Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ  ÞJÓRSÁRVER Ný upplýsingamið- stöð og veitingasala UM NÆSTU helgi verður opnuð ný upplýsingamiðstöð í Þjórsárveri þar sem einnig verður veitingasala og aðstaða til listsýninga. „Þetta er svolítið sérstakt, vegna þess að hér er dreifbýlt og hreppurinn fámenn- ur,“ segir Valdimar Össurarson, um- sjónarmaður Þjórsárvers. Þessi nýja upplýsingamiðstöð Flóahrepps og aðstaða til listsýninga yfir sum- arið, er til húsa í nýbyggingu við Flóaskóla. „Þetta er útvíkkun á þeirri menningarstarfsemi sem Þjórsárver hefur staðið fyrir. Þjórs- árver hefur verið vaxandi sem menningarmiðstöð hér í Flóanum. Tónahátíð í Þjórsárveri er árlegur viðburður og einnig var stofnuð leik- deild hérna á vegum Ungmenna- félagsins Vöku sem hefur sett upp stór verk. Nú ætlum við að bæta listsýningum við og hér verða tvær til þrjár sýningar yfir sumarið. Við erum svo heppin að eiga efnilegt fólk hér á heimavelli og byrjum því á að opna stóra sýningu á útskurði eftir hana Siggu á Grund, en hún hefur verið kölluð drottning skurð- járnanna. Þetta er yfirgripsmikil sýning á hennar verkum. Seinni sýningin í sumar er á verkum Jóns Inga Sigurmundssonar frá Selfossi sem er eftirsóttur listmálari.“ Í Þjórsárveri er ættarmótaþjónusta fastur liður og tvö ættarmót eru þar um hverja helgi allt sumarið. NÝJAR farangursreglur ganga í gildi hjá flugfélaginu British Air- ways innan skamms. Reglunum er meðal annars ætlað að stytta bið- raðir við innritun. Reglurnar taka til handfarangurs, innritaðs far- angurs og umframfarangurs og gilda á öllum áfangastöðum BA, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. British Airways flýgur m.a. á milli Íslands og Bretlands. Í byrjun júlí verða þyngd- artakmarkanir á handfarangri af- numdar og öllum farþegum verður heimilt að taka með sér um borð eina handtösku, skjalatösku og hefðbundna tösku undir fartölvu. Handtaskan má stærst vera 56x45x25 cm. Á öllum áfangastöð- um British Airways verður mæli- tæki sem farþegar geta notað til að ganga úr skugga um stærð tösk- unnar áður en komið er að örygg- ishliðinu á vellinum, en þess má geta að litlar ferðatöskur sem venjulega má taka með sér um borð eru innan þessara marka. Í október nk. taka gildi nýjar reglur um innritaðan farangur þar sem hámarksþyngd sérhverrar inn- ritaðrar ferðatösku verður 23 kg, í samræmi við öryggis- og heilsu- sjónarmið. Breytilegt verður eftir tegund farseðils og áfangastað hversu margar töskur má innrita án endurgjalds. Á styttri flug- leiðum er það yfirleitt ein taska, en tvær á lengri leiðum. Frá 11. október nk. verður inn- heimt fast gjald fyrir umframfar- angur. Gjaldið mun taka til allra farþega og ráðast af lengd ferða- lags viðkomandi, en í flestum til- fellum verður það lægra en það sem nú er greitt fyrir umframfarangur.  FLUG | British Airways Nýjar farangursreglur Reuters Stokkhólmur hefur upp ámargt að bjóða, ekki síst ásumrin þegar borgin skart-ar sínu fegursta. Þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi; fjölskyldufólk og einstaklingar, áhugafólk um listir, náttúru, búð- arráp og góðan mat. Best er að byrja á því að útvega sér kort af borginni. Góð leið er að kaupa sér eitt slíkt á flugvellinum á 30 sænskar krónur um leið og keypt- ur er miði í rútuna niður í bæ. Þá fær maður aðeins veglegra kort með götuskrá. Síðan er kíkt á kortið í rútunni til að átta sig á borginni sem maður er að heimsækja. Östermalm er fínasta hverfið, Sö- dermalm er svalasta hverfið, á Norr- malm eru stærstu verslunargöt- urnar o.s.frv. Hægt er að fá öðruvísi sýn á borgina með því að kaupa sér miða í einhverja af mörgum útsýn- isbátsferðum sem í boði eru. Fínasta gatan í borginni Strandvägen á Östermalm er fín- asta gatan í Stokkhólmi og eftir göngutúr um hana með íspinna í hönd er ekki úr vegi að setjast um borð í einhvern af útsýnisbátunum sem leggja í hann frá Nybroviken. Um borð fá farþegar ýmsar upplýs- ingar frá leiðsögumönnum, t.d. þær að Stokkhólmur