Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 35 Dagarnir 16. desember og16. júní hafa sérstakaþýðingu í suður-afrískrisögu. Meðan hvítir menn stjórnuðu S-Afríku héldu þeir 16. desember hátíðlegan, en dagurinn var hins vegar sorg- ardagur í augum blökkumanna. 16. júní hefur hins vegar sérstaka þýð- ingu í hugum blökkumanna, þó sá dagur tengist ekki síður sorglegum atburðum. Þegar hópar kalvínista frá Hol- landi fóru að flytja til S-Afríku um miðja 18. öld bjuggu innan við 1.000 hvítir menn í landinu. Eftir því sem fjöldi þeirra jókst og umsvif þeirra urðu meiri versnuðu samskipti þeirra við innfædda. Evrópsku landnemarnir, sem kallaðir voru Búar, lögðu stöðugt meira land- svæði undir sig. Eftir að hafa lagt undir sig Gauteng-hérað héldu þeir áfram austar í landið og hugðust leggja undir sig Drakensberg. Í febrúar árið 1838 sendu Búar sendinefnd á fund Dingaan, kon- ungs Zulu-ættbálksins. Þeir buðu honum friðarsamning sem fól í sér að Zulu-menn létu af hendi mikið landsvæði. Dingaan undirritaði samninginn en lét síðan myrða alla sendinefndina. Hann lét síðar þetta sama ár myrða fleiri Búa sem sest höfðu að í nágrenninu. Búar tóku nú að safna liði og í desember lögðu þeir til atlögu. Þann 16. desember kom herflokkur þeirra að Ncome-ánni og þar laust Zulu-mönnum og Búum saman. Eftir þriggja tíma orrustu var vatn- ið í ánni orðið rautt, enda nefndu Búar ánna Blood River (Blóðáin). Um 3.000 Zulu-menn létust í átök- unum, en þrír Búar særðust. Eftir þennan „glæsta sigur“ gat ekkert stöðvað landnám Búa. Þeir fögnuðu sigrinum árlega því að 16. desem- ber kölluðu þeir „Sigurdaginn“. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í S-Afríku allt til ársins 1994. Þá tóku blökkumenn við völdum í land- inu og þeir breyttu nafni dagsins og kölluðu hann „Dag sátta“. Erfitt líf í Soweto „Saga Suður-Afríku verður ekki skilin án sögu Soweto.“ Þetta sagði Walter Sisulu, einn af frelsishetjum blökkumanna sem sat áratugum saman í fangelsi með Nelson Mandela. Soweto er eitt af úthverfum Jó- hannesarborgar, en það byggðist upp í lok 19. aldar í tengslum við námuvinnslu. Fólk víða að úr heim- inum kom til Jóhannesarborgar til að græða á demantavinnslu. Það var ekki efst í huga námueigenda að tryggja velferð þeirra sem unnu í námunum. Aðstæður fólks í Sow- eto voru vægast sagt hörmulegar. Ekkert var hugað að hreinlætis- aðstöðu og ungbarnadauði var gríð- arlegur. Líf fólks snerist um að komast af. Á hverjum degi fóru þúsundir manna til vinnu í nám- unum. Það var því nær að líkja Soweto við þrælabúðir en borg. Barátta Nelsons Mandela og annarra forystumanna Afríska þjóðaráðsins gegn aðskiln- aðarstefnunni var bæði löng og ströng. Í upphafi einsetti Afríska þjóðaráðið sér að ná fram breyt- ingum með friðsamlegri baráttu, en þegar öllum var orðið ljóst að þessi barátta skilaði engum árangri stofnaði Afríska þjóðarráðið deild sem einbeitti sér að skemmd- arverkum á samgönguleiðum, verk- smiðjum og öðrum eignum ríkisins. Eftir að búið var að handtaka Nel- son Mandela og aðra leiðtoga blökkumanna varð andstaða við kynþáttastefnuna veikari þar sem alla forystu blökkumanna skorti. Leiðtogar blökkumanna sem ekki voru í fangelsi reyndu með samningum við stjórnvöld að bæta réttindastöðuna, en þeim varð lítið ágengt. Vildu ekki læra Afrikaans Barátta blökkumanna gegn að- skilnaðarstefnu hvíta minnihlutans í S-Afríku tók nýja stefnu 16. júní 1976, en þá hófst svokölluð Soweto- uppreisn. Uppreisnin átti stóran þátt í að vekja heimsbyggðina til umhugsunar um þá kynþáttastefnu sem stjórnvöld í landinu ráku. Ástæðan fyrir því að skólabörn á aldrinum 12–18 ára fóru í mót- mælagöngu í Soweto þennan dag var sú að þau hugðust mótmæla ákvörðun stjórnvalda um að láta öll börn í S-Afríku læra tungumál Bú- anna, Afrikaans. Þetta var tungu- mál sem blökkumenn notuðu ekki og litu á sem kúgunartæki. Nem- endum var kennt á Afrikaans sem mörg börn kunnu lítið í og kenn- ararnir höfðu jafnvel ekki almenni- leg tök á málinu heldur. For- ystumenn blökkumanna höfðu ítrekað óskað eftir að þessu yrði breytt, en ekkert var hlustað á sjónarmið þeirra. 