Morgunblaðið - 07.07.2006, Page 1

Morgunblaðið - 07.07.2006, Page 1
2006  FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ BLAÐ C FH-INGAR ERU KOMNIR MEÐ TÓLF STIGA FORSKOT / C2, C3 B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A AXEL Ásgeirsson, fimmtán ára gamall kylfingur úr GR, gerði sér lítið fyrir sl. mánudag og náði albatrosa – en svo kalla kylfingar þann sjaldgæfa viðburð þegar kylfingar leika holu á þremur höggum undir pari. Axel var við leik á meistaramóti klúbbsins í 15– 18 ára flokki á Grafarholtsvelli og gerði sér lítið fyrir og lék 4. hol- una sem er par fimm og 454 metr- ar að lengd af hvítum teigum, á tveimur höggum. Axel segir að teighögg hans hafi stöðvast 150 metra frá fremri flatarbrún eftir upphafshöggið og hann hafi notað járnkylfu númer sex í innáhöggið. Þar sem flötin sem tekin var í notkun í síðasta mánuði er upp- hækkuð sá hann ekki ferð boltans á flötinni. ,,Ég gerði mér hins veg- ar strax ljóst hvað hafði gerst, því að Gunnar Marteins og Birgir Már, starfsmenn GR, sem voru að fylgjast með keppninni við fjórðu flötina, hoppuðu af gleði og æptu, segir Axel sem notaði aðeins tólf högg á fyrstu fjórar holurnar og var því fjórum höggum undir pari. Hvort sem aukin taugaspenna eftir höggin góðu á fjórðu braut- inni var um að kenna eða ein- hverju öðru náði hann ekki að fylgja glæsilegri byrjun sinni eftir, en hann lauk hringnum á 77 högg- um og blandaði sér því ekki í bar- áttuna um sigurinn í flokknum. Sjaldséð fuglategund í Grafarholti Eftir Frosta Eiðsson Morgunblaðið/Frosti Eiðsson Axel Ásgeirsson er hér á flötinni á fjórðu braut, sem er par fimm. Axel lék brautina á aðeins tveimur höggum. Blöðin fundu liðinu og þjálfaran-um allt til foráttu eftir fyrstu leiki liðsins á HM en eftir sigra á Brasilíumönnum og Portúgölum halda blöðin ekki vatni yfir snilli leikmanna liðsins og þjálfarans. ,,Stórkostlegt“ var fyrirsögnin í Le Parisien. „Vítaspyrna frá meist- aranum (Zidane) dugði til að sigra Portúgal og nú liggur leiðin til Berlínar,“ segir ennfremur í Le Parisien. ,,Guð er með okkur,“ segir í France Soir. „Eftir að hafa lagt Spánverja, Brasilíumenn og Portú- gala hefur Zidane leitt franska liðið í úrslitaleikinn og þarf að sigra Ítali.“ ,,Þeir hafa náð markmiði lífsins“ er aðalfyrirsögnin í franska íþrótta- blaðinu L’Equipe. ,,Nú verða Frakk- ar að vinna úrslitaleikinn og kveðja Zidane á viðeigandi hátt. Það yrðu mikil vonbrigði fyrir hann að hætta eftir tap í úrslitaleik. Þeir bláu geta samt verið stoltir af því sem þeir hafa afrekað,“ segir í L’Equipe. ,,Sunnudagur í Berlín“ er fyrir- sögnin í Liberation. ,,Sigurinn á Portúgal og sæti í úrslitaleikinn var miklu meira en menn þorðu að vona.“ Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Frakklandi í fyrrakvöld eftir sig- urinn á Portúgölum. Ungir sem aldnir stigu stríðsdans sem tók sinn toll því tveir liggja í valnum, 20 ára karlamaður og 18 ára stúlka, og nokkur fjöldi fólks er slasaður. Í París safnaðist hálf milljón manna saman á Champs-Elysees og í Lyon og Marseille, heimabæ hetjunnar Zi- nedine Zidane, stóðu fagnaðarlætin fram undir morgun. ,,Zizou, Zizou“ hrópaði fólk en enn og aftur er Zid- ane kominn í guða tölu hjá Frökk- um. Fagnaðarlætin breiddust út til Alsír en í bænum Aguemoune, sem er í 260 kíllómetra fjarlægð frá Algeirsborg, búa foreldrar Zidane. Íbúar bæjarins fylgdust með hverju sparki í leik Frakka og Ítala og á kaffihúsinu í bænum, „Cafe de Zizou“, sem er skírt í höfuðið á Zid- ane, var mikil sigurhátíð og eins og vertinn hafði lofað bauð hann upp á drykki í boði hússins. Reuters Mikil gleði braust út í Frakklandi eftir sigurinn á Portúgal og hér er fagnað við Effelturninn í París. Frakkar í sigurvímu FRÖNSKU blöðin hafa heldur betur snúist við í umfjöllun sinni um franska landsliðið og þjálfarann Raymond Domenech – eftir sig- urinn á Portúgal á HM í Þýskalandi og þegar ljóst er að Frakkar leika sinn annan úrslitaleik á HM á átta árum, eða síðan Frakkar urðu heimsmeistarar í París 1998. ÓLAFUR H. Kristjánsson var í gær ráðinn þjálf- ari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Hann tek- ur við af Bjarna Jóhannssyni. Ólafur, sem þjálfaði síðast Fram sl. keppnistímabil, mun stjórna Blik- um í leik í Landsbankadeildinni gegn Val í Laug- ardal á sunnudaginn. „Fyrsta markmiðið er að reyna að landa þeim þremur stigum sem eru í boði,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið. Í frétta- tilkynningu frá Breiðabliki segir að mikils sé að vænta af störfum Ólafs, en sjálfur gat hann ekki útskýrt hvað felist í því orðalagi. „Þú verður að spyrja Blikana að því. Ég geri bara ráð fyrir því að þeir vænti þess af mér að ég sinni mínu starfi eins vel og heiðarlega og ég get. Þá er ekki hægt að biðja um meira frá mér. Ég ræð því ekki hvort stigin detta inn eða ekki. Ég get unnið þannig að við eigum meiri möguleika á því,“ segir Ólafur. Ólafur tekur við Breiðabliki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.