum – þétt saman og draga þannig hver úr áhrifum ann- arrar. Þá dreifast þær um 4 sali sem ef til vill hefði mátt nýta til að sýna ólíka hópa mynda í stað þeirrar blöndu sem nú getur að líta. Hvað sem slíkum vangaveltum líð- ur, þá má greinilega skynja sífrjóan huga listamannsins og mikla lífs- orku. Bragi hefur átt góðar stundir á vinnustofunni. Ólga MYNDLIST Gallerí Fold Til 11. júní 2006. Bragi Ásgeirsson Anna Jóa Morgunblaðið/Eyþór Verkið Eolus. „Bragi hefur átt góðar stundir á vinnustofunni“, segir gagn- rýnandi um sýningu hans í Fold, en þar sýnir hann tæplega fimmtíu verk. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 45 MENNING GRADUALEKÓR Langholtskirkju heldur vortónleika sína á morgun, 8. júní, kl. 20 í Langholtskirkju. Á efnisskránni eru að vanda ís- lensk og erlend verk fyrir barna- kóra. Meðal annars flytur kórinn þrjú lög eftir Inga T. Lárusson í til- efni ferðar kórsins til Austurlands, tvo þætti úr messu eftir Mozart, flutt verður lag á japönsku og syrpa af bítlalögum. Þrír einsöngv- arar úr röðum kórfélaga koma fram. Gestur á tónleikunum verður finnski stúlknakórinn Tähdet Kertovat Tyttökuoro [Skrifað í stjörnurnar] frá Turku en stjórn- andi hans er Ari Hynynen. Finnski kórinn heldur tónleika í Langholts- kirkju í kvöld kl. 20 og verður Gra- dualekórinn gestur á þeim tón- leikum. Laugardaginn 10. júní kl. 15 verður kórinn svo með tónleika í Glerárkirkju á Akureyri og sunnu- daginn 11. júní syngur hann í sjó- mannadagsmessu á Eskifirði og verður einnig með tónleika þann dag í Eskifjarðarkirkju. Barnakór frá Egilsstöðum undir stjórn Thor- vald Gerde verður gestur Gra- dualekórsins á þeim tónleikum. Stjórnandi Gradualekórs Lang- holtskirkju er Jón Stefánsson og undirleikari er Lára Bryndís Egg- ertsdóttir. Gradualekórinn fær góða gesti Morgunblaðið/Sverrir Gradualekórinn sem hér þenur raddbönd sín fær til sín góða gesti. Hraunhamar kynnir: 301,3 fm at- vinnuhúsnæði í miðbæ Hafnar- fjarðar (gamli Póstur&Sími). Lýsing eignar: Komið er inn í opið og bjart alrými með dúk og flísum á gólfi. Snyrtileg kaffistofa með hvítri innréttingu, dúkur á gólfi. Tvær dúklagðar snyrtingar. Geymsla og ræstiherbergi, dúkur á gólfi. Á hlið sem snýr að Firði verslunarmiðstöð er góð hurð fyrir vörumóttöku. Eign með mikla möguleika. ÓSKAÐ ER EFTIR TILBOÐUM Í EIGNINA. Nánari upplýsingar veita sölumenn Hraunhamars. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Strandgata - Hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.