16. júní gengu skólabörn í Sow- eto fylktu liði um götur hverfisins. Þetta átti að verða friðsamleg mót- mælaganga. Við Orlando West, skammt frá heimili Nelsons Man- dela, mættu mótmælendur fámenn- um hópi lögreglumanna. Mótmæl- endur sungu, tóku upp steina og kölluðu „Power, power“. Einhverjir úr hópnum höfðu drepið hund og kveiktu í honum fyrir framan lög- reglumennina. Lögreglumennirnir sögðu eftir á að í þessu hefði falist hótun um að fara eins að með þá. Þegar annar hópur mótmælenda kom úr annarri átt með grjót í höndunum töldu lögreglumennirnir lífi sínu ógnað. Þeir hófu skothríð á skólabörnin. Nokkur féllu fyrir skotum lögreglumannanna. „Hættu að brosa og farðu heim“ Meðal þeirra sem létust var Hector Peterson, 13 ára drengur frá Sow- eto. Eldri systir hans tók þátt í mótmælunum, en hún hafði ætlast til að hann yrði heima. „Þegar átök- in hófust kom ég auga á Hector þar sem hann stóð brosandi og fylgdist með mótmælunum. Ég bað hann að hætta að brosa og koma sér heim. Þá kváðu við skothvellir. Við leit- uðum bæði skjóls, en ég missti sjónar á honum. Þegar hlé varð á skothríðinni leit ég upp. Ég kom ekki auga á Hector, en tók hins vegar eftir skóm á götunni og svo áttaði ég mig á að þetta voru skórn- ir hans Hectors. Svo sá ég ungan mann koma hlaupandi á móti mér. Hann hélt á Hector sem hafði orði fyrir skoti.“ Þannig lýsti Antoinette, systir Hectors, því sem gerðist. Ungi maðurinn sem tók Hector upp af götunni og reyndi að koma honum til læknis hét Mbuyisa Makhubu. Ljósmyndarinn Sam Nzima tók mynd af Hector, systur hans og Mbuyisa, en hún sýndi betur en mörg orð hvað gerðist í Soweto þennan dag. Þegar Hector kom á sjúkrahús var hann látinn. Hann hafði fengið skot í gegnum hálsinn. Næstu vikur og mánuði ríkti stríðsástand í Soweto. Ekki er vitað til fulls hve margir létust í átök- unum. Margir hurfu og því er ekk- ert vitað um örlög þeirra, en talið er að 700–1.200 blökkumenn hafi verið drepnir þá mánuði sem uppreisnin stóð yfir. Mbuyisa Makhubu var einn þeirra sem flúðu en hann var einn af þeim sem skipulögðu mótmælin. Lögreglan lagði mikla áherslu á að handsama hann, en hún hélt því fram að ljósmyndin sem Nzima tók hefði verið sviðsett. Makhubu neyddist til að flýja land. Hann hvarf í Nígeríu árið 1978. En það voru fleiri en blökku- menn sem voru drepnir í átök- unum. Eftir að lögreglan hóf skot- hríð var engum hvítum manni vært í Soweto. Tveir menn náðu ekki í tíma að hafa sig á brott og voru drepnir af hópi blökkumanna. Ann- ar þeirra var læknir, en stuttu eftir að hann var drepinn leituðu blökku- menn á stofuna hans eftir lækn- ishjálp. Stjórnvöld sögðu að 23 hefðu látist þennan dag. Heimamenn í Soweto sögðu hins vegar að 200 látnir væri nærri lagi, stór hluti þeirra börn. Dagana á eftir fóru lög- reglumenn í grænum bílum um göt- ur Soweto og skutu fyrirvaralaust á þá sem áttu leið hjá. Árið 2001 var opnað safn til minningar um atburðina í Soweto. Safnið er nefnt í höfuðið á Hector Peterson. Hann er tákn allra þeirra sem létust í uppreisninni. Safnið, sem stendur þar sem lög- reglumennirnir stóðu þegar þeir skutu á skólabörnin, er áhrifamikið tákn fyrir baráttu blökkumanna fyrir frelsi. Þar eru myndir af upp- reisninni og lýsingar vitna á því sem gerðist. Á sjónvarpsskjám er hægt að horfa á viðtöl við lög- reglumenn sem skutu á mannfjöld- ann, viðtöl við Steve Biko og fleiri leiðtoga blökkumanna. Flesta daga situr móðir Mbuyisa Makhubu fyrir framan safnið og selur póstkort og alls kyns smá- varning. Á torgi fyrir framan safnið er myndin sem Sam Nzima tók af syni hennar með Hector Peterson í fanginu. Þessi mynd birtist í fjöl- miðlum um allan heim, en hún átti stóran þátt í að vekja heimsbyggð- ina til vitundar um þau skelfilegu