Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 47 Í umsögn um tónleika Super-grass á tónlistarhátíðinniReykjavík Trópík sem birtist í Morgunblaðinu í gær minntist ég á þá umræðu sem nú fer fram um hnignun hljómleikaiðnaðarins á Ís- landi. Skipuleggjendur tónleika með erlendum hljómsveitum virð- ast í síauknum mæli, vegna dræmrar miðasölu, neyðast til að flytja tónleika úr stórum íþrótta- mannvirkjum í smærri samkomu- hús eða einfaldlega blása tónlist- arviðburðinn af, eins og gerðist með tónlistarhátíðina Reykjavík rokkar sem fara átti fram um mánaðamótin júní/júlí. Þessi þró- un hlýtur að vera þessum sömu skipuleggjendum mikið áhyggju- efni því eins og gefur að skilja eru háar fjárhæðir í húfi. En hvað veldur?    Eftir dulitla umhugsun hygg égað grundvallarþættir núver- andi ástands séu þrír: Í fyrsta lagi ber að nefna það sem kalla má „upplýsta hegðun neytenda“, þ.e.a.s. að íslenskir tónleikagestir séu orðnir betur upplýstir um gæði framboðsins og velti því frekar fyrir sér hvort það sé fyrirhafnarinnar virði að sækja einstaka tónleika með tilliti til tíma og fjárhags. Hér áður fyrr má segja að Íslendingar hafi snobbað fyrir erlendum tónlist- armönnum og undantekning var ef illa seldist á hljómleika þeirra. Nú er öldin önnur – aukið fram- boð síðustu missera hefur mettað markaðinn með þeim afleiðingum að þær forsendur sem skipuleggj- endur tónleika gáfu sér áður reyn- ast úreltar í dag. Í þessu sambandi skiptir varan (hljómsveitin) aðalmáli.    Önnur ástæðan kemur í beinuframhaldi af þeirri fyrstu og gengur út á hæfileika skipuleggj- andans til að lesa í eftirspurnina, umfang markaðarins og haga þannig kostnaði við hljómleikana í samræmi við þá spá. Þeir Íslend- ingar sem farið hafa á tónleika með vinsælum tónlistarmönnum í útlöndum furða sig stundum á því að meðalaðsókn er ekki mikið meiri en 3.000 tónleikagestir. Vin- sælir tónleikastaðir á borð við Razzmatas í Barcelona, Palladium og Dominium í London taka rétt rúmlega 2.000 gesti en þar koma stórar hljómsveitir fram á hverju ári. Og þá liggur beint við að spyrja; af hverju ættu fleiri ís- lenskir tónleikagestir að sækja slíka hljómleika? Það sem áður hefur verið kallað hnignun hljómleikamarkaðarins gæti þess vegna í raun verið til- hneiging hans til að rétta sig af með tilliti til raunverulegs fjölda neytenda. Í þessu sambandi skiptir stað- setning tónleikanna aðalmáli.    Þriðja og síðasta ástæðan erbundin við ákveðið ástand í þjóðfélaginu sem snýr að fjárhag heimilanna. Í ljósi aukinnar skuldastöðu almennings og spár um válynda tíma í efnahagsmálum þjóðarinnar er ekki óvitlaust að gera ráð fyrir því að þeir mark- aðir sem að algerum hluta snúast um dægradvöl séu þeir fyrstu til að fara halloka – og öfugt – ef um mikla hagsæld er að ræða. Iðnaður á borð við hljómleika- iðnaðinn er afar viðkvæmur fyrir sveiflum í hagkerfinu og þegar skórinn kreppir (eða þá að blikur eru á lofti um að það muni hann gera) er almenningur gjarn á að láta hluti eins og leikhús, tónleika og kvikmyndahús mæta afgangi. Í þessu sambandi skiptir miða- verð á tónleikana aðalmáli.    Að sjálfsögðu verða allir þessirþættir að ganga upp svo að einstakir hljómleikar standist væntingar og aðrir hlutir á borð við auglýsingar og tímasetningu geta einnig skipt töluverðu máli. Hins vegar má af þessari grein- ingu sjá að í stað þess að talað sé um hnignun hljómleikamarkaðar- ins á Íslandi væri réttara að segja að hann hefði nú fyrst náð jafn- vægi – nú fyrst hagar hann sér eins og hljómleikamarkaðir ann- ars staðar í heiminum. Hnigið til jafnvægis ’Iðnaður á borð viðhljómleikaiðnaðinn er af- ar viðkvæmur fyrir sveiflum í hagkerfinu og þegar skórinn kreppir er almenningur gjarn á að láta hann mæta afgangi.‘ Morgunblaðið/Kristinn Reykjavík Trópík. Fjórar erlendar hljómsveitir komu fram á hátíðinni. hoskuldur@mbl.is AF LISTUM Höskuldur Ólafsson 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu eee S.V. MBL. JU TRÚIR ÞÚ? Sýnd kl. 8 og 10:10 B.i. 12 ára SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? eeee -MMJ kvikmyndir.com Sýnd kl. 5:45 B.i. 16 ára „...einn útsmognasti, frumlegasti og vitrænasti spennutryllir ársins“ eeee- SV, MBL Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:10 B.i. 16 ára Á 6. degi 6. mánaðar árið 2006 mun dagur hans koma. Þorir þú í bíó? HEIMSFRUMSÝNING Mögnuð endurgerð af hinni klassísku The Omen ! 0 GESTIR! HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR MEÐ BRUCE WILLIS FRÁ LEIKSTJÓRA LETHAL WEAPON MYNDANNA. Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 B.i. 14 ára -bara lúxus HÖRKUGÓÐUR SPENNUTRYLLIR MEÐ BRUCE WILLIS FRÁ LEIKSTJÓRA LETHAL WEAPON MYNDANNA. Sími - 551 9000 The Omen kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára 16 Blocks kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 14 ára Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 10.15 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 6 Prime kl. 8 eee L.I.B.Topp5.is eee L.I.B.Topp5.is Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! 03.06.2006 5 0 0 3 6 6 8 7 9 8 1 15 26 28 34 18 31.05.2006 1 3 18 29 33 46 3111 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.