Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ STÓRMYNDIN Da Vinci-lykillinn komst á topp íslenska bíólistans á ný eftir að hafa orðið að gefa hann frá sér í síðustu viku til ævintýramynd- ar um stökkbreyttar ofurhetjur, sem nú er í þriðja sæti. Það gerist ekki oft að myndir fari á toppinn á þriðju helgi, að sögn Guðmundar Breiðfjörð hjá Senu. „Ástæðan er sú að fyrstu helgina flykktust unglingarnir og aðrir áhugasamir á myndina en núna eru þeir að fara á myndina sem fara sjaldnar í bíó, jafnvel bara einu sinni eða tvisvar á ári,“ segir hann og bæt- ir við: „Myndin hefur haft jafna og góða aðsókn á virkum dögum. Virkir bíódagar eru sterkari á sumrin en á veturna eru helgarnar sterkari, því á sumrin notar fólk oft helgarnar í annað en bíó,“ segir hann, en mynd- in stefnir hratt í að fara yfir 40.000 manns í heildaraðsókn. Tvær nýjar myndir eru á listanum en stórslysamyndin Poseidon er í öðru sæti. Alls sáu hana um 3.500 manns um helgina. Hin nýja myndin er spennumyndin 16 Blocks með Bruce Willis í aðalhlutverki. Hún sit- ur í fjórða sætinu en rúmlega 1.300 manns lögðu leið sína á hana. Kvikmyndir | Vinsælustu myndir helgarinnar hérlendis Teikn á toppnum Lykillinn er lokkandi, líka Paul Bettany í hlutverki Silasar.           ! " ##$ % && ' &$ %# + *+ + )+ ,+ + -+ .+ /+ 0+  -, 5- %% %%     TÓNLEIKARNIR Zappa plays Zappa hafa verið fluttir úr Laugardalshöll í Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús. Tónleikarnir fara engu að síður fram föstudaginn 9. júní. Húsið verður opnað kl. 20 og tónleikarnir hefjast 20.30. Sæti og stæði standa óbreytt, að því er kemur fram í tilkynningu frá tónleika- haldara, RR ehf. Áætlað er að tónleik- arnir standi yfir í tæpa þrjá klukku- tíma. Zappa í Hafnarhúsið www.rr.is www.zappa.com Tónleikarnir eru til heiðurs þessum manni.                              ! "        ! "         !" #$  %     #&   ' $  ( ) %   *   , # + , ÞÆR eru aldar upp í Bronx, syst- urnar Deborah, Renee, Valerie og Marie Scroggins, og sagan segir að mamma þeirra hafi safnað pen- ingum til kaupa á hljóðfærum fyrir dætur sínar til að halda þeim af götunum. Því sátu þær sveittar við að semja og spila lög, meðan jafn- aldrar þeirra héngu á götum úti og urðu spillingunni að bráð. Þær tóku þátt í hæfileikakeppni árið 1979 og þótt þær ynnu ekki var maður að nafni Ed Bahlman í salnum, sem tók þær upp á sína arma og gerðist umboðsmaður og útgefandi þeirra. Hann gaf út þröngskífu hjá fyrirtæki sínu 99 records og jafnframt því byrjuðu þær að spila á tónleikum. Þótt þær hefðu aðeins örfá lög á tónleika- dagskrá sinni kom það ekki að sök, því þær gerðu allt vitlaust hvar sem þær komu fram og spiluðu lögin bara oft. Þessi fyrstu lög sem þær tóku upp, „You’re No Good“, „UFO“ og „Moody“, og voru öll á dagskrá á sunnudags- kvöldinu á Nasa. ESG gerðu nokkrar smáskífur og eina plötu í fullri lengd áður en þær hættu árið 1983. Það var svo ekki fyrr en safnplatan „A South Bronx Story“ kom út árið 2000 að sveitin kom saman á nýjan leik, en þá voru dætur Renee Scroggins, Nicole og Christelle, gengnar í sveitina og þannig skipuð gaf hún út plötuna „Step Off“ árið 2002. Í framhaldi af henni hefur sveitin fengið verðskuldaða athygli og lof, en hróður hennar fór víða í þau 20 ár sem hún var ekki starfandi. Lagið „UFO“ er til að mynda það lag sem hefur þann vafasama titil að vera „mest samplaða lag hljóm- sveitar“, og ekki ómerkari tónlist- armenn en Beastie Boys hafa sagst vera undir áhrifum frá ESG. Nýja platan er mjög gott framhald af því efni sem til var með ESG og það er skemmst frá því að segja að hjólin eru heldur betur farin að snúast hjá þeim. Andrúmsloftið var í orðsins fyllstu