Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. endurskoðun reikningsskil skattar / ráðgjöf www.ey.is HÁLSLÓN við Kárahnjúkavirkj- un fyllist ekki af aurburði á 400– 500 árum eins og gert hefur verið ráð fyrir, heldur á nokkur þúsund árum. Þetta kemur til vegna þess að Brúarjökull bráðnar vegna hlýnandi loftslags á næstu 100– 200 árum, að því er fram kemur í niðurstöðum þeirra Birgis Jóns- sonar, Jónasar Elíassonar og Sig- urðar Magnúsar Garðarssonar, fræðimanna við verkfræðideild Háskóla Íslands, en þær voru kynntar í erindi á ráðstefnu á Hótel Nordica í gær. Gert hefur verið ráð fyrir því að Hálslón fyllist af aurburði á 400–500 árum en þá var ekki tek- ið tillit til bráðnunar Brúarjökuls. Sigurður Garðarsson dósent segir að í rannsókninni hafi verið sett upp líkan af bráðnun jökuls- ins. „Þegar jökullinn minnkar, þá minnkar aurburðurinn frá jöklin- um inn í Hálslón. Það mun hægja mikið á þessum aurburði og þess- ar niðurstöður benda til þess að í stað þess að verða fullt á 500 ár- um verði lónið aðeins hálffullt þá,“ segir Sigurður. Hann tekur fram að töluverð óvissa sé í reikningum um hvenær nákvæmlega lónið fyllist en það verði að minnsta kosti eftir nokk- ur þúsund ár. Dreifðara vatnsmagn í ánni Loftslagsbreytingar munu einn- ig hafa nokkur áhrif á Jökulsá á Dal og segir Sigurður að þar muni veðurfar hafa áhrif. „Það er verið að skoða þetta sem stendur en sennilega verður meira vatns- magn í ánni og eins verður það jafndreifðara yfir árið heldur en í dag. Ástæðan fyrir því að Hálslón er svona stórt er að allt rennslið kemur á sumrin og það er verið að miðla því yfir allt árið, þannig að ef úrkoman dreifist meira yfir árið þarf ekki jafnstórt lón,“ segir hann og bætir við að mikilvægt sé að hafa í huga að langt sé í að þessar breytingar verði. Jákvæð áhrif Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að gangi spár um hlýnun eftir muni það á næstu tugum eða hundruðum ára hafa jákvæð áhrif á vatnsafls- virkjanir. Hann segir að þegar Landsvirkjun hafi gefið út skýrslu sína um mat á umhverfisáhrifum vegna Kárahnjúkavirkjunar hafi verið miðað við óbreytta bráðnun Brúarjökuls og farið mjög varlega í að spá til framtíðar. „Gangi hins vegar þessar hlýn- unarspár eftir, sem komu fram á ráðstefnunni í dag, þá verður ork- an auðvitað meiri í núverandi jök- ulvatnsvirkjunum og lónin duga miklu lengur en ráð hefur verið fyrir gert. Þessu til viðbótar má ekki gleyma því að virkjun vatnsafls og nýting annarra endurnýjan- legra orkugjafa vinnur gegn hlýn- un andrúmsloftsins,“ segir Frið- rik. Nýjar rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á bráðnun Brúarjökuls Telja að Hálslón fyllist á nokkur þúsund árum Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is  Lónið fyllist | 8 ALFREÐ Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, og aðstoðarmaður hans, Guðmundur Þ. Guðmundsson, lifðu sig inn í vináttuleikinn gegn Dönum í gær en þá stjórnaði sá fyrrnefndi liðinu í fyrsta sinn. Vettvangurinn var hinn gamli heimavöll- ur Alfreðs, KA-heimilið á Akureyri, og olli hann sveitungum sínum ekki vonbrigðum fremur en endranær enda þótt sigurinn væri naumur að þessu sinni, 34:33. Íslenska liðið var með yfirhöndina nán- ast allan tímann og hafði yfir í leikhléi, 18:17. Þjóð- irnar mætast öðru sinni í Laugardalshöll annað kvöld. | Íþróttir Morgunblaðið/Þórir Ó. Tryggvason Eldskírn Alfreðs Gíslasonar lauk með sigri á Akureyri GREININGARDEILD Danske Bank telur að tilkynning alþjóða matsfyrirtækisins Standard & Poor’s um breytingu á horfum um lánshæfismat ríkissjóðs úr stöðug- um í neikvæðar sé slæm fyrir ís- lenskan fjármálamarkað. Þetta kom fram í tilkynningu frá bankanum í gær. Þar segir að líkur á harðri lendingu í íslensku efnahagslífi