mannréttindabrot sem verið var að fremja í S-Afríku. Þegar Hector Peterson var drepinn 30 ár eru liðin frá því að uppreisn skóla- barnanna í Soweto í S-Afríku hófst en hún leiddi til þess að kynþáttaátök í land- inu urðu harðari en nokkru sinni áður. Egill Ólafsson heim- sótti safn sem helgað er minningu Hectors Pet- ersons sem varð fyrsta fórnarlamb átakanna. AP Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetafrú, skoðar myndina sem sýnir Mbuyisa Makhubu bera hinn deyjandi Hector Peterson. Örvæntingin skín úr svip Antoinette, systur Hectors. Hector Peterson var aðeins 13 ára þegar hann lést. Það er ljósmyndarinn, Sam Nzima, sem sýnir Clinton myndina. egol@mbl.is þarna til húsa. Þetta er eins og með kvenrétt- ndin, þetta er allt að koma!“ segir Vigdís. Leiklistin hvati fyrir íslenska tungu Vigdís segir að sú mikla gróska sem er í íslensku eiklistarlífi um þessar mundir styrki stöðu ís- enskunnar. „Við höfum áhyggjur af því að ís- enskan sé að tapa flugi, þótt við hræðumst ekki að hún hverfi. Og þá er leikhúsið og leiklistin svo óskaplega mikil brýning. Því í leikhúsinu fer allt fram á íslensku og leiklistin er svo mikill hvati fyrir íslenska tungu. Þess vegna held ég mikið upp á leiklistina, rétt eins og þá mörgu góðu rit- höfunda sem við eigum og skrifa svo dásamlega íslensku. Það er framlag þessara listgreina og ritað mál sem á svo stóran hlut í að halda uppi ís- enskri tungu,“ segir Vigdís. Mikil leiklist í persónuleika Íslendinga En hvað með íslensku þjóðina, hefur hún áhuga á leiklist? „Já, auðvitað hefur hún áhuga á leiklist, það hafa allir áhuga á henni,“ segir Vigdís. Hún bendir á að það sé ríkt í Íslendingum að herma hver eftir öðrum. „Við þurfum alltaf að fá að vita orðrétt hvað fólk sagði. Og þá förum við að leika samtöl, en þetta er séríslenskt. Það verður því að heilu leikriti þegar fólk er að tala saman um hvernig hinn eða þessi hafi brugðist við,“ segir hún. „Ég held að þetta sé arfur frá Íslendinga- sögunum, en þar eru setningar sem eru mæltar fram svo mikilvægar,“ bætir hún við. „Það er af- skaplega mikil leiklist í íslenskri tungu og í ís- enskum persónuleika,“ segir Vigdís. Þykir afar vænt um Grímuna Vigdís segir að sér þyki afar vænt um verðlaun á borð við Grímuna. „Þessi árlega úttekt á því sem er að gerast í leiklist í landinu er afar mikilvæg og vekur svo mikla umræðu um leiklist. En mönnum þykir sjálfsagt að hafa leikhús. Þetta er eins og með loftið. Maður andar því að sér alla daga og ef það hverfur þá tekur maður ekki eftir því fyrr en það er horfið og ekki er lengur hægt að anda því að sér,“ segir Vigdís. Hún kveðst þeirrar skoðunar að auka megi umræðu um leiklist og menningu hér á landi. „Það má auka hana mikið, til dæmis með um- ræðuþáttum um það sem er að gerast, eins og gert er alls staðar í menningarlöndum. Það eru umræðuþættir um hvað er á döfinni og hvernig til tekst. Þetta er reyndar að aukast hjá okkur núna, til allrar guðslukku, en við höfum þó lítið af góðum umræðuþáttum um það sem er að ger- ast í augnablikinu. Það eru umræðuþættir til um stjórnmálin, en það er ekki mikið rætt um hvað er að gerast á listasviðinu,“ segir Vigdís. Þetta gildi bæði um útvarp og sjónvarp og þá sé mik- lvægt að umræða um menningu fari fram á síð- um blaða. „En það hefur mjög breyst frá því ég var í leikhúsinu. Nú eru komnar sérstakar menningarsíður í blöðunum. Ég var stundum að óska eftir því þegar ég rölti með myndir niður á Morgunblað að fjallað yrði meira um menningu, en nú er þetta komið allt saman. Þá sér maður að hugsjónirnar fæðast, svo er farið að vinna að þeim og þá verða þær að raunveruleika. Það má hins vegar alltaf bæta bæði sjálfan sig og um- hverfið. Ef maður bætir sjálfan sig þá bætir maður umhverfið um leið,“ segir Vigdís Finn- bogadóttir. rsambands Íslands etta starf gleymt“ Morgunblaðið/Kristinn hlaut í gær heiðursverðlaun á Grímunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.