Morgunblaðið - 07.06.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 07.06.2006, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 49 SVALASTA rokksveit Íslands, Singapore Sling, lauk stuttu en af- drifaríku tónleikaferðalagi hér í Berlín á föstudaginn síðasta. Sveitin hóf ferðalagið í Leeds í Bretlandi þann 24. maí, sem upphit- unarsveit fyrir Brian Jonestown Massacre. Leiðin lá svo til Sheffield, Manchester (en þeim tónleikum var reyndar aflýst), Stoke og Oxford. Síðustu tónleikarnir voru svo í Kings College í London þann 30. maí. Ferðalagið um Bretland var eitt samfellt ævintýri – eða öllu heldur spennusaga – samkvæmt þeim Ein- ari „Sonic“ Kristjánssyni gítarleik- ara og Sigga Finns, hristu- og tamb- úrínuleikara, sem er betur þekktur sem Iggy Sniff. Var það vegna leið- toga Brian Jonestown Massacre, hins ofvirka snillings Antons New- combe, sem hefur tekist að koma „rokk og ról“-líferni á annað og alls- vakalegra stig. Áhugasömum er ein- dregið bent á heimildarmyndina Dig! þessu til sönnunar, en þar er fylgst með Newcombe og nokkurs konar baráttu sveitar hans og hinnar betur þekktu sveitar The Dandy Warhols. Þetta er mögnuð mynd sem þykir ein athyglisverðasta tón- listarmynd sem gerð hefur verið lengi vel. Frægir einstaklingar heilsuðu upp á Sling-liða í Bretlandi og þann- ig lét Patsy Kensit, leik- og söng- kona og fyrrum spúsa Liam Gallag- her, sjá sig í Leeds. Þá mætti sjálfur Kevin Shields, fyrrum leiðtogi My Bloody Valentine, á tónleikana í London og lét þau orð falla um tón- list Sling að hún hefði veitt sér inn- blástur. Það skyldi þó ekki vera að rokkarar frá Íslandi valdi því að Shields dratthalist loks til að gera þessa plötu sem fólk er búið að bíða eftir í fimmtán ár. Sling spilaði fyrir um 300 til 600 manns að meðaltali í þessari Bretlandsferð og var uppselt á alla tónleika. Umferð um MyS- pace-svæði sveitarinnar hefur stór- lega aukist í kjölfar yfirreiðarinnar. Hljómsveitin komst síðan heilu og höldnu til Þýskalands og ráðgert var að halda tvenna tónleika í Berlín. Af- lýsa þurfti fyrri tónleikunum, en hugmyndin var að vera með óraf- magnað sett á barnum 8mm á fimmtudagskvöldinu. Sá bar er óop- inbert útibú frá Sirkus og vinsæll á meðal skemmtanaglaðra Íslendinga í borginni. Síðari tónleikarnir, þar sem magnararnir voru hækkaðir upp í ellefu, fóru hins vegar fram samkvæmt áætlun á staðnum Pfef- ferbank. Liggur hann undir vinsæl- um bjórgarði í borginni og sá Berl- ínarsveitin Powers um upphitun. Sveitin sú skartar m.a. fyrsta trymbli Stereolab og er nýútkomin sjötomma sveitarinnar, fyrsta út- gáfa nýstofnaðs útgáfufyrirtækis 8mm, sem ber nafnið 8mm Music. Singapore Sling steig svo á svið um tvöleytið og rokkaði húsið. Hljóm- burður hefði að ósekju mátt vera betri en Íslendingarnir sem saman voru komnir skeyttu lítt um það og sigldu sælir og glaðir inn í nóttina á vænum rokköldum Singapore Sling. Blóði drifin slóð Singapore Sling á tónleikum í Pfefferbank í Berlín, 2. júní sl. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen í Berlín arnart@mbl.is myspace.com/singaporesling Tónlist | Singapore Sling lauk tónleikaferðalagi í Berlín Ný rómantísk gamanmynd meðJennifer Aniston í aðal- hlutverki, The Break-Up, hlaut óvænt meiri aðsókn en spennu- myndin X-Men: The Last Stand, í bandarískum og kanadískum kvik- myndahúsum um helgina. Voru tekj- urnar af mynd An- iston 38,1 milljón doll- ara um helgina, en af X-mönnunum 34,3 millj- ónir. Tekj- urnar af The Break-Up voru um tíu milljónum meiri