Alþýðublaðið - 21.10.1922, Side 4

Alþýðublaðið - 21.10.1922, Side 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ \ m Sk6|ataaðnr. Vandaðastur, beztur, ódýrastur. Lögtak á ógreiddum bæjargjö'dum frá 1921 byrjar næstkomandi mánudag og heldur áfram næitu daga á eftir. 1 SYeinbjörn Arnason : Bœjargjaldkerinn. Geymsla. Reiðhjól eru tekin til geymslu yfir veturinn í Bann. Að gefnu tilefni er öilum óviðkomandi stranglega brmasður að' gangur að ióð Templarahúrsins, svo og öll viðdvöi á lóðinni. Hver sá, er brýtur bann þetta, verður tafarliust kærður án frekari aðvörunar. Fál&an'Bim. Felix Guðmundsson, uassjónarmaður Teœplarahússina. Mfaflpva nr 172 Fundur á kvöld kl. 81/* Get tekið nokkur börn til ket'Slu innrn skólatkyldaldurs. Elías Eyjólfsson, Hverfisg. 71. Unglingrsstúáka óskast til að gæta bstrna A v. á. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hallbjörn Halldórsson. F.entsmiðjan Gutenbeig Útbreiðið Alþýðubiaðið, hvar sem þið eruð og hvert sem þið fariðl K aupið Alþýöublaðið! Edgar Rice Burroughs: Tarzan snýr aftnr. um, og sýndi það talsverða þekkingu á hinum fyr- nefodu og nákvæma, en skringilega aðdáun á hinum síðari. Þegar Thuran kom til hennar siðdegis og fór að masa við hana, var hún því fegin. En hún var orðin alvarlega hrædd um Caldwell; hún setti hvarf hans ósjálfrátt f samband við það, sem hún hafði séð falla í sjóinn. Hún færði þetta 1 tal við Thuran. Hafði hann séð Caldwell í dag? Það hafði hann ekki. Hvernig gat á þessu staðið? - „Hann kom ekki til morgunverðar eins og vant er, og eg hefi ekki séð hann síðan f gær“, mælti stúlkan. Thuran varð ákafiega alvarlegur. „Eg þekti Caldwell mjög lítið", sagði hann. „Hann virtist mjög viðkunnanlegur maður. Skyldi hann vera lasinn og dvelja í klefa sínum? Það væri engin furða". „Nei“, svaraði stúlkan; „það væri að vísu engin furða; en af einhverri óskiljanlegri ástæðu hefi eg grun um, að ekki sé alt með feldu. Það er einkennileg tilfinning en mér finst hann ekki vera á skipinu“. Thuran hló hjartanlega. „En sú hugmynd, ungfrú Strong", mælti hann; „hvar f ósköpunum ætti hann þá *ð vera? Við höfum ekki séð land dögum saman“., „Það er raunar hlægilegt af mér“, bætti hún við. „En eg brýt ekki heilann um þetta lengui; eg íer að grenslast um, hvar Caldwell sé“, og hún benti þjóni að koma. „Það verður erfiðara en þú heldur, stúlka mfn^ hugsaði Thuran, en mælti hátt: „Um fram alt“. „Hittið þér herra Caldwell fyrir mig“, mælti hún við iþjóninn, „og segið honum, að vinir hans séu nijög ■hnuggnir yfir fjarveru hans“. „Yður lízt vel á Caldwell?" mælti Thuran. „Eg held hann sé ágætismaður", svaraði stúlkan. ^Og mamrna er sérlega hrifin af honuni. Hann er einn þeirra manna, sem maður treystir fullkomlega — það er ómögulegt annað en að treysta herra Caldwell". Augnabliki siðar kom þjónninn aftur og sagði Cald- well ekki vera í herbergi sínu. „Eg finn hann ekki, ungfrú Strong, og“ — hann hikaði — „eg hefi heyrt, að hann hafi ekki verið í rúminu sfnu í nótt. Eg held eg ætti að segja skipstjóranum frá því“. „Já, endilega", mælti ungfiú Strong. „Eg skal far* með yður. Þetta er skelfilegtl Eg veit, að eitthvað skelfilegt hefir komið fyrir. Hugboð mitt var þá á rök- um bygt“. Fáum mfnútum síðar komu ung stúlka í uppnámi og skelkaður þjónn til skipstjórans. Hann hlustaði þegjandi á sögu þeirra — alvörusvipur kom á hann, þegar þjónninn kvaðst hafa leitað alls staðar þar, sem far- þegar voru vanir að halda sig. „Og þér eruð vísar um að hafa séð eitthvað detta útbyrðis í gærkveldi, ungfrú Strong?" spurði hann. „Enginn vafi er á því“, svaraði hún. „Eg fullyrði ekki, að það hafi verið maður — ekkert hljóð heyrðist. Það getur hafa verið það, sem eg hélt það vera •— eitthvað rusl. En finnist Caldwell ekki á skipinu, er eg vís um, að það var hann, sem eg sá detta íyrir glugg- ann minn". Skipstjórinn skipaði þegar fyrir um nákvæma leit um alt skipið stafna í milli. Ungfrú Strong beið átekta í klefa sfnum. Skipstjórinn spurði hana margra spurn- inga, en hún gat ekkert sagt honum um hinn horfna mann, nema það, sem hún hafði séð þann stutta tíma, er hún hafði þekt hann. Hún tók í fyrsta sinn eftir því, hve lítið Caldwell hafði sagt henni um sfna fyrri æfi. Hún vissi lítið annað en það, að hann var fæddur í Afríku og alinn upp í París, og hún hafði furðað sig mjög á því, að Englendingur skyldi tala ensku með svo greinilegum frönskublæ. „Talaði hann aldrei um óvini?" spurði skipstjórinn. „Aldrei". „Þekti hann enga aðra farþega?" „Ekki meira en mig — sem samferðafólk er hann af tilviljun kyntist“. „Virtist yður hann, ungfrú Strong, vera ofdrykkju- máður?"

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.