merkingu rafmagnað á Nasa, þegar plötusnúðar þeyttu skífum til að hita upp áhorfendur áður en systur og dætur stigu á sviðið. Í áhorfendahópnum var að finna blöndu af öllum raftónlist- armönnum Íslands, plötusnúðum og danstónlistarmógúlum og síðast en ekki síst trommuleikurum. Ástæða þess að trommuleikarar fjölmenntu á tónleikana er trommuleikari ESG. Hún er stór kona á alla kanta og því nokkuð óvenjuleg á að líta, en einnig er hún í sérflokki þegar kemur að trommuleik. Hún nálgast trommu- leik sinn af miklu öruggi, er gíf- urlega frumleg í töktum sínum og hljómurinn í trommum hennar er óviðjafnanlegur. Einhverjir í áhorfendahópnum höfðu aldrei heyrt í þessari hljóm- sveit, en höfðu heyrt þeim mun meira um hana, og því leið mér pínulítið eins og ég væri nú loksins að fara að sjá jólasveininn, sem ég hef þó heyrt töluvert mikið um í gegnum tíðina. Þau lög sem ég þekkti voru öll mjög góð og af- skaplega spennandi tónsmíðar, fyrir ákveðinn minimalisma og sér- stöðu, en ekkert sem ég hafði heyrt gat þó búið mig undir það sem ég var að fara að upplifa. ESG hófu leikinn og fagnaðaralda fór um áhorfendaskarann sem strax var sem dáleiddur af tónum þeirra. Söngkonan Renee kynnti inn hvert lagið á fætur öðru og þegar hún kynnti lagið UFO, mest samplaða lag heims, hrópuðu þeir sem það þekktu upp yfir sig af hrifningu. Það er afskaplega erfitt að reyna að lýsa tónlist ESG. Þetta er ekki pönk, og ekki dans- tónlist, og ekki diskó, og ekki dá- leiðslutónlist utan úr geimnum, en samt er þetta einhvern veginn allt þetta. Það er mun auðveldara að lýsa tilfinningunni sem tónlistin skilar manni. Mér leið alla vega eins og þessar konur væru sannar og að spila líf sitt í gegnum lögin. Þær brostu út að eyrum því þær voru komnar til að skemmta sér, voru mættar til að vera með áhorf- endum í partýinu. Þær gleymdu sér í dansi, rétt eins og áhorf- endur, kölluðu upp yfir sig þegar spennan í einhverju laginu náði hámarki, og bara urðu sjálf tón- listin sem þær voru að spila. Þegar gleðin og ánægjan sem þær fengu úr tónlistinni flæddi út til allra áhorfenda og skilaði sér svo strax til baka til ESG var hringrásin fullkomin og tónleikarnir löngu hættir að vera bara tónleikar, heldur voru þeir sameiginleg upp- lifun hljómsveitar og áhorfenda. Þegar öllu var lokið leið mér eins og ég hefði misst úr þann klukkutíma sem liðinn var, og velti því fyrir mér hvort ég hefði verið brottnumin af geimverum, og ég held bara svei mér þá að svo hafi verið. Dáleiðslutónlist utan úr geimnum TÓNLIST Tónleikar ESG á Nasa sunnudagskvöldið 4. júní 2006. Tónleikar voru liður í tónlistarhá- tíðinni Reykjavík Tropík. ESG Heiða Eiríksdóttir POSEIDON ADVENTURE kl. 7 - 9 og 11 B.i. 16.ára. THE DA VINCI CODE kl. 6 - 8 og 10 B.I. 14 ára MI:3 kl. 5.30 - 8 og 10 B.I. 14 ára SHAGGY DOG kl. 6 og 8 eeee VJV, Topp5.is VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ! Leitið Sannleikans - Hverju Trúir Þú? SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK POSEIDON ADVENTURE kl. 8 - 10 AMERICAN DREAMZ kl. 8 MI : 3 kl. 10 B.i. 14 ára POSEIDON ADVENTURE kl. 8 - 10 X-MEN 3 kl. 8 B.i. 12 ára DA VINCI CODE kl. 10:10 B.i. 14 ára FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee S.V. MBL. eee VJV - TOPP5.is eee D.Ö.J KVIKMYNDIR.COM SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA STAFRÆ DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is eee V.J.V.Topp5.is POTTÞÉTTUR HASARPAKKI. HÖRKUFÍN STÓRSLYSAMYND SEM STENDUR UNDIR ÖLLUM VÆNTINGUM -Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ. POTTÞÉTTUR HASARPAKKI. HÖRKUFÍN STÓRSLYSAMYND SEM STENDUR UNDIR ÖLLUM VÆNTINGUM -Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.