hafi aukist. Hins vegar er efast um að tilkynning Halldórs Ásgrímssonar um að hann muni hætta í stjórnmál- um muni leiða til mikilla breytinga á peningamálastefnu Íslands. Í frétt í breska viðskiptablaðinu Financial Times segir að forsætis- ráðherraskipti, þar sem Geir H. Haarde taki við, muni stuðla að stöðugleika á þeim óróleikatímum sem nú séu í íslensku efnahagslífi. Úrvalsvísitala aðallista Kauphall- ar Íslands lækkaði um 1,8% í gær og gengi krónunnar veiktist um 2,2%. Töldu sérfræðingar þetta vera við- brögð við tilkynningu Standard & Poor’s frá því í fyrradag. | 12 Auknar líkur á harðri lendingu SJÁLFSTÆÐISMENN og framsóknar- menn í nýrri borgarstjórn Reykjavíkur ráða nú ráðum sínum um útfærslu sam- starfsins og skiptingu í embætti og stöður. Gert er ráð fyrir að þeir geri grein fyrir stöðunni í lok vikunnar en nýr meirihluti tekur við völdum á þriðjudag. Í gær var síð- asti fundur fráfarandi borgarstjórnar. Áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma að það sé ekki rétt sem haldið hefur verið fram, að framsóknarmenn fái stjórn Faxaflóahafna og sjálfstæðismenn Orku- veituna. Hið rétta í málinu mun vera að þetta fyrirkomulag verði haft á tvö fyrstu ár kjörtímabilsins en að þeim loknum fái fram- sóknarmenn stjórn Orkuveitunnar og sjálf- stæðismenn Faxaflóahafnir. Stjórn Orku- veitunnar skipt á milli flokkanna BANDARÍSKUR uppboðshaldari mun í vikunni bjóða upp umslag með þremur ís- lenskum frímerkjum. Upphafsboð um- slagsins er 90 þúsund dollarar eða um 7,5 milljónir íslenskra króna. Um er að ræða umslag sem sent var frá Íslandi til Kaupmannahafnar á seinni hluta 19. aldar en það ber eitt tveggja skildinga frímerki ásamt pari af þriggja skildinga frímerkjum. Það eru einkum þau síðarnefndu sem gera umslagið verð- mætt en það er hið eina þekkta þar sem notað er þriggja skildinga frímerki. Að sögn Brynjólfs Sigurjónssonar, for- manns Félags frímerkjasafnara, munu frí- merkin líklega vera með þeim dýrari sem gefin hafa verið út á Íslandi en íslensk frí- merki hafi ávallt verið vinsæl meðal safn- ara erlendis. Bæði sé upplagið lítið en einnig séu öll íslensk frímerki á einhvern hátt tengd landi og þjóð. „Menn fá þá ákveðna innsýn í þjóðarvitundina með því að skoða frímerkin.“ Umslagið verður boðið upp hjá upp- boðshaldaranum Cherrystone hinn 8. júní. Umslagið sem boðið verður upp í vikunni. Upphafsboð er um 7,5 milljónir króna. Íslenskt um- slag metið á 7,5 milljónir UNNIÐ er að forrannsókn á fýsileika þess að stofna heilsulind við Vatnajökul. Stella Sigfúsdóttir, alþjóðafulltrúi bandarískra heilsulindarsamtaka, fékk til verkefnisins frumkvöðlastuðning frá Impru og stefnir að því að kynna niðurstöðurnar fyrir heima- mönnum og forsvarsmönnum atvinnulífsins næsta haust. Stella segir að þótt Íslendingar státi af heilsulindum á við Bláa lónið og Heilsu- stofnun Náttúrulækningafélagsins í Hvera- gerði þá eigi þeir fjölmarga ónýtta mögu- leika sem nýta megi í uppbyggingu heilsulinda hérlendis. Hún nefnir sem dæmi jöklana, jarðvarmavatnið, náttúrufegurðina og norðurljósin. | 20 Heilsulind við Vatnajökul? ♦♦♦ BANASLYS varð á Elliðavatns- vegi, skammt frá mótum Kaldár- selsvegar, á tólfta tímanum í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var fólksbifreið ekið Elliðavatnsveg í átt að Hafnarfirði, svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bíln- um með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. Tveir karl- menn voru í bifreiðinni og var ann- ar þeirra úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur á slysa- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss en óvíst var með líðan hans þegar Morgunblaðið fór í prentun. Banaslys á Elliðavatnsvegi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.