sé byggður á fjór- tán eyjum, þar sem Södermalm er sú stærsta. Þar voru áður verka- mannabústaðir og snemma á síðustu öld var umhverfið í niðurníðslu. Við tók endurnýjun og húsavernd og til hefur orðið fallegur bæjarhluti og eftirsótt íbúðahverfi. Á Söder eins og bæjarhlutinn er jafnan kallaður eru einnig margar skemmtilegar búðir sem selja „se- cond-hand“ föt og húsgögn, litlar og öðruvísi tískuverslanir og hönn- unarbúðir. Að ógleymdum öllum kaffihúsunum, veitingastöðunum og sælkerabúðunum. Hverfið fyrir sunnan Folk- ungagatan á Södermalm er kallað SOFO (Söder om Folkungagatan) í líkingu við SOHO í New York og London. Grandpa er t.d. skemmtileg búð þar sem hægt er að fá flott föt á ýmsu verði. Húsgögn frá sjöunda og áttunda áratugnum er einnig hægt að kaupa í búðinni. Þeim er ekki staflað upp eins og stundum er þeg- ar notuð húsgögn eru til sölu, heldur raðað upp á smekklegan hátt og eru í raun innrétting verslunarinnar þar sem t.d. er hægt að fá sér sæti í gömlum hornsófa eða við gamalt símaborð þar sem tímarit liggja. Í klukkutíma bátsferð sem ber yf- irskriftina „Hop-on Hop-off“ er hægt að nota bátinn sem nokkurs konar leigubíl. Íslenskur þúsundkall fer í miðann sem gildir í sólarhring og hægt er að velja um sex staði til að hoppa í og úr bátnum. Báturinn gengur reyndar bara á milli 10 og 16, en á þeim tíma er hægt að sigla um og hoppa t.d. af í gamla bænum og kíkja aðeins á höllina eða skoða sig um á Djurgården, eyjunni þar sem tívolíið Gröna Lund og Astrid Lindgren garðurinn Junibacken eru. Stokkhólmur er ein af þeim borg- um sem gaman er að ganga um. Út- sýnið er alltaf fallegt, annaðhvort út á sundin eða á virðuleg hús og græna garða. Skeppsholmen er ein af eyjunum í miðborg Stokkhólms. Tilvalið er að ganga út í hana og heimsækja Moderna Museet, þ.e. Nútímalistasafnið, þar sem alltaf er eitthvað áhugavert að sjá. Í sama húsi er Arkitektúrsafnið þar sem nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum arkitektsins og húsgagnahönnuðar- ins Bruno Mathsson og stendur sýn- ingin fram í ágústlok. Blasieholmen tengist Skepps- holmen með brú og þar gnæfir Nat- ionalmuseum yfir, þ.e. rík- islistasafnið. Fram í febrúar á næsta ári stendur þar yfir yfirlitssýning á verkum listamannsins og föður sænskrar iðnhönnunar, Stig Lind- berg. Lindberg myndskreytti barnabækur, málaði olíumálverk, gerði keramikvasa og postulínsbolla, hannaði stell og öskubakka. Hann vann mestan sinn starfsferil hjá postulínsframleiðandanum fræga, Gustavsberg, auk þess að sinna myndlist og kennslu. Hann var á há- tindi ferils síns á sjötta og sjöunda áratugnum og Íslendingar kannast við mörg mynstrin sem líta má á sýningunni. Á tímum afturhvarfs til þess tíma í hönnun gefa margir mik- ið t.d. fyrir kaffibolla eftir Stig Lind- berg. Greiða þarf aðgangseyri inn á sýninguna á verkum Lindbergs en að öðru leyti er ókeypis inn í safnið. Húsakynnin eru heimsóknarinnar virði, auk þess sem veitingastað- urinn Atrium er í miðju húsinu í afar fallegum salarkynnum og þangað er upplagt að fara og fá sér hádeg- ismat.  SVÍÞJÓÐ | Listasöfn, skemmtileg hverfi, bátsferðir, tívolí, búðarráp og góður matur Alltaf gaman að heimsækja Stokkhólm Séð yfir Stokkhólm. Ljósmynd/Bodil Karlsson/Nationalmuseum Verk iðnhönnuðarins Stig Lind- berg eru til sýnis í ríkislistasafninu í Stokkhólmi. Morgunblaðið/Steingerður Ríkislistasafnið í Stokkhólmi í öllu sínu veldi. Tilvalið er að fara með útsýnisbátunum í ferð. Þeir leggja í hann frá Nybroviken. Um borð fá farþegar upplýsingar frá leiðsögumönnum, t.d. þær að Stokkhólmur sé byggður á fjórtán eyjum, þar sem Södermalm er sú stærsta. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@telia.com  www.stockholmsight- seeing.com  Grandpa Södermannagatan 21 www.grandpa.se  Moderna Museet Skeppsholmen www.mod- ernamuseet.se  Arkitekturmuseet Skeppsholmen www.arkitekturmuseet.se  Nationalmuseum Blasieholmen www.nationalmuseum.se
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.