Alþýðublaðið - 21.10.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.10.1922, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Skófahuiöur. i Vandaðastur, | | beztur, | ódýrastur. I 1 I | SYeinbjörn Arnason | i| Laugaveg 2. .1* É wm I 3. K Geymsla. Reiðhjól eru tekin til geymslu yfir veturinn í !fí»©J*va nr 172 Fundur í kvöld kl. 8 >/a .........»-¦¦¦¦¦..........¦¦¦¦¦...... Get telíið nokkur börn til kenstu innsn skóiatkyldaldurs. Elías Eyjólfsson, Hverfisg. 'ji. á ógreiddum bæjsrgjö'dum fiá 1921 byrjar næstkomandi máaudng og heldur áfram næitu daga á eftir, Bœjargjaldkerinn. Bann Að gefnu tilefni er öllum óviðkomaudi stranglega bánnaður að' gangur að lóð Templarahújsins, svo og öll viðdvöl á lóðiani. Hvef sí, er brýtur bann þetta, verður tafarhust kærður án frekari aðvörunar. I^elix Guðmundsson, umsjónarmaður Teœplarahussins. Unglingsstúika óskast tll að gæta barna A v. á. Ritstjóri og ábyrgða'rmaður: Hallbj'órn Halldórsson. P.entsmiðjan Gutenbpig Útbreiðið Alþýðubiaðið, hvar sem þið eruð og hvert sem þið farið! Kaupið Alþýðublaðið! Edgar Rice Burroughs: Tarzan snýr aí'tur. um, og sýndi það talsverða þekkingu á hinum fyr- nefndu og nákvæma, en skiingilega aðdáun á hinum síðari. Þegar Thuran kom til hennar slðdegis og fór að ma'sa við hana, var hún því fegin. En hún vár orðin alvarlega hrædd um Caldwell; hún setti hvarf háns ósjálfrátt í samband við það, sem hún hafði séð falla í sjóinn. Hún færði þetta í tal við Thuran. Hafði hann séð Galdwell f dag? Það hafði hann ekki. Hvernig gat á þessu staðið? „Hann kom ekki til morgunverðar eins og vant er, og eg hefi ekki séð hann síðan í gær", mælti stúlkan. Thuran varð ákaffega alvarlégiir. „Eg þekti Caldwell mjög lítið", sagði hárin. „Hann virtist mjög viðkunnanlegur maður. Skyldi hann vera lasinn og dvelja í klefa sínum? Það væri engin furða". „Nei", svaraði stúlkan; „það væri að vísu engin furða; en af einhverri óskiljanlegri ástæðu hefi eg grun um, að ekki sé alt rrieð feldu. Það er éinkennileg tilfinning en mer finst hann ekki vera á skipinu". Thuran hló hjartanlega. „En sú hugmynd, ungfru Strong", mælti hann; „hvar 1 ósköpurium ætti hann þá að vera? Við höfum ekki séð land dögum saman"., „Það er raunar hlægilegt af mér", bætti hún við. „En eg brýt ekki heilann um þetta lerigui; eg fer áð trrenslast um, hvar Caldweli sé", og hún benti þjóni að koma. i __ „Það verður eifiðara en þú heldur, stúlka mín", hugsaði Thuran, en mælti hátt: „Um fram alt". „Hittið þér herra Caldwell fyrir mig", mælti hún við fijóninn, „og segið honum, að vinir hans séu mjög finuggnir yfir fjarveru hans". „Yður lízt vel á Galdwell?" mæ'.ti Thuran. „Eg held hann sé ágætismaður", svaraði stúlkan. ^Og mamma er sérlega hrifin af honum. Hann er einn þeirra manna, sem maður treystir fullkomlega — það er ómögulegt annað en að treysta herra Caldwell". Augnabliki síðar kom þjónninn aftur og sagði Cald- well ekki vera í herbergi sfnu. „Eg finn hann ekki, ungfrú Strong, og" — hann hikaði— „eg hefi heyrt, að hann hafi ekki verið í rúminu sínu i nótt. Eg held eg ætti að segja skipstjóranum frá því*'. , „Já, endilega", mælti ungfrú Strong. „Eg skal far* með yður. Þetta er skelfilegt! Eg veit, að eitthvað skelfilegt hefir komið fyrir. Hugboð mitt var þá á rök« Um bygt". Fáum mfnútum síðar komu ung stúlka í uppnámi og skeikaður þjónn til skipstjórans. Hann hlustaði þegjandi á sögu þeirra — alvörusvipur kom á hann, þegar þjónninn kváðst hafa leitað alls staðar þar, sem far- þegar voru vanir að Halda sig. „0,r þér eruð vísar um að hafa séð eitthvað detts útbyrðis i gærkveldi, urigfrú Strong?" spurði hann. jjEnginn vafi er á því", svaraði hún. „Eg fullyrði ekki, að það hafi verið maður — ekkert hljóð heyrðist. Það getur hafa verið það, sem eg hélt það vera — eitthvað rusl. En finnist Galdwell ekki á skipinu, er ég vis um, að það var hann, sem eg sá detta fyrir glugg- ann minn". Skipstjórinn skipaði þegar fyrir um nákvæma leit um alt skipið stafna f milli. Ungfrú Strong beið átekta í klefa sínum. Skipstjórinn spurði hana margra sþurh- inga, en hún gat ekkert sagt honum um hinn horfna mánn, nema það, sem hún hafði séð þann stutta tíma, er hún hafði þekt hann. Hún tók i fyrsta sinn eítir því, hve lítið Galdwell hafði sagt henni um sína fyrri æfi. Hún vissi lítið annað en það, að hann var fæddur í Afríku óg alinn upp í París, og hún hafði furðað sig mjög á því, að Englendingur skyldi tala ensku með svo greinilegum frönskublæ. „Talaði hann aldrei um óvini?" spurði skipstjórinn. „Aldrei". „Þekti hann enga aðra farþega?"' „Ekki meira en mig — sem samferðafólk er hann af tilviljun kyntist". „Virtist yður hann, ungfrú Strong, vera ofdrykkju- maður?"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.