Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.06.2006, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það er ekkert skrítið, Guðni minn, þetta er nú okkar prívat sól, góði. Þar sem Þjóðverjareru gestgjafarheimsmeistara- mótsins í knattspyrnu að þessu sinni þurftu þeir ekki að taka þátt í und- ankeppni, ólíkt hinum lið- unum sem öll hafa komist gegnum undankeppni í sinni heimsálfu. Fyrstu undankeppnirnar hófust árið 2003 og í nóvember á síðasta ári varð ljóst hvaða 32 lið keppa um heimsmeistaratitilinn. Allar heimsálfurnar eiga fulltrúa á mótinu, flestar þátttökuþjóðirnar eru evrópskar, alls fjórtán, en Ástralía er eini fulltrúi Eyjaálfu. Liðin keppa í átta riðlum og hefst mótið á tveimur leikjum í A-riðli. Í opnunarleiknum, sem hefst kl. 16 á morgun, tekur lið Þjóðverja á móti Kosta Ríka- mönnum og strax á eftir fer fram leikur Póllands og Ekvador. Síð- an fylgir stíf dagskrá og allt til loka 16-liða úrslita verður leikið á hverjum degi, tveir til fjórir leikir á dag, en þegar nær dreg- ur úrslitaleiknum verða lengri hlé milli leikja. Hátíð fyrir áhugamenn um tölfræði Þjóðverjar og Ítalir taka nú þátt í úrslitakeppninni í 16. sinn. Nýliðar í ár eru sjö en aldrei hafa mætt fleiri þjóðir til leiks í úrslitakeppninni, sem ekki hafa tekið áður. Brasilía er eina liðið sem hefur alltaf tekið þátt í úr- slitakeppninni og því eina þjóðin sem oftar hefur verið með en Þýskaland. Sjö sinnum hefur þýska landsliðið leikið til úrslita og þrisvar hafa Þjóðverjar hampað titlinum, þar af einu sinni sem gestgjafar en það var árið 1974. Alls hafa gestgjafar hrósað sigri á HM sex sinnum. Þótt 78 þjóðir hafi tekið þátt í úr- slitakeppni HM hafa sjö þeirra skipt heimsmeistaratitlunum milli sín. Flesta titlana hafa Brasilíumenn unnið, fimm tals- ins, síðast í Japan/Suður-Kóreu fyrir fjórum árum. Þjóðverjar hafa staðið í ströngu við undirbúning mótsins en leikið verður á tólf leikvöng- um í jafnmörgum borgum. Úr- slitaleikurinn fer fram á Ólymp- íuleikvanginum í Berlín sem hefur verið endurnýjaður fyrir um 23 milljarða kr. og er stærst- ur leikvanganna. Heildarkostn- aður við endurnýjun eldri leik- vanga og byggingu nýrra nam um 128 milljörðum kr. og rúmar sá minnsti nú 37 þúsund áhorf- endur í sæti en sá stærsti 66 þús- und. Hræringar á sjónvarpsmarkaði Heimsmeistarakeppnin er stórviðburður sem nýtur mikilla vinsælda og í samræmi við það felast mikil verðmæti í sýning- arrétti frá keppninni. Fyrir fjór- um árum afsalaði RÚV sér sýn- ingarrétti frá HM 2002, sökum fjárskorts, og tryggði sjónvarps- stöðin Sýn sér í kjölfarið réttinn til að sýna bæði frá því móti og keppninni í ár. Gjald fyrir áskrift að Sýn er til muna hærra, fyrir aðra en þá sem skuldbinda sig til áskriftar til lengri tíma, þann mánuð sem heimsmeistara- keppnin stendur yfir, en aðra mánuði ársins. Hefur erindi vegna þessa verið sent sam- keppniseftirlitinu og þess óskað að það rannsaki háttsemi Sýnar að þessu leyti. Skjárinn mun, að kröfu Sýnar, loka fyrir endur- varp á erlendum stöðvum meðan þær sýna frá leikjum í keppninni en viðlíka ástand ríkir á Spáni. Skjárinn ætlar á sama tíma að beina sjónum sínum að þeim sem lítinn áhuga hafa á knattspyrnu og bjóða upp á dagskrá sem köll- uð er stelpudeildin og er henni fyrst og fremst beint að kven- þjóðinni. Víðtæk áhrif á daglegt líf Fréttir hafa borist af því að í Þýskalandi og á Englandi bjóði gististaðir viðskiptavinum upp á sérstaka HM-fría dvöl sem á að vera algjörlega ósnert af fárinu sem væntanlega ríkir kringum keppnina. Ef svo mikið sem minnst verði á fótbolta meðan á dvölinni stendur fái viðskiptavin- urinn bætur, einn gististaðurinn býður t.a.m. upp á frían drykk. Í vikunni birtist svo skýrsla þar sem fram kom að breska þjóðarbúið verði líklega fyrir gríðarlegu tjóni vegna HM. Bæði vegna þess að starfsmenn verði óvirkir í vinnu meðan þeir horfa á leiki og vegna aukinna „veik- inda“ starfsmanna daginn eftir leik, þar sem starfsmenn boða sig veika vegna timburmanna eftir að hafa skemmt sér óhóf- lega yfir leikjum. Skýrsluhöfund- ar gefa sér að breskir launþegar verji að meðaltali einum tíma á dag í fótboltagláp og tjón breska þjóðarbúsins, vegna tapaðra vinnustunda, verði þá á sjötta hundrað milljarða ísl. króna. Engin skýrsla eða aðrar upplýs- ingar af þessu tagi liggja fyrir á Íslandi en þó má ljóst vera að ráðstafanir verði gerðar á mörg- um vinnustöðum vegna mótsins, til dæmis verði komið upp sjón- vörpum og því viðbúið að kaffi- tímar dragist á langinn. Fréttaskýring | Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í Þýskalandi á morgun Einn mánuður, 32 lið, 64 leikir Búist er við að knattspyrnuveislan verði sú glæsilegasta sem boðið hefur verið til Ólympíuleikvangurinn í Berlín. Krafist aðgerða stjórn- valda vegna vændis  Vændi var lögleitt í Þýska- landi árið 2002 og er gert ráð fyrir því að viðskipti muni aukast til muna í gleðihúsum á meðan keppnin fer fram. Er áætlað að á bilinu 30-40.000 konur verði fluttar til Þýskalands til að stunda vændi meðan á keppninni stendur. Hafa ýmis félagasamtök af þessum sökum krafist aðgerða af hálfu þýskra stjórnvalda og FIFA alþjóðaknattspyrnu- sambandsins. Eftir Jóhann Magnús Jóhannsson johaj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.