en framleiðand- inn hafði gert ráð fyrir. Í þriðja sæti á listanum yfir vin- sælustu myndirnar um helgina var teiknimyndin Yfir limgerðið, og í því fjórða var Da Vinci-lykillinn. Þá komst heimildamynd Als Go- res, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um áhrif hlýnunar andrúmsloftsins, í 9. sæti listans þótt hún sé ekki sýnd í mörgum kvikmyndahúsum. The Break-Up skartar kær- ustuparinu Aniston og Vince Vaughn. Í myndinni leika þau par sem vill skilja en hvorugt vill flytja úr íbúðinni sem þau leigja saman. Listinn yfir vinsælustu mynd- irnar vestanhafs um helgina er annars eftirfarandi: 1. The Break-Up 2. X-Men: The Last Stand 3. Over the Hedge 4. The Da Vinci Code 5. Mission: Impossible III 6. Poseidon 7. RV 8. See No Evil 9. An Inconvenient Truth 10. Just My Luck. Fólk folk@mbl.is Bandaríski leikarinn og söngv-arinn Seth Sharp, sem leik- stýrði og lék í söngleiknum Ain’t Misbehavin’ í Loftkastalanum, ætlar að fara yfir allan feril bandaríska tónlistarmannsins Prince frá upp- hafi til dagsins í dag á tón- leikum á Gauki á Stöng í kvöld og annað kvöld. Í frétta- tilkynningu segir að á tón- leikunum verði öll vinsælustu lög söngvarans tekin fyrir, auk laga af nýjustu plötu hans. Söngkonan Guðbjörg Elísa mun syngja með Seth, en hún tók meðal annars þátt í Idol-stjörnuleit. Þá mun fimm manna hljómsveit verða Seth til halds og trausts, en sveitin hefur hlotið nafnið The Prince Tribute Band. Húsið verður opnað klukkan 21 bæði kvöldin, en tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA „AMERCAN PIE“ & „ABOUT A BOY“ FRÁ FRAMLEIÐENDUM „BRIDGET JONE’S DIARY“ OG „LOVE ACTUALLY“ FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is eee JÞP blaðið S.U.S. XFM eee H.J. mbl M EÐ HI NU M E INA SANNA HUGH GRANT SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI POSEIDON ADVENTURE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16.ára. POSEIDON... VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 X-MEN 3 kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.I. 12 ára AMERICAN DREAMZ kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 SHAGGY DOG kl. 3:40 - 5:50 MI : 3 kl.3:40 - 6 - 8 - 10:30 B.I. 14 ára FAILURE TO LAUNCH kl. 8 SCARY MOVIE 4 kl.8:15 - 10:10 B.I. 10 ára SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? eee L.I.B.Topp5.is Sumum karlmönnum þarf að ýta út úr hreiðrinu VERÐUR HANN HUNDHEPPINN EÐA HVAÐ! eee V.J.V.Topp5.is eee S.V. MBL. ÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI eee B.J. BLAÐIÐ POSEIDON ADVENTURE kl. 6 - 8 - 10:10 B.I. 14 ára MI : 3 kl. 8 - 10:30 B.I. 14 ára AMERICAN DREAMZ kl. 8 - 10:10 SHAGGY DOG kl. 6 SCARY MOVIE 4 kl. 6 B.I. 10 ára SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU, MYND OG HLJÓÐ BÍÓDIGITAL Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt á ofangreindum stöðum Siglufjörður Sýnt í Bíósal 12.Júní Miðasala í síma 467-1111 Blönduós Sýnt í Félagsheimili Blönduósar 14.15.Júní Miðasala í síma 847-1852 Akureyri Sýnt í Sjallanum 22. og 23 Júní Miðasala Penninn Glerártorgi Sjallinn@sjallinn.is Patreksfjörður Sýnt í Félagsheimili Patreksfjarðar 18.júní Miðasala í síma 456-1688 Sælukjallarinn, Aðalstræti 13 „Frábærlega gert. Staðhæfingarnar frábærar og hnyttinn texti. Hvílíkur gimsteinn sem þessi kona er á sviðinu. Að sjá hverning hún rúllaði áhorfendunum upp. Til hamingju með það.“ Bragi Hinriksson Á ferð um landiðHúsavíkSýnt í Fosshótel Húsavík09.Júní Miðasala í síma 464-1220

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.