Morgunblaðið - 29.06.2006, Page 55

Morgunblaðið - 29.06.2006, Page 55
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. O-O Rge7 5. He1 a6 6. Bf1 d5 7. exd5 Rxd5 8. d4 Be7 9. c4 Rf6 10. Be3 O-O 11. Rc3 cxd4 12. Rxd4 Bd7 13. Rxc6 Bxc6 14. Dxd8 Hfxd8 15. a3 a5 16. Had1 Hd7 17. f3 h6 18. Bd3 Bd6 19. Bf2 Bf4 20. Bb6 a4 21. Ra2 Bc7 22. Bf2 Hdd8 23. Rb4 Be8 24. Bc2 Hdc8 25. Bd4 Ba5 26. Bd3 Rd7 27. Bf1 Bb6 28. Bxb6 Rxb6 29. Hc1 Rd7 30. Hc3 Rc5 31. Rd3 Kf8 32. Rxc5 Hxc5 33. Kf2 Ke7 34. Bd3 Hd8 35. Hd1 f5 36. Be2 Hdc8 37. f4 g5 38. Hh3 gxf4 39. Hxh6 Bc6 40. g3 fxg3+ 41. hxg3 Hg8 42. Hd4 b6 43. Hf4 Be4 44. g4 b5 45. cxb5 Hc2 46. Ke3 Hxb2 47. Bc4 Hb3+ 48. Bxb3 axb3 49. Hh2 Kd6 50. Hb2 Bc2 51. gxf5 exf5 52. Hc4 Ha8 53. Kd2 Hxa3 54. b6 Ha8. Staðan kom upp á hollenska meistaramótinu sem lýkur í Hilvers- um í dag, fimmtudaginn 29. júní. Al- þjóðlegi meistarinn Yge Visser (2480) hafði hvítt gegn goðsögninni Jan Timman (2616). 55. b7! og svartur gafst upp þar sem eftir 55 … Hb8 56. Hc8! Hxb7 57. Hcxc2 verður svartur hróki undir. Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2006 55 DAGBÓK Norræn listmeðferðarráðstefna verðurhaldin í Kennaraháskóla Íslands dag-ana 29. júní til 1. júlí. Að ráðstefnunnistendur FLÍS – Félag listmeðferð- arfræðinga á Íslandi. Írís Ingvarsdóttir er í ráð- stefnunefnd: „Þessi samkoma gefur listmeðferð- arfræðingum tækifæri til að hittast á faglegum grundvelli, skiptast á skoðunum og fræðast um nýjustu framfarir á sviði listmeðferðarfræði,“ seg- ir Íris. Íris segir fjölda fólks í ýmsum stéttum sýna listmeðferð áhuga og er þess gætt að fyrirlestr- arnir séu aðgengilegir fyrir almenna gesti: „Framsetning erinda er bæði í máli og myndum. Ráðstefnudagana er seinni hluta hvers dags varið í vinnusmiðjur þar sem gestum gefst tækifæri til að fara sjálfir í gegnum það vinnuferli sem notað er í listmeðferð. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir áhugasama til að dýpka skilning sinn á list- meðferð.“ Listmeðferð notar myndsköpun sem tjáning- arleið: „Vinnuferlið skiptir máli og sú táknræna tjáning sem kemur fram í gegnum myndverkin. Hlutverk listmeðferðarfræðings er að byggja upp traust við skjólstæðing sinn og skapa honum öruggar aðstæður. Algengt er að listmeðferð sé notuð sem nálgun þegar í hlut eiga börn og ung- menni. Reynslan hefur einnig sýnt að þessi aðferð hentar vel fullorðnum, því orð eru oft ómeðvitað ritskoðuð og veitir þá myndræn tjáning óskorð- aðri leiðir til tjáskipta.“ Í þessu sambandi nefnir Íris starf Pauline McGee, sem verður meðal fyr- irlesara á ráðstefnunni: „Hún hefur mikið unnið með börnum sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Fyrir einstaklinga sem lent hafa í slíkri lífsreynslu getur reynst erfitt að tala um reynsl- una og myndsköpun reynist þá einstaklingnum betri leið til tjáningar.“ Anita Forsell kemur frá Svíþjóð, en hún starfar sem verkefnisstjóri á dagdeild fyrir fólk með áunninn heilaskaða. „Hún leggur áherslu á ný við- horf í endurhæfingu, t.d. með fólki sem misst hef- ur málgetu vegna heilaskaða af völdum slysa eða sjúkdóma, þar sem listmeðferð er notuð til að hjálpa fólki að nota aðrar tjáningarleiðir en orð.“ Frá Finnlandi kemur Daniela Seeskari og fjallar um gagnsemi listmeðferðar fyrir börn með taugaþroskaröskun á borð við athyglisbrest og of- virkni. „Kerry Cruk kynnir spennandi rannsókn- arverkefni þar sem athugað var hvað gerist í heil- anum á meðan á myndsköpun stendur. Þetta er áhugaverð viðbót við okkar fræði og verður gam- an að sjá niðurstöðurnar,“ segir Íris. „Loks er Noah Hass-Cohen sem hefur skoðað tengsl lista og taugalíffræði. Komið hefur í ljós að ýmiss konar minningar, skynjanir og upplifanir geymast í heilanum sem myndir og hefur hún rannsakað hvernig við nálgumst slíkar minningar á annan hátt með myndsköpun en ef við myndum tjá okkur með orðum.“ Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og ráðstefnugjöld má finna á www.iceart.org. Heilsa | Norræn listmeðferðarráðstefna í Kennaraháskóla Íslands 29. júní til 1. júlí Möguleikar listmeðferðar  Íris Ingvarsdóttir fæddist á Patreksfirði 1962. Hún lauk stúd- entsprófi frá MA 1982, prófi frá MHÍ 1988 og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1990. Íris útskrifaðist með mastersgráðu í listmeðferð frá Pratt Institute í Nýju Jórvík 1997. Hún starfaði við kennslustörf um fimm ára skeið. Frá 1997 hefur Íris unnið að þróun listmeðferðar sem úrræðis innan grunnskóla auk þess að starfa sjálfstætt sem list- meðferðarfræðingur. Íris er stofnandi Félags listmeðferðarfræðinga á Íslandi og var for- maður félagsins 1998–2002. HM í Veróna Norður ♠KG1043 ♥85 V/Enginn ♦K5 ♣G843 Vestur Austur ♠D8 ♠2 ♥G109 ♥74 ♦1042 ♦ÁDG98763 ♣ÁKD105 ♣96 Suður ♠Á9765 ♥ÁKD632 ♦-- ♣72 Það eru margir fróðlegir fletir á spili dagsins, sem kom upp í 16 liða úrslitum Rosenblum-keppninnar í Veróna. Lít- um á sagnir í leik Nickells (Bandaríkj- unum) og Gartaganis (Kanada): Vestur Norður Austur Suður Balcombe Soloway Colbert Hamman 1 grand Pass 5 tíglar 5 hjörtu Pass Pass Pass Bob Hamman var í þröngri stöðu og gat lítið annað gert en að melda lengri litinn sinn við fimm tíglum. Fimm spaðar standa á borðinu, en þrátt fyrir 3–2-legu í hjarta má ná fimm hjörtum einn niður. Sér lesandinn hvernig? Vestur tekur tvo slagi á ÁK í laufi, spilar svo litlu laufi og austur stingur með sjöu. Þannig uppfærist slagur á hjarta. En þessi vörn fór fyrir ofan garð og neðan hjá Balcombe; hann tók tvo slagi á lauf, en skipti síðan yfir í tíg- ul. Hamman fékk því 11 slagi. Á hinu borðinu vakti Eric Rodwell á Precision-tígli og norður stakk inn spaðasögn: Vestur Norður Austur Suður Rodwell Nick G. Meckstroth Judith G. 1 tígull * 1 spaði 2 tíglar 3 tíglar * Pass 3 spaðar 4 tíglar 6 spaðar Dobl Allir pass Eftir innákomu norðurs og tíg- ulsagnir AV er sú ákvörðun Judith Gartaganis að stökkva í sex spaða skilj- anleg. Ekkert nema lauf úr banar slemmunni, en því skyldi austur spila út laufi? Svarið liggur að hluta til í dobli vest- urs, sem varar við tígulútspili og segir um leið að óvæntur styrkur sé til hlið- ar, annað hvort í hjarta eða laufi. Meckstroth hitti á lauf út og slemman fór einn niður. Tígulopnun í Precison byggist oft á góðum fimm spila lauflit og á þeirri forsendu valdi Meckstroth lauf frekar en hjarta. Þetta eru dýrar stöður og eins gott að puttarnir séu í góðu lagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.isVelvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Góð kvöldsaga MIG langar til að þakka RÚV Rás 1, gömlu góðu gufunni, þeir eru með frábæra kvöldsögu sem heitir Drek- ar og smáfuglar. Alveg sérstaklega góð saga og vel lesin upp á Borgari Garðarssyni. Sagan er í 45 mínútur á kvöldi sem gerir söguna miklu betri og skemmtilegri. Ég vil gjarnan hvetja Rík- isútvarpið til að koma með meira af svona efni. Maður getur lítið hlustað á sögur á daginn og flestar eru leið- inlegar - en þessi er algjör snilld. Húsmóðir í Kópavogi. Útvarp Saga frábær ÉG vil vekja athygli fólks á Útvarpi Sögu, þetta er frábær stöð. Ég vil líka benda fólki á að leggja eyrun við því sem þar fer fram. Þetta er eina stöðin sem fólk getur fengið að tjá sig og þar er verið að fjalla um allt sem viðkemur okkur hér á landi og efni sem maður heyrir ekki talað um annars staðar. Ég er hissa á að fleiri fyrirtæki skuli ekki auglýsa á þess- ari stöð því þetta er frábær stöð. Þar kæmust auglýsingarnar vel til skila. Þessi útvarpsstöð heldur manni við efnið. Tryggur hlustandi. Birta er týnd BIRTA, hreinræktuð irish-setter tík, hvarf við Garðakot í Vík í Mýrdal föstudags- kvöldið 23. júní. Hún er fíngerð, rauð- brún á lit og er mjög gæf. Við biðjum alla þá sem hafa orðið hennar varir vinsamlegast um að hafa samband við Evu í síma 894 2877 eða Vigfús í síma 893 8606. 40 ÁRA afmæli. Í dag, 29. júní, erGerður Petrea Guðlaugsdóttir 40 ára. Af því tilefni ætlar hún að halda afmælispartí föstudaginn 11. ágúst kl. 20 í Akogessalnum í Sóltúni 3. Sjáumst hress. 50 ÁRA afmæli. Á morgun, 30.júní, verður fimmtugur Magn- ús Páll Brynjólfsson, Dalbæ. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 21 á afmælisdaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag, 29. júní, erSigríður Hulda Ketilsdóttir sjötug. Eiginmaður hennar er Björn Jónsson og eru þau búsett á Akranesi. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Lagersala Síðasti opnunardagur verður laugardaginn 1. júlí. Opið frá kl. 11-17. Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardag frá kl. 11-17 Gjafa gallery gjafavöruverslun Aðalstræti 7 — sími 896 2760 — www.gjafagallery.com Bankastræti 3 • S. 551 3635 www.stella.is SNYRTIVÖRUR 50 ÁRA afmæli. Í dag, 29. júlí, erfimmtugur Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.